Norðurland


Norðurland - 29.04.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 29.04.1905, Blaðsíða 2
Nl. 126 innanlandsóeirðum eða þá af því, að lánardrotnar þeirra neita þeim um fé. Attu þeir fult í fangi með að fá fé seinast, er þeir tóku lán. Stríðið hefir líka kostað þá ógrynni fjár, ekki minna en 3 milljarða króna, það sem af er. Trepóv harðstjóra var nýlega veitt banatilræði, en sakaði ekki. * * * í Frakklandi er hneykslismál eitt á ferðinni, er kallað er Tambúrini- mál. Maður, sem Tambúrini heitir, hefir verið handsamaður og varpað í varðhald og er grunaður um að hafa haft í hyggju samsæri gegn Loubet forseta. Eiga margir að vera í vitorði með honum og er sagt, að ætlun þeirra hafi verið að brjótast inn í höll forseta og ná sjálfum honum á vald sitt og gera síðan prins Victor Napóleon að keisara. Ekkert er þó sannað enn þá í þessu máli. * * * í Noregi gengur hvorki né rekur í konsúlamálinu. En mikið er talað um þessar deilur Svía og Norðmanna í heimsblöðunum. Hefir Friðþjófur Nan- sen ritað um það í veraldarblaðið Tim- es, og er Norðmönnum ekki lítill styrk- ur að því að eiga svo heimsfrægan son, er hefir mátt og vilja til að tala máli þeirra frammi fyrir víðri veröld. X Sýslufundur Skagfirðinga. 27. febr. til 2. marz. Ágríp. Samkvæmt reikningi yfir tekjur og gjöld sjóða sýslufélagsins, átti sýslu- sjóður afgangs útgjöldum kr. 629.55, sýsluvegasjóður kr. 400.70 og brúar- sjóður kr. 444.83. Sjúkrahús á Sauðárkrók. Eftir reikningi spítalasjóðsins eru í sjóði kr. 4592.52. Auk þess á sjóðurinn um 600 kr. er Bjarni sál. Þorláks- son í Kálfárdal hafði ánafnað honum í erfðaskrá sinni. Kosin 5 manna nefnd til þess að íhuga hvort tiltæki- legt væri að ráðast í byggingu sjúkra- húss á Sauðárkrók nú þegar og eftir tillögum hennar samþykti sýslunefnd- in í einu hljóði: 1. að láta byggja sjúkrahúsið á Sauðárkróki, þannig, að húsið verði fullgert sumarið 1906. 2. að fela oddvita sínum að sækja um alt að 4000 kr. styrk úr lands- sjóði og alt að 2000 kr. styrk úr jafnaðarsjóði amtsins. 3. að kjósa 2 menn til þess f samráði við oddvita sýslunefndarinnar að velja hússtæði og hafa á hendi allar nauð- synlegar framkvæmdir í máli þes'su. Til þess starfa kaus nefndin Sig- urð héraðslækni Páisson og Stefán verzlunarstjóra Jónsson. Nefndin læt- ur í ljósi að hún telji heppilegast að húsið verði bygt úr steini að feng- inni fullri tryggingu fyrir því, að húsið verði fyllilega hlýtt og rakalaust úr því efni. Kristján Blöndal verzlunarstjóri kos- inn gjaldkeri og reikningshaldari sjúkra- hússjóðsins. Gróðrarstöðvar. Veittar voru úr sýslusjóði 100 kr. til gróðrarstöðvar á Hólum í Hjaltadal og 100 kr. til gróðrarstöðvar á eða í nánd við Sauð- árkrók. Drangey. Samkvæmt skýrslum um fuglatekju við eyna höfðu þar veiðst síðastliðið vor 60123 fuglar. Eyjan seld á leigu næsta ár Birni bónda Björns- syni á Þorbjargarstöðum með sömu skildögum sem gildandi voru siðasta leiguár, en sýslusjóður leggi til járn- fest.i á brúnarhylluna á uppgöngunni á Drangey. Höfðavatn. Eftir að sýslunefnd- armaðurinn f Plofshreppi hafði lýst því yfir að Höfðavatn hefði á síðasta vori rutt sér breiðan ós að hafi og að þar væri nú alment álitið örugt skipalægi inni í vatninu, samþykti sýslunefndin í cinu hljóði svolátandi ályktun: Sýslunefndin ályktar að fela oddvita sínum að skora á stjórnarráðið að það láti