Norðurland


Norðurland - 24.06.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 24.06.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 41. blað. ylmtsráðsfundur jNorðuramtsins. 13.—15. júní 1905. Ágríp. KVENNASKÓLARNIR. Kvennaskóla Húnvetninga á Blöndu- ósi og Eyfirðinga á Akureyri veittar úr jafnaðarsjóði 400 kr. hvorum. SÝSLUVEGIR. Samkvæmt tillögum sýslunefndarinn- ar í Húnavatnssýslu var samþykt að taka í tölu sýsluvega: a. Veg frá Efra-Núpi í Torfustaða- hreppi fremra út að Vesturá. b. Veg frá Stóru-Giljá í Torfalækjar- hreppi upp Reykjabraut að norðvestur- enda Svínavatns og þaðan að Ytri- Vatnsvíkinni. SjÚKRAHÚS Á SaUÐÁRKRÓK. Samþykt að veita 1500 kr. til sjúkra- skýlis á Sauðárkrók með því skilyrði að hlutaðeigandi sýslufélag taki að sér ábyrgð á viðhaldi sjúkraskýlisins þeg- ar það er bygt og að það leggi fram að minsta kosti jafnmikla upphæð. Þegar að því kemur, að þessi upp- hæð verði greidd, ákvað amtsráðið að hún skyldi tekin að láni og afborguð með jöfnum upphæðum á 10 árum. Úttekt á Hólum 1905. í tilefni af henni gerði ráðið ýmsar ályktanir (fjárkröfur á hendur fráfar- anda) og fól forseta ráðsins allar nauð- synlegar ráðstafanir í því efni, þar á meðal ráðstafanir til lögsóknar, ef þörf gerist til þess. HÓLASKÓLI. — KjARNASKÓLI ? í tilefni af bréfi frá skólastjóra Sig. Sigurðssyni, próf. Zófónías Halldórs- syni og Jósef J. Björnssyni um bygg- ingu leikfimishúss og teiknisals á Hól- um, viðurkennir amtsráðið, að hinar umbeðnu framkvæmdir séu beint nauð- synlegar, en sér sér eigi að svo stöddu fært að veita fé það er til þessa er nauðsynlegt. Þá var lagt fram bréf frá stjórnar- ráði íslands dags. 13. júní þ. á., þar sem lagt er fyrir amtsráðið að láta uppi álit um það hvar hinn fyrirhug- aði bændaskóli tyrir Norðurland skuli standa, sérstaklega hvort ekki muni vera heppilegt að setja skólann á Kjarna í Eyjafirði, eins og milliþinga- nefndin { landbúnaðarmálinu hefir Iagt til. »Amtsráðið ræddi þetta mál mjög ýtarlega og var það tekið fram að fyrir amtsráðið væri það allervitt, á þessu stigi málsins, að gera tillögu um hvar setja skuli bændaskóla fyrir Norðurland. Það væri einkum ef fækk- að væri búnaðarskólum í landinu að spurning gæti orðið um að hætta við skólahald á Hólum. En þar sem skól- inn á Hólum hefir nú verið fæ.rður í sviplíkt horf eins og hugsað er um bændaskólana, þá gæti það komið til álita hvort eigi væri eins heppilegt, ef ekki verður fækkað búnaðarskólun- um, að veita Hólaskóla svo rífiegan Akureyri, 24. júní 1905. styrk að gera mætti skólann að full- komnari bændaskóla, en hann er nú. Þetta mundi án efa verða ódýrara fyrir landssjóð og fjártjón það, er af því leiðir að leggja niður skólahald á Hólum, mundi þá verða fyrirbygt. Væru að eins tveir búnaðarskólar á landinu, þá álítur meiri hluti amtráðs- ins heppilegra að skólinn fyrir Norð- urland væri í Eyjafirði, en á Hólum, þegar að eins er tekið tillit til afstöðu og aðfiutninga, en aftur á móti telur meiri hluti amtsráðsins það mjög vafa- samt, hvort heppilegra er að hafa skól- ann á Kjarna, fremur en á einhverri annari jörð í Eyjafirði, er væri vel fallin til skólajarðar. Að svo stöddu finnur því amtsráð- ið eigi ástæðu til að bera fram ein- dregnar tillögur um mál þetta, en lætur í ljósi að það mundi telja heppi- legt að sú regla yrði tekin upp, að sýslufélögunum væri gefinn kostur á að bjóða fram fé til kostnaðar við bænda- skóla og að skólinn yrði, að öðrum jöfnum skilyrðum, stofnaður í því sýslufélagi, er mest vildi leggja til árlegs kostnaðar við skólann. Þá mundi og eftirlitið með slíkum skólum verða nákvæmara og betra, en ella, ef sýslu- félagið sjálft ætti að nokkuru