Norðurland


Norðurland - 20.05.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 20.05.1905, Blaðsíða 3
143 Nl. JVIadsei) og Hafstein. Ekki sýnist ástæðulaust að bera þá saman hermálaráðherra Dana, þann sem úr völdunum veltist síðastliðinn vetur og svo ráðherra vorn. Madsen hafði sparað fé er veitt var hernum samkvæmt einni grein fjárlag- anna og brúkað þetta fé til annara þarfa hersins. Hann hafði alls ekki brúkað meira fé en honum var veitt á fjárlögunum. En þetta gátu Danir ekki þolað, þeir voru búnir að reyna þá bölvun, er bráðabyrgðafjárlög hafa í för með sér, alt það réttleysi og gerræði, er þeim hlýtur að vera sam- fara. Þessvegna steyptu þeir honum af stóli, þó fjárupphæð sú, er um var að ræða, væri fremur lítil. Nú hefir ráðherra vor útvegað okk- ur bráðabyrgðarfjárlög, bundið þjóð- ina til fjárframlaga án þess að hafa nokkura heimild til þess frá þinginu og féð. sem um er að ræða, er þá heldur enginn smáskildingur, hvorki meira né minna en fjórði hlutinn af árstekjum landsins, sem að sjálfsögðu hefir í för með sér geypilegan árs- kostnað upp frá þessu. Hvað ætlar þjóðin að segja við þessu? Ætlar hún, þegar á öðru ári sjálfstjórnar sinnar, að setja á sig brennimark ósjálfstæðinnar, gefa sjálfri sér vottorð um, að hún sé ekki fær um, eða verð þess að stjórna sér sjálf? Vér treystum oss ekki til þess, að svara þessu, en bfðum með óþreyju eftir úrlausn þeirrar spurningar. Góðfrœgir ferðamenn. í júnímánuði næstk. er von á tveimur góðam gestum til íslands — líklega með »Kong Ingec Monrad, prestinum norska, sem frægur og alkunnnr er af sínum and- ríku fyrirlestrum í R.vík í fyrra; og hinn er hinn góðfrægi þýzki fræðimaður og ís- landsvinur Karl Kuchler. Hann ætlar að semja ferðamannabók um ísland fyrir hinn nafntogaða Bœdecker, sem kostar ferð hans. Hann ætlar að ferðast frá Austfjörðum yfir land og til Akureyrar, þaðan suður fjöll og skoða helztu staði. Monrad ætlar kringum land, en halda vissa, skemtilega fyrirlestra þar sem skipið stendur við, eins og á Seyðisfirði, Akureyri, Sauðár- krók og ísafirði. Síðan vill hann dvelja um tíma í R.vík. Eg hefi með ánægju lofað báðum þess- um ágætismönnum mínum beztu með- mælum, og vænti eg þess, að meira þurfi ekki en að tilkynna komu þeirra, til þess að allir góðir íslendingar taki þeim frétt- um fagnandi og bíði búnir að sýna þeim alla þá velvild og greiða, sem unt er og‘ þeir mættu þurfa. Salur til fyrirlesturs þarf að vera til reyðu á áður nefndum viðkomustöðum herra Monrads. K.höfn 28. apríl 1905. Matth. Jochumsson. Óðinn heitir nýtt myndablað, sem farið er að gefa út í Reykjavík. Ritstjórinn er Þorsteinn Gíslason. Myndirnar og papp- írinn er góður, en innihaldið naumast að því skapi í því eina blaði, sem út er komið. Hœffuldga veikir l'ggj8 ' kaupmannahöfn landar vor- ir þeir cand. mag. Sigfús Blöndal og Kristján Jónasson, verzlunarerindreki. Bleffurinn. Gjallarhorn sendi fregnmiða hér út um bæinn til þess að hælast yfir kosningarsigrinum. Aðalefnið var að nú væri fáni bæjarins hreinn og blett- laus. Þetta mun eiga að skilja svo, að kosning Páls heitins Briems hafi sett blett á bæinn, sem nú sé þveginn af fyrir blóð Magnúsar. Ekki vantar það smekkinn Gjallarhornsliðið. Ætla mætti, að maðurinn með auðu flaggstöngina, hefði stílað miðann. En þó þessum stjórnar »attan-í-oss« þyki fáninn hreinn og blettlaus, þá þykj- ast þó sumir sjá á honum, með góðum gleraugum, kynlegan blett, ekki ólíkan 77 í laginu. Forvitrir menn hafa fyrir satt að blettur þessi muni vaxa og ekki óþesslegt að framan við hann sé að myndast stryk nauðalíkt einum í tölu. Brunnið presfsefur. Bærinn á Hjaltastað í N.