Norðurland


Norðurland - 03.06.1905, Page 1

Norðurland - 03.06.1905, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 38. blað. Akureyri, 3. júní 1905. IV. ár. Cueir fyrirlestrar um ís/enzk stjórnmál eftir Ouðmund Hannesson. II. Niðurlag. ,, , Um Verzlun skal eg fátt tala. Eg hefi hvorki haft tækifæri eða hirt um að setja mig inn í þarf- ir og ástand þess atvinnuvegar. Tek- ur ekki til nema á þurfi að halda. Allir sjá að hann er hér í miklu ó- lagi. Verzlunarmenn eru margir, að tölunni, en vinnuskiftingin milli þeirra skamt komin. Vöruskifti og lánsverzlun eru enn í fullum blóma. Flestir kaup- menn verða að sjá alt með annara augum, nefnilega erlendra umboðs- manna, sem oftast verða fljótlega vel efnaðir þó kaupmennirnir fari á höf- uðið. Auðsjáanlega er hér um stórmál að ræða, sem athuga þarf frá rótum, en sennilega stendur það að minstu leyti í þingsins valdi að endurbæta verzlun landsins. Verzlunar- Eg vil að eins taka fram erindrekar. ejtt: verzlunarmál, sem mér finst áríðandi að þingið taki til með- ferðar og hrindi í framkvæmd, nefnilega stofnun íslenzkra verzlunarerindreka í útlöndum. Slíkir menn hljóta að hafa mikið verkefni að leysa af höndum fyrir íslenzka kaupmenn, ekki síst þá sem fáfróðari eru, og ekki er útlend- ur markaður á íslenzkum vörum svo góður að ónauðsynlegt sé að reyna til að bæta hann. Auðvitað er skilyrði fyrir stofnun slíkra embætta, að til séu álitlegir menn í þau, sem ætla má að séu starfinu vaxnir, en eg get tæplega ætlað að vér fáum svo frá- munaleg óhæfa menn til þessa starfs, að laun þeirra margborgi sig ekki í betri verzlun og bættum markaði. Eg hygg að það séu eins dæmi, að þjóð hafi engan mann erlendis til þess að gæta hagsmuna hennar á erlendum mörkuðum. Mikið stingnr það í stúf við oss að Danir með sínum litlu fiskiveiðum skuli hafa sérstakan verzl- unarfulltrúa í Englandi með 10,000 kr. launum til þess að gæta hags- muna sinna í fiskiverzlun. Eg hefi nú stuttlega minst á helztu atvinnuvegi vora. Það eru þeir, sem eiga að bjarga oss út úr fátæktinni. Litlu þýðingarminni eru mentamál vor, en í þetta sinn vinst ekki tími til þess að fara um þau mörgum orðum. Menta- / Mentamálum eins og í öllu mál. s* öðru eigum vér að fylgja þeirri stefnu að vera sem mest sjálf- bjarga, að minsta kosti að vera Dön- um sem minst til þyngsla og fyrir- gera á þann hátt sjálfstæði voru. Þetta útilokar ekki að vér sækjum alla þá nauðsynlegu fræðslu, sem ekki finst í landinu, til útlanda, en vér eigum að gjöra hana jafnóðum innlenda eftir því sem föng eru til. Þessi stefna bindur oss að vísu þann bagga á herðar að halda uppi alldýrum mentastofnunum, en eg sé ekki að hjá því verði komist, Allir jDeir, sem skulda verzlun Sn. Jónsson- ar á Akureyri, og eru hættir viðskiftum við hana, án pess að hafa samið um lúkning skuldanna, að- varast hér með um að greiða pær að fullu fyrir 1. júlí n. k., eður að öðrum kosti að semja um þær fyrir pann dag, pví ann- ars munu þær pá tafarlaust inn- innheimtar með tilstyrk laganna, eður í blaði pessu prentaður nafna- listi yfir pær, með skuldarupphæð- inni við, með nýrri áskorun um greiðslu fyrir p. 15. júlí, og að peim tíma innheimt með tilstyrk laganna. Akureyri þ. 2. júní 1905. Jóhannes Sfefánsson. ef vér eigum ekki að setja oss óhæfi- lega lágt pólitískt markmið. Annari meginreglu vil eg fylgja, en hún er sú, að láta praktiska fræðslu í öllu því, er lýtur að daglegu lffi manna