Norðurland


Norðurland - 27.05.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 27.05.1905, Blaðsíða 2
Nl. 146 f því efni gat ekki skilist nema á einn veg, hann hefði verið bein játning um það, að það væri hrætt um að landlnu mundi bjóðast betri samningar annarsstaðar frá og það hláut að gera hvern gætinn fjármálamann var- færnari. Ráðherra vor hafði líka svo einkar góða ástæðu til þess að neita að binda sig fyrir sitt leyti. Hann vant- aði þá peninga sem þurfti til þess að fullnægja þeim samningi, er Rit- símafélagið heimtaði. Eða er nokkur sá sem trúir því, að félagið hefði slept Englandssím- anum heldur en að ganga að þessu? Enginn. Hvað hefði þá unnist við þetta? Óumræðilega mikið, bæði fyrir ráð- herrann og landið. Fyrst og fremst hefði ráðherrann komist hjá fjárlagabroti. í öðru lagi hefði þinginu gefist færi á að athuga málið rækilega, at- huga alt það sem í boði var og bera það saman við fjárhag lands- ins. Það þykir ef til vill óþarfi að vera að athuga slíkt, en þó er það svo að flestum góðum búmönnum þykir viðkunnanlegra að líta ofan í budduna áður en þeir eiga að fara að borga út stórfé. En svo hefði líka annað unnist við þetta, sem sannarlega var ekki smáræði. Þegar fast tilboð var fengið frá Ritsímafélaginu, sem þó ekki var bindandi fyrir Iandið, hefði ráðherra vor staðið alveg frábærlega vel að vígi með að semja við Marconifé- lagið eða önnur félög, er boðið hefðu leifturskeytasamband. P>á fyrst var hægt að segja við þau félög, að annaðhvort yrðu þau að bjóða betri boð eða verða ella af kaupunum. Hvað mörg hundruð þúsunda hefðu unnist við þetta er ekki gott að segja, en full vissa er fyrir því að þar er um stórfé að ræða. Eða er ekki öllum mönnum auð- sætt að Marconifélagið hefir ekki ætlað að láta samningana ganga úr greipum sér, hefir verið við því búið aö færa sig niður til muna, ef ráðherrann hefði ekki hætt samn- ingunum svona hvatvíslega, úr því það nú ætlar að senda mann með umboð til þess að semja við þing- ið, eftir að ráðherran er búinn að semja við Ritsímafélagið. Sú sendi- ferð væri tilgangslaus, ef félagið ætlaði ekki að bjóða miklu betri boð en Ritsímafélagið. Hvað er það þá, sem ráðherra vor átti að gera og gat gert. Hann átti að útvega og leggja fyrir þingið ákveðið tilboð frá Rit- símafélaginu. Hann átti að leita sem beztra samninga við Marconifélagið og þau félög önnur er vildu bjóða leifturskeytasamband. Haan átti að gæta þes vandlega að fara í engu út fyrir það, sem lög landsins gáfu honum heitnild tíL * Én hvað gerir hann? Hann hætti sarnningum við Mar- conifélagið áður eti nokkur vissa er fyrir því, að það bjóði ekki iniklu betri boð. Hann semur við Ritsímafélagið fullnaðarsamning, gengur að afar- hörðum og óaðgengilegum kjörum, Frá því kemur hann til þings og þjóðar með þenna vandræða samn- ing í öðrum vasanum, en með á- vfsun í hinum vasanum uppá sjóð andsins, upp á svo sem 200 þús- und króna, ávísun, sem hann hefir ritað undir nafn þjóðarinnar, án þess að hafa nokkura heimiíd til þess. X Hve dýr eru ^ leifturskeytaáhöld? Það mun mega fullyrða að ritsíma- málið svokallaða hefði verið lítið á- greiningsefni, ef að eins hefði verið um gömlu aðferðina að ræða, síma á mararbotni og leifturskeytaaðferðin ver- ið ókunn, en svo nefni eg »þráðlausa firðritun*, sem Þjóðverjar kalla >Fun- kentelegraphie« og eðlilegt væri að kalla á íslenzku leifturskeyti. Fæstir íslendingar munu reyndar hafa ljósa hugmynd um aðferðina og áhöldin, sem við hana eru notuð, en eigi að síður hafa margir óljósan grun um það, að aðferð þessi sé svo einföld og á- hættulaus, að ísjárvert hafi verið fyrir oss að kaupa sæsíma fyrirvaralaust, án þess að jafnvel nægilegt fé væri veitt til þess á löglegan hátt, eða al- þingi gæfist kostur á að segja álit sitt um málið. Það liggur í augum uppi, að sá einn getur gert sér ljósa hugmynd um þetta mál, sem hefir sæmilega þekkingu á leifturskeytaaðferðinni, hve dýr áhöldin eru, hversu þeim má treysta og hver vandhæfni er á notkun þeirra. Því miður er eg ekki eins