Norðurland


Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 2
Nl. 134 hefti máske vöxt kaupstaða og að- flutning þangað úr sveitunum, þá efa eg fyrst og fremst að ráðið dugi, og þó svo væri að það væri nokkur vinn- ingur. Ef atvinnuvegir kaupstaðanna fylgj- ast með vexti þeirra, þá er vissulega óráð að reyna til að hindra hann og draga úr viðgangi þeirra með sérstök- um sköttum. Sparnaður. Eg hefi minst á það áður, að stórfé munum vér ekki græða á þann hátt, að draga úr núverandi út- gjöldum landssjóðs. Eigi að síður er sjálfsagt, að yfirvega vandlega, hvort ekki megi t. d. losna við fleiri eða færri gjaldaliði t. d., til samgöngu- mála og með fækkun embættismanna. Að vísu gefur ritgerð dr. Valtýs í síðasta hefti Eimreiðarinnar ekki rétta hugmynd um embættismannabyrðina hjá oss í samanburði við útlönd, en eigi að síður get eg varla öðru trúað en að meginatriði hennar sé rétt, nefniiega að fækka mætti prestum og lögfræðingum til muna. Ekki höfðum vér slíkan fjölda lærðra embættismanna á lýðveldisdögum vorum og gátum þó •stjórnað landinu. — Kreddan um Annars eru skoðanir embœttismenn. margra íslendinga á embættismönnum kynlegar og ekki allskostar réttar. Hér hættir mönnum til, að telja þá eina þjóðfélagsins stoð og styttur, sem »framleiða brauðið úr jörðunni« eða fiskinn úr sjónum. í mótsetningu við þá eru embættis- menn og allir þeir, sem ekki afla brauðsins, álitnir landsómagar, sem lifi á annara sveita. Þessi kenning — búríkiskenningin — (Fysiokratisme) var almenn hér í álfu fyrir hundrað árum síðan, en er nú fyrir löngu úr- elt og styðst við mjög lítið, þó hún sýnist eðlileg í fyrstu. Miklu nær sanni er það, að löndin halda embættismenn til þess að græða á þeim. Vér höldum landsvegafræðing til þess, að eyða ekki í óhyggilega lagða vegi, miklu meira fé en launum hans nemur og vér viljum fá duglegan bygginga- fræðing til þess, að sleppa hjá að leggja stórfé í illa gerðar byggingar. Vér viljum fá verzlunarerindreka í útlöndum í þeirri von, að íslenzk verzlun og markaður fyrir vörur vor- ar batni miklu meira, en margföldum launum þeirra nemur. í stuttu máli: Vér viljum fá embættismenn, hvar sem það borgar sig, en jafnframt og engu síður viljum vér útrýma öllum embættismönnum, sem ekki er hreinn ágóði á, að svo miklu leyti, sem unt er og þjóðin setur sig ekki á móti því. Viðlaga- Eitt hið einkennilcgasta í ís- sjóður. Jenzkum fjármálum er það að véreigum allmikið fé í viðlagasjóði (1 — 2 miljónir kr.), en öll önnur ríki eru skuld- unum vafin. Sumir telja þettta óhyggilega fjármálastefnu og réttast að verja við- lagasjóði til framfarafyrirtækja í land- inu, eða jafnvel taka þar á ofan lands- lán til þess að flýta fyrir þeim. Eg er þessari stefnu mótfallinn, þó lántaka væri ef til vill réttmæt til einstöku fyrirtækja, sem eftirkomendurnir hafa mest gagnið af, t. d. ritsímans. Þvert á móti ætla eg að heppilegt væri að reyna jafnvel að auka viðlagasjóð fram úr þvi sem er og eru til þess margar ástæður. ísland er stórslysaland, jarð- skjálftar, eldgos og önnur undur geta dunið yfir, þegar minst vonum varir og er þá ánægjulegra að geta bjargað sér sjálfur, heldur en að taka á móti gjöf- um annara þjóða. Viðlagasjóður er oss nauðsynleg vátrygging gegn slíkum á- fellum. Lánsstofnanir vorar hafa enn yfir litiu fé að ráða, en fjöldi framfara- fyrirtækja vorra þarfnast ódýrra, hent- ugra lána miklu fremur en beinlínis styrks af landsfé. Slík lán getum vér veitt, ef viðlagasjóður hefir úr miklu fé að spila og á þann hátt getur hann orðið framfarafyrirtækjum vorum hinn mesti styrkur, auk þess sem hann tryggir lánstraust landsins og veitir oss betri lánskjör, ef vér þyrftum á láni að halda. Frh. % Ekki burtu úr bænum. Eftir fundi þá, sem haldnir hafa ver- ið hér í bænum í síðustu viku, mun varla vera til sá bæjarbúi, sem efist um að Guðmundur Hannesson læknir taki keppinaut sínum fram sem þingmanns- efni nálega í öllum greinum. Vitið og þekkingin og reyndar allir þeir kost- ir aðrir, sem þingmann