og atvinnuvegum, sitja í fyrirrúmi fyrir flestu öðru. Hér á landi höfum vér lengst af átt fjölda af lærðum mönn- um og latínuskáldum þó ekki höfum vér kunnað svo mikið sem að byggja sæmilegt hús yfir höfuðið á oss, og alþýða hafi flest lifað við lítinn kost og jafnvel dáið úr hungri og harðrétti, fákunnandi um flest, sem skapar auð- legð og velmegun. Álþýðii- Alþýðumentunarmálið og skól- skólar. ar fyrjr unglinga þarf ekki að koma í bága við þessa stefnu. Víða er svipað ástatt og hér í bænum, að skólastofnun fyrir unglinga er ekkert annað en hagkvæmd og sjálfsögð skift- ing vinnunnar. Slíkir skólar eru nú all- víða og eiga fyrir sér að fjölga og batna. Eg vil að eins fara gætilega f þessu máli, ekki síst meðan reynsla er lítil, en gera það, sem ráðist er í, svo að það verði ekki eintómt kák. Að svo komnu vil eg ekki stefna að skóla- skyldu fyrir öll börn. Reynsla mín hefir verið sú, að í útlöndum bæri hún ekki þá ávexti, sem ýmsir hér ætla. Það má t. d. oftast þekkja úr útlendu bréfin hér á pósthúsinu, þau, sem frá alþýðu- mönnum koma, á því, að utanáskriftin er bæði illa skrifuð og rangt stafsett, svo að stingur í stúf við ísienzku bréfin. Bœkur. Hvað almenna mentun snert- ir, þá finst mér fátt standa oss meira fyrir þrifum, en skortur á góðum íslenzkum bókum. Hver sem vill um eitthvað fræðast, hefir nálega engan annan veg, en að læra fyrst út- lent mál, oftast dönsku, og lesa síð- an bækur á því máli. Skólarnir eru f sama vandanum. Þá vantar og íslenzkar kenslubækur í nærfelt öllum greinum. Þetta er bæði erfitt og auk þess hættu- legt fyrir tungu vora og þjóðerni. Mætti eg ráða landsfé, skyldi eg verja árlega sem svaraði kostnaði við einn góðan almennan mentaskóla til þess að styrkja árlega útgáfu vand- aðra íslenzkra alþýðu- og skólabóka .Eg hygg að sá skólinn mundi fyllilega styðja almenna mentun alþýðu eins vel og hver annar. Sjómenn Eg vil að lokum minnast á afskiftir. það að mér finst sjómanna- stéttin vera afskift í mentamálum. Sjómannaskólinn er eini skólinn, sem sérstaklega er ætlaður henni, en hann veitir eingöngu fræðslu í því að stýra og stjórna skipi, en tekur, að því sem eg veit frekast, ekkert tillit til þess að atvinnnuvegurinn eru fiskiveiðar. Ættu sjómenn að njóta svipaðrar fræðslu með styrk af landsfé og þeir eigi kost á sem stunda vilja landbún- að, þá veitti ekki af sérstöku skóla- skipi líkt og Danir eiga (Georg Stage), sem æfði unglinga í praktiskri sjó- mennsku og fiskiveiðum. Sennilega veitti ekki heldur nemendum sjómanna- skólans af þvf að bæta nokkuri verk- legri æfingu við bóknám sitt. Samgöngu- RfJ hefi nu minst á nokk- mál. s* $+ ur atriði í atvinnu- og mentamálum vorum. Áður en eg lýk máli mfnu vil eg fara fáum orðum um samgöngumál. Sem stendur er ástandið þannig að ekkert plan er til um vegi á landinu. Aðeins sundurslitnir bútar eru ákveðnir. Aðalvegunum, sem ákveðnir hafa ver- ið eftir þéttbýlustu sveitunnm hefir að öllu leyti verið dembt á landssjóð. Fátækari sveitirnar verða fyrst og fremst að kosta sína vegi án nokk- urar aðstoðar og þar á ofan gefa rik- ustu héruðunum að mestu leyti vegi þeirra og jafnvel árlegt viðhald á þeim. Eg get ekki hugsað mér öllu öf- ugri aðferð en þessa. Lífsnauðsyn er að fá fast samanhangandi plan yfir alla fyrirhugaða vegi landsins. Það verður að sitja í fyrirrúmi. Héruðin ættu síðan sjálf að taka þátt í kostn- aðinum við lagningu veganna með styrk af landssjóði, sem