leyti að hafa ábyrgð á honum. Samkomuhús á Hólum. Amtsráðið veitti Ieyfi til að byggja mætti samkomuhús fyrir Hólahrepp í landi jarðarinnar Hóla, með samþykki ábúanda. Lóðin veitt án endurgjalds. TlLRAUNASTÖÐ Á HÓLUM. Amtsráðið leyfði land til tilrauna- stöðvar á Hólum, 7V2 dagsl. á stærð. Landspildan sé eftirgjaldslaus, en fell- ur aftur til jarðarinnar ef hætt verður að nota hana sem tilraunastöð. FULLTRÚAKOSNINGAR TIL BÚNABARÞINGS. I tilefni af bréfi frá Búnaðarfélagi íslands telur amtsráðið heppilegt, að þessar kosningar verði, ef til þess kemur að breyta þeim, faldar sýslu- nefndunum eftir nánari reglum. Gistihús í Bakkaseli. 100 kr. veittar til þess með því skilyrði að það sé viðunanlegt fyrir ferðamenn. BÓKASAFN NORÐURAMTSINS. Amtsráðið ályktaði að gefa Akureyr- arkaupstað kost á því að ganga inn í umráðarétt amtsráðsins yfir safninu með þeim skilyrðum: i- Að kaupstaðurinn byggi fyrir safn- ið eldtraust geymsluhús og lestrarstofu. 2. Að amtsbúar hafi rétt til að fá léðar bækur af safninu, eins og verið hefir. 3. Að kaupstaðurinn annist allan árlegan kostnað af safninu eftirleiðis. Jafnframt samþykti ráðið að selja megi þann hluta af ráðhúsinu, sem er eign jafnaðarsjóðs og leggja upphæð þá, er fyrir þessa eign fæst, til hinn- ar nýju byggingar fyrir bókasafnið. Verði tilboði þessu hafnað af hendi bæjarstjórnarAkureyrarkaupstaðar,sam- þykti amtið að útlánstími haldist ó- breyttur. Vilji Akureyrarkaupstaður fá útláns- tímann lengdan, var forseta falið að leyfa það, með því skilyrði að kaup- staðurinn borgi þann kostnað er af því leiðir. Það er skilyrði fyrir tilboði amts- ráðsins að því er snertir umráð bóka- safnsins, að bæjarstjórn kaupstaðarins hafi gengið að þeim áður en 6 mán- uðir eru liðnir. NÁMSSTYRKIR. Forseti skýrði frá að hann hafði af vöxtum prentsmiðjusjóðsins veitt tveim námspiltum á gagnfræðaskólanum á Akureyri, Páli Guttormssyni og Vig- fúsi Guttormssyni 27 kr. hvorum og 2 námsmeyjum á kvennaskóla Eyfirð- inga, Axelínu Dúadóttur og Steinunni Bjartmarsdóttur 27 kr. hvorri, eftir til- lögum skólastjóra við gagnfræðaskól- ann og forstöðukonu kvennaskólans. Þingmálafundur Suðurþingeyinga að Ljósavatni 18. júní 1905. Nálægt 80 kjósendur á fundi. Þessar tillögur voru samþyktar á fundinum: UNDIRSKRIFTARMÁLIÐ. »Fundur- inn álftur undirskrift ráðaneytisforset- ans danska á skipunarbréfi ráðherra vors ekki brot á stjórnarskránni, en telur þó réttara og heppilegra, að það sé ekki undirskrifað af ráðaneytisfor- setanum einum, heldur einnig af ís- landsráðherranum sjálfum. Slíkt fyrir- komulag mundi skýra betur samband þjóðanna og gefa því hollari blæ.« — Samþ. með 44 atkvæðum. Samhliða þessari yfirlýsing kom til fundaryfirlýsingar: »Fundurinn telur undirskrift forsætis- ráðherrans danska undir útnefningu ráð- herra vors mjög hættulega fyrir sjálf- stæði landsins í sérmálunum, og skorar á þingið að gera sitt ítrasta til þess, að þeirri venju verði afkomið,« og var hún feld með rúmum 30 atkv. gegn 8. RITSÍMAMÁLIÐ : »Fundurinn skil- ur síðustu fjárlög þannig, að stjórnin hafi haft fullkomlega frjálsar hendur til að velja um, hvort hallast skyldi að ritsíma eða loftritun milli íslands og útlanda, og lýsir ánægju sinni yf- ir þeim áhuga sem ráðherrann hefir sýnt í því máli. Jafnframt lýsir fund- urinn yfir því, að hann álítur síma á- reiðanlegri en loftritun, eftir þeim upp- lýsingum sem hingaðtil hafa fengist, og þar af leiðandi heppilegri fyrir oss, nema því að eins, að loftritunin fáist fullkomlega tryggileg. —Hinsvegar lýs- ir fundurinn óánægju yfir því, hve þetta mál er lítið skýrt, frá stjórnarinnar hálfu, og tekur fram þá skoðun sína, að það sé skylda stjórnar í frjálsu landi, að skýra þjóðinni frá gerðum sínum, og ástæðum fyrir þeim fljótar og betur en hér hefir verið gert, enda tekur fram, að svo framarlega, sem ráðherrann hefir farið lengra en um- boð hans og heimildir náðu til í rit- símasamningnum eins og sumir halda fram, þá sé þingið eigi bundir af þeirri athöfn, heldur beri því þá að ráða fram úr málinu í sumar einungis eftir IV. ár. eigin sannfæringu um það, hvað hag- feldast sé fyrir þjóðina.