Norðurland


Norðurland - 06.05.1905, Side 1

Norðurland - 06.05.1905, Side 1
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 33. blað. Akureyri, 6. maí 1905. IV. ár. JMorðurland kemur út tvisvar í næstu viku, á miðvikudag og laugardag. - Auglýsingar í miðvikudagsblaðið þurfa að vera komnar kl. 5 e. tk á þriðjudaginn. Auglysing. Kjörþing fyrir Akureyrarkaup- stað, samkvæmt auglýsing stjórn- arráðsins 26. jan. p. á., verður haldið á „Hótel Aliureyri“ 15. p. m. og byrjar á hádegi. Upptalning atkvæða fer fram á sama stað og byrjar kl. 5 e. h. hinn sama dag. Skrifstofu bæjarfógetans á Akureyri 3. maí 1905. Suðl. Suðmundsson. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðarför Valdimars sál- ugaGunnlaugssonarfer fram frá heimili okkar, Strand- götu nr. 11, miðvikudaginn 10. þ. m. kl. 12 á hádegi. Oddeyri, 5/s 1905. Petrína Þ. Sigurðardóttir. Gaðl. Sigurðsson. Cueir fyrirlestrar um ísienzk stjórnmál eftir Qudmund Hannesson. I. Verkmannastéttin Enginn veit sína æf- op kosningar kaupstaða.»* lna fyr en o11 er- ~ Fyrir nokkuru hefði eg ekki trúað því, hver sem það hefði sagt mér, að eg stæði hér í kveld, sem þing- mannsefni. Eg hefi aldrei á þing ætl- að og er því ófróðari um landsmál vor en eg annars hefði verið. Mér hefði verið það næst skapi, að í minn stað hefði komið einhver ó- breyttur handverksmaður, sjómaður eða daglaunamaður, einhver úr fjöl- mennustu stétt landsins, sem flest verkin vinnur á sjó og landi, þó hún sé að mestu svift kosningarrétti og kjörgengi, stétt þeirra manna, sem lifa af vinnu sinni og handafla, en eru ekki vinnuveitendur eða eignamenn. Flestar stéttir landsins hafa einn eða fleiri fulltrúa á þingi, en eignalausi eða eignalitli vinnulýðurinn engan. Sumum þykir sanngirni mæla með því, að kaupstaðirnir kjósi verzlunar- mann á þing, en fámenn er verzlunar- mannastéttin þar í samanburði við verkmennina, enda er það mín spá, að hvorki hún né embættismenn ráði kosningu í kaupstöðunum þegar tímar líða. En úr því það hefir atvikast svo, að eg hefi komist í þennan pólitiska skriftastól, þá kemur að sjálfsögðu til minna kasta að gera grein fyrir því hvað helzt vaki fyrir mér um lands- mál vor og framtíð lands og þjóðar, þó eg sjái tæplega hvernig eg á að geta gert skilmerkilega grein fyrir svo vandasömu og víðtæku efni í tveimur stuttum fyrirlestrum. Til þess að komast fram úr þessu, sé eg engan annan veg en þann, að halda mér sem mest við aðalatriðin, en sneiða fremur hjá einstökum málum. Auk þess, sem fara má nærri um einstöku smærri málin, ef aðalatriðin og meginstefnan eru ljós, þá hefir mér fundist að þreyt- andi smámálaupptalning geri oftast pólitiska fundi hér dauðans leiðinlega. Eg vil þá fyrst skifta umræðuefninu í tvo aðalflokka: afstöðu vora gagnvart umheiminum, nágrannalöndunum, sér- staklega Danmörku og innanlandsmál- in, eða með færri orðum: utanlands- pólitík vora og innanlandspólitík. Utanlands- Hvað utanlandspólitík póiitík. vora snertir þá væri að vísu freistandi að ganga alveg þegj- andi fram hjá henni í þetta sinn. Flestir munu hafa fengið nóg í bili af stjórnar- skrárþrefi undanfarandi ára og auk þess vona allir að hið nýfengna stjórnarfyrir- komulag reynist sæmilega góður grund- völlur til þess að byggja á andlegar og líkamlegar framfarir vorar fyrst um sinn. Almennings