Norðurland


Norðurland - 13.05.1905, Side 1

Norðurland - 13.05.1905, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 34. blað. Akureyri, 13. maí 1905. IV. ár. Tilraunastöð Ræktunarfélags Norðurlands er opin á hverjum rúmhelgum degi kl. 12—2. Ýms jarðyrkjuverkfæri eru þar til sýnis, og við og við gefst mönnum kostur á að sjá hvern- ig með þeim er unnið. Skrifstofa & * * Rækfunarfé/agsins í húsi Magnúsar kaupmanns Kristjánssonar er opin á hverj- um degi kl. 1—2 og 7 — 8 síð- degis. JARÐÝRKJU- ♦ VERKFÆRI irá „Ræktunarfélagi Norðurlands", betri og ódýrari en áður hefir verið völ á hér á Iandi og mm~ margskonar fræ TSWSl fæst í verzlun Sigurðar Sigurðssonar. Coeir fgrir/esfrar um íslenzk stjórnmál eftir Ouðmuncl Hannesson. II. í fyrra fyrirlestri mínum gerði eg nokkura grein fyrir utanlandspólitík vorri og komst að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir stjórnarbótina 1903 ættum vér langt í land til þess að ná því pólitíska markmiði, sem oss bæri að keppa að, en að það væri fullkomið jafnrétti við Dani eða al- gert sjálfstæði. í kveld verður umtals- efnið innanlandspólitfk vor, en hún er að sjálfsögðu svo umfangsmikið og margbreytt mál, að eg get að eins minst á nokkur meginatriði. Skattar og Eg vil þá byrja á þv( at- álögur. & riðinUj sem flest þingmanns- efni sneiða viljandi hjá, því það er miður vel þokkað hjá kjósendunum, en er þó grundvallaratriði í innanlands- pólitík allra landa, sem flest það byggist á, sem til framkvæmdanna kemur. Þetta atriði eru skattar og álögur, féð sem á einhvern hátt er tekið úr vasa kjós- endanna og látið í vasa stjórnendanna, til þess að standast straum af öllu því marga og mikla, sem borga skal af al- mannafé. Það er því nauðsynlegra að athuga þetta mál, sem það hljóð hefir verið í stroknum hjá flestum, sem við landsmál vor fást, að auka þyrfti tekjur landssjóðs og að landsmenn auka sífelt kröfur sínar til hans, þrátt fyrir það að kvartað sé og kveinað undan sköttum og skyldum, sem gjalda þurfi til allra stétta og það jafnvel svo, að sumir telja illvært að vera hér fyrir þungum á- lögum. Nú liggur það í augum uppi að til Iftils er að tala um að auka tekj- ur landssjóðs, ef almenningi veitir erfitt að rísa undir þeirri útgjalda- byrði, sem nú er á hann lögð og þá er heldur ekki til neins að krefjast aukinna framkvæmda af landssjóði. Þó nokkuð kunni að mega spara af þeim útgjöldum, sem á honum hvíla nú, þá er það víst, að stórfé fáum vér ekki til nýrra nytsemdarfyrirtækja á þann hátt. Er gjaldbyrði Eg geri ráð fyrir því vor þung?i9 að fæstum áheyrendum mínum sé kunnugt um hve þung gjalda- byrði hvílir á oss í samanburði við nágrannaþjóðir vorar. Þó ekki sé ein- göngu að miða við slíkan samanburð, þá er hann þó eigi að síður fróðleg- ur og gefur nokkura hugmynd um það, hvort vér höfum ástæðu til þess að bera oss illa undan »gjöldunum til allra stétta*. 