rannsaka Höfðavatn og hvort ekki muni vera tiltækilegt að gera þar vetrar- lægi fyrir þilskip fyrir Norðurland. Heilbrigðisnefnd. Kristján Gíslason, kaupmaður, kosinn í heil- brigðisnefnd á Sauðárkróki. Sauðfjárkynbótabú. Samþykt í einu hljóði að veita IOO kr. árlega í næstu 5 ár til styrktar sauðfjárkyn- bótabúi á Nautabúi í Lýtingsstaða- hreppi, er bóndinn þar Jón Pétursson hafði sótt um. Ólafur Briem alþingis- maður kosinn eftirlitsmaður með kyn- bótabúinu. Verðlaun úr Rækt unar s j ó ð i. Sýslunefndin mælir með að þessir fái verðlaun úr Ræktunarsjóði: Björn Þor- láksson í Kolgröf, Sigurjón Jónsson á Óslandi, Pálmi Pétursson á Sjávarborg, Pétur Sigurðsson í Borgargerði, Stefán Asgrímsson á Efra-Asi og Pétur Björns- son á Gauksstöðum. Styrktarsj ó ður Kristjáns IX. Nefndin veitir því beztu meðmæli sín, að Gfsli bóndi Sigmundsson á Ljóts- stöðum verði aðnjótandi heiðurslauna úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. Þjóðjarðasala. Sótt var um kaup á 5 þjóðjörðum. Mælti nefndin með sölu þeirra allra og er mat henn- ar á jörðunum sett hér í svigum: Páfa- staðir (kr. 2400), Þröm (kr. 1200), V2 Selá (kr. 800), Keldudalur (kr. 1750), Reykjarhóll (kr. 2000). Yfirsetukona. Guðbjörgu Sig- urðardóttur á Sauðárkrók veittar 180 kr. í heiðurs- og þakkarskyni fyrir langt og dyggilega unnið yfirsetu- konustarf. Hreppstjóraefni. Til hrepp- stjóra í Hofshreppi í stað Konráðs sál. Jónssonar í Bæ, bendir nefndin á Jón Konráðsson í Bæ, Gísla Sig- mundsson á Ljótsstöðum og Hjálmar Þorgilsson í Stafni. Ábyrgð sveitarfélags. Hrepps- nefndunum í Holts- og Haganeshrepp- um veitt leyfi til að takast á hendur ábyrgð á að 6 búendur, er hafa í hyggju að taka 6000 kr. lán handa Bústofns- leigufélagi Fljótamanna, líði engan baga við útlán til félags þessa. Sundkensla. 115 kr. veittar til sundkenslu gegn sömu upphæð úr land- sjóði. Sýslubókasafn. Samþyktar regl- ur fyrir bókasafn Skagafjarðarsýslu á Sauðárkrók. Kosnir í bókasafnsnefnd síra Árni Björnsson, Kristján Blöndal og Pálmi Pétursson. Veittar 130 kr. til bókasafnsins og oddvita talið að sækja um IOO kr. styrk úr landssjóði. Jafnaðarsjóðsgjald. Fyrir ár- ið 1905 er það kr. 1564.95. Markaskrá. Ákveðið að prenta hana á næsta ári og Jónasi Jónssyni í Hróarsdal falið að undirbúa prentun hennar. Styrkveiting. Pálínu Jónsdóttur á Ríp veittar kr. 75 til þess að læra meðferð á stærri mjólkurbúsáhöldum, með því skilyrði að hún veiti tilsögn um notkun þeirra á rjómabúum í sýsl- unni. Sveitaverzlun. Samþykt í einu hljóði að veita Jóni bónda Konráðs- syni á Bæ í Hofshreppi sveitaverzl- unarleyfi. Bankaútbú á Sauðárkrók. Frá verzlunarmannafélagi Húnvetninga og Skagfirðinga og mjög víða úr sýslunni hafði komið fram áskorun til nefndar- innar um að hún tæki til umræðu stofn- un bankaútbús á Sauðárkrók. Sýslu- nefndin lýsir yfir því, að hún álíti að stofnun útbúsins mundi verða til efl- ingar fjárhags héraðsbúa og umbóta á verzlunarviðskiítum og felur því oddvita sínum að veita því þá lið- veizlu er hann má og birta á viðeig- andi hátt þetta eindregna álit nefnd- arinnar. Brúarmál. Veittar kr. 300 sem styrkur til brúar á Fossá í Skefilstaða- hreppi. — Brúarsjóðsgjald ákveðið næsta ár 20 aurar á hvert Iausafjárhundrað og hvern verkfæran mann f sýslunni. Samkomuhús á Sauðárkrók. Sýslunefndin gefur von um, að hún á sfnum tíma leggi fram ríflegan styrk til samkomuhússbyggingarinnar gegn vissum skilyrðum, er hún þá mun setja fyrir fjárframlaginu. Skálholt á Selvík. Mælt með því og lögð áherzla á að Skálholt komi við á Selvík helzt í 3 ferðum fram og aftur. — Ennfremur mælt með því að strand- ferðabáturinn verði látinn koma við í Hofsós í suður- og norðurleið í síð- ustu ferð sinni. X Bréf úr Saurbæjarhreppi. 