Norðurland


Norðurland - 22.04.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 22.04.1905, Blaðsíða 3
123 Nl. Þingvallavatni. Hefir hann mælt það og gert kort af því og landinu umhverfis. Lftur vatnið talsvert öðru- vísi út á þessu nýja korti, en á upp- drætti Gunnlögsens. Vatnið er 150 Q km. á stærð eða nálægt því. Dýpi vatnsins hefir hann og mælt og eru djúplínurnar sýndar á kortinu. Mesta dýpi er 109 metrar eða liðugir 50 faðmar og er þá botninn í þessu djúpi nokkuð undir sjávarfleti, svo framar- lega að það sé rétt, að vatnsflötur- inn sé 106 metrar yfir sjávarmál. I botninum er ýmist hraun, lausagrjót eða sandur og eðja. Lítið rennur f vatnið ofanjarðar. Öxará er langstærsta vatnsfallið og er þó smá. En neðan jarðar hlýtur mikið vatn að renna að því, eins og sjá má á vatnsmegninu í Soginu sem úr því fellur. »Vötnin öll sem áður féllu undan hárri fjallaþröng. Skelfast dimmri hulin hellu hrekjast frarn urn iitidirgöng öll þau hverfa að einu lóni elda þar sem flóði sleit. Djúpið mæta mest á Fróni myndar á í breiðri sveit.« Hitinn í vatninu var nokkuð mis- munandi, frá 6—12° C eftir dýpi og tíma. 2. ágúst 1902 var hitinn á yfir- borðinu á 75 metra dýpi 12.20, en niður við botninn 7.8°; á 109 metra dýpinu var 6.6°. Vatnið leggur aldrei fyr en eftir jól. Blómplöntugróður er mjög lftill í vatninu. Fuglar eru heldur fá- ir við vatnið; mest ber áveiðibjöll- unni, sem verpir mikið í Sandey. Af lægri dýrum er mikið í vatninu og eru þau aðalfæða silungsins. Alt bendir til þess að lægð sú, sem norðvestur- hluti vatnsins liggur í, hafi myndast á þann hátt, að landspildan milli Hrafna- gjár og Almannagjár hafi fallið niður, eða rétta spildan milli sprungna, sem er áframhald af þeim í suðvestur og líklegt er að suðausturlægðin hafi og myndast við landfall. % »Brestur þá og yst meo öllu í undirhvelfing hraunið sökk.« Væri æskilegt að fá fleiri slíkar lýsingar af merkustu veiðivötnum vor- um frá hendi höf. — Hvenær skyldi annars þingið sjá sér fært að launa einn mann til að gefa sig allan við fiskirannsóknum og hvenær ætli sjó- menn vorir hafi mannrænu til að krefj- ast þess? Það er hart að eiga jafn efni- legan mann til þeirra hluta eins og Bjarna Sasmundsson og nota hann ekki. St. St. Ritstjóri Ausfra verður Þorsteinn J. Skaftason póst- afgreiðslumaður á Seyðisfirði, sonur Skafta heitins Jósefssonar. J. C. Poestion hinn ágæti íslandsvinur í Vfnar- borg, er unnið hefir bókmentum vor- um ómetanlegt gagn, hefir aldrei til íslands komið. Að sögn hefir nú mynd- ast í Reykjavík félag til þess að safna handa honum farareyri hingað og bjóða honum hingað til lands. Að sjálfsögðu má það félag vænta stuðnings um land alt. Ljóöabók Páls Jónssonar hefir verið send Nl. Bókin er 193 bls. með ágætri mynd af skáldinu. Allur frá- gangur bókarinnar, prentun og band, er hinn prýðilegasti. Bókar þessarar verður nánar getið síðar, þegar rúm leyfir. Vefurinn kvaddi og sumarið heilsaði með sól og blíðu. Lóan er komin. Jrá útlöndum. Khöfn 31. marz 1905 Austræna stríðið. Það hefir kvisast, að Japanar hafi umkringt Rússa, en það eru lausa- fregnir, sem vart er treystandi. Þó þykir það benda á, að þær séu sann- ar, að síðustu dagana hafa sama sem engar fréttir borist austan af stríðs- stöðvunum. Nú eru opinberar skýrslur komnar út um, hve marga fanga Japanar her- tóku í heljarslóðarorustunni við Muk- den. Þeir voru um 65 þúsund að tölu. Fríðarfréttir. Það má nú telja næst- um áreiðanlegt, að Rússar eru til með að semja frið. Friðarfregnirnar verða æ nákvæmari og áreiðanlegri. Hafa Bandamenn og Frakkar boðist til að gerast sættamiðlar. Hefir Rússastjórn þakkað boðið og látið heldur líklega. Er það nú kallað víst, að Roosevelt Bandaríkjaforseti verði aðalmaðurinn f samningum og sættum. Er sagt, að