« Samþykt með rúmum 30 atkv. gegn 4. SKATTAMÁL: a. »Fundurinn er hlyntari beinum sköttum en óbeinum; telur þá réttlátari og samboðnari ment- aðri þjóð. b. Fundurinn álítur rétt að lagður sé skattur á jarðeign, meiri en nú ger- ist, og að skattur sá fari hækkandi hlutfallslega með vaxandi þéttbýli og þar af leiðandi verðhækkun landsins. c. Fundurinn álítur rétt, að lögð sé meiri gjöld en nú er gert á öll sér- staklega arðsöm náttúrugæði (hlunn- indi) svo sem laxveiði, æðarvarp o. fl. d. Fundurinn álítur rétt, að lagður sé hærri skattur á erfðafé heldur en nú gerist og að sá skattur fari hlut- fallslega hækkandi með hækkandi arfi. e. Fundurinn er andstæður verndar- tollum yfirleitt, en telur þá þó geta verið viðeigandi í stöku tilfellum. f. Fundurinn telur nauðsynlegt að þegar á næsta þingi verði séð fyrir verulegri aukning á tekjum landssjóðs, og álítur vænlega aukning til frambúð- ar heppilegast að fá með því, að leggja á alment verzlunargjald.« LANDBÚNAÐARMÁL: a. »Fundur- inn hallast að sölu þjóðjarða á þeim grundvelli, sem lagður er af milliþinga- nefndinni í íandbúnaðarmálinu; en legg- ur jafnframt áherzlu á, að leiguliðum verði tryggður réttur — betur en nú er gert — - til endurgjalds fyrir jarða- bætur, húsabætur og önnur þau störf er auka verðgildi jarða. b. Fundurinn er samþykkur frum- varpi Landbúnaðarnefndarinnar, um vátryggingu sveitabæja. c. Fundurinn er í aðalatriðum sam- þykkur tillögum sömu nefndar, um bændaskóla. d. Fundurinn lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að mikla nauðsyn beri til, að þingið styðji landbúnaðinn, einkum alla vænlega nýbreytni í framsóknarátt, svo sem nýjar ræktunartilraunir, kynbóta- tilraunir og vöndun í meðferð afurða. FÁTÆKRAMÁL: »Fundurinn álítur rétt að »fæðingarhreppur« sé afnum- inn og framfærsluskyldu sveita skift milli vinnuhrepps og dvalarhrepps þannig, að hver maður eigi framfærslu- rétt þar, sem hann hefir verið lengst sjálfbjarga vinnandi maður og þó ekki skemur en 10 ár, en eigi ella dvalar- sveit. Dvalarsveit skyldi og sjá um flutning þurfalings á vinnuhrepp á eig- in kostnað enda sjái honum fyrir öll- um lífsnauðsynjum endurgjaldslaust uns hann er kominn á vinnuhreppinn.« Fundurinn samþykti, að skjóta þess- ari tillögu til íhugunar fátækranefnd- arinnar og alþingis. KIRKJUMÁL: »Fundurinn skorar á alþingi og kirkjumálanef ndina, sem vænt- anlega heldur áfram störfum sínum, að taka til rækilegrar íhugunar eftirfar- andi tillögur um kirkjumál: »Fundurinn telur rétt, að breytt sé um launakjör presta og prestahald á þann hátt, að kirknajarðir (eða verð þeirra) sé lagðar í landssjóð, og lausa- tekjur þær, sem nú eru lögboðnar (dags- verk, lambseldi o. fl.) lagðar niður; en að landssjóður leggi fram ákveðið fé til prestahalds í hverri sókn, og sé upphæð þessa fjár miðuð við það, að vera góð laun handa hálfu færri prest- um, en nú eru f landi (o: 1800—2000 kr.) handa hverjum. Sé svo söfnuðum í sjálfsvald sett hvort þeir slá sér saman, og hafa prestana færri, til þess að komast af með landssjóðsstyrkinn, eða þeir hafa prestana fleiri og leggja þá sjálfir fram nokkurn hluta launanna.« MENTAMÁL: »Fundurinn lýsir yfir

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.