Norðurland


Norðurland - 06.05.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 06.05.1905, Blaðsíða 2
Nl. 130 væri ekki einu sinni sérstaklega getið í titli konungs vors, þó Vindar og Gotar séu þar taldir sem þegnar. Hversu mundi oss líka að hafa kon- ung vorn alla æfi niðri í Kaupmanna- höfn, mann, sem tseplega skildi eða talaði (slenzka tungu, væri öllum vor- um högum lítt kunnur, hefði lítil sem engin persónuleg kynni af þjóð vorri, þó aldrei nema hann heimsækti oss á þúsund ára hátíðum, en eigi að síður fullkomið neitunarvald í hverju landsmáli. Ætli að vér yrðum mjög hróðugir yfir þessum eina ráðgjafa í ríkisráði Dana, sem skryppi við og við niður til Danmerkur til skrafs og ráðagerðar við kong og aðra danska embættisbræður, jafnvel þó hann hefði þessa frægu »búsetu« og teldi sig til heimilis í Reykjavík? Hversu mundi oss þá falla að hafa engin áhrif á nein sameiginleg ríkismál og enga ís- lenzka fulltrúa til þeis að gæta hags- muna vorra erlendis, en verða að sjá alt með annara augum. Jafnrétti eða Eg er viss um það að sjátfstœði. S+ fáir íslendingar mundu í vafa um, hvernig spurningunni skyldi svara, ef þannig væri ástatt. Ekki mundum vér verða lítilþægari en Norðmenn, sem heimta algert jafn- rétti við Svfa, eða sambandinu slitið ella. Vér mundum með fullum rétti segja: »Vér erum fjórða þjóðin á Norðurlöndum og krefjumst fullrar við- urkenningar sem sérstök þjóð. Annað- hvort heimtum vér allan þjóðarrétt til jafns við Dani, bæði sérstakt flagg og annað sem frjálsri sambandsþjóð annar- ar ber, eða tökum upp fornt sjálfstæði vort og slítum sambandinu að öðrum kosti ! « Þannig og engan veginn öðruvísi myndum vér íslendingar líta á málið. Um það er enginn efi. Fámennið og En sé nú rétt á þetta fátœktin. litið, þá er það auðsætt að það er að eins fátæktin og mann- fæðin, sem gerir kröfur vorar svo litlar og stefnumarkið bæði lágt og reikult. Orsökin er sú, að vér erum, í samanburði við Dani, fáir og smáir. »Það er líka sannarlega nóg!« munu margir segja. »Nú erum við fáir og smáir og það bætir lítið úr skák að taia um það hverjar kröfur vér mund- um gjöra og gætum gjört, ef það væri, sem ekki er og vér hefðum bolmagn á við Dani. Við verðum sannarlega að halda okkur við jörðina og byggja ekki á öðru en því sem er.« í fljótu bili sýnist slíkur hugsunar- háttur hafa mikið til síns máis en við nánari athugun — næsta lítið. Fyrst má benda á það að pólitiskt markmið má ekki sníða eftir deginum sem er að líða. Það verður að vera miðað við komandi kynslóðir engu síð- ur en þá sem nú lifir. Eigi mann- fæðin og fátæktin að færa markið nið- ur þá rís óðara upp sú spurning: Hljótum vér þá ætíð að verða fáir og smáir? Verðum vér œtíð Að sjálfsögðu getum fáir og smáir? vér orðið annað en smáþjóð, en það útilokar ekki að vér með tímanum getum betur þolað samanburð við Dani en vér þolum nú. Reynsla undanfarinnar aldar bendir að vísu ekki á það, að vér getum gert oss miklar glæsivonir í þá átt. Mann- fjölgun hefir gengið tiltölulega mjög tregt hjá oss, sem sjá má af því að á 19. öldinni fjölga Danir um 164 °/o, en vér að eins 