Norðurland


Norðurland - 29.04.1905, Page 1

Norðurland - 29.04.1905, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 32. blað. Akureyri, 29. apríl 1905. ár. Hér með gefst heiðruðum almenningi til vitundar, að við höf- um fastráðið, að hætta allri lánsverzlan, nema sérstaklega sé um samið, og þá að eins um stuttan ákveðinn tíma, einnig að þeir, sem skulda verzlun okkar við n. k. nýár greiði S °/o vexti af skuld sinni, nema öðruvísi sé um samið. Skorum við því hér með á alla þá, sem skulda við verzlan okkar, að þeir greiði sem allra mest í slculdum sínum nú í sumarkauptíðinni. Höfða 27lt 1905. pr. }(öfðabræður. fiórður Sunnarsson. Búpeningssýningin á Akureyri. Þeir, sem ætla sér að koma með gripi eða sauðfé á sýninguna 26. maí ættu að tilkynna það einhverjum af oss undirrituðum fyrir 14. maí og til- taka hve margt þeir ætli að sýna af hverri búpenings tegund. Akureyri 26. apríl 1905. Eggert Davíðssor). Kristjáp Benjamínssoq. Stefáp Stefánssop. Möðruvöllum. ttingjum og vinum okkar tilkynnist að jarðarför Jakobínu Jónsdóttur Thorlací- us fer fram frá heimili okkar mánudaginn 1. maí og hefst kl. 11 f. h. Akureyri 27U 1905. Sigr/ður Jónsdóttir. Kolbeinn Árnason. Frá 1. maí verður bókasafn Norðuramtsins að eins opið á laugardögum kl. 12—1 e. h. Ritsíminn. Tilboð um lofískeytasamband við ísland. . & Ráðstafanir stjórnarinnar. Frá Danmörku fréttist nú með Vtstu, að full vissa sé fyrir því að fyrir næsta þingi muni liggja tilboð frá félagi í Parísarborg um þráð- laust hraðfréttasamband milli Dan- merkur og íslands, yfir Færeyjar, með 18 stöðvum á íslandi (alls 20 stöðvum) fyrir 1 miljón og 50 þúsund fránka (rúmlega 756,000 kr.). * * * í „Berlingatíðindum" er skýrt frá því, að landsíminn frá Austfjörðum til Reykjavíkur rnuni kosta rúma hálfa milljón, og verður þá lands- sjóður að leggja fram til landsíma- lagningarinnar yfir 200,000 kr., óvíst hve mikið. Af grein þessari er augljóst að þegar er búið að semja um kaup á símastólpum. 3/* hluta þeirra á að kaupa í Horsens á Jót- landi en lU hlutann í Namsós í Noregi. Þráðurinn á að vera tvöfald- ur með þriggja millimetia gildleika. Ráðanautur stjórnarinnar við ritsíma- lagninguna er líka ráðinn, cand. polyt. C. E. Krarup og ráðgert að norskir ritsímafræðingar leggi símann. Práðinn á að leggja sumarið 1906 og er búist við að hann verði full- búinn til notkunar þá um haustið. * * * Óneitanlega er þetta hvorttveggja stórtíðindi, sem hljóta að vekja mikla eftirtekt hjá þjóðinni. Oss býðst hraðskeytasamband við útlönd og 18 stöðvar hér á landi, fyrir einum 56 þús. kr. hærri fjárupphæð en vér eigum að greiða danska ritsímafélaginu fyrir sæsímann einan, en sá er munur- inn að vér eigum og höfum full ráð yfrr loftskeytasambandinu, en ritsímafélagið á að eiga sæsímann og hafa af honum allar tekjur. Auk þessa eigum vér, samkvæmt samn- inguni ráðherrans, að greiða meira eða minna á þriðja hundrað þúsund kr. til landsímans og kosta viðhald hans að öllu leyti. Fróðir menn segja að síma- staurarnir endist í mesta Iag'i 15-20 ár, svo gera rná ráð fyrir, ef vér höfum landsíma á staurunr að vér megum 20. hvert ár að minsta kosti svara út ’/2 miljón eða meiru til endurnýjunar á síma, sem að eins tengir saman þrjá kaup- staði landsins. Hinsvegar fengjum vér, ef loftskeytatilboðinu væri sætt, sam- band milli 18 helztu staða í landinu, nálega viðhaldskostnaðarlaust. Mörgum mun þykja það furðu djarft teflt af stjórn vorri, að ráð- stafa, og það rétt fyrir alþing, á þriðja hundrað þúsund kr. af lands- fé, sem engin heimild er fyrir í gildandi fjárlögum. Allir hlytu og ættu að vænta þess af þingræðisstjórn, að hún ekki sýndi slíkt gerræði við fjárveitingar- vald þingsins. Varla virðist þörf á að áminna kjósendur um að taka mál þetta til alvarlegrar umræðu á þingmálafund- unum og að þeir leggi fyrir þing- menn sína að hrapa að engu í þessu máli og gæta þess vandlega að steypa ekki þjóðinni í fjárhagslega ófæru. fÁrá útlöndum. Khöfn 10. apríl 1905. Aústræna stríðið. Þegar eg skrifaði seinast, þóttu góðar horfur á, að friður kæmist á með Japönum og Rússum. En allar friðarvonir hafa brugðist. Það var bor- ið til baka, að Roosevelt hefði tekist á hendur að gerast sáttasemjari og friðarhorfur hafa víst aldrei verið minni en nú. Af stríðinu sjálfu er annars ekkert að frétta. Nálega engin símskeyti koma að austan um þessar mundir. Smáorust- ur hafa verið háðar, en af þeim er ekkert merkilegt að greina. En ýmis- legt