mega prýða, eru ekki samanberandi, þetta er ekki sagt til þess að óvirða Magnús kaup- mann Kristjánsson á nokkurn hátt. Hann hefir reynst hér nýtur maður í bæjarstjórn, þó ekki hafi hann þá þekk- ingu né víðsýni, er geri hann líklegan til þess að verða bænum til neins veru- legs sæmdarauka á þingi. Aftur er Guðmundur Hannesson einn af hinum vitrustu og fróðustu mönnum þessa lands, gæddur afburða hæfileikum til þess að setja sig nákvæmlega inn í hin flóknustu og þungskiídustu mál á skömmum tíma. Þvf skyldu bæjarbúar þó ekki kjósa hann til þings? Það er að eins ein ástæða á móti því að bær- inn sendi hann á þing, sem vert er að íhuga, sú að hann megi ekki miss- ast úr bœnum vegna lækninganna. Nl. hefir líka áður tekið þetta til íhugunar, en af því að þessari ástæðu er haldið að bæjarbúum um þessar mundir með svo miklu kappi og ósanngirni, er þörf á því að athuga hana af nýju. Verði G. H. ekki kosinn á þing, má fyllilega búast við því að hann fari burt úr bænum, eins fljótt og hann hefir kost á, enda hefir hann fengið ieyfi til þess, og engum manni datt þá í hug að hann hefði ekki fulla sanngirniskröfu til þessarar farar. Fari liann burtu af þeim ástæðum, sem áð- ur hefir verið getið um, verður hann lengur burtu, en þó hann fari nú á þing í sumar, eða þó talinn sé mcð þingtíminn að tveim árum liðnum. Með því að kjósa G. H. nú á þing er því full vissa fyrir þvf að bærinn missir hans um skemri tíma, en ef það verð- ur ekki gert. Ekki sýnist það heldur vænlegt ráð fyrir bæinn að vilja neyða G. H. til þess að sitja hér kyrran í sumar, að honum nauðugum. Honum eru allir vegir færir og varla efi á því að fjármunalega mundi hann á því græða að flytja héðan alfarinn, þangað sem mannfjöldinn er meiri og læknis- hjálp er betur borguð. Beri Akureyrarbær ekki gæfu til þess að tryggja veru hans í bænum fram- vegis, þá verður það ekki að eins ó- hamingja þessa bæjarfélags, heldur líka alls Norðlendingafjórðungs. Málið er þess vert að bæjarbúar íhugi það rólega og með sanngirni. í þessu efni hvílir á þeim ábirgð ekki að eins gagnvart bæjarfélaginu, heldur líka öllu Norðurlandi. Xýjar bækur. Eislandsbliiten. Ein Saminel- buch neu-islandischer Lyrik von J. C. Poestion. Lz 1905. 44+229 bls. Bók þessi, er höf. kallar íslands- blóm, er mikið safn íslenzkra ljóðmæla eftir skáld vor á 19. öldinni. Framan við bókina er langur og fróðlegur inn- gangur um mentun og menningu ís- lendinga, og þá einkum á seinni öld- um, og sérstaklega um skáldskap þeirra. Er það alt svo rétt og vel sagt og skilið, sem höf. hefði séð það alt og heyrt hér á landi með eigin augum og eyrum. En stutt er þar yfir margt farið, sem von er til, af því að um alt það má lesa í hinni stóru bókmenta- sögu hans, er hann gaf út 1897, og er hið langbezta og yfirgripsmesta rit um ísland á seinni öldum, sem til er, og eina bókin, sem til er um bók- mentir þess eftir 1500. Síðan kemur aðalritið. Er það safn af kvæðum eft- ir 23 íslenzk skáld, og byrjar á Bene- dikt Gröndal hinum eldra, og svo Bj. Thorarensen, og endar á Guðmundi Magnússyni. Svo eru og sýnishorn eftir 4 íslenzk skáld í Vesturheimi. Mest er tekið eftir þá B. Thoraretisen (22 kvæði á 30 bls.), Jónas Hallgrímsson (14 kvæði á 24 bls.), Stgr. Thorsteins- son (19 kvæði á 18 bls.) og Ben. Gröndal (11 kvæði á 17 bls.). Alls eru í bókinni 149 kvæði og vísur og má nærri geta hvílíkt elju- og yfirleguverk þetta hefir verið. Eg hefi borið saman nokkuð af kvæðunum við frumkvæðin, og virðist þýðingin alstaðar vera rétt, eða því sem næst, nákvæm, og undar- lega nærri orðunum, en víða hefir hann vikið frá bragarháttum, einkum lengt vísuorðin, til þess að eiga hægra með að ná efninu. Eg ætla að þýðingin yfirleitt sé svo ágæt, sem framast er hægt að heimta, en einskis manns meðfæri er að þýða svo íslenzk ljóð á önnur mál, að íslendingi finnist þau ekki hafa tapað sér. Nærfelt hvergi reynir hann að halda stuðlum og höfuð- stöfum, og er það kostur; útlendingar finna lítt hvað það prýðir í vorum