Norðurland


Norðurland - 20.05.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 20.05.1905, Blaðsíða 2
Nl. 142 átt við og gert eitt stórt úr mörgu smáu, hvort heldur sem er í rjóma- búum eða verzlun. Eitthvað þessu líkt hefir og vakað fyrir landbúnaðarnefnd- inni, þó að eins hafi hún tæpt á þvf. Þýðingarmesta landbúnaðarmálið á þingi er alt sem lýtur að þvf að hrinda þessu í framkvæmd. En eigi þetta að takast, þarf fá- tæklingurinn að hafa greiðan aðgang að landi fyrir sanngjarnt verð. Eig- andi stórrar jarðar, sem notar hana eftir gömlum landssið, ræktunarlítið, má ekki geta sett fátæklingnum, sem vill rækta, stólinn fyrir dyrnar. Ó/riðun órœkt- Það þarf að ófriða ó- ræktað land. Hver sem aðs lands. vill rækta óræktað land, á að eiga heimting á því fyrir sanngjarnt verð, þannig að bletturinn, sem látinn er af hendi til ræktunar, sé ekki seldur fyrir miklu meira, en tiltölulegan hluta jarðarverðsins. En í jörðum vorum, er talið að dag- slátta af landi sé 1—2 kr. virði nú sem stendur, að meðaltali, þó auðvitað megi meta beztu blettina miklu hærra. Að landssjóður eða kirkjan eigi jarðir vorar, hygg eg að öllu samtöldu óráð. Aftur gæti miklu fremur komið til tals, að gera jarðirnar að hreppseignum og gætu því fylgt margir og miklir kostir. Þó mun sannleikurinn vera sá, að vér erum ekki nægilega þroskaðir til þess, að taka upp slíkt fyrirkomuiag og ör- væntum að koma því á sem stendur. % ?rá útlöndum. Khöfn 1. maí ’05. England. — Menn muna víst, að mesti núlifandi stjórnmálamaður Breta, Chamberlain, hóf leiðangur gegn frí- verzlun Englands f fyrra, og sagði af sér ráðherraembættinu til þess að geta neytt krafta sinna óskertra í þarfir þessa máls og unnið skoðunum sfnum fylgi með kjósendum. Fjöldi flokksmanna hans snerist í gegn honum og sjálfur forsætisráðherrann, Balfour, fylgdi hon- um ekki nema að nokkuru leyti. Þá er Chamberlain hafði fengið lausn frá embætti sínu, tók hann til óspiltra málanna, Ut um alt England stefndi hann kjósendum til funda og fiutti mál sitt með miklum skörungskap og mælsku, enda er hann talinn mesti nú- lifandi mælskumaður Engla, enda þurfti nú mikils við. Fríverzlun Breta þykir hafa reynst vel og frjálslyndi þeirra stendur á gömlum merg. Öll snild og mælska Chamberlains virðist og hafa komið fyrir lítið, því að nýlega var það samþykt, að flokkur hans skyldi leita sætta við Balfour og flokk hans, og verður að líkindum ekki hreyft við pólitík Chamberlains fyrst um sinn. Hefir hún og unnið Toryum mikið mein, og þykir líkiegt að ráða- neyti Balfours steypist úr völdum við næstu kosningar, enda hafa Toryar nú óvenjulega lengi setið að stjórn á Eng- landi. * * * Frakkland. í Límoges á Frakklandi hættu verkamenn vinnu, af því að þeir voru ósáttir við vinnuveitendur. Höfðu þeir ýmisskonar óspektir í frammi, enda hafði ýmsum þeirra verið varpað í varðhald, þegar verkfall hófst. Hugð- ust þeir að Ieysa félaga sína úr fang- elsinu, héldu þangað fylktu liði og með merki í fararbroddi. Þá skarst herinn í ieikinn, en verkamenn brugð- ust reiðir við og hentu flöskubrotum og steinflísum á hermennina. En þeir þrifu óðara til vopna og skutu svo á þá. Særðust margir og 4 biðu bana. Fekk stjórnin þungar ákúrur fyrir þetta á þinginu, enda minnir þetta á blóðbaðið í St. Pétursborg 22. “jan., þótt ekki sé hér um svo stórkostleg grimdarverk að ræða. Eru ennþá róst- ur miklar í Límoges og veldur það stjórninni mikilla erfiðleika og lítils sóma í útlöndum. * * * Morokkómálið er altaf á döfinni. Hefir verið rætt um það á þingi Frakka og andstæðingar stjórnarinnar ámælt henni mjög fyrir framkomu hennar. Einkum hefir utanríkisráðherrann, Del- cassé, átt mjög í vök að verjast, Ann- ars hafa mörg skeyti farið milli stjórn- anna í París og Berlín, en lítt vita menn efni þeirra. Fylgja Bretar Frökk- um að málum og halda menn að þeir hafi nú náð meiri tökum á Morokkó en Þjóðverjar, og að keisarinn hafi því beðið ósigur í