Norðurland


Norðurland - 27.05.1905, Qupperneq 1

Norðurland - 27.05.1905, Qupperneq 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 37. blað. Akureyri, 27. maí 1905. IV. ár. 5lifsímamálið. í nœstu viku fer ritstjóri þessa blaðs snögga ferð vestur í Húnavatnssýslu og kemur að öllu forfallalausu aftur eftir svo sem 10 daga. Norðurland kemur þð út nœsta laug- ardag, eins og vant er, en sennilega verður ekki hœgt að láta það koma út nœsta laug- ardag þar d eftir. Því fremur er vonast eftir að kaupendur afsaki það, þar sem 2 aukablöð hafa komið út nýlega. Auglýsingum til blaðsins verður veitt mðttaka í prentsmiðju herra Odds Björns- sonar. Viðundirritaðarhöfum tek- ið að okkur, að gangast fyrir samskotum handa sjúklingumHoldsveikra- spítalans. Við vonum svo góðs til Akureyrarbúa, að þeir vilji styðja þetta fyrirtæki og sjái ekki eftir fáeinum aurum í þarfir nauð- staddra meðbræðra sinna. Þá menn eða þær konur, sem góðfúslega vilja verða við tilmælum okkar, biðjum við að gera svo vel að koma gjöfunum til annarar hvorr- ar okkar. Akureyri 2iis 1905. Ingibjörg Jðnsdóttir. Laufey Pálsdóttir. Hérmeð tilkynnist vin- um og vandamönn- um að jarðarför Sig- rúnar sálugu dóttur okkar fer fram frá heimili okkar, Strandgötu nr. 11., á þriðjudaginn 30. þ. m. kl. 12 á hádegi. IPetrína Þ. Sigurðardóttir. Guðl. Sigurðsson. imiiiiinm hhiiiwmmmbm • • Ollum þeim, sem heiðruðu útför móður okkar og tengdamóður Þórnýjar Jónsdóttur, með nær- veru sinni, eður á annan hátt sýndu okkur hluttekningu, vottum við okkar innilegasta þakklæti. Akwreyri 25/s 1905. Guðrún Guðmundsdóttir. Kr. Guðmundsson. Guðm. Vigfússon. Hörmulegar slysfarir. Á Iaugardaginn 20. þ. m. vildi til það hörmulega slys að yfirsetukona Helga Indriðadóttir í Gilhaga í Skaga- fjarðarsýslu druknaði í Svartá. Hún kom frá Goðdölum og hafði setið þar yfir konu, en fylgdarmaðurinn lagt með hana í ána, þó hún væri í foráttu. Hún var ein af merkustu konum í Lýtingsstaðahreppi, hafði verið yfirsetu- kona í 26. ár og rækt það starf frá- bærlega vel. Með manni sínum Magn- Úsi Jónssyni 1' Gilhaga átti hún 12 börn og eru 10 af þeim á Iffi. f>að er nú orðið efst á dagskrá hjá þjóðinni og mun engan á því furða; það er hið þýðingarmesta mál í sjálfu sér, eitthvert hið stærsta fjár- mál er þjóð og þing hefir nokkuru sinni fjallað um, en þó er það orð- ið enn þýðingarmeira fyrir það, hvern- ig því hefir verið hrundið af stað, farið langt út yfir þau takmörk sem nokkur lagaheimild var fyrir, stórfé ráðstafað ekki að eins án lcyfis þings- ins, heldur líka þvert á móti tilgangi þingsins, og þetta alt gert algerlega að þarflausu. í núgildandi fjárlögum er veiting sú, er hér ræðir um, orðuð á þessa leið: Til ritsíma milli íslands og út- landa 1. og 2. ársborgun af 20 ára tillagi 35000 kr. hvort árið 1904 0g 1905. Af upphæð þessari má verja svo miklu sem nauðsyn krefur til að koma á þráðlausu hraðskeytasam- bandi milli Reykjavíkur 0g útlanda og milli Reykjavíkur og hinna 3 annara kaupstaða á landinu. Til þess að koma sem fyrst á hraðskeytasambandi milli Reykja- víkur og útlanda má verja allri upphæðinni fyrra árið til þess sam- bands út af fyrir sig, ef það verð- ur komið á í árslok 1904, og að því tilskildu