2. apríl ’05. Á þessum vetri, sem bráðum er út- runninn, hefir verið pólitískt logn hér í hreppnum og er það nýlunda. Aftur á móti hafa hér gengið stór- viðri, þegar um tíðina er að ræða, stundum ofsaveður; af þessu hefir leitt, að skepnum hefir lítið orðið beitt, þrátt fyrir það, þó veturinn hafi verið óvenju- lega snjóléttur. Heyin hafa því gengið mikið upp, enda hafa þau reynst mikil- gæf; vonandi samt, að engir komist í heyþröng á þessu vori, því ásetningur var í bezta lagi á næstl. hausti. Að hér sé um ekkert andlegt líf að ræða, verður ekki með sönnu sagt, þó það sé í alt of smáum stíl. Fyrir forgöngu nokkurra mentavina, hefir hér verið komið á fót dálitlu bóka- safni, sem styrkt er af sveitarsjóði. Flestar nýjar bækur, sem út koma á íslenzku, eru keyptar til safnsins. Einnig hefir það eignast nokkuð af eldri bók- um. Þess skal getið, að »Eimreiðin« er keypt til safnsins og tek eg það fram í tilefni af grein, sem stóð í »Þjóð- ólfi« í vetur, þar sem sagt er, að alt sem í Eimreiðina sé ritað, sé eins og grafið, vegna þess, að hún hafi svo fáa lesendur. En hvað Saurbæjarhrepp snertir, munu fleiri lesa Eimreiðina en Þjóð- ólf, því fremur eru það fáir, sem hann kaupa og er það vel farið. Nokkurum menningaráhúga lýsir það, að nú eru 7 nemendur héðan úr hreppi á gagnfræðaskólanum á Akureyri. Áðstandendur þeirra eru »N1.« þakk- látir fyrir mjög hlýlega ritgerð, er blað- ið flutti í vetur, í garð nemenda. Það ætti að vera eitt af verkefnum hinna væntanlegu þingmálafunda í vor, að skora á þingmennina hér norðanlands, að þeir af alefli sporni við því, að nemendur þessa skóla séu að neinu leyti sviftir þeim réttindum, sem þeim bera samkvæmt reglugerð skólans og yfirleitt að hlynna sem allra bezt að þessari mentastofnun okkar Norðlend- inga. Sérstaklega þarf að hafa það fyrir augum, að skólinn geti orðið sem allra aðgengilegastur fyrir fátæka menn. Fé því, sem varið er til þess að styrkja efnilega en fátæka menn til náms, er að mínu áliti sannarlega vel varið. Framfarir í búnaði eru hér litlar. Dauðamörk hafa verið yfir búnaðarfé- laginu, sem staðið hefir að nafninu í nokkur ár, en nú er útlit fyrir að á- huginn sé að vakna. Á síðasta fundi fél. var ákveðið, að búnaðarfél. gengi í »Ræktunarfélag Norðurlands*. Sömuleiðis var ákveðið, að taka mann til plægingar á næstk. vori og búfr. ráðinn í því skyni. Fagnaðarefni hefir það orðið fleir- um en Akureyrarbúum, að lesa þing- menskuframboð Guðm. læknis Hannes- sonar í 22. tölubl. »N1.