Norðurland


Norðurland - 17.06.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 17.06.1905, Blaðsíða 3
159 Nl. Rússlandi er rotinn, en Japanar eru gæddir mörgum kristnum dygðum. Og því er altaf þannig farið, að góð- ur kristinn maður er góður hermaður. Þýzku þjóðinni er mjög ábótavant í þessum efnum, og eg efa að eg hafi rétt á að biðja Guð um sigur, ef Þjóðverjar skyldu lenda í stríði. Væri slík bæn ekki sama sem bæn Jakobs að sigra engilinn? Japanar eru svipa drottins, sem Atli Húnakóngur og Napóleon. Guð varðveiti oss Þjóð- verja frá að vera refsað með slíkri svipu.i * * * Ennþá er hann og Frökkum óþarf- ur ljár í þúfu. Á ferðalagi í Elsass- Lothringen fyrir skömmu, voru dáleik- ar miklir með honum og kaþólskum prelátum. Einn kirkjufurstinn skenkti keisara »orðu hinnar heilögu grafar«, og þakkaði honum með mörgum fögr- um orðum umhyggju hans fyrir mál- efnum kirkjunnar. Hér halda Frakkar, að eitthvað búi undir. Svo er máli farið að stjórnin franska heldur æðstu vernd- arhendi yfir kaþólskum í Austurheimi, og ætla menn, að páfi hafi í huga að svifta þá þeirri tign, en það er þeim engan veginn um gefið, því að slíkt er skerðing á veldi þeirra. Annars er eðlilegt, að til vináttu dragi með Þjóð- verjum og hinum heilaga stóli, þar sem Frakkar hafa fjandskapast svo mjög við kaþólska trú og kaþólska kirkju á seinni tímum. -;;c- JNJorðmenn segja sundur með sér og Svíum. Skip frá Noregi, er kom til Seyð- isfjarðar rétt þegar »Kong Inge" fór þaðan, hafði sagt þær fréttir að þing Norðmanna hafi lýst yfir því, að það segði upp sambandinu við Svíþjóð og hafði jafnframt boðið Karli, sytii Óskars Svíakonungs. kon- ungdóm yfir Noregi. Það fylgir og sögunni að Óskar konungur hafi mótmælt aðskilnaði ríkjanna. % Þingmálafundurinn á Hrafnagili. Þessar tillögur voru samþyktar þar: 1. Undirskriftarmálið. »Fundurinn lýsir yfir því að réttindum íslands sé ekki misboðið að nokkuru með með- undirskrift forsætisráðgjafans á út- nefningarskjali ráðherrans og finnur ekki ástæðu til að vekja nokkura þrætu út af því, enda álítur fundur- inn að íslandsráðgjafi hafi alla póli- tíska ábyrgð á útnefningunni gagnvart íslandi.« — Tillagan var samþykt með nálægt 50 atkvæðum gegn 15. 2. Ritsímamálið. »Fundurinn lýsir því yfir að hann eftir atvikum ber fult traust til ráðherra íslands fyrir samninga hans í ritsímamálinu fyrir íslands hönd, sem eru fullkomlega eftir óskum þings og þjóðar.« — Sam- þykt með 5 8 atkvæðum gegn 11. 3. Mentamál. »Fundurinn vill að þingið veiti fé til stofnunar fullkom- ins kennaraskóla í Reykjavík.« 4. Búnabarmál. »Fundurinn óskar eftir að samin verði almenn landbún- aðarlöggjöf fyrir landið.« 5. Sjúkraskýli fyrir bérklaveika menn. »Fundurinn ályktar að skora á þing og stjórn, að þau nú þegar, eða sem fyrst að hægt er, láti á kostnað Iandsjóðs byggja sjúkraskýli fyrir berklaveika menn, ef hlutaðeigandi héruð vilja kosta viðhald þeirra, að undanskilinni læknishjálp.« — Tillagan samþykt í einu hljóði. 6. Samgöngumál. a. »Eyfirðingar skora á þingmenn sína að koma því til leiðar á næsta þingi, að fé verði veitt til brúar á Eyjafjarðará í næstu fjárlögum. Ef það fæst ekki, þá að verkfræðingur landsins verði látinn á- kveða brúarstæði á ánni og gera á- ætlun um hvað hún kosti.