bendir á að Japanir leitist einu sinni enn þá við að umkringja Rússa. Aftur búast menn nú við sjóorustu á hverri stundu. Floti Roshdestvenskis er nú kominn gegnum Malakkasund og inn í Kyrrahaf og þykir það mikl- um tíðindum sæta í Austurheimi. Það hafði frézt, að Togó aðmíráll mundi ráðast á Roshdestvenski, áður en hann kæmist svo langt — og þykir Rússum og Rússavinum góðsviti, að úr því hefir ekki orðið. Tokióbúar hafa og komist í mikla geðshræring við þetta, en eru þó hinir öruggustu og bera hið bezta traust til Togós. Marokkoför Vilhjálms Þýzka- lndskeisara veldur miklu umtali í heiminum. Einmitt um þær sömu mund- ir, sem keisari hóf ferð sína í Suður- heim, voru miklir og merkilegir samn- ingar á döfinni milli Marokkosoldáns og Frakkastjórnar. Hefir Frökkumlengi verið það mikið áhugamál að koma á ró og friði í Marokko. Svo er máli farið, að ræningjar og óaldarmenn frá Marokko herja á Algier, sem er frönsk nýlenda, og gera þar mikinn usla. Hafa Frakkar krafizt þess, að Marokkosol- dán skerist í leikinn og héldi illþýði þessu í skefjum og léti því ekki hald- ast uppi að ræna og rupla í Algier. Kröfðust Frakkar þessa í nafni allrar Norðurálfu. Þessu atferli Frakka hafa nú Þjóðverjar harðlega mótmælt og sagt soldáni, að hann skyldi hvergi vera hræddur, og hvernig sem alt snerist, mundu þeir engri kúgun beita við Marokko, en viðurkenna sjálfstæði ríkisins. Þessi framkoma stjórnarinnar í Berlín og för keisara til Marokko hefir haft þær afleiðingar, að soldán er nú hinn óþjálasti í öllum samning- um við Frakka og þykist nú þeim í engu háður. Vilhjálmur keisari komst og svo að orði þar eystra, að soldán væri frjáls stjórnandi í frjálsu ríki — og að alt sem Þjóðverjum og Marokko- mönnum færi á milli, mundu þeir semja um við soldán sjálfan, og ekki hafa neinn milligöngumann. Hefir þessi för keisara til Marokko bakað Frakkastjórn ýmsa erfiðleika, óþægindi og vafninga, og er nú miklir fáleikar með Frökk- um og Þjóðverjum. Aftur dregur til vináttu með Englum og Frökkum og er Bretum ekki heldur gefið um þetta ferðalag Vilhjálms Þýzkalandskeisara þar syðra. * * * Tilræði við Czarinn. Það er siður í Rússlandi, að herliðs- foringjar fá vikulega áheyrn hjá Czarn- um. Eru þeir auðvitað í einkennisbún- ingi og er þess vandlega gætt og athugað, hvort enginn dularklæddur nihilisti eða stjórnarfjandi sé í þessum hóp og slæðist með inn til Czarsins. Fyrir fám dögum bar það við, að hallarvörðum Czars þótti einn herliðs- foringinn nokkuð grunsamlegur, lima- burður hans var stirðlegur og einkenn- isbúningurinn fór honum ekki vel. Var hann tekinn höndum og leitað á honum og fundust þá tvær sprengikúlur í fórum hans. Lét Czarinn halda þakk- lætisbænagerð til guðs á eftir fyrir það, að hann hafði svo dásamlega forðað honum úr heljargreipum. * * * Fjöldi danskra búfræðinga ætlar heim til Fróns í sumar og stendur danska búfræðiskandidatafélag fyrir ferðinni. Fara þeir í tveim deildum. Fyrri fer af stað frá Kaupmannahöfn 17. júní og er ráð fyrir gert, að þeir verði 56 daga á ferðinni. Seinni hóp- urinn leggur af stað 4. júlí. og gert ráð fyrir 33. dögum til þeirrar farar. Khöfn 15. apríl 1905- Austræna stríðið. Austur á stríðsstöðvunum er dúna- logn — það er að segja í Mansjúríinu. Það hefir gengið svo eftir hverja höfuð- orustu, að þá hefir jafnan verið alllangt hlé, er ekkert bar til tíðinda, enda þarfn- ast hermennirnir hvíldar eftir hryðjuverk og svaðilfarir og erfiði stríðsins. En ekki eru menn þar þó með öllu iðju- lausir. Er nú talið víst, að sigurvegar- arnir japönsku freisti enn þá að um- kringja Rússa, eins og eg gat um seinast, og að Rússar hörfi æ lengra norður á bóginn. Mark og mið Japana er að komast að Vladivostokk og taka þá borg, sem Rússar hafa verið að víg- girða, frá því er stríð hófst i fyrra vetur. A hafinu er aftur meira líf og fjÖr, og búast menn við sjóorustu á hverri stundu milli Togós og Roshdestvenski — og flugfréttir hafa komið um, að hún hafi byrjað, en reynst ósannar. Um friðinn er enn þá talað, en það er víst ekkert að marka. Smásaga ein er sógð um Czarinn og friðinn í heims- blöðunum: Hann átti tal við utan- ríkisráðherra sinn um friðarhorfur og á hann þá að hafa komist svo að orði: »Ef eg skrifa undir friðinn með hægri hendi, verð eg að skrifa undir hásætisafsögn mína með vinstri.* Er líklegt, að Rússar semji ekki frið fyr en þeir eru til neyddir, annaðhvort af

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.