Norðurland


Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 4

Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 4
NI. 136 á að norðlenzki bændaskólinn verði reist- ur hér við Eyjafjörð. b. Sala þjóðjarða. Frumvarp milliþinga- nefndarinnar lesið og rætt, þessi ályktun samþykt: Fundurinn er því meðmæltur að frumvarpið verði samþykt af þinginu, með þeim breytingum á 12. gr., að í stað orð- anna >og jarðabótakvöð* komi >að frá- dregnum umboðslaunum«. c. Rœktunarsjóður íslands. Frumvarpi milliþinganefndarinnar er fundurinn sam- þykkur. Jafnhliða þessu máli lýsti fundur- inn yfir því, að hann áliti æskilegt að komist gæti á innlend lífsábyrgðarstofnun. d. Þinglýsing byggingarbréfa. Því fram- varpi var fundurinn hlyntur. e. Tútigirðingalögin. Fundurinn óskar eftir að þau verði feld úr gildi og annað frumvarp samið og samþykt, er fari í sömu átt og frvmvarp landbúnaðarnefndarinnar. f. Verðlaun fyrir útflutt smjör. Fundurinn telur eigi heppilegt að takmarka verðlaun fytir útflutt smjör, eins og Iandbúnaðar- nefndin leggur til, en álítur rétt að ein- ungis samvinnu smjörbú fái verðlaun úr Iandssjóði. 3. Aðflutningsbann. Um það urðu alllang- ar umræður. Að lokum var samþykt með miklum meirihluta atkvæða: Fundurinn lýs- ir yfir því að hann er því mótfallinn að vín- sölubannslög séu Iögleidd, en telur æski- legt að aðflulningsbannslög séu sett svo fljótt sem auðið er. 4. Rilsíminn. Fundurinn telur rétt að þingið gangi að þeim samningi um ritsíma, sem ráðherra íslands hefir gert eða gengið að, nema full vissa sé fyrir því að jafn- áreiðanlegt friðritasamband fáist með miklu minna fjárframlagi af landssjóðs hálfu. * 5. Fœkkun embœtta. Fundurinn skorar á alþingi að leitast við að fækka embættum svo sem unt er og sérstaklega taka til með- ferðar hvort hægt sé að aðskilja umboðs- valdið frá dómsvaldinu á heppilegan hátt og með sem minstum kostnaði. * * * Á Ytri-Tjörnum voru ýms hin sömu mál rædd. Fundurinn skorar á stjórnina að láta verkfræðing mæla á næsta sumri brúar- stæði á Eyjafjarðará, sem næst póstleið- inni og skorar jafnframt á þingið að koma brúargerðinni sem allra fyrst í framkvæmd. — Fundurinn er samþykkur bændaskóla- frumvarpinu og vill fá innlendan brunabóta- sjóð með skylduábyrgð er meðmæltur þjóð- jarðasölu, en telur þó ýmsa galla á frum- varpi landbúnaðarnefndarinnar t. d. ákvæðið í 11. gr. um að jarðeignir gangi til landssjóðs með upphaflegu söluverði, enda þótt bætt- ar hafi verið að miklum mun; Ræktunar- sjóðsfrumvarpinu var hann samþykkur; vill nema túngirðingalögin úr lögum, en getur eigi fallist á frumvarp milliþinganefndar- innar. Ennfremur telur hann óheppilegt að verðlaun á útfluttu smjöri séu takmörkuð að svo stöddu eins og landbúnaðarnefndin leggur til, en telur rétt að einungis samlags- smjörbú fái verðlaun. X Bæjarsfjórnarfundir. Þriðjudaginn 18. apríl. Lögð fram tillaga Eyrarlandsnefndar í 7 greinum um hagagöngu í bæjarlandinu; voru þær ræddar í einstökum atriðum og samþyktar með nokkurum breytingum. Á- kveðið