Norðurland


Norðurland - 17.06.1905, Blaðsíða 4

Norðurland - 17.06.1905, Blaðsíða 4
Nl. 160 og óefað af honum vænta fulltingis, að því er snertir verndun þingræðis- ins. Það hafa fáir lagt meiri áherzlu á eða tekið það skýrar fram en hann, að »fult vald (þingsins) yfir fjármálun- um er meginstálpi þingrœðisins í hverju landi«, og því mundi hvert það vald- boð, er kæmi í bága við ráðstafanir og vilja þingsins, vera honum þyrnir í augum. Tók hann það réttilega fram nú á fundinum, að enda þótt dómstól- ar kynnu að samrýma aðgerðir stjórn- arinnar í ritsímamálinu við ákvæði fjárlaganna, þá gæti þingið engu að síður ónýtt þœr, ef því þætti þær binda hendur sínar að einhverju leyti, þætti þær ganga lengra eða í aðra átt en það hefði ætlast til. Enda gefur að skilja, að fyr getur stjórnin verið kom- in í ósamræmi við þing og þjóð en að svo sé, að leita þurfti dómstól- anna til að skera úr málum. Þá tók þingmaðurinn það einnig skýrt fram, að vonbrygði hefðu það verið fyrir sig, að stjórnin skyldi ekki, jafnóðum og hún samdi lagafrumvörp, er hún ætlaði að leggja fyrir þingið, — birta þau opinberlega, þingmönn- um og kjósendum til athugunar. Og við umræðurnar var sýnt fram á, að þetta hlyti að vera skerðing á þing- ræðinu, því vitanlega stæðu þingmenn ólíkt ver að vígi með að ráða til lykta málum, er þeir ekki hefðu hugboð um fyr en á þing er komið, hvað þá held- ur að þeir hefðu átt kost á að leita álits kjósenda sinna, að því er þau snerti. Sömuleiðis var bent á, að það væri ekki meining stjórnarskrárinnar — heldur brot á þingræðisreglum — að þingmálin væru á þessu stigi borin upp »fyrir konungi í ríkisráðinu*, — þar væri beinlínis átt við frumvörpin eftir að þau eru afgreidd frá þinginu sem lög. •— Til þess að ráða bót á þessu, yrði þingið að geia öruggar ráðstafanir. X Amfsráð Norðuramfsins hélt fund sinn hér á Akureyri 13.— 15. þ. m. Allir amtráðsmennirnir mættu á fundinum, en frá honum mun verða skýrt í næsta blaði Nls. Síra Þorvaldur Bjarnason á Melstað lá þegar síðast fréttist þungt haldinn í lungnabólgu. Fiskafli var undanfarið góður hér yzt í firð- inum og fiskurinn sérlega vænn, en iít- ið um beitu og mjög lítill fiskur geng- inn inn á fjörðinn. í Ólafsfirði fengust nokkura daga 6—12 kr. hlutir. Frá Seyðisfirði er skrifað til Nls. 9. þ. m. »Fiskafli er kominn nokkur og nokk- ur síld hefir veiðst í fyrirdrætti. Eink- um eru það þó mótorbátarnir, er fiska vel. Tveir mótorbátar þeirra kaupm. St. Th. Jónssonar og Sig. Jónssonar munu vera búnir að fá 50—60 skpd. báðir af stórum þorski, enda munu þeir vera langhæstir. Skipin afla frem- ur lítið og sömuleiðis fiskibátarnir.« Skipkomur. »Nanna« kom hér 11. þ. m. með efni- við í hafnarbryggjuna. Með skipinu kom frá útlöndum frk. Helga Helgadóttir for- stöðukona rjómabúsins á Möðruvöllum, en frá Austfjörðum Hallgr. Einarsson mynda- smiður og Halldór Stefánsson á Seyðisfirði. »Rex« saltskip, kom hér 12. þ. m. »Pervie« kom 14. þ. m. Sagði ís 'A mílu undan Horni. »Kong Inge« kom í fyrrinótt. Farþegar frá Kaupmannahöfn : Jón Stefánsson (Jóns- sonar á Sauðárkrók) stud. mag. Bogi Mel- sted cand. mag. og frk. Thit Jensen (fóru í land á Húsavík og koma Iandveg hing- að) Jósef Jósefsson (smiðs á Oddeyri) með konu sinni. Ennfremur voru með skip- inu Páll Bjarnason útflutningsstjóri og- frá Húsavík frk. Hulda Laxdai. Fokið í það skjólið. Lárus H. Bjarnason