þessari viðureign, enda þykir Delcassé einhver mesti stjórnkænskurefur, sem nú er uppi. * * * Annars er allra veðra von í heims- pólitikinni um þessar mundir. Er all- mikill kurr í Þjóðverjum og Bretum. Heflr Vilhjálmur keisari ferðast víða um lönd, en Játvarður Bretakongur hefir farið í kjölfar hans og vitjað sömu staða og reynt að sjá svo um að það yrði ekki mikill árangur af för keisara, sem hann hefir hafið í stjórnarfarslegum erindum. En alt fer ennþá með mestu leynd um flest af því, sem þjóðhöfðingjarnir þinga um. Held- ur er og grunt á því góða með Eng- lendingum og Rússum. Bretar eru banda- menn Japana sem kunnugt er. Gruna Rússar þá um, að þeir styðji banda- menn sína á ýmsan hátt, svo sem að þeir njósni fyrir þá o. s. frv. Vináttu Frakka og Breta hefir og verið háski búinn, því að hinir fyrnefndu eru banda- menn Rússa, og hafa Japanar sakað þá um, að þeir leyfðu flota Rússa að hafast lengur við á skipaleiðum sfnum og höfnum þar eystra, en samkvæmt er alþjóðareglum um það efni, og hafa vitnað í það að Bretar leyfi skipum stríðsþjóða ekki að hafa lengri við- dvöl á höfnum sínum en 24 klukku- tíma, og hafa Japanar krafist þess, að Frakkar beittu sömu ákvæðum gegn Rússum. En floti Roshdestvenskis hafði haldið miklu lengur kyrru fyrir í Kam- ranflóanum svo nefndum, sem er innan landhelgi Frakka. Urðu Japanar óðir og æfir og mótmæltu þessu harðlega, enda varð Roshdestvenski að hverfa þaðan. * * * Rússneska stórskáldið Maxin Gorki er sjúkur. Rússneska stjórnin iét höíða mál gegn honum í vetur fyrir það, að hann var einn af foringjum uppreistar- manna í vetur. Nú er sagt, að hún hafi hætt við málssóknina. * * * Ný hryðjuverk í Rússaveldi. 1. maí er merkisdagur úti í heimi. Þann dag halda verkamenn helgan í næstum öll- um löndum álfu vorrar — og er þá mikið um dýrðir. Kvað óvenjumikið að honum í ár, þv/ að verkamenn kröfðust iaga um 8 tíma vinnu. Er og fjöldi frjáls- lyndra manna víðsvegar um heim á máli þeirra. Læknarnir segja, að lengri vinna sé óholl, einkum í verksmiðjum. Og hagfræðingarnir segja, að það verði unnið meira, ef vinnutíminn verði stytt- ur. Hvaðanæfa úr Rússlandi berast nú fréttir af nýjum hryðjuverkum og mann- drápum. Mest kvað að þeim í höfuð- stað Póllands, Varshov. Voru þar drepn- ir um 150 manns og fjöldi fólks særð- ist. Beitti herinn hinni mestu grimd, sem vanalegt er í Rússlandi. Hafa verkamenn hætt vinnu, sakir þessara svívirðuverka. Menn voru hræddir um upphlaup og óspektir í St. Pétursborg um pásk- ana —• rússneskir páskar eru seinna en hjá oss, þeir voru 30. apr. —, en úr því varð ekki. Austræna stríðið. Inni í Mansjúríinu hefir verið graf- kyrð og dauðaþögn, síðan orustunni miklu við Múkden lauk. Og á hafinu gerist ekkert sögulegt. Menn hafa vænst sjóorustu á hverri stundu langa hríð, en það virðist ætla að verða bið á því. Floti Roshdest- venskis er sagður laskaður. Það er merkilegt, að enginn hefir hugmynd um, hvar Togó aðmíráll er með skipastóli sínum og flytja blöðin langar greinar um það. Hafa flestir gizkað á — en það er að eins ágizkun, — að hann hefðist við í Koreasundinu við ey þá er Tsushima heitir, og er þar að sögn gott skipalægi. Þykir það sýna her- kænsku hans, að svo stór floti fær leynst svo lengi. * * * Bólan hefir stungið sér niður á nokkurum stöðum hér í Höfn, og eru menn hræddir um, að margir veikist eftir nokkura daga, því að sjúkling- arnir höfðu farið víða um bæinn og hitt marga menn — verið í fjölmennu samkvæmi —, rétt áður en farið var með þá á spítala. Hafa Hatnarbúar þotið upp til handa og fóta og látið bólusetja sig. * * * Landar í K-höfn. Sfra Matthfas kom á stúdentafund fyrir skömmu og var þar vel fagnað. Var setið að sumbli við glaum og gleði fram á miðja nótt. Mælti síra Hafsteinn Pétursson fyrir minni skáldsins og margir aðrir töl- uðu, en hann ias upp kvæði eftir sig, en menn klöppuðu lof í lófa. % Kosningardagurinn. Eins og vant er, var kosningin hér í