« þ. á., að minsta kosti var það svo hér um slóðir. Eg hefi heyrt menn hér óska þess, að þeir hefðu kosningarrétt á Akureyri, svo þeir gætu kosið G. H. til þingfarar, og enginn efi er á því, að alþýða manna ber mikið traust til hans, ekki að eins sem læknis, heldur og hæfileikamanns í hvívetna. Það er kunnugt af ræðum hans og ritum, að hann hefir sérlega mikinn áhuga á menningu alþýðunnar, að hann hefir einkar skýran skilning á hlutunum og sérlega glögt auga fyrir kostum og löstum þjóðlífs vors, svo kynlegt ætti það ekki að þykja, þó við alþýðumenn óskuðum þess, að honum hlotnaðist þingseta, því betri liðsmann mundi alþýðan ekki geta fengið á þing en G. H., enda hefir hann ritað mörg hlýleg orð í hennar garð. Síðasta þingmannskosning á Akur- eyri ávann bæjarbúum sæmd í augum meiri hluta alþýðu og við teljum einnig víst, að hið sama eigi sér stað við næstu kosningar. Síðast, en ekki sízt, skal þess get- ið, að ekki verður annað séð, en Sig- urður Eiríksson regluboði hafi átt hing- að þarft erindi í fyrra vor, er hann stofnaði stúkuna »Júníblóm«. Á stofn- fundi gengu í st. 14 manns, en nú eru meðlimir hennar orðnir 30 og ekki verður annað sagt, en stúka þessi hafi leitt mikið gott af sér, enda eru það myndarbændur, er henni stjórna. Nokkurir meðl. stúku þessar- ar voru hneigðir fyrir vín, en því að- dáunarverðara er það, hve vel þeir hafa reynst, því enginn þeirra mun hafa rofið heit sitt og sýnir það and- legt þrek og staðfasta lund og von- andi er, að stúka þessi eflist svo, að hún verði þessu sveitarfélagi til veru- legrar hagsældar í komandi tíð. X Bjarni sá það sem hann hafði gert, og sýndist það harla gott. Aðrir sáu það sem Bjarni hafði gert, og sýndist það ekki gott. Málsins varnir veikar þá veslings Bjarna taka að dvina, staddur hjarni hálu á hreytir ’ann skarni á vini sína, Það lítur svo út sem Bjarni Einarsson vinur minn, sé mjög ánægður með sjálfan sig, yfir framkomu sinni í skipakvíar- málinu, eftir því, sem honum farast orð í 30. tölublaði Norðurlands 15. þ. m. Það er auðvitað mikils vert að hafa breytt þannig, að menn hafi ástæðu til að vera ánægðir með sjálfa sig og gerðir sínar. En sé ánægjan sprottin af heimsku- legu sjálfsáliti og ímynduðum verðleikum þá er hún einkis virði. Nú er það ekki ætlun mín að leggja dóm á það, af hvaða rótum ánægja Bjarna er runnin í þetta skifti;,það geta þeir gert, sem honum eru kunnugastir. Greinarómyndina í Norðurlandi, sem Bjarni er svo hreykinn af, álít eg raunar ekki svara verða. En benda vil eg hon- um á, að það er ekki hann einn, sem dæmir um hvers virði röksemdir þær eru, sem við hvor um sig höfum haft fram að færa, í deilumáli okkar. Það virðist ganga ósvífni næst, þegar Bjarni er að brígsla mér um röksemda- skort, en hefir þó orðið að viðurkenna, að athugasemdir mínar séu á góðum rök- um bygðar í aðalatriðunum. Þetta síðasta gönuskeið Bjarna verð eg að skoða sem hlægilega tilraun til að spilla kjörfylgi mínu, en ólíklegt er að árangurinn verði mikill. Deiluefni okkar legg eg óhræddur undir dóm þeirra manna, sem Vit hafa á og þykist þess fullviss, að skipakvíarmálið muni hafa góðan framgang, þrátt fyrir alla mótspyrnu Bjarna, og hversu mikið,. sem hann skrifar »fyrir fólkið*. Ætlun mín er sú, að ritsmíðar Bjarna muni fáum verða til uppbyggingar, og honum sjálfum til lítils sæmdarauka. Kveð eg svo vin minn með virtum og vona að hann taki sér ekki mjög nærri, þó að þetta nauðsynjamál, sem við höfum deilt um, nái fram að ganga. Hann ætti að geta sýnt mikilmensku sína á ein- hverju öðru. Akureyri 18. apríl 1905. M. j. Kýistjánsson. * * * Af því vér tókum deilugrein herra skipa- smiðs Bjarna Einarssonar, höfum vér ekki viljað neita um að taka ofanritaðan greinar- stúf. Þó þykir oss nokkur ástæða til þess- að afsaka það við lesendur blaðsins, því

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.