hefir reynt til að telja þjóðinni trú um það, að há- yfirdómari Sveinbjörnsson hafi verið á öðru máli en hinir yfirdómararnir í málum þeim, er Lárus fekk svo ó- virðulega útreið í síðast fyrir yfirrétti. Nú er fokið í það skjólið, því lýst yf- ir, að dómurinn hafi verið samþyktur í einu hljóði. Sauðanespresfakall.j Prestkosning hefir farið þar fram og hlaut síra Jón Halldórson á Skeggja- stöðum mikinn meiri hluta atkvæða. Lausn frá presfskap hefir nú fengið síra Davíð Guðmunds- son á Hofi, eftir 45 ára embættistíð. Hefir hann verið einn af merkustu prestum þessa lands.— Brauðinu þjón- ar fyrst um sinn síra Geir Sæmunds- son á Akureyri. „Hekla“ varðskipið danska kom hér á hvíta- sunnudag flutti hingað ráðherra vorn og landritara. Skipið fór aftur héðan á þriðjudagskvöld og þeir ráðherra og landritari með því. Ennfremur síra Jón- as próf. á Hrafnagili. Veiðisæll reynist hann í meira lagi yfirmað- urinn á »Heklu«, sá sem nú er, Schak kapteinn. A leiðinni hingað nú hafði hann tekið tvo botnvörpunga, farið með þá til ísafjarðar og þeir verið sektaðir þar. Hefir hann þá alls tekið 22 botnvörpunga og látið sekta þá, síðan hann kom hingað til lands á þessu ári. A þessu hefir landið grætt þenna tíma 40—50 þúsund kr. virði. íhugunarvert sýnist þetta vera; vér látum Dani ekki að eins verja strend- ur vorar, en þessi vörn þeirra á land- helgi vorri verður oss líka beinn gróða- vegur og hann þeim mun meiri sem vörnin er vasklegri og betur rekin af þeirra hendi. Osæmilegt væri það oss að hugsa til þess að þetta fyrirkomu- lag haldist um aldur og æfi; það er ótilhlýðilegt metnaðarleysi að hugsa ekki til þess að verða sjálfbjarga eins fljótt og vér getum, eða þá að minsta kosti að leggja til strandgæzl- unnar það sem vér getum oss að skað- lausu. Til þess megum vér ekki hugsa að verða ölmusumenn Dana alla tíð. Væri þá ekki réttast að leggja í sjóð fé það, er oss áskotnast fyrir sektir og afla botnvörpunga, og á- vaxta það sérstaklega, þangað til það er orðið svo mikið, að vér séum færir um að koma oss sjálfir upp fleytu fyrir það, til þess að verja strendur vorar? Barnaveiki hefir farið víða yfir héraðið, þó lít- ið hafi á henni borið. Síðari hluta vetr- arins hefir hálsbólga gert víða vart við sig, þó fæstir hafi leitað við henni læknisráða, enda lagst vægt á flesta. Meira eða minna af hálsbólgu þessari hlýtur að hafa verið barnaveiki. Þann- ig er það víst að barnaveiki hafði ver- ið á börnum og einum manni fullorðnum á Reistará, kom það í ljós, þegar veikin var afstaðin, við máttleysi í líkamanum á einum sjúklinganna. Þess er fyr get- í blaðinu að utan úr Ólafsfirði hafi komið sjúklingar með samskonar mátt- leysi og fyrir nokkurum dögum sá G. H. læknir barn frá Hámundarstöð- um með stórmikið máttleysi eftir þessa sömu veiki. Allar líkur eru því til að veikin hafi víðar farið en nokkur veit, að minsta kosti í ytri hluta héraðsins. Er það illa farið að lækna skuli ekki vitjað í tíma við þessa hættulegu veiki, en nokkur vorkunn þó almenn- ing gruni ekki hvað um er að vera þegar veikin er svo létt. -— Þar sem hálsbólga gerir vart við sig, ætti dag- lega að athuga kok barnanna, sérstak- lega að hyggja að því hvort ekki sjást gráleitar skófir eða blettir á úfkyrtl- unum, úfnum eða slímhimnunni aftan til í kokinu. Þeir sem hafa í hyggju að panta • þvotta- vélar, eru beðnir að aðvara mig um það nú í