augum, en það bindur þýðandanum þann klafa, er hann ræður sjaldnast við. Olaf Hansen og frk. Lehmann- Filhés hafa ein gert það með snild. Enginn vafi er á því, að vér mund- um hafa valið talsvert öðruvísi úr ljóð- um skálda þessara, en höf. gerir. En hann hefir þar farið eftir sfnum reglum sem bóksögufræðingur, að velja það, er að hans dómi einkendi þá bczt hvern um sig, og virðist honum hafa tekizt það vel, að svo miklu leyti sem hægt er enn að leggja skáldin undir dóm bók- sögunnar. Frk. Lehmann-Filhés hefir gefið út 21 íslenzk Ijóð á þýzku fyrir 11 árum; eru þau öll þýdd með hinni mestu snild; 9 af kvæðum þessum eru hin sömu, og er gaman að bera saman þýðingarnar. Óvíða get eg gert þeirra mikinn mun; en að jafnaði er frökenin enn þá ná- kvæmari. Einkum skal það tekið fram henni til heiðurs, að af öllum þeim sem eg þekki, er hafa snúið Oddi Hjaltalín á önnur mál (eg þekki 5 þýðingar á því kvæði á dönsku, þýzku og sænsku), er hennar bezt. Eg þakka dr. Poestion fyrir bók hans í nafni íslands og allra íslend- inga, fyrir elju hans, ástundun og ástfóstur það, er hann hefir tekið við fsland og íslenzkár bókmentir. Það væri óskandi og vonandi að hann gæti fengið sem fyrst að sjá þetta land og þessa þjóð, sem hann hefir varið allri æfi sinni til að læra að þekkja út í hörgul, og útbreiða þekk- ingu á. Sem dæmi þess hvað hann hefir unnið í þá átt, skal eg taka fram, að hann hefir auk hinnar stóru bókmentasögu sinnar samið stóra Lýs- i ingu íslands, þá einu sem er enn þá til að gagni, ágæta bók með vönduð- um uppdrætti af íslandi. Það má merkilegt heita, að 3 Þjóð- verjar, er nú eru uppi, Poestion, Kuchler og frk. Lehmann-Filhés hafa öll ritað ágætar bækur og ritgerðir um ísland, auk margra annara, er um það hafa ritað, svo að Þjóðverjar hafa hin beztu heimildarrit um landið á sínu eigin máli, og þekkja það vel. En engin nýtileg bók er til um ísland eða íslenzkar bókmentir á dönsku eftir danskan mann *, og því síður á norsku eða sænsku, þegar fornöldinni sleppir; og þó er ísland »óaðskiljanlegur hluti Dana- veldis«. Germanska ættræknin stendur dýpra hjá Þjóðverjum en Norðurlanda- búum; það þarf ekki annað en minna á þá Maurer, Schweitzer og Baum- gartner, auk þeirra er áður eru nefnd- ir, þótt cnginn af þeim hafi öðru eins stórvirki lokið eins og J. C. Poestion. Die Qeschichte von Hroif Kraki. Aus demlsl. iiberz. v. Dr. Paul Hcrrmann. Tor- gau 1905. 134 bls. Bók þessi er þýzk þýðing á Hrólfs sögu Kraka og kappa hans, og eru teknar upp í athugasemdir neðanmáls allar þær greinir og kaflar, er söguna snerta úr fornritum Dana og Engil- saxa, einkum Böðólfskviðu og Dan- merkursögu Latínu-Saxa, og svo það, sem er að finna í öðrum ísl. fornritum. Ritið cr samið með nákvæmni mikilli, þýðingin vönduð, og margt til saman- burðar. Höf. ferðaðist hér um land í fyrrasumar til þess að kynnast íslandi og nema tungu vora. Aður hefir hann gefið út stóra bók um goðafræði Norð- urlanda, sem mikið er látið af, og m. fl. Lebensliisren. Vier Erzáh- lungen von Jónas Jónas- son; uberz v. C. Kuchler. Reclams Universalbibl. No. 4657- Sögur þessar eru Eiðurinn, Brot úr ævisögu, Gletni lífsins og Hungurvof- an, þær hafa áður komið út í sömu þýðingu nema ein þeirra. Þýðingin virðist vera Iaglega af hendi leyst og óvíða neitt misskilið. Þýð. er einn hinna miklu og mikilvirku íslandsvina á Þýzkalandi, og er að rita bókmenta- sögu 19. aldarinnar á íslandi; eru tvö hefti hennar út komin, en eitt eftir. Hann ætlar að ferðast hér um ísland í sumar, og væri óskandi, að honum yrði vel tekið. Eiðurinn var áður nýprentaður í vandaðri þýzkri þýðingu eftir fröken Letmann Filhés í 79. hefti af »Neue Volksbucher« útg. í Berlín. Fylgir henni þar laglega gerð mynd, en mikið vantar á, að hún sé íslenzk, sem varla er heldur við að búast. * * * Próf. Finnur Jónsson hefir nýlega gefið út langa ritgerð um Njálu í Ann- álum fornfræðafélagsins árið sem leið. * Nema ritgerðir Daniels Bruun’s.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.