« b. »Fundurinn skorar á þingið að veita svo mikið fé til framhalds ak- brautar inn Eyjafjörð, að hún komist á næsta fjárhagstímabili að minsta kosti fram að Saurbæ.« Báðar tillögurnar samþyktar í einu hljóði. 7. Varnir gegn yfirgangi útlendra fiskimanna. »Að sett sé upp sérstök löggæzla hér við Norðurland, sérstak- lega Eyjafjörð og Siglufjörð, til þess að halda uppi fiakiveiðalöggjöfinni þar, og að löggjöfinni sé breytt, svo að hún verndi til fulls atvinnurétt innborinna manna.« — Samþykt í einu hljóði. Á báðum áffum. Nákunnugur maður fullyrðir, að Hrafnagilsfundinn hafi sótt ekki færri en 200 atkvæðisbærir kjósendur úr Eyjafjarðarsýslu. Sé svo eru það furðu fáir sem atkvæði greiddu. Eftir því ætti ekki nema liðugur 4. hluti kjós- enda að hafa greitt atkvæði með stjórninni. Voru hinir á báðum áttum, eða voru þeir á móti? Þingmálafundur á Seyðisfirði. Frá fréttaritara Norðurlands. Þingmenn N.-Múlasýslu og Seyðis- fjarðarkaupstaðar: sýslumaður Jóh. Jó- hannesson, si'ra Einar Þórðarson og Jón Jónsson frá Múla höfðu boðað til sameiginlegs þingmálafundar 3. þ. m. (júní) fyrir Fjarðamenn og kaupstaðar- búa, í sambandi við manntalsþing á Fjarðaröldu. En þar eð stjórnarsinna mun hafa grunað, að ekki væri lík- legt, að á þeim fundi fengjust sam- þyktar þær fundarályktanir, er lýstu einskærri ánægju og velþóknun í garð stjórnarinnar, hugkvæmdist þeim að koma því til vegar, að skora á þing- mann kaupstaðarins að halda sérstak- an fund með bæjarmönnum, í von um betri árangur. Var þetta látið að vilja þeirra og skyldi fundurinn haldinn á eftir hinum áður boðaða fundi. En síð- an var fundurinn boðaður og haldinn 28. maí, — viðbúnaðarlaust af hálfu Framsóknarflokksmanna og 2 dögum áður en von var á hinum þingmönn- unum til kaupstaðarins (Jóhannes sýslu- maður var staddur á þingaferðum). — En eins og 'vænta mátti, varð sá á- rangur af fundinum, er eftirfylgjandi útdráttur úr fundargerðinni ber með sér. — Á fundinum mættu 33 kjós- endur bæjarins. Þessi mál voru tekin til umræðu: Undirskriftarmálið. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir því, að forsætisráðherrann danski slcrif- aði undir skipunarpréf ráðherra vors, þvert ofan í skýlausan vilja síðasta þings; skorar fundurinn á þingið að gera alt sem í þess valdi stendur til þess, að slíkt komi ekki oftar fyrir.— Tillagan var samþykt í einu hljóði. Ritsímamálið. Um það urðu allmiklar umræður; vildu stjórnarsinnar láta nægja, að í því máli væri að eins samþykt svo- hljóðandi tillaga: »í tilefni af hinum mörgu og marg- víslegu frásögnum og skýringum um undirbúning ritsímamálsins og fram- kvæmd þess, ályktar fundurinn að skora á þingmann kjördæmisins, að fylgja því sem fastast fram, að neðri deild alþingis skipi þegar í þingbyrjun sérstaka nefnd, sem rannsaki það mál alt frá rótum og sé henni gefið vald til að heimta skýrslur, skriflegar og munnlegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum, samkvæmt 22. gr. Stjórnarskrárinnar.« — En þessi tillaga þótti óákveðin og ólullnægj- andi og urðu því með henni að eins 8 atkvæði. Hinsvegar var borin upp og sam- þykt svohljóðandi tillaga í tveim lið- um: 1. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir því, að stjórnin skuli hafa gert samning um ritsímalagning hingað til landsins, svo úr garði gerðan, sem hann er, að þinginu fornspurðu, einkum þar sem fjárlögin virðast ekki heimila það fé, sem ætlað er að til þurfi. Þingið eitt á að ráða úrslitum þess máls og hafa óbundn- ar hendur til að velja um þau til- boð um hraðskeytasamband, er fyrir kunna að liggja. Væri því rétt að þingið, þegar í þingbyrjun setji nefnd til að rannsaka öll tilboð og hvað annað, sem gerst hefir í þessu máli. — Þessi liður tillögunnar var samþ. með 23 atkv. gegn 8. 2. Aðhyllist þingið símasamband, krefst fundurinn þess, að sæsíminn verði lagður til Seyðisfjarðar, sem full kunnugt er að sérfróðir menn á- líta hentugastan landtökustað fyrir sæsíma til Austurlands. Loks telur fundurinn sjálfsagt að væntanlegur landsími verði lagður um bygðir eftir því sem framast er unt. — Samþ. með 32 samhljóða atkvæðum. Meðferð þingmála. í því máli samþ. svohljóðandi til- laga með 28 samhljóða atkv.: Fund- urinn telur það vonbrigði mikil og skerðing á eftirþráðu þingræði, að í stað þess að birta opinberlega, kjós- endum og þingmönnum til athugunar, nýmæli þau og lagafrumvörp, er stjórn vor væntanlega hefir samið og ætlar að leggja fyrir þingið í sumar, — skuli þeim nú sem fyrr hafa verið haldið leyndum fram að þingtíma og þau fyrst borin undir konung (í ríkisráð- inu danska), áður en vér áttum kost á að kynna oss þau, — og skorar á þingið að gera sitt ítrasta til að ráða bót á þessu í framtíðinni. Sjávarútvegurinn. Eftirfylgjandi tillögur samþ. í einu hljóði: 1. Fundurinn skorar á alþingi að veita Bjarna Sæmundssyni svo mikil laun að hann geti gefið sig algerlega við því, er snertir fiskirannsóknir og fiskiveiðar, og sé honum gert að skyldu að gefa út tímarit um fiski- veiðar, er sé styrkt nægilega af landsjóði. 2. Fundurinn skorar á alþingið að veita rfflegan fjárstyrk til ábyrgð- arfélags fyrir mótorbáta. 3. Fundurinn óskar að settir verði fiskimatsmenn á stærstu fiskipláss- um landsins og sé þeim greitt á- kveðið gjald fyrir »tonn« fiskjar þess er þeir meta, en séu ekki á föst- um launum. Mentamál. Fundurinn skorar á þingmanninn að beitast fyrir því, að sem allra fyrst verði undið að framkvæmdum í menta- málinu og að þingið verði sem rífleg- ast í fjárveitingunni til þeirra. — Samþ. í einu hljóði. Búnaðarskólamálið. Svohljóðandi tillaga samþ. í einu hljóði: Fundurinn endurtekur áskorun sýslunefndar N.-Múlasýslu á aðalfundi hennar 17.—19- f- m. viðvíkjandi Eiða- skólanum. — Áskorun sýslunefndar- innar er á þessa leið: »Sýslunefndin ítrekar þá áskorun sameinaðs sýslufundar Múlasýslanna 27. ág. f. á. til alþingis, að neyða ekki Austfirðinga til að leggja niður þá einu mentastofnun er þeir eiga, heldur halda áfram að styðja hana svo hún megi verða til sem mests gagns, og veita jafnframt sem rífleg- astan styrk til húsabyggingar handa Eiðaskólanum, með því sniði, sem eigendur skólans taka ákvörðun um, þegar þeir eru búnir að fá að vita hverja stefnu þingið tekur í skóla- málinu, eða alt að 10000 kr. Landsbanka-útbú. Fundurinn álítur að nú muni Lands- bankinn hafa nægilegt fjármagn til að setja hér upp útbú og krefst þess, að þingið og landsstjórnin hlutist til um að það verði tafarlaust framkvæmt, samkv. 