Rússar hafi tekið það fram, í upphafi, að þeir gyldu Japönum engar skaða- bætur og seldu ekkert land í hendur þeim. En óvíst er enn, hvort Japanar þykjast upp á það komnir að semja frið með þessum skilyrðum. Þess ber að geta, að Rússastjórn ber á móti því, að hún sé tilleiðanleg til friðar- samninga, en því taka menn ekki mikið mark á, því að Rússastjórn er kunn að því að fara dult með fyrirætlanir sínar — og er ekki sem allra sann- orðust, þegar um þær er að ræða. Annars er friðurinn mjög kominn undir ástandinu heima í Rússlandi. Ef óeirðir aukast, þá eru ekki svo litlar líkur til, að friður komist á, því að þá hefir Rússastjórn nóg í að snú- ast heima fyrir. En ef spekt og ró verður heima, þylcir hætt við, að stjórn og keisari fái ekki stilt sig um að freista gæfunnar einu sinni enn þá, þótt hún hafi snúið við þeim bakinu til þessa, og allir, er hér mega gerst um vita, séu sammála um, að Rússlandi sé eng- in fremdar- og sigurvon af stríði þessu héðan af. 12 stjórnleysingja tókst leynilögreglunni í St. Pétursborg að handsama fyrir skömmu — og þótti slíkt happadráttur. Ruddist Iögreglu- liðið inn til þeirra, þar sem þeir héldu fund með sér og féðu ráðum sínum. I flokki þessara voru ýmsir nafnkendir stjórnleysingjar, er stjórnin hefir Iengi leitað að og haft alla öngla úti til að ná f. * * * Vilhjálmur Þýzkalandskeisari er á ferð suður í Marokko um þessar mundir. — Er Bretum ekki mikið gefið um þetta ferðalag keisara, því að þeir halda, sem líklegt er, að erindið sé að auka ríki Þjóðverja þar syðra. * * * Friðþjófur Nansen er á ferð í London um þessar mundir og hefir haldið fyrirlestra í vísindafélögum þar og er honum hvervetna þar tekið með miklum fögnuði. * * Danmörk. Flengingarlögin voru samþykt á ríkisþinginu í fyrradag. Hefir Alberti gert þjóð sinni litla sæmd með flengingabraski sínu, því að í útlöndum hafa lög þessi verið talin vitni þess, að Danir væri ekki á háu menningarstigi. Bæjarstjórnarkosningar fóru fram hér í Kaupmannahöfn 28. þ. m. Höfðu afturhaldssamir vinstri menn, er fylgja Alberti að málum og hafa verið skýrðir Albertingar (Albertinere) eftir honum, gengið í bandalag við hægri menn, mót sócíalistum og frjálslyndum vinstri mönnum, er jafnan fylgjast að mál- um við allar kosningar til bæjarstjórnar. Unnu þeir frægan sigur á Alberting- um, sigruðu með 3500 atkvæða meiri hluta. — I fyrra biðu þeir ósigur og sýnir þetta vöxt og viðgang jafnaðar- manna, því að það voru þeir, sem riðu baggamuninn. Aldrei hefir verið svo mikil hlut- taka í bæjarstjórnarkosningum hér sem nú. Yfir 80 °/0 greiddu atkvæði og er ekki hægt að hugsa sér, að sú tala verði hærri, því að svo margir kjósenda eru ekki í bænum og for- fallaðir á annan hátt. Yfir 500 fundir voru haldnir fyrir kosningarnar og hefir harðari kosningahríð aldrei verið háð í Kaupmannahöfn. Blöðin usu ó- bóta skömmum hvert á annað og hefi eg aldrei séð aðrar eins skammir í íslenzkum blöðum. Það er mikill mis- skilningur að íslenzk blöð séu mjög skömmótt, að minsta kosti eru dönsk blöð miklu skömmóttari og það allra merkustu blöðin. Eg kom á nokkura fundi og varð eg ekki lítið forviða á þeim illmælum og skömmum, er ræðumenn hlóðu á andstæðinga sína, og voru þó meðal þeirra prýðisvel mentaðir gáfumenn. Einkanlega beintu þeir geirum sínum að afturhaldsþrjótn- um Alberti, sem jafnvel þykir að ýmsu leyti verri en Nellemann gamli, sem Islendingar munu kannast við. 5» „Norrön Tidskrift“ (Norrænt Tímarit) verður nafnið á norsk- íslensk- eysku tímariti, sem á að fara að gefa út í Kristíaníu í Noregi. Fyrsta heftið kemur í septbr. í haust. Fjögur hefti eiga að koma út á ári hverju og verður hvert þeirra 3—4 arkir á stærð (48—64 bls.). Verð 2 kr. árg. en 75 aura laus hefti. Tímaritið verður algerlega bókmenta- legs efnis, og