Norðurland


Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 3
menn *ér fyrir ljósmyndavél og var sá fremstur fyrir miðjum hóp, er ref- inn skaut og hélt á honum á lofti. Því næst voru brauðkörfur látnar ganga millum manna og komu upp úr þeim brauðskálar með fleski í og ýms- ar kryddbrauðstegundir. Þá var og ó- spart veitt whisky öllum, er hafa vildu. Nærri þessum stað gat að líta troðn- inga mikla gamla og gróna; gátu þeir naumast hugsast stórfengilegri þótt þeir hefðu myndast af völdum Oku- Þórs, því víða höfðu fjöllin látið und- an síga og markaði fyrir þeim langar leiðir. Gamlir menn í förinni gátu frá þeim skýrt; kváðu þeir þá vera gamla rekstrarleið nautgripa úr Norður-Skot- landi til Lundúnaborgar; hafði nautfé verið rekið veg þennan oftlega árlega svo öldum skifti. Höfðu hinir gömlu menn frá ýmsu að segja í sambandi við þetta, svo sem því, að járnhespur hefðu verið settar á klaufir nautgrip- anna til þess, að halda þeim saman og varna því að steinar og moldarkögl- ar komist í millum þeirra og verja þær fyrir miklu sliti. Þeir kváðu og að rekstrarmenn hefðu tíðum verið um 30 daga í förinni leið þessa og oft lítið haft annað til fæðu en mjólk, því tíðum lá vegurinn fjarri bygðum. Þessi vegur hefir verið ónotaður síðastliðin 30—40 ár, enda komast nú menn og naut í járnbrautarvögnum á einu dægri jafnlanga leið sem áður fyrri á 30 dögum. Það gerðist brátt kunnugt öllum, er þarna voru, að íslendingur einn var í förinni. Það var auðséð, að öllum var kunnugt um það, að ísland var til með allan sinn ís og kulda og kváðu þcir það ólíklegt, að mér mundi finnast kalt á Skotlandi, sem vanur væri við svo mikla hörku. Eg svaraði því m. fl. að ekki væri eilífur kuldi á íslandi, og satt að segja, bar eg mig ekki bet- ur þarna, kuldans vegna, en hinir land- vönu, því veður var hrákalt, þótt ekki væri frost. Hitt kom þeim á óvart, að ekki væri töluð enska á íslandi og lftt voru þeir vitrir um hina íslenzku þjóð og ástæður hennar. Mér flaug þarna í hug: Nú er úti skálmöld og víkingavegur; nú eru Skotar hættir að biðja Guð að varð- veita sig fyrir norrænum víkingum, og nú eru íslendingar hættir að afla sér fjár og frama á Skotlandi. Það var áður fyrr að þeir, sem á það leit- uðu, unnu sjaldan fyrir gíg, er þeir fóru frá norskri grund vestur um haf og síðan til íslands; þeir gerðu sig ekki ánægða með strandhögg hjá Skot- unum þegar um það var að gera að efla sér fjár og frama, heldur létu vopnin ryðja sér veg inn að hjarta landsins og settu stundum ríki á stofn. Tíðin er að vísu breytt. En eg varð angistarfullur út af samanburðinum. og mér rann í skap við skamfeður mína. Þeir sendu mig af stað vopnalítinn og verjulausan, og eg átti víst að skjóta af fingrum mínum. Eg sný aftur málinu að whisky- flöskunum. Þær voru tæmdar þarna smátt og smátt ein eftir aðra og var vínið drukkið af silfurkollum og þær drukknar yfrið margar til heilla og skilnaðar og var þar töluvert af skála- ræðum. Eg gaf öllu auga er fram fór og því að ungfrúrnar héldu heimleið- is, þá er glasaglaumurinn tók að fær- ast í aukana; auðsjáanlega af vana- legri siðprýði kvenna og vildu ekki 139 taka þátt í samsvallinu hjá Bakkusi. Tveir bændur buðu mér að heim- sækja sig við hentugleika og allir voru hinir kurteisustu í minn garð. Þá er degi hallaði mjög, var farið að hugsa til heimferðar og þá voru margir farnir að gerast ærið ölvaðir. Þá var og farið að skjóta á tómar whisky flöskur og glös. En að vínið hafi verið farið að stfga í kollinn, má bezt sjá á því, að stundum skutu 15 menn í senn á sömu flöskuna, án þess að hitta hana; fóru menn fremur ó- varlega með vopnin og datt mér naum- ast þá í hug, að allir kæmust óskotnir heim, en þó veit eg ekki betur nú, en það hafi orðið. Engir ofstopamenn eru Skotar að jafnaði, að því er eg bezt veit og ekki við vín heldur, en þó verður það að teljast stór galli á þeim, hvað þeir drekka alment mikið