Norðurland


Norðurland - 15.04.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 15.04.1905, Blaðsíða 2
Nl. t Skafti Jósefsson ritstjóri andaðist á Seyðisfirði 16. þ. m. eftir langvinnan sjúkleik; var tæpra 66 ára. Ritstjóri hafði hann verið nálægt því 30 ár og til þess starfs hafði hann ýmsa góða hæfileika, enda náði blað hans mikilli útbreiðslu. Hann sýndi frábæran dugnað í því að vinna að hagsmunum blaðs síns og þó hann væri ekki mikill rithöfundur, hafði hann lag á því að segja liðlega og skemtilega frá. Einkum voru það útlendu fréttirnar sem alþýðu manna féll vel í geð, enda var hann alla æfi sögumaður og sögu- vinur. A námsárunum í Höfn og eins á hinum fyrstu árum sfnum hér, var hann eldheitur þjóðræktarmaður. Sum- um þótti þess víst gæta minna síðar, eftir því sem baráttan fyrir hugmynd- unum breyttist í baráttuna fyrir lífinu. En hvað eru þeir margir nú, meðal þjóðar vorrar, er færir séu um að kasta fyrsta steininum? Hann var fríðleiksmaður mikill og hinn höfðinglegasti ásýndum og hinn fræknasti til allra aflrauna. Gestrisinn var hann yfir efni fram og ör til þess að gefa af efnum sín- um, þó minni væru en hann sjálfur þurfti við. — Vinir hans frá skólaár- um héldu flestir trygð við hann, þó vegir skiftust og skoðanir. X !Frá útlöndum. Khöfn 25- marz ’05 Austræna stríðið. Orusta við Mukden. Eg hætti þar síðast, er orustan við Mukden byrjaði. Það er ekki aðeins geystasti bardaginn í þessu austræna stríði — og hafa þeir þó margir harðir verið—, heldur er það mestd OniStCL, sem háð hefir verið frá upphafi heims. í orustu þessari unnu Japanar frægan sigur, hinn frægasta, er þeir hafa unnið í stríðinu. Hrakfarir Rússa eru voðaleg- ar og er ekki fyllilega hægt að segja um afleiðingar þeirra enn þá. En flestir Rússavinir hér í álfu eru nú næstum úrkuia vonar um, að Rússar rétti við eftir þessar síðustu svaðiifarir, og telja víst, að nú hafi Japanar unnið sigur að fullu og öliu, Orustan byrjaði 23. tebr. Fyrst nótt- ina milli 7. og 8. marz lagði Rússa- her á flótta. Allan þann tíma var barist látlaust, þó ekki á öllum stöðum í einu. Mega menn af þessu marka, hve lang- vinnur þessi bardagi hefir verið. Mann- fallið var voðalegt. Enn er ekki hægt að segja með vissu hve mikið það hefir verið. En tala fallinna, særðra og hand- tekinna Rússa leikur á milli 100 þúsunda og 300 þúsunda að sögn fréttaritaranna. Það var Kuroki, er byrjaði. Hann stýrir eystri fylkingararmi Japana og réðst hann á vinstri fylkingararm Rússa, og lá við, að honum tækist að fleyga hann frá aðalhernum. í miðju voru þeir Oku og Nodzu. Að norðvestan var Nogi, sigurvegarinn frá Arthurshöfn. Hann hafði brotist yfir fjöll og firnindi og komst að nokkuru leyti að baki Rússum og þeim alveg á óvart. Er það almæli, að það hafi átt mestan þátt að sigri Japana 1' orustu þessari. Kuropatkin 118 hafði ekki búist við honum og því ekki hagað fyrirætlunum sínum eftir því. Attu þeir engra árása von að vestan, en það fór á alt annan veg, því að hvergi var baráttan og blóðs- úthellingar eins miklar og þar. Þar réð Kuropatkin sjálfur fyrir hernum. Allar ráðagerðir Japana voru, að her- fróðra manna dómi, mesta snildarverk að kænsku og hyggindum, svo að Kuro- patkin skildi þær ekki lengi. Sá heitir Kodama, er lagt hefir ráðin á um, hvernig árás þessari skyldi hagað og framfylgt og er forstjóri herstjórnar- ráðaneytis (Generalstabschef) Oyama, og kallaður afburðamaður að herkænsku og hernaðaríþrótt. Herstjórn Oyama er og ekki síður rómuð — og það jafnt af Rússavinum og Rússaféndum. Umhyggju hans fyrir stóru og smáu, hyggindum og fádæma dirfsku er við- brugðið. Hefir honum verið líkt við sjálfan Napóleon. Það skal nefnt sem dæmi um mann- fallið í þessari orustu, að einusinni hlóðu Rússar köst