Norðurland


Norðurland - 15.04.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 15.04.1905, Blaðsíða 3
Nl. ii5 háttur) og loks ritsjá eftir V. G. þar sem getið er ýmsra íslenzkra rita; og seinast íslenzk hringsjá um rit á út- lendum málum er snerta ísland eða íslenzkar bókmentir. Vér göngum að því vísu að margir vilji eignast þennan n. árg. Eimreiðarinnar enda skemm- ir það ekki til að ritstjórinn heitir þeim háum verðlaunum sem útvega ritinu nýja kaupendur. X Lágheiöi. Eins og kunnugt er liggur hún milli Ólafsfjarðar og Fljóta ofan í Stýfluna. Heiði þessi er póstvegur, en þó mikið hafi verið gert að vegum, hefir hún algerlega farið hjá öllum umbótum. Fyrir fáum árum síðan varð kven- maður þar úti og oft hefir legið við að þar yrði meira manntjón, menn hafa vilst þar og komist með nauð- ung til bæja. Fremri hluti heiðarinnar er ein jökul- flatneskja á vetrum og er þvf við ekkert að styðjast fyrir ferðamenn. Eg hefi farið yfir heiði þessa sem póstur í nokkuð mörg ár og hefi oft komist að fullkeyptu með að hafa mig áfram, eða orðið að setjast að við hana. Tilgangur minn með línum þessum er sá að vekja athygli stjórnarvald- anna á heiði þessari og því að bráð- nauðsynlegt er að hún sé vörðuð. Hallgrímur Kráksson. póstur. X Svar til JVl. Kristjánssonar. í 19. blaði Stefnis, 24. marz, gefst fólki enn einu sinni kostur á að sjá rithátt og röksemdaleiðslur þingmannsefnis þessa bæj - ar, Magnúsar Kristjánssonar. Þessi Ianga slúðursgrein hans hefi vist átt að vera svar og hrakning á grein minni um skipakvína og skipasetninguna, sem eg birti í 17. og 18. tölublaði Stefnis þessa árs. En þar hefir vini rnínum M. K. alveg mishepnast, þvf greinin gerir alls ekkert annað en sanna það, að eg hef farið með rétt mál, því ekki hefir M. K. hrakið eitt einasta atriði í grein minni, eða gert til- raun til þess. Eftir rithættinum að dæma hefði hann þó ekki hlífst við því, ef það hefði verið hægt. Því svo mikið er í grein M. K. af órökstuddum og ósönnum ályktun- um að sjá má, að öll vopn eru þó gripin, sem að nokkur von er að duga kunni. í einu orði sagt eru sannanir M, K., eins og allir heilvita menn sjá, að eins þessar: Eg Magnús Kristjánsson hef aðra skoðun á þessu og þess vegna er það ósatt sem þú segir, sprottið af heimsku og illgirni. En þettað og annað eins hefir nú harla lítið gildi hjá hugsandi mönnum, og ein- hverntíma mátt þú .Magnús minn koma með betur sannfærandi röksemdir í þing- salnum, ef svo ólíklega færi að þú kæmist þangað og þér á að verða í nokkuru á- gengt og þú verður þér ekki til minkunar eins og í þessu deilumáli okkar. Af því að við erum gamlir vinir, Magnús minn, ætia eg ekki að taka þig neitt veru- lega aftur úr skaftinu í þetta sinn. Eg veit þú hefir í mörg horn að líta á þessum dögum; til dæmis, guðspjallið sem Norðurland sendi þér hérna á dögunum það hefir þú ekki enn þá þýtt fyrir fólkinu. Svo muntu nú eitthvað þurfa að hugsa um þjóðmálin yfirleitt, nema ef þú heldur að þú sért búinn að innvinna þér það traust hjá þjóð og þingi með rabbi þínu um mig og skipakvína og sérþekkingunni á hafnargerð og þilskipaútgerð að þú verðir einn látinn rannsaka bæði það mál og önnur, því enginn muni standa þér á sporði í þingsalnum. En því miður verð eg nú, Magnús minn, að láta þig vita, að þú hefir ekkert vit á því máli, sem þú ert að rcyna að þræta við mig um, og þér er óhætt að trúa því, því eg hefi sett upp og fram skip öðru hverju yfir 20 ár, en þú aldrei verið þar viðstaddur, aukheldur meira. Þú segir að eg sé ekki með réttu eðli, eitthvað geggjaður á sönsum. Það er von þú haldir það, því þér er það fullkunnugt, að eg ætla ekki að kjósa þig fyrir þing- mann bæjarins við þessa næstu kosningu, °g eg Þykist vita að af því haldir þú það, að eg sé orðinn brjálaður, því álit hefirðu á sjálfum þér, þó