álitið virðist ganga í þá átt að næstu þingin skuli að mestu leyti fást við baráttuna gegn fátæktinni og fáfræðinni, hugsa fyrst og fremst um atvinnuvegi og annan fjárhag landsmanna, en þar- næst mentamálin, sjálfur er eg á sama máli og kemur ekki til hugar að vér förum fyrst um sinn að byrja á nýrri stjórnarbaráttu. Alfullkomin Einkennilegt er það, að stjórnarskrá? nærfelt allir sýnast mjög vel ánægðir með þessa endurbættu stjqfnarskrá. Jafnvel landvarnarmenn hafa fátt að athuga annað en það, að henni hafi ekki verið allskostar fylgt hvað skipun ráðherrans snerti og að ríkisráðsseta hans sé ilt axar- skaft. Eg held það vaki jafnvel fyrir ýmsum, að vér höfum nú að lokum fengið eitthvert fyrirmyndar stjórnar- fyrirkomulag, sem lítt sé hugsandi að bæta eða hreyfa við. Aðalágreiningur- inn er um það hver eigi að sitja í völdunum. — Þó munu flestir kannast við það, við nánari athugun, að þannig getum vér ekki varpað af oss allri áhyggju um pólitisk réttindi vor og framtíðar- hag. Þó vér vildum gera oss ánægða með þá skipun, sem á er orðin, þá gæti hún gengið oss úr greipum. Landvarnarmenn hafa því fyllilega rétt fyrir sér, er þeir vilja hafa strangar gætur á að stjórnarskrá vor sé haldin. En sé nú aftur málið þannig vaxið, að vér ekki höfum náð neinni póli- tiskri alfullkomnun með stjórnarskrár- breytingunni 1903, heldur eigum fyr- ir hendi breytingu og þroska fram- vegis, engu síður en undanfarið og eitthvað göfugt takmark að keppa að annað en að gæta fengins fjár, þá ríður oss auðvitað miklu meira á því að gera oss það Ijóst hvað vér viljum og hvert vér ætlum. Vér getum ekki slegið þessu á frest, fyrir þá sök að annars kann straumurinn að bera oss í öfuga átt og þjóð, þing eða stjórn að aðhafast eitthvað það sem bindi hendurnar síðar. í pólitík verður að hugsa eigi eingöngu um næstu árin, heldur fyrir ókomnar aldir og kyn- slóðir. Sparnaðar- Til þess að skýra þetta stefnan. 5» iftið betur vil eg benda á að oss er innanhandar að hagnýta oss sambandið við Dani á margan hátt til þess að spara fé, enda höfum vér gert það og gerum enn. Spar- semdarmenn á þingi geta gerst tals- menn fyrir þeirri stefnu að hagnýta sambandið enn betur en orðið er. Valtýingar héldu því fram, sumir en ekki allir, að Danir skyldu launa ráðherranum og Dr. Valtýr Guðmunds- son vill í síðasta hefti Eimreiðinnar láta oss sækja nærfelt alla æðri mentun vora til Danmerkur og að minsta kosti leggja niður læknaskólann. Þessa stefnu er mjög auðvelt að verja frá fjárhagslegu sjónarmiði og jafnvel með öðrum góðum ástæðum, en hún tengir löndin fastar saman og rýrir að nokkuru sjálfstæði vort. Það getur jafnvel viljað til á næsta þingi, að stefna þessi geri vart við sig og þingmenn verði að skera úr hvort henni skal fylgja eða ekki. íslendingar ð- Enginn má búast við tnagar Dana. mótsetta. Vér lát- um Dani nú sem stendur bera oss á höndum sér í mörgum greinum, sem heita má að oss varði eina og þyggj- um þannig árlega af þeim stórfé, en launum það alloftast með vanþakklæt- inu einu. Vér látum þá mæla landið og gera af því uppdrátt, verja strend- urnar og halda út til þess dýru skipi, styrkja stórlega námsmenn vora í Kaup- mannahöfn, borga oss árlegt fjártillag sem allir Danir skoða blátt áfram sem ómagameðlag til vor Islendinga. Vér látum þá jafnvel