9. gr. bankalaganna. — Samþ. með 15 samhljóða atkvæðum. Slátrunarhús. Fundurinn skorar á þingmanninn að beitast fyrir, að veitt verði fé til slátr- unarhúsbyggingar á Seyðisfirði. — Til- lagan samþykt. Samgöngumál. í því máli voru samþyktar þessar tillögur: 1. Fundurinn skorar á alþingi að semja áætlun um strandferðir, haganlegri en hingað til, og sæta því bezta og aðgengilegasta boði sem fæst, til að fullnægja þeirri áætlun. Aft- ur á móti álítur fundurinn ónauð- synlegt og því rangt að veita nokk- urn styrk af landsfé til millilanda- ferða, nema lítinn styrk til þess, að póstskipin til Reykjavíkur komi við á Austurlandi, — að minsta kosti á Seyðisfirði — í báðum leiðum, f janúar og desember. 2. Fundurinn skorar á þingið að veita ekki meira fé en orðið er til Fagra- dalsvegarins, fyrr en nákvæm og áreiðanleg áætlun er gerð um, hvað hann muni kosta. Að öðru leyti lýsir fundurinn yfir, að hann telur rétt að stærri vega- gerðir og brýr, sem ekki er þegar byrjað á, sé látnar bíða meðan ver- ið er að koma á góðu hraðskeyta- sambandi* innanlands. 3. Fundurinn skorar á þingið að setja nefnd til að rannsaka Lagarfljóts- brúarmálið frá rótum og alt er að því lýtur og gefa nefndinni heim- ild til að heimta upplýsingar sam- kvæmt 22. gr. stjórnarskrárinnar. Breyting þingtímans. Fundurinn skorar á þingmann kjör- dæmisins að vinna að því, að þingtím- anum verði breytt þannig, að þing sé haldið á vetrum. — Samþykt í einu hljóði. Afnám kjöttolls í Noregi. Fundurinn skorar á þingið að fela landsstjórninni að leita samninga við norsku stjórnina um að afnema innflutn- ingsgjald á íslenzku kjöti í Noregi. — Annars óskar fundurinn að Norðmönn- um verði með lögum gert erfiðara með fiski- og síldveiðar hér við land. — Till. samþ. Innlend eldsvoða- og lífsábyrgðarfélög. Fundurinn tjáir sig hlynta stofnun innlends eldsvoðaábyrgðarfélags og lífs- ábyrgðarfélags og skorar á alþingi að hraða stofnun þess konar félaga eftir því sem vera má. * * * Gleðiefni var það yfirleitt, hversu skoðanir kjósenda og þingmannsins féllu saman í þeim málum, sem ann- ars er ágreiningur um. Og eftir fram- komu þingmannsins nú og á þingmála- fundinum 26. ágúst f. á. munu kjós- endur hans treysta því, að hann verði ótrauður fylgismaður íullkomins þing- ræðis og annarra vorra helgustu þjóð- réttarkrafa. Ályktun fundarins í undirskriftar- málinu var hann algerlega samþykkur, hefði máske viljað stíga þar feti fram- ar, enda lýsti hann því yfir á fundin- um í fyrra, að ráðherraskipunaraðferð- in hefði »sært sína leikmanns tilfinn- ing sem íslendings* og »gerði ráð fyrir að það yrði þingmál, og þá á- ríðandi að fá sterkan meiri hluta til að samþykkja yfirlýsingu, er tæki það skýrt fram, að framvegis viljum vér ekki að það gangi til á sama hátt.« í ritsímamálinu, er svo mjög snert- ir fjárráð og sjálfstæði þingsins, má * Austri setur þarna »ritsfmasamband<; það er rangt, stóð ckki svo í tillögunni.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.