Norðurland


Norðurland - 27.05.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 27.05.1905, Blaðsíða 3
U7 N1 ur lagður landsírni til Reykjavíkur, og skal hann tilbúinn til starfa i. okt. 1906, nema óviðráðanlegar eða afsakanlegar tálmanir banni. Til símastofnunar þessarar leggur félagið fram í eitt skifti fyrir öll 300,000 kr. til landssjóðs íslands. Stjórn íslands sér um lagning landsímans á kostnað lands- sjóðs sem verður eigandi símans Allur kostnaður við viðhald og starfrsekslu land- símans greiðist af landssjóði, sem og fær allar takjur af landsímanum. Ef sæsíminn bilar, svo að símritunin teppist eða verður örðug skal félagið svo fljótt, sem unt er, gera allar þær ráðstaf- anir, sem með þarf, til þess að gert verði við þeð sem aflaga fór. Slitni Íandsíminn eða raskist samband milli landtökustaðar sæsímans og Reykj- víkur, lætur stjórn íslands gera við það svo fljótt, sem unt er. Aldrei á félagið þó undir neinum kringumstæðum kröfur til skaðabóta fyrir tekjurýrnun, stafandi af ólagi á landsímanum. S- gr- Félagið er, með tilliti til síma þess er leyfi þetta hljóðar um, háð ákvæðunum 1' símritasamningi þeim er gerður var í St. Pétursborg 10.—22. Júlí 1875 og þeim al- þjóðarreglum, sem settar eru eða verða eftir samningi þessum. 6. gr. Meðan leyfi þetta stendur skal ekki mega veita neinum öðrum en félaginu rétt til símalagningar eða annara til al- menningsnota ætlaðra rafmagnssambanda milli íslands og Færeyja eða milli íslands eða Færeyja og annara hluta Norðurálfu. Aftur á móti skal leyfisskrá þessi ekki vera því til fyrirstöðu, að reistar séu á íslandi og í Færeyjum stöðvar fyrir þráð- lausa firðritun, til hraðskeytasambands við skip á sjó úti. Heimilt er og stjórn Islands, áður leyfi þetta er á enda, að stofna þráð- laust firðritunarsamband milli Færeyja og einhvers staðar í nánd við Reykjavík, ef stjórninni þykir það æskilegt, með því skilyrði, að félagið fái sömu borgun fyrir hraðskeyti send með Ioftritunartækjunum, eins og fyrir sæsímaskeyti frá eða til eða gegn um ísland. Meðan slíkt þráðlaust samband er reglulega notað, færist tillag það frá landssjóði, sem nefnt er í 2. gr., niður um 13,000 kr. á ári. 7- gr- Svo framarlega sem aðrir en félagið, meðan leyfi þetta stendur, sækja um leyfi til að koma á firðritunarsambandi milli ís- Iands og einhvers Iands utan Evrópu, þá skal félaginu gefinn kostur á að Iáta uppi álit sitt, og að öllu jöfnu hafa for- gangsrétt til þess að fá Ieyfið. Sé ritsími lagður milli íslands og ein- bvers lands utan Evrópu, skal færa niður tillög þau sem nefnd eru í 2. gr., með til- liti til hagsmuna þeirra sem félagið fær við það. 8. gr. Þeir starfsmenn, sem settir verða til þess að rækja sæsímastöðvarnar í Þórs- höfn og á Seyðisfirði (Reyðarfirði), skulu hafa rétt innborinna manna í Danmörku. Þeir skulu vinna eið, þann sem stílaður er dönskum ritsímamönnum um að gæta þagnarskyldunnar, og skulu hlíta hegning- arákvæðunum í lögum n. Maí 1897, 18. grein. 9- gr. Danmerkurstjórn áskilur sér rétt til þess, að stansa alveg sambandið gegn um þráð- inn af ástæðum, sem að almenningsöryggi lúta, án þess félagið geti átt heimting á neinum skaðabótum fyrir það. 10. gr. Við Iok hvers reikningsárs ber félaginu að senda samgöngumálastjórninni og stjórn- arráði íslands reikning yfir tekjur og gjöld sæsímans um ið Iiðna reikningsár. 11. gr. Félagið getur því að eins selt öðrum rétt sinn eftir leyfi þessu, að samgöngu- málaráðherrann og ráðherra íslands sam- þykki. Samþykkis samgöngumálaráðherr- ans þarf og til þess, að félagið geti breytt um þjóðerni eða flutt heimili sitt frá Kaup- mannahöfn. 