að nægileg trygging sé sett fyrir því að sambandið við hina kaupstaðina þrjá verði komið á fyrir árslok 1905 án aukins til- lags frá íslandi. Væntanlegur samningur með fylgi- skjölum leggist fyrir alþingi til at- hugunar. Fjárveiting þessi er ekki greini- lega orðuð. Meðferð málsins á þing- inu sýnir það ótvírætt, enda var það áður á flestra manna vitorði, að það sem fyrir þinginu vakti var þráðlausa sambandið; það breytti algerlega til frá því sem samþykt hafði verið af tveim undanfarandi þingum, enda voru nú þeir menn orðnir í meiri hluta á þinginu og þar mestu ráð- andi, er barist höfðu tneð hnúum og hnefurn á móti sæsímalagningu til Austfjarða með væntanlegum land- þræði til Reykjavíkur. Þeir höfðu bar- ist þar fyrir leifturskeytasambandi, jafnvel áður en nokkur vissa eða jafnvel verulegar líkur voru fyrir því, að það samband gæti nokkurn- tíma orðið að verklegum notum. Þingið trúði því að þar sem þráð- lausa sambandið er svo miklu ódýr- ara en símalagning, mundi ísland fyrir sitt leyti ekki þurfa að leggja meira fram en 35 þúsund kr. í 20 ár, til þess að fá samband tnilli höfuðstaðarins og útlanda og þaðan til kaupstaðanna þriggja. Að sjálf- sögðu var við því búist að Danir mundu líka leggja fram fé fyrir sitt leyti, enda er það auðsætt af fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar, er lagt var fyrir þingið 1903, að hún gekk að því vísu að þeir gerðu það. Vér erum nú búnir að fá nokk- urnvegin óyggjandi sannanir fyrir því, að þingið leit rétt á þetta, að fjárupphæð sú, er til var tekin hefði fyllilega getað nægt. En nú standa orðin: „Til ritsíma" í fjárveitingu alþingis. Fram hjá því verður ekki komist, þó annað vekti fyrir þinginu. En af því leiðir, að engin stjórn hefði getað talist brot- leg við fjárlög landsins, þó hún hefði samið svo um að borga 35 þúsund kr. í 20 ár fyrir sæsímalagn- ingu hingað til Iands, en meira fé hafði hún heldur ekki leyfi til að taka, sú stjórn sem gerði það, var bæði komin út fyrir bókstaf og enda laganna. Því skýring sú er ritstjóri stjórn- arinnar reynir að halda að þjóðinni í bæklingi þeim, er sendur hefir verið út eftir hann, er blátt áfram fáránleg. Því er haldið fram að at- hugasemdir fyrri fjárlaga, þær sem þingið 1903 breytti frá, séu undir- skildar. Eftir því mætti, og það með alveg sama rétti, halda því fram að allar aðrar fjárveitingar fyrri þinga, sem ekki standa á núgildandi fjár- lögum, væru undirskildar, að minsta kosti fjárveitingar til allra þeirra mála, sem ekki væru algerlega komin út af dagskrá þings og þjóðar. Þá færi stjórnunum ekki að verða vandlifað, ef þær mættu skilja fjár- lögin svo. Afkáralegri kenningu var ekki hægt að bjóða þjóðinni og varia nokk- ura sem væri hættulegri fyrir fjár- veitingarvald þings og þjóðar. Konungborið hefði það verið að það hefði verið viðurkent blátt á- fram að samningurinn um landsíma- lagninguna hefði verið gerður í heim- ildarleysi, í trausti til þess, að þingið samþykti þá ráðstöfun, af því það hefði verið nauðsynlegt málefnisins vegna, af því landið hefði annars mist af hagsmunum, sem því hefði ekki getað hlotnast á annan hátt. Hefði þetta verið viðurkent, lá þp í þeirri viðurkenningu dálítil játning um það, að slíkt mætti