-Múlasýslu brann 18. þ. m. Hafði kviknað út frá ofnpípu; mjög litlu af innanstokks- munum varð bjargað og hefir prest- urinn þar beðið stórtjón, því alt var óvátrygt. í fyrra brann fjósið á Hjalta- stað og brunnu þá kýrnar inni. Austri skorar á Austfirðinga að skjóta saman fé, til þess að bæta síra Vigfúsi að nokkuru hinn mikla skaða, er hann hefir orðið fyrir. Mikil þörf sýnist vera á því, enda sýnist sjálfsagt að það verði gert. Mannaláf. Þótný Jónsdóttir móðir frú Guðrúnar, konu Guðmundar Vigfússonar skósmiðs og Kristjáns Guðmundssonar verzlunarstjóra andaðist 16. þ. m. úr lungnabólgu. Var komin um sjötugt. Var frábær dugnaðar- kona. Þorvaldína Jðnsdóttir, einkabarn heið- urshjónanna Þórdísar sál. Eiríksdóttur og Jóns Jónssonar á Skjöldólfsstöðum í Jök- uldal, dó 5. þ. m. úr tæringu, á þrítugs- aldri, hafði legið síðan um jól í vetur. Mjög vel gefin og vel látin stúlka. Þorsteinn Jónsson barnakennari á Brim- nesi í Seyðisfirði, bróðir Sveins bónda í Fagradal og þeirra systkina, dó 8. þ. m. úr lungnabólgu, eftir fárra daga legu. Þilskipin. »JúIíus« og »HjaIteyrin« komu inn ný- Icga. Júlíus hafði n þúsund en Hjalteyrin 7 þúsund fiskjar. Eimskipin »Vesta«, >EgilU og »Mjölnir« voru hér öll fyrri hluta vikunnar. Af heimamönnum bæjarins komu með þeim frá útlöndum Snorri Jónsson kaupmaður og consúl Jóh. Vigfússon, með frú sína frá Eskifirði. En frá Reykjavík þeir timburmeistararnir Björn Björnssön og Sigurður Bjarnason, verzl- unarm. Sveinn Hailgrímsson o. fl. Af ferða- mönnum er oss kunnugt um Knudsen á Sauðárkrók, Grím Laxdal, Pál Bjarnason og fjölda af íslenzkum vesturförum er fóru með Vestu. Héðan fóru til útlanda frú Sigríður Sæmundsson með dóttur sinni, timburmeisari Sigtryggur Jónsson, Björn Jakobsson, Jóh. Jósefsson og Mangús Ein- arsson organisti, til Austfjarða Ófeigur Snjólfsson og realstúdentarnir nýju frá Austfjörðum. „Effir öllum vonum“. Dálítið er það spaugilegt að heyra hvað »drengurinn með hljóðpípuna* segir um fyrirlestra G. H. Helzti mergurinn málsins er að þeir séu »eftiröllum vonum«. Ókunnugir mættu halda, að það væri meira en lítil póli- tísk þekking í pokahorninu hjá hljóð- pípuliðinu. Kunnugum dettur það ekki í hug. Skynsamasti og fróðasti mað- ur flokksins er að lýkindum ritstjóri Stefnis. Blað hans hefir þó ekki mikla frægð að baki. Merkast hefir það orð- ið fyrir að geta hvorki lifað né dáið og er almæli að það muni ekki geta skilið við, fyr en potti er hvolft ofan yfir það. Skarlafssóttin sýnist nú útdauð með öllu. Nokk- urar vikur eru síðan að sótthreinsað var á síðustu veikinda heimilunum. Væri óskandi að þessi vogestur gerði ekki vart við sig framar. Þó ættu all- ir að hafa hugfast að gera lækni óð- ara aðvart ef nokkur grunur væri um veikina. þangað sfefnir þaö. »Mikið fall var þetta«, sagði kjós- andi einn, þegar hann heyrði að G. H. hafði fallið við kosninguna. »En meira verður það þó, þegar stjórnin fellur, »en þangað stefnir það«. % Burtfararpróf afgagnfrœðaskðlanum á Akureyri 10.