Norðurland


Norðurland - 22.04.1905, Qupperneq 1

Norðurland - 22.04.1905, Qupperneq 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 31. blað. Akureyri, 22. apríl 1905. IV. ár. Til Hafnarstúdentanna íslenzku. Með viðkvæmni, metnað' og vonsælli ást á veg ykkar þjóðin öll starir, pið forverðir íslands, er aldrei pví brást, að öruggir stæði og varir. Og ljúft er að barnanna dáðum að dást, og dreyma það afrek, sem varir. Hve létt var þér, ísland, er son pinn þú sást með sæmd eftir dáðríkar farir. Rær bylgjur, sem líða um listanna heim, pið leidduð hér fyrstir til stranda; og hrifnir í anda af hreyfingum peim og hagspeki annara landa, pið sent hafið marga pá hugvekju heim, sem heftir vorn menningar fjanda og auðgað vort pjóðlíf að aldýrum seim, er aldanna raðir ei granda. Og hvenær sem óvina árás var gjör á ætt vora og pjóðernishróður. pið djarflegast báruð og bitrastan hjör, og burguð pá sæmd vorrar móður. Við pakklátir geymum pær sagnir og svör, er sýna vorn ættræknisgróður. Og enn hafið pið orðið fyrstir í för* — Eg fagna að eiga pann bróður. Ó, geymum vorn heiður í helgi og frið, pó hætturnar aukist og vandi. Við erum ei máttkir, og megum ei við, að mölur peim fjársjóði grandi. Og samhuga stefni á mark pað og mið hvert mannsbarn, sem dvelst hér í landi. — Vor þjóðernisvörður og Ijósberalið, pig leiði sá heilagi andi! Sigurð ur Jónsson. * Sbr. afskifti stúdentanna af sýningarmátinu. Hjartanlegasta pakklæti til allra þeirra, er sýndu okkur hlut- tekningu við andlát og jarð- arför dóttur okkar. Akureyri 20. apríl 1905. Þuríður Hjörleifsson. Sigurður Hjörleifsson. Bréf til Þorgils við JVlývafn- Saudi 1. apríl 1905- Heill og sæll Þorgils minn! Eg sá Gjallarhorn í gær með bréfi þinu, sem mestmegnis fjallaði um fram- boð Guðmundar læknis til þingmensku fyrir Akureyri. Af því að mér þykir jafnan mikið koma til þess, sem þú segir, annars vegar, en hins vegar er eg ósamþykkur ýmsum atriðum bréfs þíns, þá ætla eg að gera við bréfið nokkurar athugasemdir. Þú getur þess, að þér hafi þótt fregnin ógeðfeld, sú, að nafni minn læknir gerði kost á sér til þingmensk- unnar. Mér þótti hún allgóð, þegar hún barst mér. Svona eru mennirnir mis- jafnir og ólíkir. Reyndar bar þann skugga á ánægju mína, að mér þótti heldur ólíklegt, að hann næði kosn- ingu. En síðan hafa mér borist bréf frá skilríkum mönnum á Akureyri sem eg ætla að standi utan við flokkana og ættu því að vera góðir heimildar- menn, og segja þeir mér, að horfur séu góðar á, að Iæknirinn muni vinna sigur í hólmgöngu kosningarinnar. Þá hófust brýr mínar vel og alt upp undir hársræturnar. Þú ber lækninn fyrir brjóstinu, en virðist ekki hafa út á manninn að setja. Þú vilt ekki að Guðm. læknir vasist í »þingskærum* eða pólitík. Gætum nú fyrst að undirstöðu málsins, því að þaðan stafar ágrein- ingur okkar. — Undirstaðan er þá sjálf pólitíkin. Hvaða skepna er þá þessi pólitík? Hún er landsmála-heildin, málefni þjóðar vorrar í víðasta verkahring og hæsta Hliðskjálf einstaklings og þjóðar. Þetta er pólitíkin. Hægt er að segja, að hinir og aðrir geti verið og ættu að vera utan við pólitíkina, það er að segja verið afskiftalausir af málefnum þjóðar sinnar. Segja má, að Guðmundur læknir Hannesson gerði réttast í því að skifta sér ekkert af húsaskipan í landinu, né af bókmentum eða listum. Þá væri hann mestur læknir og beztur. Þetta er hægt að segja — í hálfgerðu hugsunarleysi, eða I þrjósku. En þegar málið er rakið til rótarinnar, er auðvelt að færa gildar ástæður fyrir því, að hver sá maður, sem afneitar asklokinu sem hæsta himni, hann verður að taka þátt málefnum þjóðar sinnar (pólitíkinni), fyrst og fremst sem kjósandi, og til þess þarf hann að gera sér grein fyrir mörgu og miklu, og þar næst verður hann að vera með í öllu spil- inu, eftir því sem hæfileikarnir leyfa. Ef hann er ekki fær um að vinna sér sæmd, þá verður hann að verða sér til minkunar. Þessu er háttað alveg á sama hátt eins og lífinu. Hver mað- ur verður að »vera með« í »lífsins leik«, vinna sér fremd og fé, ef hann gctur, en ef hann er ekki fær til þess, þá verður hann að verða sér til háðung- ar. Þar er engin þriðja leið. Vér höfum átt