bænum sótt af miklu kappi. Að eins þrír kjósendur, þeirra er í bænum voru, greiddu ekki atkvæði og var einn þeirra sjúkur. Mjög voru menn í vafa um úrslitin og biðu þeirra með óþreyju. Flestir töldu víst, að at- kvæðamunur yrði lítill. Þegar úrslitin urðu kunn, mæltust þau alment illa fyrir í bænum og lítill fögnuður munu þau hafa verið jafnvel ýmsum fylgis- mönnum M. Kr. Ahrifin voru lík og þegar það fréttist að Páll heitinn Bricm hafði fallið við kosningarnar í Húna- vatnssýslu. Menn fundu að sá hafði borið hærra hlut, sem miður var hæfur. Að sjálfsögðu var mikil gleði í hóp nokkurra Gjallarhornsmanna, sem sátu fram á nótt uppi á veit- ingahúsi og drukku alt hvað þeir máttu til heiðurs þeim bindindishetj- unum, sem í þetta sinn gerðu hvað þeir gátu til þess að styðja brenni- vínsliðið og bola bindindismann frá þingsæti. Áskorun um samskot handa sjúklingunum í holdsveikraspítalanuni. Holdsveikin er þungbærari en nokkurann- ar sjúkdómur. Holdsveikir menn eru aumkunarverðari en nokkurir aðrir sjúklingar. Þeir eiga ágætt athvarf þar sem er holds- veikraspítali í Laugarnesi. Þar er þeim veitt nákvæm hjúkrun, dreg- ið úr þjáningum þeirra, sár þeirra hirt. Þar er þeim látin í té stöðug læknishjálp og reyndar við þá allar nýjar lækningaraðferð- ir, sem einhver von er um að geti læknað höfuðsjúkdóin þeirra, holdsveikina. I>ar eru þeir aldrei móðgaðir eða hrygðir, eins og oft vill verða í heimahúsutn, af því að fólk óttast og forðast þá. Þar þurfa þeir sjálfir ekki að óttast, að þeir verði með veiki ástvinum sínum eða öðrum að meini. En þar með er ekki sagt, að spítalanum sé í engu áfátt, að þar mætti ekkert betur fara. Mér, fyrir mitt leyti, virðist mestur bagi að því, að rúm sjúklinganna eru ekki svo góð sem skyldi. Það eru járnrúm, fremur veik; botninn fjaðralaus og harður; í hverju rúmi eru tvær þangdýnur (undirdýnur) og 1 eða 2 svæflar; þessar þangdýnur endast illa, verða fljótt harðar og hnúskóttar. Þegar spítalinn var settur á fót, varð auð- vitað að fara sem sparlegast með það fé, sem þingið veitti til útbúnaðar. Þessi rúm voru þá keypt, af því að þau eru miklu ódýrari en vanaleg, góð sjúkra- húsrúm; þeim hefir auðvitað verið haldið við, og eru þau því nú lík því sem þau voru í fyrstu. Þess vegna má ekki vænta þess, að þing og stjórn sjái sér fært að ónýta þau og láta spítalanum í té önnur dýrari og betri rúm. Ný, góð sjúkrahúsrúm í allan spítalann, 60 að tölu, mundu kosta um 2000 krónur. Það er altítt í öðrum löndum, að sjúkra- húsum berast miklar gafir. Sjúkir menn eru jafnan hjálparþurfar, og ölium góðum mönnum er ljúft að rétta þeim hjáiparhönd öðrum fremur. Nú er eg sannfærð um, að brjóstgæði og hjálpfýsi eiga jafndjúpar rætur í hugum manna hér á landi sem í öðrum löndum. Og þess vegna sný eg mér til íslenzkrar alþýðu, í þeirri von og vissu, að hver mað- ur muni með ljúfu geði vilja leggja lítinn skerf til þess að gleðja mestu aumingja þjóðar- innar,auka þægindi þeirra, lina þrautir þeirra. Eg bið ekki um mikið. Eg bið engan um meir en 10 aura; en eg bið alla um 10 aura. Til þess að fá 2000 krónur, þarf 10 aura frá 20,000 manns, fjórða hluta þjóðarinnar. Eg hefi hugsað mér að koma samskotun- um á stað á þann hátt, sem hér segir. Eg sendi beiðni til 12 eða 16 kunningja minna hér í bænum, bið hvern þeirra um 10 aura, bið hvern þeirra að senda sams- konar beiðni til 4 kunningja sinna og svo koll af kolli. Með þessum hætti kvíslast sam- skotabeiðnin í allar áttir út um alt land. Skeytin má auðvitað orða á ýmsan hátt, hver getur farið eftir sínum hugþótta, en efnið ætti að vera þetta: OerOu gott vetk. Sendu me'r 10 aura handa sjúklingunum í Laugarnesi. Sendu 4 kunningjum þínum sams konar skeyti og þetta. Sendu þd 40 aura, sem þc'r berasl, til fröken Harriet Kjœr. Holdsveikraspítalanum við Reykjavík. Lauganesi í aprílrn. 1905. Harriet Kjœr, húsmúðir holdsveikraspítalans.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.