Norðurland


Norðurland - 15.04.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 15.04.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 30. blað. j Akureyri, 15. apríl 1905. j IV. ár. t Ættingjum okkar og vinum tilkynnist, að dóttir okkar elsku- íeg, Elísabet Kristín, 4V2 árs, andaðist 9. þ. m. úr lífhimnu- bólgu. Jarðarförin fer fram frá heim- ili okkar miðvikudaginn 19. þ. m. og hefst kl. 12 á hádegi. Þuríður Hjörleifsson. Sigurður Hjörleifsson. Ollum þeim sem sýndu okkur hluttekningu við sjúkdóm og jarðarför Ásgríms sál. John- sens færum við hérmeð vort innilegasta þakklæti. Oddeyri 12. apríl 1905. Rakel Johnsen. Þuríður Johnsen. Guðrún Olafsson f. Johnsen. Ragnar Olafsson. Lækkun embættisgjalda, ® © e ® fækkun embætta. Hún er næsta eftirtektaverð grein dr. Valtýs Guðmundssonar um þetta efni í 1. hefti Eimreiðarinnar í ár, með fyrirsögninni: Embættisgjöld ís- lands. Höf. tekur í ujsphafi greinar sinnar undir það sem Jón Krabbi segir í hinni ágætu grein sinni »um skattamál íslands", að vegna þess að kröfurnar til landssjóðs fari sívax- andi, þá »verði skynsamieg fjárhags- stjórn neydd til að ná jafnvægi, annað- hvort með því að draga úr út- gjöldunum eða með því að auka tekjurnar". — Höf. álítur og það réttilega, að vér séum neyddir til að viðhafa báðar þessar aðferðir. í ritgerð Krabbes eru „ýmsar mikilsverðar bendingar um hvernig hægt sé að auka tekjurnar", en í Eimreiðargrein þeirri, sem hér er um að ræða, beinir dr. V. G. oss ínn á sparnaðarleiðina, bendir oss á hversu draga megi úr útgjöldun- um. Hann sér auðvitað engan veg til þess að lækka útgjöldin til at- vinnu- og samgöngubóta, heldur því beinlínis fast fram „að vér verðum að verja svo miklu fé til samgöngubóta, sem vér sjáum oss frekast fært". Aftur á móti sýnir hann fratn á að lækka tnegi embættisgjöld landsins að mildum mun, ekki svo mjög með því að lækka laun hinna ein- stöku embættismanna, heldur með því að fækka embættunum og breyta embættisskipun lands- in s. Höf. telst svo til að laun og em- bættiskostnaður, sem beint er greidd- ur úr landssjóði, sé 437 þús. 764 kr. eða 5 kr. 54 aur. á mann. Þar við bætast svo laun starfsmanna sem ó- beinlínis eru greidd úr landssjóði að upphæð 27,600 kr. og laun presta um 170 þús. krónur. Verður þetta sam- tals liðug 635 þús. kr. og koma þá 8 kr. á hvert mannsbarn í landinu. Eftir síðustu fjárlögum voru árstekj- ur landssjóðs um 834 þús. kr. og fer þá meira en helmingur þeirra í embættisgjöld eða um 52 °/o af tekj- unum, og eru þó ótalin öll þau gjöld til embættismanna og starfsmanna, er á landsmönnum hvíla og ekki eru greidd úr landssjóði. Til samanburð- ar getur höf. þess, að af árstekjum ríkissjóðs í Danmörku, sem eru 70 miljónir, ganga ekki nema 8 °/o til embættislauna! Vegna staðhátta í Danmörku er auðvitað hægt að komast þar af með miklu færri em- bættismenn en hér, en fyr má nú nokkuru skifta. Á Færeyjum, þar sem líkt er ástatt og hér hjá oss, er embættiskostnaður úr ríkíssjóði ekki nema 1 kr. og 80 aur. á mann eða tæplega V3 af embættiskostnaði vor- um. — Sé útreikningur höf. réttur, sem vér efumst ekki um, þá er þessi munur á embættisgjöldum vorum og bræðra vorra Dana og Færeyinga svo gífurlegur, að tæp- lega geta verið skiftar skoðanir um það, að ekki má við svo búið standa. Þing og stjórn, já, hver