aðrir hafi það sumir lítið. í fyrstu grein minni um skipakvíarmálið mintist eg ekki með einu orði á M. K. eða meinti nokkra setningu til hans sér- staklega, svo það var hann, en ekki eg, sem byrjaði með aðdróttanir og fúkyrði, eins og allir vita, sem hafa fylgst með, enda þekkja allir hér rithátt Magnúsar síðan í fyrra að fjáreyðslumál bæjarins var á dagskrá. Undirbúning skipakvíarmálsins ætla eg ekkert að fara út í. Það er öllum kunn- ugt, að hann er því nær enginn. Það hefir ekki einu sinni verið rannsakað hvaða jarð- lög eru í því stóra grynningaflæmi, sem talað er um að »muðra< upp, hvort það er sandur, leir, móhella, möl, stórgrýti, gull eða siifur er alt jafnókunnugt. Hafnirnar út með firðinum ætla eg ekki að minnast á; það vita allir að Eyjafjörð- ur getur ekki heitið annað en ein höfn fyrir innan Toppeyrargrunn. Það skipið, sem rak á land, brotnaði að 2 dögum liðnum, svo inn gekk síðan og dekkið upp og var því óviðgjöranlegt, nema með svo miklum kostnaði, að þegar á átti að herða, þá sannfærðust báðir eig- endur um, að viðgerðin mundi ekki borga sig. Engum eyri var kostað upp á þetta brotna skip, fyr en farið var að rífa það. Þegar í ráði var að reyna til að fá skipið í stand, voru keyptir 6 eikarbútar, sem allir eru komnir 1 fult vcrð. 2 í bryggjur, 1 í Otto, 1 í Róbert, 1 í Lotti og 1 í Ana- marja; hvort stykkin hafa verið gefin, má víst fá að vita; hver er þá þessi kostnað- ur, sem eg bakaði ykkur? Ekki þarf að óttast, að þingmannsefnið skýri ekki rétt frá. Verð þeirra skipa, sém eg hefi bygt, er hátt á pappírnum, 10 til n þúsund, því þau eru bygð úr nokkuð dýrt möttu efni, en þau voru góð og það voru þau, sem vörnuðu skipunum til jafnaðar að vcrða undir 4 þúsund krónum að meðaltali. Ekki ætla eg að þrátta við þig um upp- og framsetningskostnaðinn, þó þú gætir bent á citt cða 2 dæmi, sem ekki færu afarlangt frá því, sem þú segir, þá sannar það ekkert, þegar þess er gætt að hér haf'a verið sett skip á land yfir 40 ár, þetta frá 20—30 á ári; til að taka af öll tvímæli um að þú hafir rangt fyrir þér, þá skal eg svo framarlega sem eg verð í bæn- um, með fullri heilsu, taka að mér að setja upp og fram skip þín, Róbert og Lotti, í sex ár, svona fyrst «m sinn, fyrir 142 kr., fyrir hvort þeirra á ári, ef þau hafa gott ^rag, og vona eg að eg geti haft góðan hag af þeirri atvinnu. Kvíargjaldið sýndi eg fram á að ómögu- lega má vera minna en 5 kr. fyrir tonnið. Þú segir 2—3, en reynir ekki einu sinni að gera það líklegt að það sé satt, eins og alt sem þú segir er bara slegið fram. Til þess að frýja skipin við trémaðk, ætlar þú, eftir því sem nánast verður séð á grein þinni, að láta þau sigla út og inn Eyjafjörð alt sumarið og geyma í kví á vetrum. A ég ekki að lána þér reikning Phönixar, því hann er hjá mér, svo þú munir betur verðið á botnfarfa; eg sagði eina kr. pd., en Jiar stendur 2 dósir 10 punda 21 kr., 2 dósir 5 punda 12 kr., þetta hefi eg og þú borgað; sama var verðið við Höepfners- verzlun; annarstaðar ekki til. Hvað járnið snertir er þín sönnun sú, að þú bregður mönnum um að lítið hafi þeim orðið ágengt, þegar rifin hafa verið skip; hvenær hefir þú unnið að því verki, svo þú getir borið um það? Aldrei. brunahættuna í Bótinni forsvarar þú með því að segja, að ef kviknar í skipi á Tang- anum er hætt við aö það brenni. Þykir ykkur það vera sönnun. Ur því að þú ert svona ókunnugur af- skiftum minum af smurningu skipanna, eins og svo mörgu öðru, þá leitaðu þér upplýsinga hjá útgerðarmönnum, t. d. Magn- úsi og Friðriki Kristjánssonum. Christensen, Norðmann, Havsteenunum og Laxdal, þá munt þú sannfærast um að þú ferð ekki rétt með. Þú getur nú hér eftir skrifað svo mikinn þvætting sem þú vilt; eg ætla ekki að svara þér hér eftir eða að ginna þig út á þann ís, sem þú ekki getur staðið á; skeð