síðasta lagi fyrir 22. þ. m. Oddeyri 16/6 1905. Jóhannes Stefánsson. Olgeir Júlíussori bakari bakar og selur allskonar brauð fyrir eigin reikning í Oddeyrar- bakaríi (brauðgerðarhúsi konsúls Havsteens). Hann framleiðirvand- aða vöru, og óskar eftir að halda sínuni góðuviðskiftavinum áfram, samt að fá fleiri nýja skiftavini. — Kaupir egg og smjör. Þ sem a til laga. ar sem vér undirskrifaðir bændur á Staðarbygð í Öngulstaðahreppi höfum lagt allmikið í kostnað til að friða tún og engi ábýlis- jarða vorra með vírgirðingu, en svo hagar til að girðingin liggur á nokkurum stöðum yfir alfaraleið, þá skulum vér hér með al- varlega áminna vegfarendur um að loka þeitn liliðum á eftir sér, veginum eru, og munum vér án frekari fyrirvara halda rétti vorum fón Arason, Kristján fóhannesson, Jón Jónatansson, Sigurgeir Sigurðsson, Þverá. Jódísarstöðum. Önguisstöðum. Öngulsstöðum. Kr. H. Benjamínsson, Jón Benjamínsson, Steingrímur Arason, Ytri-Tjörnum. Hóli. Jódísarstöðum. Jóhann Helgason, Jóhannes Helgason, Syðra-Laugalandi. Ytra-Laugalandi. Hvergi beíri vörur en í Höepfners verzlup. E p e 'J2 OJ 3 )0 >» Ekta Kína Lifs Elixír hefir fengið gullmedalíur, par sem hann hefir verið á sýningum í Amsterdam, Antwerpen, Brussel, Chicago, Lundúnum og París. EKTA KÍNA-LÍFS-ELIXÍR. Á eink- unarmiðanum á að vera vörumerkið: Kínverji með glas í hendi og með nafn verksmiðjueigandans: Waldimar Petersen, Friðrekshavn, Kjöbenhavn, og sömuleiðis innsiglið í grænu Iakki á flöskustútnum. Hafið ávalt eina flösku við hendina, bæði innan og ut- an heimilis. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. þakkarorð. Það muu flestum á Akureyri kuunugt, hve bágan hag eg átti við að búa eftir að mér brást að komast vestur með Allanlín- unni í fyrra sumarupp á fargjald frá mann- inum mínum. Eg stóð þá ferðbúin með börn mín sex ferð eftir ferð frá því í júlí, en aldrei fékst farbréfið, þó línan hefði tekið við peningum fyrir það fyrstu dag- ana í júní þá um sumarið. Efni mfn gengu til þurðar við þessa bið, og loks Ieit ekki út fyrir annað en eg yrði að fara á hrepp- inn með börnin öll, og segi eg ekki frá þeim áhyggjum og kvölum, sem eg leið, er eg horfði fram á þá endalykt; cn þeg- ar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. Otto Tulinius kaupmaður varð þá til þess að hjálpa mér með því að lána mér—þó ekki væri álitlegt — upp á fjórða hundr- að krónur til lífsviðurværis síðastl. vetur og vor, eins og hann hefir liðsint mér á ýmsan annan hátt. Fyrir alla hans hjálp og velgerðir votta eg honum hér með mitt alúðarþakklæti, og einnig og engu síður þakka eg herra Sveini agent Brynjólfssyni fyrir hans góðu leiðbeiningar síðasta dvalardaginn minn á Akureyri, er leiddu til þess, að eg og börnin vorum tekin til fiutnings af Allan- línunni fyrir hina upprunalegu borgun (130 kr. fyrir fullorðna) í stað 172 kr. sem heimtað var af mér, og fyrir hans góðu milligöngu, sem ávann mér það, að um- boðsmenn AHanlínunnar tóku að sér að ábyrgjast skuld mína við Túliníus. Góður Guð umbuni þeim liðsinni þeirra við mig einstæða og fátæka. Á s. s. Vesta 16 maí 1905. Málfríðuv Sigurðardðttir. „Norðurland" kemur út á hverjum laugardegi 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar í Vesturheimi Gjalddagi fyrir miðjan júlf að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót! ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.