9 kr. og Þess má þá fyrst geta, að 52kr.s+ ársgjöld Norðurálfuríkjanna námu fyrir 1894 að meðaltali 52 kr. á hvert mannsbarn* og hafa eflaust aukist stórum síðan, en öll gjöld lands- sjóðs námu að meðaltali á 10 ára bilinu frá 1892—1901 tæpum 9 kr. á mann. Með öðrum orðum: þegar ríkissjóðir Norðurálfunnar geta varið 50—60 kr. fyrir nef hvert til ýmislegra nytsemdar fyrirtækja, höfum vér að eins haft 9 kr. að spila úr. Ekki bendir þetta til þess, að gjalda- byrði íslendinga sé þung. Aftur sýnir það oss, að landssjóður getur ekki fram- kvæmt fimta hlutann af því, sem út- lönd heimta af ríkissjóðum sinum. En í raun og veru er gjaldabyrðin miklu lægri fyrir þá sök, að töluvert af tekjum lands- sjóðs legst ekki á gjaldendur (ríkistillag o. fl.). Af þessum útgjöldum hvíldu á gjaldendum að eins 6.65 á hverjum manni. Miklu er þó upphæðin minni, þegar Norðurlönd eru að eins talin. Utgjöld Danmerkur námu á sama tíma 28 kr. á mann árlega, Noregs 26, en Svíþjóðar 20.** Síðan hafa gjöldin aukist í öllum löndunum. Landssjóður vor hefir því úr hálfu minna fé að spila en skatt- léttasta landið á Norðurlöndum hafði þá. Skattar og En nú eru það ekki ein- sveitargiöld. gjjngu landssjóðsgjöldin, sem hvi'Ia á almenningi. Sveitargjöldin slaga hátt upp í þau og verða að teljast með til þess, að fá hugmynd um gjalda- byrðina. Hún er mestmegnis innifalin í sköttum er til ríkisins ganga (lands- sjóðs) og sveitargjöldum. Skattar og sveitarútgjöld samanlögð námu árlega (1896) á hvert mannsbarn: í stærstu Evrópulöndunum ca. 52 krónur. - Danmörku................- 45 — - Noregi..................- 32 — - Svíþjóð.................- 28 — Áíslandi tæpar............- 13***— * Falbe-Hansen: Finansvidenskab. Kbh. 1894 I. bls. 10. Sami II. 239 Kbh. 1896. ** Falbe-Hansen II. 239. *** 10 ára tímabilið 1892—1901. Gjaldléttastaland Hvað upphæð gjalda- Norðurálfunnar! byrðanna snertir er því áreiðanlegt, að íslendingar bera hálfu lægri gjöld en allar nágranna- þjóðirnar þrátt fyrir það þó sveitar- gjöld hér séu tiltölulega há. Til þess að ná gjaldléttasta landinu, Svíþjóð, mættum vér fjórfalda skatta vora til landssjóðs. Eftir öllu þessu ætti ísland að vera hrein Paradís, hvað gjaldabyrði snertir, og allar umkvartanir undan sköttum og skyldum hér hreinasti húsgangs- barlómur. Vér ættum að geta aukið tekjur landssjóðs til stórmikilla muna, líklega tvöfaldað þær, án þess að nokk- uð væri í húfi og fengið þannig nýtt afl til nýrra framkvæmda. Giöldog En sagan er ekki nema hálf- gialdþol. sbgð Gjaldabyrðina er í raun og veru minst að meta eftir krónutal- inu, heldur eftir gjaldþolinu eða árleg- um tekjum manna. Þó vér borgum aðeins 13 kr. til almennings þarfa á nef hvert, en Danir 1902 um 50 kr., þá getur vel verið að gjöldin hvíli þyngra á oss en þeim, ef gjaldþol vort er svö miklu minna. Því miður eru engar fullkomlega á- reiðanlegar skýrslur til um árstekjur manna í ýmsum löndum og verða tæpast nokkuru sinni. Eigi að síður má fara nærri um það, hve miklar þær séu. Þannig er talið að á hvern mann komi í árstekjur:* í Englandi 1886 621 kr. - Frakklandi 1892 468 - - Danmörku 1900 ca. 400 - - Noregi 1890 275 - Eg hefi reynt til þess, að gera á ýmsan hátt skynsamlega áætlun um árstekjur íslendinga að meðaltali. Með- al annars má styðjast við það, hve mikið vér kaupum af útlendnm vörum. Arið 1902 keyptum vér af þeim fyrir 135 krónur á nef hvert á landinu.