fróður um þetta mál og æskilegt væri, en nokk- uru er mér það þó kunnara en almenn- ingi yfirleitt og vildi eg því geta þess litla sem eg veit, ef ske kynni að það yrði öðrum leiðbeining til þess að mynda sér sjálfstæða skoðun á mál- inu. Það sem eg aðallega hefi að styðj- ast við, er Journal af the Institution af Electrical Engineers 1899, en í því riti lýsir Marconi sjálfur aðferð sinni og áhöldum og er það merkasta ritgerð- in frá hans hendi um þetta mál. Ýms- um nýrri breytingum hefir að mestu leyti verið haldið leyndum. Auk þessa hefi eg kynt mér ritgerð próf. F. Bruns í »Umschau« 1902 og lýsing á að- ferðinni frá félagi hans og Siemens & Halske, hinu heimsfræga rafmagnsfélagi í Berlín. Eg hefi líka lesið margar nýrri tímarita- og blaðagreinar um þetta mál. Þó það væri hægðarleikur að lýsa í stuttu máli leifturskeytaaðferðinni og áhöldunum sem notuð eru við hana, þá yrði sú lýsing lítt skiljanleg alþýðu manna, sem ekkert þekkir í rafmagns- fræði, enda skal eg leiða það hjá mér í þetta sinn. Eg vil að eins geta þess að áhöldin eru mjög einföld, ekki fyrir- ferðameiri en svo, að þau geta staðið nærfelt öll á vænu borði og ekki vanda- samari í meðferðinni en svo, að eflaust má kenna hverjum ólærðum manni á örstuttum tíma að fara með þau. Þó skal þess getið, að auk sjálfra aðal- áhaldanna þarf hreyfivél með nokkurra hesta afli (steinolfumótor eða því um líkt) og háa stöng, sem venjulega er gerð úr einu eða fleiri masturtrjám. í öllum þessum áhöldum liggur ekki meira verðmæti en nokkurum þúsunda króna nemur. Sé hreyfivélin ekki talin með og rafmagnsaflvakinn kostar hver stöð 6—7 þúsund kr. en með hreyfi- vél og rafmagnsaflvaka 14—15 þúsund kr. og hggur þó minstur hluti þessa verðs í sannvirði ábaldanna. I fullu samræmi við þetta, er tilboð Marconi- félagsins til ráðherra vors um það, að tengja saman tvo staði yfir fjörð eða flóa fyrir 18 þúsund kr. Ættu þá á- höldin á hverri stöð að kosta 9000 krónur. Þetta atriði, að áhöldin eru svo einföld og ódýr, er mjög þýðingar- mikið í máli þessu. Þegar þessa er gætt, er það ljóst að tiiboð Marconi- félagsins og hið nýja tilboð frá Frakk- landi um leifturskeyti milli íslands og útlanda eru alls ekki miðuð við það, sem leifturskeyta útbúnaðurinn kostar í raun og veru, heldur eingöngu við hitt, hve dýrt muni verða að leggja sæsíma og nota þannig þá einu að- ferð, sem kept getur við leifturskeyt- in. Ef því má treýsta að með leiftur- skeyta aðferðinni sé yfir höfuð mögulegt að senda slingursiaust skeyti milli ís- lands og útlanda, þá er það víst að kostnaður við hana og sæsíma er ekki berandi saman. Leifturskeytafé- lögin geta því, ef þau á annað borð vilja, sett oss í samband við umheim- inn fyrir örlítið brot af því fé, sem sími kostar og jafnframt haft góðan hagnað, en hitt er auðvitað mál, að félög þessi vilja selja sína vöru svo dýrt sem þau geta, og símafélögin eru eini keppinauturinn. Því fer fjarri að þetta frakkneska leifturskeytatil- boð sé ódýrt, þó ódýrara sé það en Marconitilboðið. Bæði eru þau rándýr og ná ekki neinni átt, þegar miðað er við hið sanna verð áhaldanna. Mér hefði ekki þótt það nein saga, þó leifturskeytafélag hefði boðið ferfalt lægra heldur en að missa af viðskift- unum við oss. Svo er að sjá sem samningar stjórnar vorrar við Marconifélagið hafi eir.göngu strandað á því, að félagið fekst ekki til að bjóða svo góð kjör, að þau tækju tilboði ritsímafélagsins verulega fram. * Mér er það óskiljanlegt að þetta at- riði skyldi verða málinu að falii, því það hefði sízt allra átt að geta orðið það. Leifturskeytin hafa þá yfirburði öllum framar yfir síma, að þau eru stórurn ódýrari. Þeim sem ekki vita meira um samninga stjórnarinnar en almenningi er kunnugt til þessa, hlýt- ur að detta það í hug, að hœfilega lágt tilboð hefði hlotið að fást, ef samn- ingamaðurinn frá vorri hendi hefði komið ár sinni svo velfyrir borð sem verða mátti. Miklu frekar var ástæða til þess að óttast það, að aðferðin væri svo ófull- komin enn sem komið er, að félögin treystu sér