66°/o og að sem stend- ur giftast hér hálfu færri en í Dan- mörku á ári hverju. En þegar vér gætum að því hins- vegar að þessi mikli mismunur stafar þó ekki af því að hér fæðist tiltölu- lega svo fá börn, heldur af hinu að sóttir, slysfarir og vesturfarir hafa eytt landslýðnum, en miklar líkur til að alt þetta fari rénandi, þá er ekki að byggja verulega framtíðaráætlun á undanförnu öldinni. Síðpstu io árin benda á að landslýðnum fjölgi hraðar en fyr. Allar líkur eru til að mannfjölgun hér verði í góðu meðallagi komandi árin og eigi minni en hjá bræðrum vorum Dönum, ef ekki hindra hana óárun eða önnur stórtjón af náttúrunnar völdum. En það er líka önnur hlið á þessu máli. Þó mannfjölgun landa geti lengi aukist og mörg séu ráðin til þess að framfleyta fólkinu með því að yrkja óræktað land, og endurbæta ræktunar- aðferðir, auka verzlun og iðnað, lifa sparsamlegar o. fl., þá eru þó vissulcga föst takmörk fyrir fólksfjöldanum á vissu svæði. Ólíklegt er að nokkurt land geti orðið að samanhangandi borg. Aftur bendir alt til þess á vorum dög- um, að fólkið fylli smámsaman alt sæmi- lega byggilegt land. Sífelt fjölgar fólk- inu, þar til atVinnuvegir landanna fram- fleyta ekki fleirum, þó endurbættir séu svo sem unnt er, og að miklu leyti hlýtur íbúafjöldi landa að fara eftir þvi', þegar til lengdar lætur, hve stórt yfirborð er af byggilegu og ræktanlegu landi, en þó svo, að því frjóvara sem landið er, þess fleiri geta lifað á sama blettinum. Að Þjóðverjar eru t. d. miklu fleiri en Danir, kemur nærfelt eingöngu af því að land þeirra er að því skapi stærra. Landrými íslands Hvað landrými snert- og Danmerkur. j* * ir) þá stöndum vér til- tölulega vel að vígi. Svo er talið að sveitir vorar, sem telja má vel ræktan- legt land, séu nokkuru stærri að flatar- máli en Danmörk og væru þær jafn frjóar og ræktaðar, þá gætu þær fram- fleytt sama mannfjölda og Danmörk. Nú er það engin ýkjamunur hve mik- ið ræktuð jörð hér gefur af sér og í Danmörku og þó hún sé stórum á- burðarfrekari þá eigum vér líka miklar áburðaruppsprettur f ám vorum, sem margar flytja vatn, sem er mjög auð- ugt af næringarefnum, eins og góð flæðengi bera vott um, en úr þessu hafa Danir ekki að spila. En þó vér vildum gera helmings mismun á frjó- semi jarðvegsins og meta að engu sumarhagana í afréttum vorum, sem eru þó mikils virði, þá ætti land vort að geta borið með tímanum eina miljón manna eins vel og Danmörk tvær. Yrði þá hlutfallið milli vor og Dana hið sama og nú er milli Norðmanna og Svfa. íslenzkar En þyki einhverjum þetta fiskiveiðar. ofmikið ílagt þá má minna á, að hafið umhverfis ísland er ólíku auðugra en kringum Danmörku og ekki ósennilegt að það geti með tímanum bætt langdrækt upp mismuninn á frjósemi landanna, þegar íslendingar eru orðnir einir um hituna í fiski- veiðunum við strendur landsins líkt og Norðmenn munu nú vera orðnir heima fyrir hjá sér. Hvort sem menn vilja gera mikið eða lítið úr framtíðarhorfunum, þá hygg eg að allir hljóti að vera á eitt sáttir um það, að með tíð og tíma fyllist bæði löndin, Danmörk og ísland, alt hvað at- vinnuvegir þeirra