12. gr. Að því er snertir skýringar á þessum samningi, ber félaginu að hlíta úrskurði samgöngumálaráðherrans. Haldi félagið ekki þær skuldbindingar, sem því eru á herðar lagðar í leyfisskrá þessari, má svifta það leyfinu. JMýtt tilboð frá jVlarconi. Til Reykjavíkur er von á erindreka frá Marconifélaginu í Lundúnum um þingtímann ineð nokkurn veginn ó- takmörkuðu umboði til að semja við þingið um leifturskeytasamband hing- að og út um land í ýmsar áttir. Ganga mun mega að því vísu, að félagið fáist til þess að færa sig til muna niður frá tilboðum þeim, er það áður hefir gert. Dan-mótorar á Englandi. í færeyska blaðinu Dimmalétting stendur þessi grein 6. f. m: »Verksmiðjueigandi* Jörgensen, sá sem fann upp Dan-motorinn, er um þessar mundir á Skotlandi og hefir honum verið boðið þangað af ensku stjórninni, til þess að vera þar við tilraunir, er gerðar eru þar til þess að rannsaka steinolíumótor þann, er hann hefir fundið upp og eru að sögn allar líkur til þess að hann fái sér- stök meðmæli frá stjórninni. Þannig hefir formaður »stjórnarnefndar hinna skozku fiskiveiða* mælt hinum mestu fagurmælum við Jörgensen. Taldi hann þau ein veruleg tormerki á því, að hann fengi meðmæli ensku stjórnar- innar, að hinni dönsku verksmiðju mundi verða ókleyft að fullnægja hinni afarmiklu eftirspurn, er af því mundi leiða«. X „Sannur að sök“. Illa gengurLárusi sýslumanni Bjarna- son eltingaleikurinn við Isafold urn þessar mundir. Nýlega hefir lands- yfirréttur dæmt í tveim málum er L. B. höfðaði gegn ritstjóra hennar fyrir það að hún skýrði frá dómi, er kveðinn var upp f Iandsyfirrétti, með þeim ummælum: »Lárus dæmdur sann- ur að sök um fjárdráttartilraun* og hafði ennfremur sagt um hann. »Hann leit í þess stað á sfna hagsmuni og reyndi að hafa af búinu sér í hag IOOO kr.« Fyrir þessi ummæli höfðaði L. B. mál á móti ritstjóranum. Annað mál höfðaði hann líka móti honurn fyrir þessi ummæli í næsta blaði á eftir: »Mundu þess vera mörg dæmi um hinn siðaða heim, að maður væri látinn halda embætti eftir það, að rétt- lættur væri með dómi sá áburður á hann, að hann hefði sem skiftaráðandi róið að því öllum árum, að dánarbú, er hann hafði undir höndum, misti 1000 kr. og það honum sjálfum í hagf Að honum væri ekki einu sinni vikið frá embætti um stundar sakir, meðan væri verið að bíða eftir hæstaréttar- dómi í málinu, en til fullnaðar ef þar yrði sömu málalok.« Ritstjórinn hafði verið sýknaður í báðum þessum málum í héraði. Lands- yfirrétturinn staðfesti algerlega sýknu- dómana, en dæmdi auk þess sýslumann til 30 kr. málskostnaðarútláta í hvoru málinu fyrir sig. Ekki hefir enn frézt hvaða sárabæt- ur stjórn vor hefir fyrirhugað honum fyrir þessar hrakfarir. Búfjársýning var hér haldinn 26. þ. m. í sam- bandi við fund Ræktunarfélagsins. Verð- ur hennar getið í næsta blaði. Rækfunarfélagsfundur hefir verið haldinn hér 2 undanfarna daga og er honum ekki enn lokið er þetta er prentað. Frá honum verður skýrt í næsta blaði. Fiskiskipin. >Talismann« kom inn í þessari viku með 9000 fiskjar. Mannaláf. Guðlaugur Sigurðsson skósmiður og kona hans mistu nýlega úr barnaveiki einka- barn sitt, efnilega dóttur, Sigránu að nafni, þriggja ára gamla. Þann 21. þ. m. andaðist úr lungnabólgu Leð Halldórsson bóndi á Rútsstöðum í Eyjafirði rétt fimtugur. »Hann var dugnaðar- og þrekmaður, sundmaður ágætur, enda hafði hann feng- ist töluvert við að kenna sund. Barnaveiki í Ólafsfirði. Með síðustu ferð Skálholts komu það- an til ritstjóra þessa blaðs tveir sjúkling- ar með ótvíræð einkenni um að þeir höfðu haft barnaveiki nýlega. Ýmsir þar í firð- inum höfðu haft hálsveiki um sömu mund- ir. Veikin sýnist nú vera þar í rénun eða jafnvel útdauð, og munu engir hafa dáið úr