Norðurland


Norðurland - 20.05.1905, Qupperneq 1

Norðurland - 20.05.1905, Qupperneq 1
 Xosningarúrs/itin. Ábyrgðarmaður Qjallarhorns kosinn á þing. Þingkosningin þ. 15. þ. m. hér í bænum endaði svo að Magnús Krist- jánsson var kosinn með 120 atkvæð- um. Guðmundur Hannesson fekk 77 atkvæði. Hvervetna unr land munu þessi málalok mælast illa fyrir og Akur- eyrarbæ eru þau og munu verða til lítils sóma. f>að er þýðingarlaust þó Gjallarhorn, þessi hljóðpípa stjórnar- sleikjanna hér, reyni til að telja trú um hið mótsetta. Kosningin er blátt áfram stundarsigur iils máls yfir góðu, sigur fáfræðinnar og skilningsleys- isins yfir greind og þekkingu, sigur fyrirfram bundinna kosningaloforða og persónulegra áhrifa yfir drengi- legri aðferð, sem styðst að eins við fúsan og frjálsan vilja kjósenda, sig- ur ákveðna flokksmannsins •— þó einurðina bresti til þess að kannast við það — yfir þeim rnanni, sem flestum var líkiegri til þess að bæia niður heimskuiegan flokkaríg. En að sigurinn sé að eins stundar- sigur, því verða allir þeir að treysta, sem trúa yfirleitt á sigur góðra mála yfir illum og bera þá von og það traust til fóiksins, að skilningur þess og þekking á Iandsmálum fari vax- andi. En í raun og veru er þó sigur stjórnarliðsins blátt áfram ósigur, sem ekki spáir góðu um framtíð þess í bænum. Fyrir ekki alllöngu fylgdu nærfelt allir kjósendur hér stjórninni að málum. Nú hafa 77 gengið úr hennar flokki, eða að minsta kosti kosið heldur að fylgja þeim manni, sem er óháður henni að öllu leyti, heldur en beinum fylg- ismanni hennar. En nú er ekki einu sinni svo mikið að láta að stjórnarflokkurinn geti talið sér öll atkvæðin sem M. Kr. fekk. Hann var kosinn, ekki vegna fylgis síns við stjórnina, held- ur þrátt fyrir fylgi hans við stjórn- ina, af því að margir urðu til þess að írúa þeirri yfirlýsingu, að hann Jttingjum og vin- j/i _ um tilkynnist að móðir okkar og £ tengamóðir elsku- ieg, Þórný Jóns- dóttir, andaðist þriðjudaginn þ. 16. maí sl. Banamein hennar var lungna- bólga. Jarðarförín fer fram frá heim- ili hinnar látnu, föstudaginn 26. maí n. k. að forfallalausu, og hefst kl. 12 á hádegi. Guðrún Guðmundsdóttir. Kr. Guðmundsson. Guðm. Vigfússon. væri henni óháður, eða mundi verða það. Kosning hans var að minstu leyti að þakka fylgi við stjórnina, því hin fjölmenna kaupmannastétt bæjarins lagði kapp á að fá kaup- mann á þing og fylgdi, að fáum undantekningum fráskiidum, M. Kr. fyrir þá sök, að hann var kaupmaður. Við þetta bættist að formælendur Magnúsar söfnuðu kappsamlega skrif- legum kosningaloforðum meðan tal- ið var víst að hann yrði éinn í kjöri. Loforð þessi áttu mikinn þátt í kosn- inga úrslitunum. Svo gæti farið að þetta verði síð- asti sigur stjórnarliðsins hér og svo rnun það líka verða, nema stjórnin beri gæfu til þess að afla sér frekar trausts góðra manna en verið hefir að þessu. \ Konungkjörnir alþingismenn. Loksins er það þá afgert hverjir þeir eru þessir 6 þingmenn, sem stjórn- in sjálf hefir ráðið sér og má af því nokkuð marka hvernig hún vill helzt að þingið sé skipað, enda hefir oft verið sagt og þá einkum af fylgismönn- um stjórnarinnar, að ekki væri fullséð um stefnu hennar, fyr en hún hefði nefnt þá til. Þessir 6 heita: August