gefa oss barnaveikis- blóðvatn handa sjúkum börnum vorum, bóluefni til þess að verja mennina fyrir bólusótt og féð fyrir bráðapest. Síðustu árin látum vér þá vinna eitt hið mesta nauðsynjaverk, sem vinna þurfti á þessu landi: rannsókn á sjónum umhverfis land vort, fiskimiðum og fiskigöngum o. fl., án þess að vér höfum boðist til að leggja einn eyri fram úr vor- um vasa. Sjdlfstœðis- Eklci er það ólíklegt að stefnan. sn stefna kunni að koma fram á þingi, að oss sé lítt sæmandi að gerast þannig ölmusumenn Dana í ótal greinum, ekki sízt þegar vér stönd- um uppi í hárinu á þeim dags daglega og þykjumst í orði kveðnu fyllilega geta siglt vorn sjó, án þeirra aðstoðar og þeim að þakkarlausu. Vel má við því búast að einhverir fylgi þessari stefnu þegar á næsta þingi, menn, sem meta meira sjálfstæði vort en fjármunaleg hlunnindi og jafnframt treysta svo fjárhag og framtíð landsins, að það muni ekki þurfa að lifa af molunum, sem detta af borði Dana, eða ef ekki vill betur til, að sultur sé hollari en sú fæða. Það þarf ekki annað en minnast á þessar tvær stefnur til þess að sjá það, að áhyggjulausir getum vér ekki verið um utanlandspólitík vora. Og ekki getum vér látið oss nægja það að ráða fram úr hverju sérstöku máli eftir því sem á oss liggur í þann svip- inn, sem það kemur fyrir á þingi. Það væri eins og að ferðast á þann hátt, að hugsa að eins fyrir næsta sporinu, en vita ekkert hvert ferðinni væri heitið. Hvert er tak- Hér sem endranær rek- morkið? ^ ur að því að vér verð. um að gera oss ljósa og skarpa grein fyrir því að hverju tak- marki vér stefnum, hverja póli- tiska hugsjón vér eigum að aðhyllast og gera að ljósi á vorum vegum. Hvernig eigum vér að hugsa oss framtíðarmynd af landi og lýð, þegar vér erum komnir undir græna torfu og barnabörnin byggja landið? A hún að vera sú að hér lifi tæpar 100 þús. manna, að vísu nokkuru fróðari og talsvert efnaðri en nú, en sem sæki alla sína æðri mentun o. fl. til Dan- merkur, hafi Danmörku fyrir mjólkur- kú, hvar sem færi gefst, og lifi hér á hala veraldar sem »óaðskiljanlegur hluti Danaveldis* með danskan fána blakt- andi yfir dönskum ölmusulýð ? Þetta er hin þýðingarmesta spurn- ing sem þjóð vor getur lagt fyrir sig og það er enginn vegur til þess að viðra hana fram af sér, eða sleppa hjá henni. Öll vor pólitík hlýtur að fara eftir því hvernig henni er svar- að, og þess verður endálaust krafist af hverri kynslóð að hún svari henni, eftir því sem hún hefir bezt vit og vilja til. Einkum má þó krefjast þess, að stjórn og þing hafi ótvírætt svar á reiðum höndum. Spurningunni væri fljótsvarað, ef vér mættum svara henni á þann hátt, sem vér vildum óska og oss væri skapi næst, en að sjálfsögðu hefir það eit,t svar gildi, sem bygt er á framkvæmanlegum virkileik, eða að minsta kosti er sennilegt að sé eigi einber loftkastali. Ef vér vœrum Til þess að skýra mál- jafnokarDana! jð vji eg biðja hina háttvirtu áheyrendur að hugsa sér að vér íslendingar værum skyndilega orðn- ir jafnmannmargir og Danir eru og nokkurn veginn jafnokar þeirra í flest- um greinum. Hversu mundi oss þá líka að vera »óaðskiljanlegur hluti Dana- veldis*, hjálenda, sem þætti svo ná- tengd Danmörku, þrátt fyrir sín sér- stöku landsréttindi, að nafns hennar

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.