einasti hugs- andi maður í landinu verður að taka það til alvarlegrar yfirvegunar, hversu gjöld þessi verði lækkuð, landinu og þjóðinni að skaðlausu. Lítum á bendingar dr. Valtýs. Til dómara og sýslumanna ganga nú um 80 þús. kr. og þar af um 67 þús. til sýslumanna og bæjarfógeta. Höf. leggur nú til að sýslumenn séu að eins 4 í landinu, 1 í hverj- um fjórðungi, er eingöngu hafi dóm- arastörí á hendi og mætti kalla þá fjórðungsdómara. Hin önnur störf sýslumanna séu svo falin ólærðum mönnum,aðallegahreppstjórurn;gætu þeir jafnvel haft dómsvald í smærri málum, auk þess sem þeir væru lög- reglustjórar hver í sinni sveit, í h'k- ingu við hina svonefndu friðdóm- ara hjá Bretum, sem líka eru ólærð- ir ménn. Fjórðungsdómurum mætti „svo gera að skyldu að ferðast um í dómþinghá sinni og halda dóm- þing á ákveðnum stöðum og tiltekn- um tínra". í Manitoba er einn dóm- ari fyrir hverjar 75 þús. manna og ættum vér þá að komast af með einn dómara handa hverjum 20 þús. I Færeyjum með 15 þús. íbúa, sem dreifðir eru um margar smáeyjar, er einn einasti dómari, er svarar til sýslumanna vorra, en „sýslumenn" Færeyinga hafa lengstum verið ólærð- ir menn, eins og hreppstjórar vorir, og ber ekki á öðru en réttarfarinu sé þar vel borgið. Sparnaðurinn, sem af þessu leiddi, telst höf. til að muni verða nálægt 50 þús. kr. og auk þess væri sá vinn- ingur við þettafyrirkomulag, að dóms- valdið yrði algjörlega greint frá um- boðsvaldinu, sem mikils er um vert. En þó vér gerum nú ráð fyrir að hækka þyrfti laun hreppstjóra, vegna hinna auknu starfa þeirra, sem næmi svo sem 10 þús. yfir land alt, þá yrði sparnaðurinn engu að síður 40 þús. á ári og er það ekkert smáræði. Þá getur höf. þess að lækka megi laun embættismanna með konung- legri veitingu og launum úr lands- sjóði um 6000 kr., en skýrir það ekkert nánar. Laun málaflutnings- manna við yfirréttinn (1600 kr.) megi fella burtu, og ennfremur laun sérlækna ogaðstoðarlækna, þegar tim- ar líða og bæirnir stækka og nemur sparnaðurinn við það um 4000 kr. Pá er uppeldiskostnaður embættis- manna, er höf. segir að sé um 60 þús. kr. „Er það óhæfilega mikil upp- hæð til þessarar fámennu stéttar (um 3 % af allri þjóðinni), þegar litið er til þess hve miklu er varið úr landssjóði til allra annara stétta í landinu." Þennan kostnað vill höf. færa niður um 8 þús. kr. að minsta kosti, með því að afnema ölmusurnar við almenna mentaskólann og gera nemendum auk þess að skyldu að greiða ákveðið kenslugjald eins og erlendis tíðkast. — Við þetta erýmis- legt að athuga, þó vér sleppum því í þetta sinn. Að eins skal þess getið að oss finst ekki fyllilega rétt að telja allan kostnaðinn við almenna mentaskólann til uppeldiskostnaðar embættismanna. Gagnfræðadeildin er jafnt fyrir alla og fé það, sem til henn- ar gengur, mætti að nokkuru leyti telja með útgjöldum til alþýðumentunar. Ekki virðist oss heldur að komið geti til nokkurra mála að gera gagn- fræðanemendum, sízt aðkomnum, að skyldu að greiða skólagjald. Nokkurn námstyrk, t. d. þrjár 200 kr. ölmus- ur, ætti að veita fátækum og sérstak- lega efnilegum sveitapiltum í lær- dómsdeildinni. Það mun því vera full hátt reiknað að sparnaðurinn við lærða skólann geti orðið 8 þús. kr. I sambandi við þetta skal þess getið að höf. álítur réttast að leggja lækna- skólann niður og spara við