Flygenring í Hafnarfirði. Björn M. Oisen fyrv. rektor. Eiríkur Briem prestaskólakennari. Júlíus Havsteen fyrv. amtm. Jón Ólaisson ritstjóri og Þórarinn Jónsson bóndi á Hjaltabakka. Tveir af þessum mönnum voru áð- ur konungkjörnir, þeir síra Eiríkur og Júlíus Havsteen. Þeir Jón Ólafsson og Björn M. Olsen eru og báðir kunnir þjóðinni. Jón Ólafsson hefir oft verið við landsmál riðinn, en ekki hafa þau afskifti aflað honum mikils trausts hjá þjóðinni. Hún hefir litið svo á að í honum væri bæði >gull og grjót* *, en gullið þó aldrei í »hnullungum« og tæpast tilvinnandi að vinna það. Síðast þegar hann bauð sig fram til þingmensku, í því kjördæminu, sem hann var kunnugastur í, fekk hann ekki nema 5 atkvæði. Björn Olsen er merkur vísindamaður og var leyst- ur frá embætti með eftirlaunum vegna heilsulasleika, eða fyrir ólag það er þótti vera á skólastjórninni. Við stjórn- mál hefir hann lítið fengist að þessu og er þó maður hálfsextugur. Þess væri óskandi og jafnframt vonandi að stjórnmálastörfin verði honum til meiri ánægju og landinu til rneiri hamingju en skólastjórnin. — Þeir Aug. Flygen- ring og Þórarinn á Hjaltabakka eru aftur minna kunnir f landinu. Flygen- ring féll fyrir Dr. Valtýr við síðustu kosningar og hefir að þessu ekki unnið sér annað til ágætis sem stjórnmála- garpur. Um Þórarinn verður mörgum nokkuð tíðrætt um þessar mundir. >Hvaða maður er hann þessi Þórar- inn«, segja menn. Hann hefir verið ótrauður fylgismaður Hermanns á Þing- eyrum og stuðlaði að því að Páll Briem náði ekki kosningu í Húnavatnssýslu. Sjálfsagt eru þetta miklir verðleikar í augum stjórnar vorrar, enda kunnum vér ekki frá öðrum að segja. Hver er þá stefna stjórnarinnar? Hvað er það sem álykta má af þessu vali hennar? Eðlilegt er að menn spyrji svo. Þrír af mönnunum eru eindregnir fhaldsmenn. Á því getur varla leikið nokkur vafi og sjálfir munu þeir við- urkenna það, einn hefir jafnan við þann eldinn setið, sem bezt hefir brunnið, en hvað eru þá hinir tveir? I Cveir jyrirlestrar um íslenzk stjórnmá/ eftir Quðmund Hannesson. Frh. 11 • Landbún- Um landbúnaðinn skal eg aður. s* vera fáorður. Bæði á hann marga talsmenn á þingi, er kominn á góðan rekspöl, þó alt sé enn f byrjun, og svo varðar hann kjósendur hér minna en margt annað. Hann hefir verið rekinn hér á landi að mestu leyti »extensivt« frá landnámstíð, rækt- unin verið aukaatriðið, en nýting sum- arhaga og óræktaðs lands meginið málsins. Rœktunar- Síðustu árin hefir orðið ær- stefnan.s* jn breyting f hugum flestra, sem framarlega standa í landbúnaðar- málum. Það hefir komið upp rík sann- færing fyrir því, að »intensiv« land- búnaður geti borið sig hér líkt og á sér stað í útlöndum. Ræktað land er þá aðalatriðið, vinnuvélum má koma við og jarðirnar geta orðið margíalt smærri. Þéttbýlið vex þá að því skapi, samgöngur léttast og sama landspild- an getur framfleytt miklu fleira fólki en fyr. Engin full sönnun er fengin fyrir því, að þessi trú á landið sé á traust- um grundvelli bygð, en til þess eru þó nokkurar líkur og víst er um það, að allar bollaleggingar manna miða eindregið í þessa áttina. Framtíð Hvern dóm sem reynslan og landsins! framtíðin leggur á þetta, þá er það víst að hér er snert við ein- hverju því stórfenglegasta