úr líkhrúgunum og og höfðu sér til varnar fyrir kúlum Japana. Flóttinn. Japanar ráku rösklega flóttann, og gegnir það furðu, eftir svo mikla eldraun, sem þeir höfðu mátt þola. Rússar flýðu tvístraðir og dreifðir og féllu unnvörpum. Japanar tóku og fjölda fanga. Endrum og sinnum snérust þeir í mót Japönum og veittu mótspyrnu, en fengu ekkert áunnið og urðu að leggja aftur á flótta, 10. marz náðu Japanar Mukden á vald sitt eftir 15 daga langa orustu. Nú bjuggust margir við, að Japan- ar myndu Iina eltingum sínum. En Oyama var ekki á þeim hosunum. Hann veitti Kuropatkin og Rússum enn eftirför. Var það nú ætlun hans 0: Kuropatkins að setjast að í Tie- ling, en hann varð skjótlega að hverfa þaðan og hafa Japanar nú líka tekið Tieling. Japanar hafa fengið ógrynni af vopn- um og vistum að herfangi. Misjafnir eru dómarnir um herstjórn Kuropatkins. Hann þykir nokkuð ragur °g tregur til árása og áhlaupa. En í einu þykir haun snillingur: að stjórna og bjarga flýjandi her. í Rússlandi var óánægjan mikil gegn honum. Og hefir Czarinn nú vikið honum úr völdum sem æðsta hershöfðingja þar eystra. Sá heitir Lenewitsch er skipaður hefir verið í embætti hans. Samkvæmt beiðni sinni er Kuropatkin nú skipaður herstjóri eins herflokksins. Eru Rússar nú mjög þreyttir og þrekaðir, og skortur mikill á vopnum og matvælum meðal þeirra. Er og sagt, að skortur á hjúkrun og góðri aðbúð hafi átt mikinn þátt að óförum þeirra. Rússar voru 50 þúsundum manna liðfleiri en Japanar. í Noregi er alt af mikill öidugangur og æsing- ar. Sá heitir Michelsen, er myndaði hið nýja ráðaneyti. Það er skipað mönnum úr öllum flokkum, er á þingi sitja, nema jafnaðarmönnum, sem eru þar mjög fámennir. Nefndin, sem skipuð var í konsúla- málið, hefir nú lokið starfi sínu og er álit hennar útkomið. Leggur hún til, að þingið samþykki nú á þessari yfir- standandi þingsamkomu lög um, að Noregur fái sérstaka konsúla og skuli lög þau öðlast gildi ekki seinna en 1. apríl 1906. Þegar lög þessi hafa verið samþykt, á svo stjórn Norðmanna að segja sig úr öllu konsúlasambandi með Svíum. Er nú mikið um fjöruga og fjöl- menna fundi í Noregi, þar sem beztu menn þjóðarinnar taka til máls, brýna hana og eggja, að láta nú ekki undan- síga, hvað svo sem það kosti. Meðal ræðumanna má nefna Friðþjóf Nansen, Sars prófessor og skáldið Gunnar Hei- berg. Stórtíðindi frá Marconi. Fréttaritari danska blaðsins >Poli- tiken« í London hefir nýlega komið að máli við Marconi (interview). Sagði hann, að eftir nokkura mánuði yrðu þær endurbætur og breytingar gerðar á áhöldum sínum, að hægt yrði að senda loftskeyti með sama hraða sem venjuleg símskeyti. Verð á skeytunum yrði og skjótt fært niður. »Annars gat Marconi þess,« segir nefndur frétta- ritari, að þess væri ekki langt að bíða, að menn gætu sent loftskeyti út um allan hnött- inn, fyrir lægra verð en menn til þessa vissu dæmi til. Marconi kvæntist nýlega f London vellauðugri írskri konu. Brúðargjafirn- ar námu tveim miljónum króna og voru úr öllum áttum heims. X Skólastjórinn og yfirhershöföing'inn. Dr. Valtýr Guðmundsson benti á það í grein sinni um nýju stjórnina í Eimreiðinni X, 3, að vel hefði mátt hlífa landsbúum við miklum útgjöld- um, ef öðruvísi hefði verið að farið við lausn rektorsembættisins, þá er dr. Ólsen fór frá. »Það hafði sýnt sig að hinn fráfarandi rektor hafði ekki lag á skólastjórn svo vel færi. En hann var að allra rómi góður kennari. Þar sem nú maðurinn var á bezta atdri virtist því sjálfsagt að láta hann leggja niður skólastjórnina, en halda áfram að vera kennari við skólann.