það 10 þús. kr., sem nú sé árlega varið til þess að sjá landinu fyrir „ónýtari læknum, en annars mundu fást án eins eyris kostnaðar fyrir landssjóð." En ekki gerir hann þett að beinni til- lögu. Hér erum vér ekki á sama máli og hinn háttvirti höf. Virðist oss hann líta hér fremur á hina fjár- hagslegu en siðferðislegu hlið máls- ins. Hverjum manni með næmri sóma- og sjálfstæðistilfinningu finst sér það ósamboðið að þyggja fjárstyrk af vandalausum mönnum, svo framar- lega hann geti bjargast þolanlega við sín eigin efni og sízt mundi hann nota sér hjálpsemi þeirra, er hann vildi vera með öllu óháður.— Enginn mun verða fúsari á að játa þetta en hinn háttvirti höf., en hvernig í ósköpunum getur hann þá haldið því fram, að vér eigum að nota okkur góðsemi Dana, þegar vér getum hjá því komist, vér sem viljum vera og eigum að verða sjálfstæð þjóð. Það getum við því að eins orðið að vér séum sjálfum oss nógir og það verðum vér af alhug að kosta kapps um í öllum greinum. En ekki er hér rúm til að fara lengra út í þessa sálma. Hvað læknaskólann snertir þá vilj- um vér geta þess, að engin vissa er fyrir því að vér hefðum nóga lækna, ef hann væri lagður niður. Nú er lækna skortur og hvað mundi þá verða, ef öll læknaefni sigldu og og vér fengjum ekki nema stöku mann aftur til baka, eins og hingað til hefir átt sér stað. Sumir lykju ekki námi, aðrir ílengdust utanlands. Efnilegum læknum eru allir vegir fær- ir og þeir mundu fæstir lúta að okkar fámennu og örðugu sveitahéruðum. Frá læknaskólanum koma nú líka tnargir góðir læknar og margt fleira mætti um þetta segja. Loks bendir höf. á að fækka megi prestum, svo að laun þeirra verði að meðaltali um 1500 kr., þó styrkur sá og eftirlaun, sem greidd eru úr lands- sjóði, félli niður og sparaðist við það um 28 þús. kr,— Sparnaður sá sem höf. gerir ráð fyrir að leiði af öllutn þessum breyt- ingutn er samtals um 97 þús. kr. og þótt upphæð þessi væri sett niður í 80 þús., eða jafnvel rninna, þá er hún engu að síður næsta álitleg, álíka há og upphæð sú er á gildandi fjárlögum er veitt til allra vegagerða í landinu, að brúm undanskildum og helmingi hærri en fjárveitingin til vísinda, bók- rnenta og lista. Oss munar um minna. Það ætti ekki að þurfa að áminna kjósendur um að krefjast þess af þing- mönnum sínum í vor, að þeir athugi mál þetta rækilega. Komi það í ljós við nánari rannsókn að spara mætti talsvert af embættisgjöldunum, með því að breyta embættaskipuninni í heppilegra horf, má ekki hika við það eitt augnablik. Aö endingu kunnum vér ritstjóra Eimreiðarinnar þökk fyrir að hann vakti máls á þessu og ráðum mönn- um eindregið til að lesa ritgerðina vandlega fyrir þingmálafundina í vor. Skipkoma. Mjölnir kom hingað 9. þ. m. Farþegar voru Einar Hallgrímsson verzlunarstjóri á Seyðisfirði og verzlunarmennirnir Sig- urður Málmkvist á Norðfirði, Karl Jensen á Patreksfirði, Ólafur Valdimarsson á Vopnafirði, verzlunaragentarnir Chr. Niel- sen og Jón Jónsson; Hallgrímur Austmann á Fáskrúðsfirði, Pétur Stefánsson á Fjall- seli, Jón Stefánsson, Húnvetningur frá Nor- egi og margir Húsvíkingar. Með skipinu fór til Kaupmannahafnar frú Margrét Guðmundsd. kona Aðalsteins Halldórssonar og Einar Einarsson verzlunar- maður á Oddeyri snögga ferð til Austfjarða, \

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.