máli, sem upp hefir komið á teningnum síðan landið bygðist. Þetta er spurningin um það, hvort allar eða flestar sveit- ir vorar eigi að verða að skrúðgræn- um þéttbýlum, alræktuðum héruðum með þéttu veganeti, með járnbrautum og talsímum, og öllum þeim stór- vöxnu byltingum sem nútíðarmenningin hefir fært flestum siðuðum löndum, eða vér eigum að lifa meðan landið byggist á strjálum kotum, innan um óræktarmýrar og uppblásin holt. Hér er að ræða um framtíð lands- ins, ef það er nokkurstaðar, og mál sem snertir sjávarsveitirnai með þeirra mikla mannafla og áburðaruppsprettum engu síður en algerð landbúnaðarhéruð. En menn þurfa ekki einu sinni að hugsa sér svo hátt. Vel má vera að gamlir hættir haldist að mestu leyti fyrst um sinn, en eigi að síður er það vfst að ræktunin eykst og vinnu- vélum fjölgar. Enginn mun vera svo trúardaufur, að hann efi að ræktaða Iandið að minsta kosti tvöfaldist áður en langir tímar lfða. En til þessa mikla verks þarf helzt margar hendur, dugnað og lifandi á- huga. Og það er ekki nóg þó fólkinu fjölgi. Með einhverjum ráðum verður að afstýra burtflutningi þess úr land- inu. Helzta Til alls þessa hygg eg að eitt rdðið. r£g ^ygj ag mjnsta kosti flestu framar. Til þess að efla dugnað og áhuga hefir reynslan sýnt að ekkert vegur á móti þvf að vinna fyrir sjálfan sig, eftir eigin höfði, á sjálfs síns eign. Bezti leigumáti gefur ekki jafnsterka hvöt til dugnaðar og framkvæmda. Bændurnir þurfa að eignast jarðirn- ar sem þeir búa á. Til þessa þarf að gefa þeim kost á að kaupa þjóðjarðir og kirkjujarðir og jafnframt hindra það, að einstakir menn geti safnað jarða- góssi, hvort heldur sem það væri gert með auknum tekjuskatti af jarðeign, sem ekki er ábýlisjörð eða á annan hátt. Stórjarðir og En meðan jarðirnar eru smdbýh. s* stórar og leyfa mikil af- not af óræktuðu landi, verður minni áherzla lögð á ræktunina. Á stórjörð- um annara þjóða, t. d. Dana, er rækt- unin lítil og afurðir eftir stærð litlar. Eftir því sem jörðin verður smærri, vex ræktunin að vissu takmarki. Jarðir í Danmörku eru langbezt ræktaðar, ef stærð þeirra fer ekki fram úr 4—8 engjadagsláttum að stærð; hvort sem þaer eru minni eða stærri hrakar rækt- un þeirra og framleiðslu. * Hjá oss verður að líkindum önnur stærð hentust. En víst er um það að hjá öllum þjóðum, sem byggja land- búnað á ræktun, hafa smábýlin gefist bezt. Einn merkasti þjóðmegunarfræð- ingur Englendinga segir að framtíð ensks landbúnaðar hljóti að byggjast á þeim. ** Og smábýlin gera mörgu smámenn- unum mögulegt að eignast heimili fyr- ir sig og sína, þau fjölga hjónabönd- unum og með þeim börnunum. Eigi síðan smábóndinn blettinn sinn, festir hann trygð við hann og flytur síður úr landinu. Litlar sjálfseignarjarðir með góðri jarðrækt hygg eg að verði framtíðar- úrræðin fyrir ræktun landsins, fólks- fjölgun og velmegun og auk þess bezta ráðið við burtflutningi. Síðan þarf að komast á öflug samvinna (cooperation) milli bændanna, hvar sem hún getur * Danm. Kultur 663. Tala Húsmannabýla í Danm. 1895 var 159.000. Staerri býli að cins 72.000. ** Marshall: Principles 740. 1875 voru 1—5 ekrujarðir 25 % af enskum jörðum, en hafa stórum fjölgað síðan.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.