frekast leyfa og að atvinnuvegir vorir hljóti að geta tek- ið miklu meiri framförum, frá því sem nú er, heldur en Danmerkur. Það má vel vera að Island framfleyti aldrei jafn- mörgum mönnum og hin litla en frjó- sama Danmörk, en sennilegt er að munurinn verði ekki ýkja mikill, þeg- ar aldirnar líða, ef vér verðum ekki fyrir neinum ódæmum frá náttúrunnar hálfu. Aflsupp- Meira að segja er það alls sprettur. ekki ^hugsandi að ísland geti framfleytt fleirum, þegar fiskiveiðar og ræktun Iandsins eru komin á hátt stig og þó landið sé illa fallið til stór- iðnaðar, þá eigum vér þó ótæmandi aflsuppsprettur í ám og fossum, en Danir ekki. Að vísu gera þeir mest úr íslenzku fossunum, sem minst kunna að meta þá, en enginn veit þó, hvað oss kann að verða úr þeim með tímanum. Það getur komið sú öld að kol verði dýr, en steinolía ófáanleg. Nýtt landnám, Eg hefi farið um þetta nýr búskapur! nokkuð mörgum orðum af því að mér hefir fundist mörgum vaxa í augum hve fáir vér erum og smáir enn sem komið er. Sé litið lengra fram í tímann þá er tæplega mikið úr þessu gerandi. Island er framtíð- arinnar land þó hart sé og hrjóstrugt. Þegar tímar líða munum vér betur þola samanburð við Dani, en vér höfum gert til þessa. Vér eigum eftir að byrja hér landnám á ný og það stórfenglegra en hið fyrsta. Þetta verður að takast og þetta verðum vér að gera, ef landið á að eiga sér nokkura framtíðarvon. Gamla búskaparlagið með miklum vinnu- lýð, lágu kaupi, miklu landrými og lítilli ræktun, er dauðadæmt og getur aldrei risið við aftur. Um það sér samkeppni útlanda og samgöngur við þau. Takmarkið og Það er sannfæring mín framtíðin. að vér ekkj megum setja oss pólitískt takmark eftir því sem hagur vor nú er sem stendur og eftir því bolmagni sem vér nú höfum til móts við Dani. Vér eigum að miða það við framtíðina og hún mun að öllu sjálfráðu gera oss að meiri mönnum. Þó mannfjöldi og bolmagn ætti að ráða, þá sé eg enga ástæðu til þess að örvænta algjörlega. Vér eigum ekki að gera pólitísk markmið vort hóti lægra fyrir þá sök, að vér erum enn fáir og smáir. Þjóðin og En því fer nú betur að hnefaréttur. rnannfjöidj og aflsmunur • eða með öðrum orðum hnefarétturinn ræður því ekki eingöngu í heiminum hvort þjóðirnar fá að njóta sjálfstæðis og þjóðréttinda. Ekki er það mann- fjöldinn og aflsmunur sem Danir eiga að þakka tilveru sína sem þjóð, held- ur ekki Norðmenn eða Svíar og yfir höfuð engir nema stórveldin, en þau eru ekki mörg að tölunni. Að smærri þjóðir haldast sem sjálfstæð ríki og aðgreindir einstaklingar er eingöngu sérstöku þjóðerni að þakka, sem tcng- ir þá saman með sameiginlegu máli, hugsunarhætti, stefnumarki o. fl. Eng- um hefir dottið í hug að setja nokk- ura fasta tölu manna sem skilyrði sérstöku þjóðerni og þjóðarsjálfstæði. Islendingar En öll einkenni sérstaks sérstökþjóð. þjððernjs höfum vér íslend- ingar í fylsta mæli, svo að enginn, sem þekkir til, getur neitað því að vér er- um algjörlega einkennileg og sérstök ’þjóð og það jafnvel frekar en nokkur- ar aðrar Norðurlandaþjóðir. Að minsta kosti er tunga vor og lega landsins skarpar aðgreind frá