whisky. Menn skiftust þarna og héldu heim- leiðis í smá hópum, sumir hljóðir og hinir stiltustu, nokkurir syngjandi og hinir kátustu, aðrir skjögrandi og hinir ómannlegustu. Þessar veiðifarir eru mikið gleði- efni og hlakka margir til þeirra bæði ungir og gamlir og eru fúsir á að eyða tímanum, sem gengur til þeirra o. fl. án endurgjalds. Önnur refaveiðaaðferð tíðkast hjá aðalsmönnum og hinum vinnulausa lýð, á þann hátt, að refum, sem ald- ir hafa verið innan girðinga, er slept lausum og þeir eltir með veiðihund- um af ríðandi körlum og konum. Þá cr hundunum ætlað að drepa refina. Þá er riðið yfir akra og engi, fjöll og firnindi, hestar látnir stökkva yfir garða og skurði og alt, sem fyrir verður; þá er aldrei af baki farið og ekki um annað hugsað en elta hundana og refina; verður hver að stranda þar, sem verkast vill þá eru og tíðum limir brotnir og lífi fargað og allur leikurinn stórfeng- legur. 24—3—'05. Hallgr. Þorbcrgsson. % Kosningin er leynileg. Ekki er vanþörf á því að brýna það fyrir kjósendum og enginn þarf að vera hræddur um að mögulegt sé að það komist upp hvern hann hafði kosið. Enginn þarf þvf að óttast að greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni, kjósa þann manninn, er hann er sannfærður um að fremur eigi að ná kosningu, þann sem hann telur vitrari, fróðari, eða á annan hátt líklegri til þess að gera bænum gagn og sóma. Enginn þarf að óttast hið allra minsta drýgindalæti atkvæðasmala eða stuðn- ingsmanna frambjóðenda um að »þeir skuli samt komast að því« hvern hver og einn hafi kosið. Allar slíkar fortöl- ur og kosningabrellur eru einber hé- gómi. Við kosninguna nú þarf enginn að selja sannfæringu sína og enginn ætti að g:eta keypt hana í neinni búð. Kjósendur! Notið því kosn- ingarrétt yðar eftir beztu sannfæringu. Nauöugur á þing? Flogið hefir það fyrir hér í bænum að G. H. væri nauðugt að fara á þing. Að sjálfsögðu byði hann sig ekki fram, ef svo væri, eins og hann lýsti yfir á fundi í næstliðinni viku. Búfjársýning var haldin í Viðvík 25. f. m. Sýn- ingin var fyrir 3 hreppa, Hóla-, Við- víkur- og Rípurhreppa. Búnaðarfélag íslands hafði veitt 150 kr. til verð- launa við hana en hlutaðeigandi hreppar lögðu fram að sínu leyti 50 kr. hver, svo að alls voru 300 kr. til verðlauna og kostnaðar. í sýningarnefninni voru Zophonfas prófastur Halldórsson í Viðvík (for- maður), Flóvent Jóhannsson á Hólum, Guðmundur Ólafsson í Asi, Jósef J. Björnsson, kennari, á Vatnslcysu og Sigurður Sigurðsson, skólastjóri. Veður var hið ákjósanlegasta, enda var sýningin fjölsótt. AIls var aðkom- andi fólk nokkuð yfir 200 manna. Búpeningnum var skift í 3 flokka og 5 manna nefnd jskipuð til að dæma verðlaun í hverjum flokki. 1. flokkur var hross, 2. nautgripir, 3. sauðfé. A sýninguna var komið með 100 hross, 22 nautgripi og nokkuð yfir 400 sauðfjár. í dómnefndinni voru þessir: Fyrir 1. fl. Flóv. Jóhannsson á Hól- um, Kristinn Sigurðsson á Skriðulandi, Guðm. Guðmundsson í Viðvík, Björn Illugason í Enni og Sigurjón Markús- son í Egilsholti. Fyrir 2. fl. Sigurður Sigurðsson á Hólum, Árni Árnason á Kálfsstöðum, Björn Pétursson á Hofsstöðum, Einar Jónsson á Brimnesi og Gunnar Ólafs- son í Keflavík. Fyrir 3. fl. Guðmundur Ólafsson í Ási, Ástv. Jóhannesson á Reykjum, Páll Pétursson á Kjarvalsstöðum, Halld. Halldórsson í Viðvík ogjósef J. Björns- son á Vatnsleysu. Fyrir hross voru ekki veitt I. verð- laun, því ekkert af hrossunum, er voru á góðum aldri, skaraði verulega fram úr sem kynbótahross. Verðlaun voru gefin fyrir 6 fola og 24 hryssur. Þessir fengu 2. verðlaun Ástvaldur Jóhannesson á Reykjum, Flóvent Jó- hannsson á Hólu^n, Gunnlaugur Jóns- son í Vfðirnesi, Haraldur Sigurðsson á Hólum, Páll Pétursson á Kjarvals- stöðum, Magnús Ásgrímsson á Sléttu- bjarnarstöðum, Páll Árnason í Neðra- Ási, Björn Pétursson á Hofsstöðum, Ásgrímur Gunnlaugsson á Kolkuós, Þorgrímur Helgason á Miklahóli, Sig- urjón Markússon