er það stofnað f því skyni að auka innbyrðis þekking þess- ara þriggja grannþjóða á bókmentum þeirra. Því verður skift í þrent þann- ig, að einn hluti hvers heftis verður á nýnorsku, annar á íslenzku og þriðji á færeysku. Fyrir útgáfu tímaritsins stendur ung- ur norðmaður, læknisfræðingur og skáld, Idar Handagard. Færeysku deildina ann- ast herra ritstjóri Sverri Paturson, en þá íslenzku undirritaður. Það má óhætt fullyrða, að sala fs- lenzkra bóka muni aukast drjúgum í Noregi og Færeyjum við komu tíma- rits þessa, sem meðal annars mun flytja ritdóma um nýjar bækur; — norska og færeyska ritdóma um ís- lenzkar bækur—og aftur fslenzka um bækur hinna þjóðanna — einmitt í þeim tilgangi að útvega þeim aðgang og út- breiðslu í þessum tveim grannalönd- um. Eg vii því fyrirfram leyfa mér vin- gjarnlegast að gefa íslenzkum bóka- útgefendum bending um að senda bækur sínar þessum tveim ofannefnd- um: Hr. Idar Handagard Jakob Aallsg. 7 — Kristiania •— og Hr. Sverre Pat- urson Thorshavn Færeyjum. Nánari lýsing á tfmariti þessu veitir undirritaður fúslega, ef einhver skyldi óska þess. Seyðisfirði — apríl 1905. Helgi Valtýsson. , % Loffrifunarsambandi er nú verið að koma á milli Ber- línar og Vínarborgar. Er það eins langur vegur beinleiðis eins og frá Seyðisfirði vestur4 á Snæfellsnestá og talsvert lengra en milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur eða Seyðisfjarðar og ísafjarðar. — Loftritunin hefir þann mikla kost að þar verður viðhalds- kostnaðurinn örlítill, en viðhaldið á landsíma hlýtur að verða geysimikið, auk þess sem viðbúið er að síminn slitni og sambandið rofni þegar minst vonum varir og eins þá þegar verst gegnir. Áríðandi er að þing og stjórn athugi vandlega firðritamálið, áður en til stórframkvæmda kemur. — Fréttir þær, er blaðið flutti sfðast frá Marconi, virðast líka gefa oss glögga bendingu um að fara ekki óðslega. Hörmulegt væri að hugsa til þess, ef demt væri á oss úreltu og dýru hraðfréttasam- bandi, rétt í sömu andránni sem heim- urinn væri að taka upp aðra og betri aðferð. »Hjálendusýningin< — »annað hljóð í sfrokknum.« Sýningarnefndin danska hefir mjög breytt fyrirkomulagi sýningarinnar, að því er Island snertir, og lítur út fyrir að alt annar blær verði á henni en til var ætlast, eða útlit var fyrir í fyrstu. Sérstakt hús prýðisfallegt á að reisa handa íslenzku sýningunni, og ætla Danir sjálfir að sýna þar eitthvað líka. Blöðin, jafnvel »Vort Land«, sem harðyrtast var í vorn garð, forðast nú eins og heitan eld að nefna ísland »Coloni« (nýlendu) eða »Biland« (hjálendu). Nú kalla þau sýningarlöndin »vore Fjærnlande« (fjar- lönd eða firðlendur vorar)! Þetta hefir þó áunnist. — Breytingar þær, sem nefndin hefir gert á sýningunni, munu mest að þakka þeim dr. Valtý Guð- mundssyni og stórkaupm. Thor E. Tulinius, sem lagt hefir fram fé til sýningarskálans, að því er frézt hefir frá Höfn. En hvað hefir þá nefndin að sýna? Varla hefir hún enn fengið mikið héðan af landi. Egill kom hingað 18. þ. m. og fór daginn eft- ir. Farþegar héðan Jóh. Christensen verzl- unarstjóri og fröken Anna Jónsdóttir „Heimkoman“. Hana geta menn nú ennþá séð og fyrir mjög lágt verð. Menn ættu að sækja leik- inn vel, bæði vegna hans sjálfs og ekki síður vegna leikendanna, er lagt hafa mikið og lofsamlegt kapp á að halda uppi leikj- um hér í vetur, en munu lítið eða ekkert hafa fengið fyrir alt sitt starf. Hólmi, sem gefur af sér hér um bil 7° hesta af góðu nautgæfu heyi, fæst til Ieigu. Ritstjórinn vísar á. 3á 4 Mænd kjendt med Line- fiskeri önskes for Fisketiden, til Motor- og Bundgarnsfiakeri. S. Dinesen. Heimkoman4 verður leikin annan páskadag með niður- settuverði. — Sjá götuauglýs. Akureyri 22. apr. 1905. Stjórnin.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.