að prenta þessar samkyktir sem reglugerð um hagagöngu í landi bæjarins. Nefndarálit frá nefnd þeirri, er sett hafði verið til þess að koma fram með tillögur um breytingu á lögum um byggingarmál- efni bæjarins, var rætt og sent til stjórn- arráðsins með þerri ósk að það tæki atriði frumvarpsins upp í væntanlegt lagafrum- varp um málið. Aðsetursleyfi var veitt Ingvari Ingvars- syni á Bárðarströnd og Guðbjörgu Björns- dóttir á Nolli. Lagðar fram tillögur vega- nefndar og samþykt að láta þær ganga á milli bæjarfulltrúanna. Ennfremur samþykt að panta húsnúmer og götuspjöld eftir tillögum hennar. Endurskoðendur kirkjureikninganna voru kosnir Friðbjörn Steinsson og OddurBjörns- son. * Þetta var samþykt áður en kunnugt var um að von væri á tilboði til næsta þings um loftskeytasamband og að Iandsíminn yrði miklu ódýrari en nokkuru sinni hafði verið búist við áður, sbr. næstsíðasta Nl. Þriðjudaginn 2. maí. Formaður bæjarstjórnarinnar Iagði fram ýmsa reikninga bæjarins, er voru athugað- ir og samþyktir. Lagt fram erindi frá sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu, þar sem þess er farið á leit að bæjarstjórnin kjósi menn til þess í samráði við kvennaskólanefndina að undir- búa byggingu skólahúss og breytingu á skólanum og gera tillögur um skólahaldið framvegis. Auk þess sækir sýslunefndin um styrk til skólans úr bæjarsjóði fyrir næsta skólaár. Til undirbúnings málsins kaus bæjarstjórnin fyrir sína hönd kaupm. E. Laxdal, en ákvörðun um styrkveitingu til skólans var frestað. Veittar 300 kr. til vegalagningar upp Búðargil upp að Rögnvaldarhól og málið falið veganefnd. Aðalbirni Kristjánssyni á Espihóli veitt aðsetursleyfi. Lögð fram 2 tilboð um mótorbátaferðir um Eyjafjörð á þessu sumri. Málinu frest- að til næsta fundar. X Veðurathusranir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson. 1905. Apríl. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum. Loftvog (þuml.) Hiti (C.) '< 3 *o > Skýmagn 1 oj 6 o a* o Þd. 11. 75.7 2.5 NAU i 10 - 4.o Md.12. 75.9 2.4 0 10 - 1.0 Fd. 13. 75.9 1.0 NAU 1 10 s - 1.5 Fd. 14. 76.o 3.5 0 10 - 0.5 Ld. 15. 76.e 3.5 0 10 0.5 Sd. 16. 76.0 10.o 0 3 O.o Md.17. 77.i 11.0 0 2 - 2.0 Þd. 18. 77.4 8.8 S 1 8 - 1.3 Md.19. 77.3 9.5 S 1 5 O.o Fd. 20. 77.i 6.7 SSV 0 9 - 1.4 Fd.21. 76.7 7.o SV 1 10 - 2.o Ld.22. 76.6 ð.o NV 1 10 O.s Sd.23. 77.o O.o 1 3 - 2.o Md.24. 76.3 4.6 0 3 - 7.o Þd.25. 75.7 4.o 0 10 - 2.5 Md.26. 75.9 4.5 N 0 2 - 2.5 Fd. 27. 76.i 2.5 1 10 - 5.o Fd. 28. 76.2 1.5 0 7 - 3.o Ld.29. 76.2 2.o 0 9 - 3.i Sd. 30. 76.3 1.5 0 10 - 2.7 Tryggið líf yðar í »STAND- ARD«, sem er bezta félagið, bíður mesta tryggingu samfara mestum hagnaði, þá á alt er litið. Aðalumboðsmaður H. Einarsson. Rlargt nýtt! Úr og úrfestar, ferm- ingarkort og ferming- argjafir hefir Einar Jónsson, málari. ifwnni—imiiwiiinwwi i Hluíafélagið YJAFJORÐUR hefir með síðustu skipum fengið pessar vörur Saltað síðuflesk og svínslæri. Niðursoðið saltað nautakjöt. Niðursoðið steikt nautakjöt. Niðursoðið steikt