nágrönnum vorum en Norðurlönd eru hvert frá öðru, eða jafnvel frá bræðrum sínum Þjóðverjum. Þjóðarsjálfstæði og Vér höfum því alian siðferðislegur réttur. sjðferðjsiegan rétt til þess að njóta fulls réttar sem sérstök og sjálfstæð þjóð þrátt fyrir fátækt- ina og fámennið, ef vér á annað borð getum siglt vorn sjó upp á eigin spýt- ur og sýnum það í verkinu. Það er þessi siðferðislegi réttur sérstaks þjóð- ernis, sem vér hljótum að byggja mest- megnis á baráttu vora fyrir fullum og óskertum þjóðréttindum og það er sami grundvöllurinn sem öll Norður- lönd byggja sjálfstæði sitt á, og hann eigum vér ekki að veikja með því að éta náðarbrauð hjá Dönum og vera ölmusumenn þeirra. Af engu stafar landaréttindum vorum jafnmikil hætta og því. Takmarkið og Meginatriðin í utanlands- vegurinn! pólitík vorri verða þá þessi: Vér eigum að nota fyrst um sinn þann þjóðræðis- og sjálfstjórnar- grundvöll, sem stjórnarbótin hefir fært oss, til þess að berjast á móti fátækt- inni og fáfræðinni, en pólitískt mark- mið vort á að vera fult jafnrétti við Dani, sem vér alls ekki höfum nú, eða algjört sjálfstæði. Vegurinn til þess að ná því er að vera sem mest sjálf- bjarga og minst upp á aðra komnir. Hvort heldur: jafn- Spyrja má hvort vér rétti cða sjálfslœði. ejgUm heldur að gera að aðalmarkmiði voru jafnrétti við Dani eða algjört sjálfstæði. Þessu verður því miður ekki svarað nú sem stendur. Vér höfum lifað í 400 ár sem frjáls og sjálfstæð þjóð, og í mínum augum er það undri næst, að enginn spyr um það nú, hvort vér getum það eða getum ekki. Það hvílir á þjóð vorri heilög skylda að rannsaka þetta mál og fá þessari miklu spurningu svarað. Til þessa starfs þurfum vér að eignast annan Jón Sigurðsson. Vera má að samvizkusamleg rannsókn þessa leiði í Ijós að oss sé það ekki ofvaxið á þessari laga- og gjörðardómsöld, sem vér reyndumst færir til á ribbalda- og ránskapartíð og þá mun fáum blandast hugur um hvert stefna skuli. Ofœtlun ? ÞÉi er önnur réttmæt spurn- ing sem svara þarf: Er til nokkurs að setja markið svo hátt? Eru nokkur líkindi til þess að Danir vilji unna oss fyllri réttar en vér nú höfum, eða ef um aðskilnað væri að tala, skerða sitt litla ríki fram úr því, sem því miður, hefir orðið og konungur vor konungs- vald sitt yfir landinu? í fljótu bili sýn- ast slík málalok næsta ólíkleg á frið- samlegan hátt. Norðurlönd sarn- í mínum augum eru bandsríki. það engin undur þð Danir vildu unna oss sama réttar og stórveldin sem ríkjum ráða í álfu vorri unna þeim, en annars fer þetta alt eftir því í hverja átt vér snúum oss, og það ætla eg að aldrei mundum vér ganga í fjandmannaflokk frændþjóðar vorr- ar. Nú er það ríkt í huga margra beztu manna á Norðurlöndum að fá myndað frjálst sambandsríki úr þeirn,, með jöfnum rétti fyrir öll löndin,, þannig að hvert haldi sínum siðum og landslögum, en ríkin myndi eina fasta sambandsheild. Eg tel það sjálf- sagt að vér yrðum þá einn sjálfstæður liður í slíku sambandsríki, sem fjórða þjóðin. Saga vor, skyldleikur málanna og náin frændsemi tengja oss órjúfan-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.