ekki til að taka á sig fulla ábyrgð fyrir því að sambandið slitnaði ekki, ekki sízt þegar þess er gætt, að norðurljós og loftrafmagn getur sennilega haft mikil áhrif á á- höldin svo norðarlega á hnettinum. Ekki er þó að sjá að þetta hafi orð- ið málinu að falli, enda er það smá- ræði að senda skeyti milli íslands og Færeyja í samanburði við það að senda þau milli Englands og Amerfku, sem þó hefir tekist. Eg skal að lokum geta þess, að * Af sunnanblöðunum má sjá að Marconi- félagið var fáanlegt til þess að semja um málið og bjóða betri boð, þvert á móti því sem Jón Ólafsson fullyrðir. fyrir þrem árum fekk eg tilboð frá Simens & Halske-félaginu um að setja upp leifturskeyti innanlands. Hver stöð, með öllum áhöldum, átti að kosta tæp- ar 15 þúsund kr. en ekki vildi félag- ið ábyrgjast skeytin yfir lengri leið en 100 kilometar (álíka löng leið og frá Horni til Skagatáar). Skömmu eftir að tilboðið var ritað tók leifturskeyta- aðferðin miklum framförum og mun því félag þetta nú geta sent skeyti margfalt lengra. O. H. X Samningur ráðherrans við Ritsímafélagið norrœna. Þó samningur þessi sé nú kominn á prent á fleiri en einum stað, þykir Nl. þó rétt að birta hann líka lesend- um sínum. Hér er hann prentaður með orðalagi stjórnarritstjórans. »• §F. Sæsíminn skal Iagður frá Hjaltalandi til Þórshafnar, og þaðan til Seyðisfjarðar (eða Reyðarfjarðar). Ef ekki koma fyrir tálm- anir, sem samgöngumálaráðherrann, og að því er snertir landtöku símans á íslandi, ráðherra íslands, telja óviðráðanlegar eða að minsta kosti afsakandi, skal sæsíminn vera opnaður til almenningsnota i. d. Októ- berm. 1906. Sæsímalagningin skal sæta því eftirliti, sem samgöngumálaráðherrann ákveður. z.gr. Leyfisskrá þessi gildir í 20 ár frá þeim degi að telja, er sæsíminn og landsími sá til Reykjavíkur, sem um ræðir í 4. gr., er tekinn til starfa. I 20 ár frá þeim degi að telja, er sæ- síminn til Seyðisfjarðar (eða Reyðarfjarðar) tekur til starfa, eftir að verkið er samþykt af samgöngumálaráðherrum og af ráðherra Islands, að því er snertir landtöku sím- ans og endastöð á íslandi, skal greioa fé- laginu tillag 54,000 kr. árlega úr ríkissjóði Danmerkur og 35,000 kr. á ári úr lands- sjóði Islands (sbr. þó 6. gr. i. f. Svo framarlega sem sæsímasambandinu milli Hjaltalands og Færeyja er slitið í 4 mánuði, falla bæði hin nefndu tillög burtu fyrir þann tíma, sem sambandsslit- in standa yfir 4 mánuði. Ef sæsímasam- bandinu milli Færeyja og íslands er slit- ið í meira en 4 mánuði, fellur niður til- lagið frá íslandi og helmingurinn af tillaginu úr ríkissjóði fyrir þann tíma, er sambands- slitin standa framyfir 4 mánuði. Þegar leyfistíminn er á enda, getur leyfið fengist endurnýjað. Ef félagið vill ekki fá leyfið endurnýjað án tillags, eða brjóti það leyfið af sér (sbr. 12. gr.), skulu Danmörk og ísland eiga rétt á, að sæsím- inn sé afhentur þeim endurgjaldslaust til sameignar eftir hlutföllum % og '/3. Ef ís- land vill ekki taka þátt í að taka sæsím- ann að sér, á Danmörk rétt á að gera þetta ein. 3- gr- Meðan leyfið stendur fær félagið allar tekjur af símanum. Hámark gjalda fyrir notkun sæsímans skal ákveðið af samgöngumálaráðhcrranum fyrir alt að því 5 ár í bili. Hækkun á starfsgjöldum verður ekki gerð nema í samráði við ráðherra íslands. Gjöldin fyrir notkun landsímans til innan- lands þarfa skulu ákveðin af stjórnarvöld- um íslands. 4. gr. Meðan leyfið stendur, ber félagið allan kostnað, sem stafar af viðhaldi sæsímans og starfrækslu hans eftir tímans kröfum. I Þórshöfn og á Seyðisfirði (eða Reyðar- firði) reisir félag á sinn kostnað ritsíma- stöðvar, er annast afgreiðslu allra símrita gegn um sæsímann, og borgar starfsmönn- um. en afgreiðsla símrita gegn um land- símann, og móttaka og útsending hrað- skeyta, er félaginu óviðkomandi. Samvinna milli félagsins og póststjórnar og síma- stjórnar á landtökustaðnum, ákveðst með samkomulagi við hlutaðeigandi stjórnar- völd. Frá Iandtökustað sæsímans á íslandi verð-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.