« Svona hugs- aði víst líka þjóðin og sum blöðin létu það álit uppi. Utaf þessum hógværu um- mælum er nú hrúgað saman um dr. Val- týr miklum óhróðri í Vestra í fréttabréfi úr Húnavatnssýslu, sjálfsagt í þeirri von að þorri manna sé búinn að gleyma sjálfum ummælunum í Eimreiðargrein- inni. — Þeir sem kynnu að telja þessa tillögu dr. V. einhverja óhæfu, mætti ef til vill benda á fréttirnar hér í blað- inu um Kuropatkin hershöfðingja. Hann lætur af yfirstjórn Rússahers í Asíu af því hann gat ekki unnið sigur á fjandrnönnum sínum, þó sýnt hefði hann sig sem hinn nýtasta mann. En jafnframt því sem hann sækir um lausn frá yfirstjórninni lætur hann skipa sig í lægri hershöfðingjastöðu. Honum hefir þá ekki þótt nein van- sæmd í því, að þjóna landi sínu þó ekki væri hann yfir alla settur, þó náðugra hefði verið að setjast að eftirlaunum, en að standa í mann- raunum þar eystra. Það sem ekki var vansæmd fyrir hershöfðingjann hefði líka verið vansalaust fyrir skóla- stjórann og lítill hagur væri þjóð vorri að því, að blöðin reyndu að ala þann hugsunarhátt, að ekki sæmi að taka við lægra embætti, ef menn einhverra hluta vegna, þurfa að losna við hið æðra. X Stórmerk bók. Nýlega hefir oss borist í hendur bók eftir, formann fiskirannsóknanna hér við land og Færeyjar, dr. Johs. Schmidt: »Fiskeriundersögelser ved Island og Færöerne í Som- meren 1903.« Er þar nákvæmlega skýrt frá því, sem þeir hafa orðið vísari á rannsóknaskipinu »Thor« við- víkjandi lífi og eðlisháttum fiskanna, einkum þorsksins hér við land. Þar er og lýst dýpt hafsins, botnlagi, hita hlutföllum og straumum, og loks er skýrt frá fiskiveiðum hér við land, bæði innlendum og útlendum. Alt virð- ist þetta gert með hinni mestu ná- kvæmni og vandvirkni. Bókin er 148 bls. í stóru 8 bl. broti með mörgum myndum, og auk þess 9 stórum kort- um, er sýna hafdýpi, fiskimið og út- breiðslu ýmsra hrogna og fiskseiða á ýmsum tímum, og myndatöflu, er sýnir stærð þorsksins á ýmsum aldri. — Ó- hætt má fullyrða, að aldrei hefir nokkur bók komið út, er hafi eins mikinn gagn- legan fróðleik að geyma fyrir ísl. sjó- mennina, eins og þessi, og svo munu fleiri á eftir fara. Hörmulegt er til þess að vita, að við skulum ekkert af mörkum láta til þessara rannsókna, sem aðallega eru fyrir oss gerðar, ekki svo mikið að við styðjum hinn eina fiskifræðing vorn, Bjarna Sæmundsson, til þess að taka þátt í þeim og gefa sig allan við þeim. Skal þess getið, að höf. bókarinnar fer mjög lofsam- legum orðum um Bjarna og rannsókn- ir hans, og kann honum beztu þakkir fyrir upplýsingar þær og aðstoð er hann hafi veitt þeim. — Svo fljótt sem unt er mun Norðurland skýra nánar frá efni bókarinnar. X Eimreiðin (XI. 1. h.) er efnisrík að vanda. Fyrst er ritgjörð sú eftir ritstjórann, sem getið er um á öðrum stað hér í blað- inu. Steingrímur Matthíasson lækn- ir rítar þar laglega grein um Niels sál. Finsen. — Asgeir Torfason efna- fræðingur ritar um mó langa grein og mjög fróðlega er skýrir ítarlega frá mýndun og samsetningu mósins og ýmsum aðferðum til þess að verka hann, svo að hann verði sem notadrýgstur til eldsneytis. I ritgerðinni eru marg- ar myndir af móvinsluáhöldum og mó- vinnubrögðum. Ritgerðinni er ekki lok- ið. Vonandi verður hún til þess að menn taki að vinna hér að móskurði og mó- verkun með meiri hagsýni en hingað til. Reykvíkingar og Akureyringar ættu að ganga á undan öðrum. — Þá eru þrjú kvæði eftir Guðm. skáld Friðjónsson: Niels Finsen, Móðursystir mín og Lágnætti hvert öðru fallegra. J. Magnús Bjarnason ritar um íslenzk- an lögfræðing vestan hafs Magnús Brynjólfsson og telur hann í fremstu röð allra Vestur-íslendinga að gáfum og mannkostum. Auk þess eru í þessu Eimreiðahefti 4 smágreinar, eftir M. Lehmann-Filhes(Dánarfregn),MaxO’rell (Gáfur og skapsmunir) þýdd af V. G., Sigfús Blöndal (Max Muller um Guð- brand Vigfússon) og V. G. (Skriðdýrs-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.