kindakjöt. Niðursoðinn lax. Perur, Ananas. mHmmi. Apricosur, Epli. -------- Jarðarber. Hindber. Stöngulber. Appetitost tvennskonar. Limborgarost. Edammerost. Holsteinskan ost. Sveitzerost. — Lauk. Með „Agli" komu: Sardínur og Ansjósur, margar tegundir. Spegipylsa, Rúllupylsa, Reykt kjöt, Kæfa og fl. pylsur altaf tiL Verð á pessum vörum óvenjulega lágt hér. Til pess að pað geti haldist, parf töluvert að seljast. Vilji menn pví sæta góðu verði, pá ættu peir að verzla við pessa verzlun. Akureyri 8. maí 1905. V. Xnudsen. —11 ii"1 ^BgiMiBgasa^^wHWiW'iingiiiu^JBrortaWi^Mkjffl j —2 ^fvinna! Einhleypur, duglegur og reglusamur maður getur fengið atvinnu sem aðstoðarmaður við Hotel Oddeyri frá 14. p. m. Hátt kaup í boði, sem borgast alt í peningum. Lysthafendur gefi sig fram sem fyrst við Ragnar Ólafsson verzlunarstjóra á Oddeyri eða Porstein Sigurgeirsson á Hótel Oddeyri. Valdemar 9etersens ekta Kína-Lífs-Elixír með mynd þá, sem hér er sýnd á flöskunni, og ínnsighnu p- 1 grænu lakki á tappanum, fæst á eftirfylgjandi stöðum: Á Fáskrúðsfirði hjá Örum & Wulff, á Norðfirði hjá Sigfúsi Sveinssyni, á Seyðisfirði hjá Gránufélaginu, Þórarni Guðmundssyni, St. Th. Jónssyni, Stefáni Steinholt og Framtíðinni, á Vopnafirði hjá Örum & Wulff og Jörgen Hansen, á Akureyri hjá Gránufélaginu, Sigvalda Þorsteinssyni, F. & M. Kristjánssyni, C. Schiöth, St. Sigurðssyni & E. Gunn- arsyni og Páli Þorkelssyni, á Sauðár- krók hjá Gránufélaginu og Kristjáni Gíslasyni, á ísafirði og í Stykkishólmi hjá L. Tang, í Reykjavík hjá H. Th. A. Thomsen, J. P. T. Bryde, C. Zim- sen, Jóni Þórðarsyni, G. Olsen, Bened. Stefánssyni, á Borðeyri hjá R. Riis, á Djúpavog hjá Örum & Wulff, í Vík og Vestmannaeyjum hjá J. P. T. Bryde, á Stokkseyri hjá Ölafi Árnasyni og í Keflavík hjá H. Duus. -=Forfuna=- er bezti og mest reykti vindillinn hér. Fæst allstaðar. Hjá undirrituðum fæst talsvert af Álnavöru, sem verður seld mjög ódýrt — mikið úrval af Ullar- nærfatnaði handa karlmönnum, Galan- teri-varningur, Rammalistar af mörgum tegundum, Oliutryksmyndir, Lithografi- ur Bréfspjöld. Fólk ætti að koma og líta á varn- inginn, til að sannfærast um að það borgi sig. Eins og að undanförnu tek eg á móti ullarsendingum til Volkerts ull- arverksmiðju, sem hefir áunnið sér traust og álit fyrir sína vönduðu vinnu og fljóta afgreiðslu, þeir sem senda ull héðan geta fengið dúkana eftir i ]/2 mánuð, þegar vel stendur á með ferðir, menn geta einnig pant- að fataefni og annað sem búið er til af verksmiðjunni, án þess að senda u 11, og verða þá dúkarnir tiltölulega dýrari. Munið eftir að skoða sýnishorn hjá undirrituðum, áður þér sendið ullina. Akureyri 6. maí 1905. Jí. £inarsson. „Norðurland14 kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á Islandi, 4 kr. i öðrum Norðurálfulöndum, H/2 dollar í Vesturheimi. Gjalddagi fyrir miðjan julí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. julí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afslattur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.