Norðurland


Norðurland - 17.06.1905, Page 1

Norðurland - 17.06.1905, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 40. blað. } Akureyri, 17. júní 1905. s IV. ár. Hið sameinaða gufuskipafélag hefir sett niður fargjald á skipum sínum á farleiðinni milli Kaup- mannahafnar, Leith, Færeyja og íslands, pannig: Önnur leiðin. Fram og aftur gildir í ó mánuði. Á 1. Á. 2. Á. 3. Á 1. Á 2. MiHum: farrými. farrými. farrými. farrými. farrými. Krónur. Krónur. Krónur. Krónur. Krónur. Kaupmannahafnar og Leith Kaupmannahafnar og Fær- 36 27 18 54 40'/2 eyja 50 36 95 65 Kaupmannahafnarogíslands 65 45 115 80 Leith og Færeyja .... 45 36 72 45 Leith og Islands .... Færeyja og austurströnd ís- 65 45 115 80 lands norður að Vopnaf. Færeyja og annara staða á 24 18 12 36 27 íslandi 36 27 18 54 45 Hrafnagilsfundurinn. Hann var haldinn á annan í hvíta- sunnu, eins og til stóð, kl. 3 e. h. og er fundargerðin hér á öðrum stað í blaðinu. Múgur og marg- menni sótti fundinn, bæði úr inn- firðinum og af Akureyri, en auk þess ýmsir úr útfirðinum og dölun- um og nokkurir menn úr Þingeyjar- sýslu. Líklega lætur nærri að fund- inn hafi sótt um 400 manna og var nokkur hluti þess kvenfólk. Kjósend- ur í Eyjafjarðarsýslu fengu einir at- kvæðisrétt, en allir höfðu málfrelsi. Fundurinn var haldinn í tjaldi, en storinur var töluverður, svo tjald- þakið blakti og heyrðist því illa til ræðumanna. — Enginn kostur var á því að skrifa upp ræður þær er haldnar voru. Eins og við mátti búast voru undirskriftarmálið og ritsímamálið aðalmálin, en langmest var þó talað um hraðskeitamálið, þó mikið vant- aði á að það væri rætt svo sem þörf var á. Sjálfsagt hafa margir sótt fundinn í þeirri von að þar mundu koma fram ýmsar þýðingarmiklar skýring- ar á þeim málum, sem um hefir ver- ið deilt, að ráðherranum mundi vera ánægja að því að gefa þær og að flokksmenn hans mundu einskis láta ófrestað til þess að þessar skýringar kæmu sem bezt í ljós. Ekkert var þó gert af þeirra hálfu til þess að afla þessara skýringa. Það voru and- stæðingar stjórnarinnar, sem einir þurftu fyrir því að hafa, og ýmsar upplýsingar fengust alls ekki. T. d. var ómögulegt að fá ráðherr- ann til þess að gefa nokkura fram- bærilega skýringu á því hvers vegna hann hefði gert samninginn að þing- inu fornspurðu, hrapað að honum áður en útséð var um hvort ekki mátti fá miklu betri tilboð og sam- ið um meira en hann hefði heimild til, því ekki teljum vér það skýr- ingu að Hage, sem þá var samgöngu- málaráðherra Dana, hafi verið mál- ið kappsmál og að hann hafi vitað að dagar hans í ráðaneytinu mundu brátt verða taldir og því hafi orðið að flýta málinu hans vegna. Dálítið fer það þá að verða einkennilegt íslenzka þingræðið, ef við eigum að selja það af hendi, til þess að koma fram áhugamálum danskra ráðgjafa. Um það var þó hægt að fá upp- lýsingar hvernig bæri að skilja samn- inginn að því er til þeirri skeyta kemur, sem send væru bæði með landsíma og sæsíma. Ráðherrann fullyrti að til þess væri ætlast að landið fengi borgun fyrir öll þau skeyti, er færu með landsímanum, líka þau, er jafnframt fara með sæ- símanum og hafði hann hugsað sér að það gjald yrði 10 % af gjaldinu með sæsímanum. Verði þetta gjald sett lægra en önnur gjöld fyrir skeyti með landsímanum, verður þó að skoða þetta sem ívilnun til ritsíma- félagsins, sem reyndar getur numið allmiklu fé á 20 árum. Þá er ennþá ótalin merkasta upp- Iýsingin sem fekkst á Hrafnagils- fundinum. Alþingismaður Stefán Ste- fánsson á Möðruvöllum spurði ráð- herrann um hvaða réttarkröfu St. n. ritsímafélagið gæti gert til landsins, ef alþingi gengi ekki að þeim samn- ingi, er ráðherrann hefir við það gert. Fyrst reyndi ráðherrann til þess að komast hjá því að svara þessari spurningu og ætlaði að láta sér nægja með þá ekki ósnjöllu né þýð- ingarlitlu yfirlýsingu að hvorki Jap- anar né Rússar mundu fyrir það segja oss stríð á hendur. Alþingis- maðurinn varð því að endurtaka tilraunina til þess að fá fyrirspurn sinni svarað og þá tókst líka betur til. Ráðherrann gaf þá mikilvæga skýringu, að alls ekkert mundi ske, þó ekki yrði gengið að samningn- um. Ritsímafélagið mundi ekki eða gæti ekki kraffst skaðabóta af land- inu, í hæðsta lagi gæti það höfðað skaðabótamál á móti sér, en þó var á honum að skilja, að