í Holti og Guðný Jónsdóttir í Ási. Hæsta hrossið á sýningunni var 53 V2 þuml., það hross hafði og meira brjóstummál, en hin hrossin, var 67 þuml. Var það grá hryssa 12 vetra, eign Páls Péturssonar á Kjar- valsstöðum. Fyrir nautgripi fengu þessir 1. verð- laun : Sigurður Pétursson á Hofsstöðum, og Magnús Ásgrímsson á Sléttubjarnar- stöðum, 8 fengu 2. verðlaun, en 4 3. verðlaun. Fyrir sauðfé fengu 34 verðlaun. Fyrstu verðlaun fekk Páll Pétursson á Kjarvalsstöðum fyrir 15 ær í hóp. Hver kemur í sfaðinn? Eins og eðlilegt er þykir bæjarbú- um miklu skifta, hver kæmi í stað Guðm. Hannessonar, ef hann færi á þing. Óráðið er það að vísu enn, enda hlýtur svo að vera meðan kosning er ekki gengin um garð. Komið hefir það til tals, að annaðhvort verði það Steingr. Matthíasson eða Halldór Gunn- laugsson, ef hann þarf ekki að taka við embætti f sumar. Báðir þessir lækn- ar eru kunnir starfinu hér og vel vaxn- ir því. Nl. Nú þegar vil eg ráða mann á skip, annaðhvort til fiski- eða hákarla- veiða. Jarðbrú í Svarfaðardal 5. maí 1905. Jón Hallgrímsson. Kosningarathöfnin er mjög einföld. Á kjörseðlinum jstanda nöfn frambjóðenda og framan við nöfn þeirra eru prentaðir hringir, einn hring- ur við hvort nafn. Kjörstjórnin afhend- ir kjósendum 1 kjörseðil hverjum og fer kjósandinn með hann inn í afher- bergi, að borði því er þar stendur og gerir kross innan í þann hringinn, sem er framan við nafn þess þing- mannsefnis, er hann vill velja, með blý- anti, er kjörstjórnin leggur til. Kross- inn á að ná út að hringnum á alla (4) vegu og vera skásettur líkt og þetta X Síðan brýtur kjósandinn seð- ilinn einu sinni saman, svo að letrið snúi inn, gengur inn að kjörborðinu og stingur sjálfur seðlinum í atkvæða- kassann gegnum rifu á lokinu og gæt- ir þess að enginn sjái, hvað á seðlin- um er. Verzlunárhorfur. Síðast þegar fréttist frá útlöndum var þetta helzt að segja um verðlag á íslenzkum vörum erlendis : Fiskiveiðar Norðmanna gengu til muna betur, en síðastliðið ár, voru talin um 17 °/o meiri en þær voru á sama tíma árið áður. Af því mætti draga þá ályktun, að Iíkur væru fyrir því, að fiskur mundi heldur falla f verði, þegar liði fram á sumar. Aftur er þess að gæta, að allur fiskur frá fyrra ári var útseldur og því sterkar líkur fyrir því, að fiskverðið frá því í fyrra muni haldast, að minsta kosti fyrst um sinn. í Kaupmannahöfn voru boðnar fyr- ir málsfisk kr. 70,71 fyrir skippundið, 65,67 fyrir undirmál og kr. 56,59 fyrir ýsu. í Leith og Liverpool var fiskverðið líkt því, sem það var í Kaupmannahöfn. Fremur var útlitið gott með ullar- verðið, en þó örðugt um það að segj*. Ullarkaupmenn í Vesturheimi hækkuðu til muna verð á ull f fyrra sumar, en að þessu hafa þeir ekkert verð viljað gefa upp. Komist friður á milli Rússa og Japana má búast við því að verð á ull muni fremur falla fyrir það. Haustull hafði verið seld fyrir 65 aura pundið. Æðardúnn er enn í lágu verði. Þó er útlit fyrir að hægt verði að fá 10 til 11 krónur fyrir pundið af bezta dún. Saltkjöt íslenzkt var boðið út fyrir 45 kr. tunnan, en mjög lítið um að það væri keypt. Nokkurar líkur eru fyrir því, að ís- lenzkt fé á fæti muni í haust ekki seljast lakar en síðastliðið haust. 3á „Gamli.“ • Gamall Saurbæingur« skýrir frá því í síðasta blaði »Gjh.«, að bréf nokkurt, er Guðmundur læknir Hann- esson sendi st. »Júníblóm« í Saur- bæjarhreppi, fyrir hönd bindindisfé- lagsins »ísland«, hafi fengið þann dóm f stúku þessari, »að það væri ekki frambærilegt á GoodtempIarafundi.« Mikil ástæða er fyrir því, að sá »gamli« skýri hér ekki rétt frá »ísland« hefir með höndum bréf frá stúku þessari, þar sem hún lætur í ljós, að hún sé í aða/aíriðum sömu skoðunar og félagið »ísland« um mál það, sem þar er um að ræða og kveður sig fúsa til samvinnu við félagið »ís- land« í því máli. Ummæli hins »gamla» mun þvf eingöngu mega skoða, sem

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.