-11. þ. m. Jónas Jónsson........ Sigurgeir Friðriksson . Konráð Erlendsson . . Jón Finnbogason. . . . Snorri Sigfússon .... Kristján Bergsson . . . Þorsteinn Jónsson . . . Björn Jakobsson . . . . Áskell Sigtryggsson . . Jón Árnason ......... Þórarinn Kristjánsson Pálmi J. Þórðarson . . ág.ek. 6i tr. 1. ek. 57 — — 56 - — 52 — 5° — — 49 — 2. ek. 46 — — 45 — — 44 — — 42 — — 40 — 3. ek. 34 — Barnaveiki er í húsi Guðlaugs Sigurðssonar skó- smiðs á Oddeyri. % Veðnrathusrnnir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson. 1905. Maí. Um niiðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum. o—. 2& Hiti (C.) 'C £ w flJ > & W B cn Úrkoma ] Md. 1. 76.2 1.5 0 10 -4- 4.i Þd. 2. 76.3 2.o 0 8 -4- 3.9 Md. 3. 76.3 ó.o sv 2 8 -P 2.o Fd. 4. 75.7 12.o ssv 1 10 -4- 0.9 Fd. 5. 75.4 14.i 0 9 R 3.o Ld. 6. 75.o 7.5 0 10 ÞR 1.6 Sd. 7. 75.3 6.5 0 10 05 Md. 8. 75.6 8.o 0 10 -4- l.o Þd. 9. 74.5 12.7 0 10 R 2.3 Md.10. 73.7 8.5 vs 2 10 R 4.o Fd. 11. 75.4 1.5 NEU 1 10 -4- 2.0 Fd. 12. 76.o 4.8 0 10 -4- 2.5 Ld. 13. 76.) 12.3 ssv 2 3 1.7 Sd. 14. 75.6 9.o sv 2 7 R 4.o Md.15. 76.i 13.6 0 10 R 3.2 Þd. 16. 75.3 14.6 sv 2 5 2.5 Md.17. 76.4 12.i sv 2 3 6.4 Saumamaskína og böggull fanst á bæjarbryggjunni á Akureyri eft- ir burtför Skálholts 30. f. m.— Geymist hjá lögregluþjón Kristjáni Nikulássyni. er altid den bedste Stórt úrval af höfuðföfum þar á meðal af stráhöttum handa unglingum og börnum, fæst í Höepfners verz/un. Opinbert uppboð verður haldið í pakkhúsi og á lóð konsúls J. V. Havsteens á Oddeyri fitntudaginn 25. þ. m. og verður þar efttir beiðni eigenda selt hæstbjóð- endum mikið af gömlum merkileg- unt bókutn úr dánarbúi kand. theol. Jóh. sáluga Halldórssonar. Ennfremur verða þar seldir bátar veiðarfæri tunnur og önnur ílát m. fl. og ef til vill eitthvað af verzunarvörum. Uppboðið byrjar ki. 10 f. h. nefnd- an dag og verða söluskilmálar aug- lýstir par á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn á Akureyri 13. maí 1905. Suðl. Suðmundsson. °s tillegg tii fata nýkomið í Jtöepfners oerzlun. Þú sem tókst svipu, sem lá á bekk í veitingakjallaranum á „Hótel Akur- eyri" 13. þ. m. ert beðin að skila henni til mín, eða ritstjóra þessa blaðs, því annars fer eg til yfirvaldsins. Eg veit vel hver þú ert, því þú varst staðinn að verki. „Hótel Akureyriw 19/s 1905. Ólafur Arnórsson. Ágæíar, danskar Harföflur og gott íslenzkt smjör fæst í Gudmanns Efterfl. verzlurj. ^Spaðar^ margar sortir, svo og SPAÐA- SKÖFT, nýkomið í fíöepfners oerz/un. Til vesfurfara. Af því að eg hefi rekist á, að prentuðum miðum er útbýtt meðal þeirra, sem vestur vilja fjytja um það, að fargjaldið til Winnipeg sé 172 kr. fyrir fullorðinn mann, þá vil eg láta þá vita, að fargjaldið er ekki nema 145 kr. í ár fyrir mann 12 ára og eldri og helmingi minna fyrir börn frá 5 — 12 og enn minna fyrir börn þaðan af yngri. Bezta tækifæri, fyrir vesturfara, að fara vestur, er með „Kong Inge" í júni. Fari 50 vesturfarar með þeirri ferð, þá ætla eg að fylgja þeim alla leið vestur, ef þeir taka sér far með Canadian Pacific Railway C-línunni, sem eg er umboðsmaður fyrir. Páll Bjarnarson, útflutningsstjóri.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.