ekl*i kotna fyrir aftur, að minsta kosti ekki nema að alveg óvanalega stæði á. Það hefði líka verið tniklu hreinlegra. Bókstaf- ur og andi laganna voru að sönnu brotin, en brotið varð þó minna siðferðislega, auk þess sem það var ekki nánda nærri eins hættulegt. Því viðurkenni þingið og þjóðin þessa kenningu, þá afsalar það sér fjár- veitingarvaldinu. Alþingishúsið ætti þá upp frá því að bera nafn af Kópavogi. * * * Það dylst heldur engurn sem les þessa varnargrein stjórnarritstjórans, að sjálfur hefir hann enga trú á því að þjóðin muni sætta sig við þá lagaskýringu, sem hann er að gefa henni, þessvegna er hann, og ein- göngu þessvegna, að reyna til þess að halda því fram, að ráðherrann hafi með engu móti mátt sleppa tækifærinu til þess að semja við Ritsímafélagið norræna, af því það hafi staðið svo sérstaklega á, af því annars hefði ísland ekki getað kom- ist að samningi við félagið fyr en eftir ein 20 ár, þegar það aftur þyrfti að fá endurnýjun á sæsíma- lagningu milli Danmerkur og Bret- lands. Ekki sýnist því ástæðulaust að í- huga þá kenningu. Sé hún rétt, þá fer að verða nokkur ástæða til þess að virða ráðherranum til vorkunn- ar, að hann réðist í samning, sé hún óeðlileg, ósennileg og óskilj- anleg, þá verður þetta gróðabragð ráðherrans enn þá furðulegra. Ritsímafélagið hefir alt til þessa ekki viljað taka að sér, að leggja síma hingað til lands fyrir það til- lag, er því hefir staðið til boða frá íslendingum og Dönum. Það hefir litið svo á að það gæti ekki borg- að sig, að það mundi verða því til fjármunalegs tjóns. Þessvegna er það líka, að leitað hefir verið til annara ríkja um fjárframlag. Þetta er svo alkunnugt að ómögulegt er að mótmæla því, enda byggir rit- stjóri stjórnarinnar á því. Nú stóð aftur svo á að hert var að félaginu með þetta; það þurfti að fá fram- lengingu á síma til Englands og þurfti til þess meðal annars sam- þykkis Danastjórnar. Þetta var þeim kunnugt um íslands-ráðherra og sam- göngumálaráðgjafanum danska og að því er stjórnarritstjórinn segir notuðu þeir þetta til þess, að knýja Ritsímafélagið til þess að semja um símalagningu. Þó þetta sé ef til vill krítað dá- lítið liðugt, þá má þó taka það trú- anlegt að svo hafi verið. Félagið gengur að því að Ieggja síma hingað, af því það var knúð til þess vegna annara hagsmuna sinna. Hefði það fengið þessa hagsmuni, án þess að gera samning um síma til íslands, þá hefði því sjálfu verið bezt borgið og það átt að vera ánægðast. Nú gat það ekki fengið þetta og þá átti það að vera því heppilegast að símalagning til ísland væri slegið á frest, helzt sem lengst, en allur drátt- urinn góður. Vitanlega er þörfin fyrir ritsíma einlægt að verða meiri og brýnni í landinu; hver setn t. d. ber saman þörfina á honum fyrir 20 árum og svo nú, hlýtur að sjá, að breytingin á útvegi og verzlun hefir gert þessa þörf brýnni en þá var, og því lengur sem drógst með símann, því gróða- vænlegra átti það að vera að leggja hann. Félagið átti því að vera fáanlegt til þess að gera samning um síma- lagningu, sem væri bindandi að því er það sjálft snerti, en væri ekki bindandi fyrir ísland fyr en eftir þing. Allur undandráttur þess

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.