** I við- bót við þetta kemur kjöt, fiskur, mjólk, fatnaður (ull), eldsneyti, garðávextir o. fl., sem landsmenn taka heima hjá sér. Eg hygg að alt þetta verði tæplega matið lægra en 100 kr. á mann. Ein- göngu mjólk úr kúm landsins kostar t. d. ekki minna en 35 kr. á mann árið yfir. Eftir þessu yrðu árstekjur íslendinga ekki minni en 230—240 krónur á hvert mannsbarn f landinu en, ef vér vildum gera ráð fyrir því allra lægsta, um 200 kr. Vér slögum því að líkindum hátt upp f Norðmenn, sem talið er að hafi 275 kr. á ári, og vel má vera, að munurinn sé í raun og veru minni, en hér er gert ráð fyrir. Skattar til landssjóðs og sveitargjöld vor nema ekki meiru en 6% af tekj- um manna, en f sumum löndum yfir 16 0/0. Léttgjöldeft- Skattabyrði vor er því ir gjaldþoli. mjög létt f samanburði við aðra, hvort heldur sem litið er á *Aschehoug: Socialökonomik I. 480. Kr. 1903. Hage: Haandbog í Handelsviden- skab. **MeðaltaI 10 ára frá 1893—1902 er þó að eins 107.25 kr. á mann. krónutalið eða gjaldþolið. Þó ber þess að geta að eigi að síður er hún þyngri en þessar tölur gefa hugmynd um. Eftir því sem árstekjur minka þverrar gjald- þolið stórkostlega, því ekkert má leggja á þær tekjur sem nauðsynlegar eru til þess að framfleyta lífinu. Arstekjur vor- ar eru að meðaltali svo lágar að þær þola alls ekki mjög mikla skattabyrði. Oss væri þannig með öllu ófært að bera þær byrðar, sem auðugu löndin, t. d. England, bera léttilega. Gjaldabyrði og Að öllu samanlögðu fátœklingar. hygg eg að vér get- um að vísu aukið tekjur landssjóðs að nokkurum mun, án þess ójafnaði sé beitt, en þó ekki svo mjög miklu nemi. En sú vandhæfni er á því að nýjar á- lögur mega alls ekki, efþess er nokkur kostur, lenda á fátæklingum, sem nú bera mestan hluta, tiltölulega, af kaffi og sykurtollinum, þyngstu byrðinni á íslenzkri alþýðu og auk þess mikinn hluta vínfanga- og tóbakstollsins. Marg- ir þessara manna sem nú gjalda tals- vert í landsjóð, ættu í raun og veru að sleppa gjaldfríir og hafa ekki meiri tekjur en svo að hrökkvi til lífsnauð- synja. Þar að auki er ekki að tala um að auka álögur á almenningi nema brýn og óumflýanleg nauðsyn krefji. Það eru of mikil gæði að lifa við lága skatta til þess að leikur sé gerandi til þess að hækka þá og hindra þannig hæfi- legt auðsafn og almenna velmegun. Aðflutnings- Tímans vegna get eg lít- toílar.s* ið minst á skatta- og toll- pólitík vora. Eg vil aðeins geta þess, að þrátt fyrir það að eg ekki fylgi verndartollastefnu, þá sé eg ekkert á móti, ef auka þarf tekjur landsjóðs, að gera það að einhverju leyti með aðflutn- ingstolli á útlendum varningi sem auð- veldlega má framleiða í landinu eink- um öllu þvf, sem líklegt er að gæti orðið vetrarvinna fyrir almenning. Inn- anlandssamkepnin sér þá um að varan hækki ekki stórum í verði. Húsaskatlur Eg get ekki stilt mig um kaupstaða. að minnast Iftið eitt á rit- gerð Jóns Krabbe um skattamál ís- lands. Eg held að öll vor blöð hafi sungið henni samróma lof og dýrð og nokkur líkindi séu því til þess að al- þing fari eftir tillögum höfundarins um það að leggja um 60—80000 kr. skatt á fjárhagstímabilinu á kaupstaðahús. Að vísu væri mjög einfalt og æski- legt að geta gert fasteignir landsins meira arðberandi, ef svo má að orði komast, fyrir landssjóð en þær eru nú, og ýmislegt af tillögum höfundarins er viturlegt, en hvers vér eigum að gjalda kaupstaðarbúar öllum öðrum framar skil eg ekki. Ef eg flyt mig yfir poll- inn og byggi mér stórt og mikið hús hinumegin, slepp eg með gamla húsa- skattinn, en byggi eg það hérnameg- in, þá verð eg að borga 20—40 kr. á ári af húsinu. Eg get ekki séð að þannig lagaður skattur væri allskostar sanngjarn og get ekki fallist á að kaupstöðunum sé íþyngt öðrum lands- hlutum framar. Þó segja megi að þetta

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.