mikinn fjölda em- bættismanna, íslendingar, sem hafa »passað sitt embætti* og haft spari- sjoðsbókina sína f góðu lagi. En »sauð- svarti almúginn« hefir verið þeim fram- andi þjóð, eins og sári maðurinn, sem presturinn gekk fram hjá og Levítinn. Því fer svo fjarri, að eg telji það hamingju þjóðar minnar, að embættis- mennirnir haldi áfram að vera að eins skrifstofu-líkneski og embættisbrúður, að eg gleðst jafnan, þegar þeir bera vrir heitu brjósti málefni almennings og tel eg slíka menn miklu meiri guðs- vini en hina, meiri mannvini og þjóð- vini. Eg sný mér nú aftur að sjálfu um- ræðuefninu, sem er framboð Guðmund- ar læknis. Þess er þá fyrst að geta, sem er hverjum manni fyrst og fremst ágætt og ómissandi í hverri vanda- stöðu sem er, en það er mannvitið. — Guðmundur er vitsmunamaður. Er í þinginu ofmikið. af skynsam- legu viti ? Hann er áhugamaður. Þarfnast þingið ekki slíkra gæða? Hann er skygn maður og langsær, sér langt út fyrir Bræðsluhús og suð- ur fyrir kirkju. Er þinginu skaði að því, eða Akur- eyri minkun ? — þinginu, sem er stór- auðugt af Reykjavíkur-bitlinganáð, vel efnað af hreppapólitík og flugríkt af vinaminnissmásálarskap. Hann er hagsýnn og listfengur; bóndason, sem hefir opið auga fyrir og áhuga á búskap, og kaup- staðarborgari, sem þekkir einnig þarfir bæjanna og lífskilyrði. Akureyri er vel mönnuð, ef til vill, að því er þingmannsefni snertir. En ekki veit eg þar nú vonir þeirra manna, sem slíkt verði sagt um með rökum, sem eg hefi nú talið til þingmensku- gildis Guðmundi lækni Hannessyni. Þú mundir nú svara því, að þú hefðir ekkert út á Guðmund að setja, heldur sé það 1 æ k n i r i n n , sem þurfi að sitja f »sínum helga steini«. Þú færir fram ástæður fyrir því — frá þfnu sjónarmiði, segir meðal annars, að pólitíkin hafi orðið til lítillar sæmdar sumum mönnum. Vera má að svo sé. En nú vil eg leggja fyrir þig spurn- ingu, sem vel getur verið, að lyfti upp metaskálinni þín megin; spurningin er þessi: Hver eru þau störf, hér í landi, sem ekki orka tvímælis og ámælis meðal vondra manna? Eg þekki þau ekki. Mér hefir t. d. verið brígslað um það (skáldskap mínum og mér sjálfum) að eg vinn fyrir mér erfiðisvinnu, og þér hefir verið brugðið um það, að þú »rótaðir jörðinni með nýnorskum nautshornum«, af því, líklega, aði þú hefir sýnt það, að þú þekkir bókment- ir Norðmanna frá seinni tíð. Guðmund- ur Hannesson læknir hefir verið blátt áfram svívirtur í blaði (Stefni) og það í níðvísu fyrir það, að hann hefir eigi verið almáttugur læknir, þar sem því var kastað að honum, á níðingslegan hátt, að sumir færu úr spítalanum »upp í garðinn«. — Svo mikil er mann- vonskan í landinu meðal sumra manna og sýnir þetta og sannar alt saman og þó einkum hið sfðasta atriði, að hvergi er góður maður óhultur á jarð- ríki — hvergi á íslandi, að minsta kosti fyrir þeim vonda. Mér er ekki mikið gefið um þær kenningar, að hver og einn eigi að hugsa að eins um sjálfan sig og verk sitt. Hver mundi vera menning bænda vorra, ef þeir hugsuðu einungis um búskapinn? — Þeir kynnu reyndar að vera betri bændur og meiri en nú eru þeir, ef til vill. En þá væru þeir minni menn, miður hugsandi, ver mentir. Sama villan kemur fram, þegar t. d. prestum vorum er brugðið um það, eða þeir aumkaðir fyrir það, að þeir verða fleira að gera en standa í hemp- unni og sitja. Mundu þeir eigi minka við það, fremur en vaxa, ef þeir væru í minni samböndum við almenning? Sama verður að líkindum uppi á ten- ingnum, þegar um læknana er að ræða. Þeir græða að sumu leyti á því að hafa verkahringinn rúman — þeir sem eru afburða menn. Svo er þessu varið að minsta kosti hér í landi, að enginn er alveg feldur við eina fjöl. Fátækt þjóðarinnar veldur því og ýmsar ástæð- ur. — Guðmundur Hannesson hefir t. d. ækki getað verið óskiftur við spí- talann. Hann hefir orðið að vera, mátt til að hafa annan fótinn fram f Firði. Verulegir »fag«-læknar eru ekki til hér í landi (nema Björn augnlæknir) og geta varla verið til. í öðrum lönd- um er þessu öðru vísi varið, þar sem eru fullkomin sjúkrahús og hálærðir læknar í sérstökum greinum læknis-

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.