henni. Siglufjaröarpósfur segir fiskreiting á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Fyrir fám dögum fengust þar 120 á skip af fremur smáum fiski. Barnaveikin á Akureyri. Hún hefir ekki gert vart við sig hér, nema á að eins einu barni, í húsi Guð- laugs skósmiðs Sigurðssonar. í því húsi hefir nú þegar farið fram sótthreinsun. Skipkomur. >Alf< kom um síðustu helgi með trjávið til Jónasar Gunnarssonar & Sigtryggs Jó- hannessonar. Með því skipi kom og Jónas Gunnarsson kaupmaður. »Skálh.olt< kom 23. þ. m. Með því komu Árni Þorkelsson óðalsbóndi á Geitaskarði, Jón Ólafsson á Sveinsstöðum, Magnús Jóns- son á Sveinsstöðum, frk. Guðrún Jónsdóttir á Sveinsstöðum, frk. Sigríður Sæmundssen á Blönduósi, Guðm. Guðmundsson kaupm. á Siglufirði, Stefán Björnsson á Skíðastöð- um með heitmey sinni, Ásgrímur Péturs- son í Hofsós og kona hans o. fl. Með skipinu fóru héðan auk ferðamanna flestra hingað Ólafur Eyjólfsson kaup- maður og Sigurður Sigurðsson bókbind- ari, báðir til Reykjavíkur. >Hólar< komu i morgun, tveim sólar- hringum eftir áætlun, höfðu verið 2 ’/2 dag á Vík í Mýrdal. Farþegar hingað fjöldamargir. Meðal þeirra frú Kristín Guð- johnsen, frk. Herdís Jakobsdóttir, frú Val- gerður Pétursdóttir, Jakob Hálfdánarson, Hálfdán Jakobsson, Friðbjörn Bjarnarsson öll af Húsavík, Björn Sigurðsson Ærlækj- arseli, frk. Jósefina Lund, frk. Þorbjörg Jónsdóttir á Ásmundarstöðum o. m. fl. Kosningadagurinn. Útaf greinarkorni í síðasta bl. Nl. með þessari yfirskrift hafa 3 merkir borgarar hér í bæ fundið NI. að máli og óska þeir að þess sé getið, að við samkomu þá, er var á Hotel Akureyri eftir kosninguna, hafi lítils áfengis verið ijpytt. Ágætar, danskar Karíöflur, gott íslenzkt smjör og ágætt spaðhjöt fæst í Gudmanns Efterfl. verzlurj. WHISKY Wm. Ford & Son stofnsett 1815. Einkaumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co., Kjöbenhavn, K- Skilvindur, Alpha Viola og Alpha Colibri svo og skilvinduhringir og skilvindu- olía fæst í Höepfners verzlun. SKANDINAVISK EXPORTKAFFE SURROOAT Kjöbenhavn. 2. JCjorth & Co. —zw.-- Bezt að semja við undirritaðan sem kaupir ull í sumar háu verði. Ötto Cu/inius. Poka með fataefni í hefir ein- hver tekið i misgripum í búð Magnúsar kaupm. Blöndal 26. þ. m. og skilið eftir poka með sméri og fleira dóti í. Sá sem þetta hefir gert, er beðinn að skila aftur pokan- um með fataefninu í búð M. Blöndals. Hnakktaska,nýleg,með kven- reiðfötum í, tapaðist á leið frá Oddeyri inn hjá kirkju og er finnandi hennar beðinn að gefa sig fram við ritstjóra þessa blaðs eða Sigurð bónda á Þórustöðum í Kaupangssveit. Smá-úrklippur úr viðurkenningarbréfum um hina miklu yfirburði, sem Kfna Lífs Elixír frá Waldemar Petersen, Frederikshöfn, Kaupmannahöfn, hefir. Eg hefi síðan er eg var 25 ára gamall, þjáðst af svo illkynjuðu maga- kvefi, að eg gat næstum því engan mat þolað og fékk enga hvíld á nótt- um, svo að eg gat næstum því ekkert gert. Þó að eg leitaði læknishjálpar, fór mér síversnandi, og eg var búinn að missa alla von um bata, þegar eg reyndi Kína Lífs Elixtr Waldemars Petersens. Mér hefir batnað af hon- um til fulls, og eg hefi fengið matar- lystina aftur síðan hefi eg ávalt haft flösku af KÍNA LÍFS ELIXÍR á heim- ili mínu og skoða hann bezta hús- meðal, sem til er. Nakskov 11. desember 1902. Christoph Hansen hestasali. Kína Lífs Elixfr er því að eins ekta, að á einkunarmiðanum standi vöru- merkið: Kínverji með glas í hendi og nafn verksmiðjueigandans: Waldemar Petersen, Friðrekshafn, Köbenhavn, og sömul. innhiglið f grænu lakki á flöskstútnum. Hafið ávalt eina flösku við hendina bæði innan og utan heim- ilis. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.