væri minstur í þéttbýlustu og ríkustu héruðunum, en yxi að því skapi sem vegagerðin legðist þyngra á héraðsbúa, og aðal- leiðir yfir óbygðir ættu að líkindum landssjóður einn að kosta. Þetta væri og í samræmi við nágrannalöndin, sem leggja nærfelt allar byrðar við vegi á sjálf héruðin. í orði kveðnu myndi landssjóður spara ekki alllítið fé við þetta fyrirkomulag, en að minni hyggju mundi vegagerðin aukast svo, að alt kæmi í sama stað niður. Á sjó hefir samgöngum verið hald- ið uppi með því að greiða útlendu gróðafélagi stórfé ár eftir ár. Síðasta fjárhagstímabilið hefir það numið verði laglegs gufubáts á ári (75,000 kr.). Aftur hefir félag þetta látið oss tvent í té, annað eru strandferðirnar, hitt að selja mat og flutning manna dýrara en önnur félög hafa gert, sem engan styrk fá af landsfé. Án þess að eg vilji áfella alþingi fyrir fjárveitingar þess til D. F. D. S., þá er eg algerlega mótfallinn sjálfri aðferðinni nema sem hreinasta neyð- arúrræði. Vér eigum að stefna beina leið að því takmarki að eiga sjálfir skip vor og manna þau sjálfir, sigla sjálfir vorn eigin sjó. — Það er ein- hver óskiljanleg hræðsla, sem grípur suma ef um það er talað að eignast gufuskip, einkum síðan Vesta var á ferðinni sællar minningar, alveg eins og sú list lægi fyrir útlendingum ein- um en íslendingum ekki. Eg er alger- lega laus við slíkt vantraust á oss og algerlega sannfærður um að meðan það loðir við oss er grundvöllurinn ærið veikur undir allri vorri pólitík. Dönsk ummæli um * * símasamning stjórnarinnar. í danska blaðinu »Nationaltidende« frá 29. f. m. stendur eftirtektaverð grein um samning ráðherrans við »St. N.« þann sem prentaður er í síðasta blaði Norðurlands. Blaðið er gamalt málgagn hægrimanna- stjórnarinnar dönsku, var eitt af þeim blöðum, er kappsamlegast flutti varn- ir fyrir bráðabyrgðarfjárlögum þeirra Estrups og Nellemanns og öllu þeirra lagatraðki. Það getur þvf ekki fengið af sér að vera að átelja það þó ráð- herra vor hafi gert samning við fé- lagið um fjárframlög af hendi íslands, þó engin lög séu fyrir því, er nemi svo sem '/4 af árstekjum landsins. Þó viðurkennir blaðið að fjárveitingin sé ekki á síðustu fjárlögum vorum og að frá formsins hlið hafi ráðherrann ekki haft rétt til þess að ráðstafa þessu fé. Þetta er nærri því virðingarvert af gömlu hægrablaði. Eftirtektaverðast við grein þessa er þó það, að blaðið viðurkennir að sjálf- ur samningurinn sé mjög varhugaverð- ur fyrir íslendinga, sé áleitinn við hag þeirra og réttindi. Blaðið bendir fyrst á að 2. gr. samningsins veiti ráðherra íslands rétt til þess að taka símalagninguna gilda, að því er snertir Iendingu sæsímans og endastöð hans á íslandi, en veiti samgöngumálaráðherra Dana einum rétt til þess að taka gilda alla sfmalagning- una í heild sinni og hann einn hafi rétt til eftirlitsins. í 3. gr. er kveðið svo á, að endur- gjald fyrir afnot símans verði ekki hækkað, nema eftir samráði við ráð- herra íslands, en jafnframt er honum varnað þess, að hafa áhrif á hvað þetta gjald verði sett hátt upphaflega. Það er samgöngumálaráðherra Dana, sem á að ákveða þetta. Annað ákvæði f 3. gr. er harla ó- ljóst, um að allar tekjur af rekstri sæsímans skuli, meðan leyfið stendur, renna til félagsins. Um þetta segir blaðið ennfremur: »En ekkert stendur um þau símskeyti, er bæði fara með landsímanum og sæsímanum. Á þá sæ-

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.