ekki bæri hann kvíðboga fyrir því, að til þess mundi koma. Þessi yfirlýsing ráð- herrans hlýtur að vera oss öllum fullkomið gleðiefni, en undarlega kernur hún reyndar heim við það, sem áður hefir verið haldið að þjóðinni í þessu máli og Iíka sumt það annað sem ráðherrann hélt fram á fundinum. * * * Þá voru kenningar ráðherra vors í undirskriftarmálinu ekki ófróðleg- ar og mundi hafa verið talin mikil býsn fyrir nokkurum árum, ef þeim kenningum hefði verið haldið fram af hálfu Islendinga. Rúmsins vegna verðum vér þó, að láta hjá líða, í þetta sinn, að skýra frá þeitn og gera við þær athugasemdir. X Þingmálafundur Húnvetninga. Eins og kunnugt er, héldu Húnvetn- ingar þingmálafund á Blönduósi 28. apríl og var þar feld með öllum at- kvæðum gegn 1 traustyfirlýsing til stjórnarinnar, en aftur samþyktar yfir- lýsingar bæði í undirskriftarmálinu og ritsímamálinu, er lýstu mikilli óánægju með aðfarir hennar. Fundur þessi var fremur fámennur og því þótti Hún- vetningum þörf á að boða til nýs fundar. Þessi fundur var og haldinn á Blönduósi 9. þ. m. og sótti hann mik- ið fjölmenni. Með öllum samhljóða atkvæðum var þar endurtekin yfirlýsing fyrri fundar í undirskriftarmálinu. En hún er á þessa leið: >Fundurinn lýsir yfir því áliti sínn, að með undirskrift forsœtisráðhetrans danska undir skipunarbref fslandsráðherrans í fyrra vetur hafi verið framin lögleysa og þjóðrétt- indum vorum traðkað og skorar á þingið að ráða bót á þessum misfellum framvegis. < En í ritsímamálinu var þessi til- laga samþykt með öllum (um 70) sam- hljóða atkvæðum: »Fundurinn vísar til samþyktar þeirrar í ritsímamálinu, er gerð var á þingmálafundi á Blönduósi 28. apríl þ. á., en með því ýmsar þýðingarmiklar upplýsingar í því máli hafa komið fram síðan, er benda á óhagsýni og óvarfærni ráðherrans, þá lýsir hann yfir vantrausti sínu á núverandi stjórn til þess að leiða það mál farsœllega til lykta. Einnig skorar fundurinn á þingmenn kjör- dœmisins að gera sitt ýtrasta til að fá þeim samningi hrundið, sem ráðherrann hefir, ís- lands vegna, gert við ritsímafélegið danska og gœta í því efni frelsis og sóma þjððar- innar, leggja ella niður þingmannsumboð sitt.« Ennfremur samþykti fundurinn, sömu- leiðis með öllum atkvæðum, áskorun til þingsins um að rannsaka réttará- standið í Snœfellsnessýslu. Mjög er af því látið hve Húnvetn- ingar séu nú samhuga í hinum helztu stjórnmálnm, einkum ritsímamálinu, bæði blöskrar þeim kostnaðurinn, en þó ræður hitt mestu, að þeir vilja ekki láta ráðherranum haldast uppi að taka af þinginu fjárforræðið. Þeim virðist vera það fullljóst, báðum flokkur alveg jafnt, að til þess vildum vér fá stjórn- ina inn í landið, að þjóðin fengi að ráða málum sínum, ekki sízt öðru eins stórmáli og þessu, en ekki til þess að yfirgangssamir og valdafýknir ráðgjafar hrifsuðu undir sig fjárráðin, þegar þeim biði svo við að horfa. Umboðsmaður stjórnarflokksins þar í Húnavatnssýslu, Arni á Höfðahólum, hafði verið á stjái um sýsluna á und- an fundinum, en ekkert hafði unnist á í því ferðalagi nema sólaslitið. Hinn nýi konungkjörni þingmaðnr Húnvetninga, Þórarinn á Hjaltabakka, mætti ekki á fundinum, þó staddur væri hann á fundarstaðnum þennan dag. Þykjast kunnugir menn vita að undir niðri sé hann samdóma samsýsl- ungum sínum, einkum í ritsímamálinu. X Hættulegur hugsunarháttur. Á Hrafnagilsfundinum sagði ráðherra H. H. það með berum orðum, að mót- stöðumenn sínir væru aðallega »ein familia, tveir bræður (líklega ritstjóri þessa blaðs og ritstjóri Fjallkonunnar) og þriðji maðurinn, sem væri svo gott sem bróðir (ritstjóri ísafoldar?)«. Mót- spyrnu þessara manna gegn sér og sín- um gerðum kvað hann vera sprottna fyrst og fremst af því, að þeir vildu niður af sér skóinn og þar næst kom- ast sjálfir til vegs og valda. Utan fundar lét hann það álit sitt í ljós, að allar aðfinslur við sínar gerð- ir væru gerðar á móti betri vitund. Hugsunarháttur þessu líkur kemur stundum fram hjá illa mentuðum lýð, þar sem tveir eða þrír menn berjast um völdin. Því meiri sem fáfræðin er, því fremur verður hann skiljanlegur, nærri því afsakanlegur, en hitt er ekki afsakanlegt að mentaður maður, sem hafinn hefir verið upp í æðsta sæti þjóðarinnar, skuli hafa þenna hugsun-

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.