get- ur að eg skrifi síðar nokkur orð um skipa- kvíarmálið fyrir fólkið. Akureyri 1. apríl 1905. Bjarni Einarsson. X Bæjarsfjórnarfundir. Þriðjudaginn 21. marz. Lesið bréf frá félaginu »ísland< hér í bænum, þar sem því er skotið til úrlausnar bæjarstjórnarinnar hvort lög- mætt sé að Gránufélagsverzlun hafi út- sölu á víni í tveim búðum í húsum þess. Málinu vísað til lögreglustjórans með áskorun um að mál þetta verði upplýst mcð rsnnsókn. M. B. Blöndal kosinn í spítalanefnd í stað J. Norðmanns fyrir þann tíma er hann átti eftir. Þriðjudaginn 4. apríl. Samþykt að veita spítalanefnd heim- ild til þess að selja Auðbrekkutorfuna fyrir 6000 kr. án álags eða uppbótar af hálfu seljanda með því skilyrði að auglýst verði með hæfilegum fyrirvara að boð megi gera í jarðirnar og út- borgað andvirði þeirra verði sett í vaxtabréf, sem eigi má afhenda frá spítalanum. Samþykt að Iðnaðarmannafélagi Ak- ureyrar sé leigð bæjarstjórnarstofan til fundahalds tvisvar í mánuði fyrir 50 kr. ársleigu. Eftir tillögu formanns samþykt að leggja til ókeypis lóð undir sóttvarnar- hús á eða við lóð spítalans, skuli hús- ið vera undanþegið lóðargjaldi meðan það er opinber eign og notað til sóttvarna. Samþykt erindisbréf í 15 greinum fyrir lögregluþjóna, er formaður hafði samið. Tilkynt bréf stjórnarráðsins um *)ry&&ju':)yggingu á Torfunefi og heim- ild til lántöku. Stjórnin lofar að taka upp á fjárlögin tillögu um 15 þús. kr. fjárveiting til skipakvíar og 40 þús kr. Ián. í undirkjörstjórn voru kosnir: Júlíus Sigurðsson, M. B. Blöndal og Kristján Sigurðsson en í yfirstjórn: bæjarfógeti, E. Laxdal, J. A. Hjaltalín, en til vara J. V. Havsteen og Björn Jónsson. Naufgripi til slátrunar kaupir alt árið Otto Tulinius. £kta-China-JIíos- &ixir er sterkasti og kraftmesti bitterinn sem til er. Með nýjum vélum hefir tekist að gera jurtaseyðið miklu kröftugra en áður og þó tollhækkunin hafi hækkað verðið á honum úr 1 kr. 50 aurum upp í 2 kr., þá er þessi verðhækkun þó í raun réttri engin, því nú þarf miklu minna en áður af elixirnum, til þess að fá sömu eða öllu heldur betri verkanir. China-Lífs-Elexirinn með vörumerk- inu Kínverji með glas í hendi og nafni verksmiðjueigandans: Waldemar Peter- sen, Frederikshavn — Kjöbenhavn, á einkunarmiðanum og innsiglinu ^ í grænu lakki á flöskustútnum fœst hvarvetna. mr Aukafundur -w í Iðnaðarmannafélaginu á Akureyri, verður haldinn mánudaginn 17. apríl kl. 8 síðdegis stundvíslega í Good- Templara-húsinu. 1. Lagðir fram leiguskilmálar á hús- næði til fundarhalda. 2. Stofnun fullkominnar klæðaverk- smiðju (framhald). Danskar karföflur^ og fínasta -3E- spaðkjöf fæst í }(öepfners oerzlun. Ihaust var mér dregið lamb með eignarmarki mínu: stýft fjöður fr h. Lambið á eg ekki; getur rétt- ur eigandi vitjað andvirðis þess til mín, ef hann sannar eignar- rétt sinn, semur um markið og borg- ar áfallinn kostnað. Geiteyjarströnd við Mývatn í des. 1905. Sigurður Jóhannesson. Kl. 11-12 f. h. og 4-5 e. h. er migæfinlega að hitta heima í Strandgötu nr. 11. Steinbach Stefánssorj. (Tannlæknir.)'i Prjónaföf, bæði ytri föt og nærföt, handa full- orðnum og börnum, nýkomin til Otto Tulinius. bókaverzlun F rb. Steinssonar byrj- ar útsala miðvikudaginn fyrir sum- ar á nýprentaðri bók: -Tjóðmælum-- eftir Pál kennara Jónsson með mynd höfundarins í skrautbandi. Bókin verður hið fyrsta, að verða má, send til bóksala út um land. frjónaoé/ar, Saumaoé/ar, Cldaoélar og Öfnar ódýrast hjá Otto Tulinius. SKÓÁBURÐUR. H Feitiáburður fl. i.oc p Feitiáburður lh fl. 1.00 ctí Degra í dósum 0.30- -o.35 Vs 3 Sjálfblankandi glasið 1.00 03 The »Nagget« 0.45 lO »Nubian« Powder 0.45 c »Cream« 0.35 »Regalia« 0.18 ■o »Dales« 0.15 c o Diamond oil 0.04 «5 og margar fleiri tegundir selur Jakob Gíslason.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.