Norðurland


Norðurland - 24.06.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 24.06.1905, Blaðsíða 2
Nl. 162 því, að hann álítur nauðsynlegt að sem allra fyrst verði komið á kennaraskóla hér á landi, sömuleiðis barnaskólum í kauptúnum og þéttbygðum sveitum svo og að landssjóður jaínframt styrki unglingaskóla hvervetna þar, sem sveit- ir eða stærri bygðarlög sýna veruleg- an áhuga á að koma þeim upp. Lýsir fundurinn jafnframt yfir þeirri skoðun sinni, að í öllum slíkum skólum þurfi að leggja miklu meiri rækt við heilsu æskulýðsins og líkamsþrótt, en nú tíðk- ast hér á landi.< SAMGÖNGUMÁL: a. *Fundurinn lýsir óánægju yfir þeim kjörum sem síðasta þing gekk að við gufuskipafé- lagið danska, og telur miklar lt'kur til, að gufuskipaferðir hér við land beri sig að mestu leyti án tillags úr lands- sjóði. Tekur fundurinn fram það álit sitt, að þær ferðir virðast að ýmsu leyti settar af furðu mikilli óhagsýni, sem að líkindum stafar meðfram af fjárveitingu þingsins eða skilyrðunum fyrir henni. Skorar fundurinn fastlega á þingið, að leggja ekki fram fé að óþörfu til ferðanna eftrileiðis, og minn- ir á að nóg sé annað með féð að gera. b. Fundurinn skorar á þingið að veita fé til brúar á Fnjóská þegar á næsta fjárhagstímabili, og á þingmann- inn að fylgja því máli fastlega fram. c. Fundurinn skorar fastlega á þing- ið, að leggja fram fé til akbrautar frá Húsavík upp í Reykjadal þegar á næsta fjárhagstímabili og minnir á, að Suð- ur-Þingeyjarsýsla hefir farið varhluta af fjárframlögum til framfarafyrirtækja, að undanförnu. d. í sambandi við þetta mál lýsir fundurinn yfir því, að hann er fús á, að héraðið taki að sér viðhald akbraut- arinnar, ef samskonar regla verður lög- leidd annarstaðar á landinu. BINDINDISMÁI.: a. »Fundurinn er mótfallinn allri hækkun á tolli af vín- föngum, svo og því, að hækkuð séu leyfisgjöld fyrir vínsölu og veitingar. b. Fundurinn lýsir yfir því að hann er mótfallinn því, að vínsölubannslög séu lögleidd hér á landi, en telur æskilegt að aðflutningslög séu sett svo fljótt sem auðið er, eða þegar fullsannað er að mikill meiri hluti þjóð- arinnar er því meðmæltur. BRUNABÓTAMÁL: >Fundurinn er því eindregið hlyntur, að stofnað sé innlent brunabótafélag, til vátrygging- ar húseignum og munum í kaupstöð- um, kauptúnum og sjóþorpum. \ Frá Noregi. Enn er að eins litlu við þær fréttir að bæta, er Nl. flutti þaðan síðast. Víst er þó það, að Norðmenn hafa tekið 40 miljónir kr. að láni og má fullyrða að það sé gert af því, að þeir kjósa að vera við öllu búnir, ef Svíar skyldu að þeim ráða. Þá er og aagt að nýlega hafi þeir fest kaup á tveimur herskipum, er hafa verið í smíðum á Englandi, og munu hafa verið ætluð Japönum. Sú fregn þó ef til vill óviss. »Austri< hefir flutt þá fregn, að Norðmenn hafi sent nefnd manna til Valdemars Danaprinz og boðið hon- um konungdóm í Noregi; þá fregn mun blaðið hafa eftir ensku blaði, en að svo stöddu sýnist réttara að binda ekki mikinn trúnað við þá frétt, því ekki var búist við því að það yrði afráðið fyrri en þ. 20. þ. m., hvort Svíakonungur ekki vildi skipa einhvern af ættmönnum sínum til konungdóms í Noregi. Öll norska þjóðin virðist samhuga sem einn maður. Gjöf fil holdsveikraspífalans. Laugarnesspítala hefir kaupm. einn í Vébjörgum, sem nýlega er dáinn, J. Greger- sen að nafni, ánafnað 3000 kr. gjöf í erfða- skrá sinni. JVlerkisgestur. Síra Matthías Jochumsson héfir þeg- ar fyrir nokkuru skýrt frá því hér í blaðinu, að hingað sé væntanlegur presturinn O. P. Monrad, til þess að halda hér í bænum nokkura fyrirlestra. Nú er hann kominn og eru fyrir- lestrar hans auglýstir á öðrum stað hér í blaðinu. í fyrrasumar hélt hann fyrirlestra í Reykjavík um Björnstjerne Björn- SOn og þótti Reykvíkingum mjög mikið til þeirra koma. Fyrirlestrar þessir eru nú komnir út á vora tungu í ágætri þýðingu eftir Björn Jónsson, ritstjóra ísafoldar og er oss kunnugt um, að mikil eftirspurn hefir verið eftir þeim hér í bæ síðan þeir komu út. Það er ekki heldur að ástæðu- lausu. Fyrirlestrarnir eru hver um sig einkar veigamiklar hugvekjur er bregða glöggri birtu yfir eðli og yfirburði hins norska skáldkonungs og mikilmennis. Hollari hugvekjur gátum vér ekki fengið. Manni léttir fyrir brjóstinu við að hugleiða stefnur og hugsjónir mikilmennanna, mannanna sem standa við orð sín og skoðanir. Þeir menn gerast nú of fágætir í voru landi. En hvað slfka fyrirlestra snertir, þá er það þó reyndar ekki nema svipur hjá sjón fyrir flestum að lesa þá í samanburði við það, að heyra þá flutta af manni, sem hefir mikla hæfileika til þess. Bókstafurinn verður lifandi á vörum hans. Að svo sé um gest vorn má fyllilega ráða af orð- spori því, er af honum hefir farið hér á landi fyrir fyrirlestra sína, enda er hann nafntogaður fyrirlestramaður bæði í Noregi og Danmörku. T. d. var hann í 7 sumur í röð pantaður til Danmerkur, áður en hann settist að í Kaupmannahöfn, til þess að flytja fyrirlestra. Efni það er Monrad prestur hefir nú valið í fyrirlestra sína, vekur að sjálfsögðu mikla eftirtekt. Sjálfstæðis- hugsjónirnar hafa aldrei verið skýr- ari hjá þjóð ’nans en nú og höfum vér afarmikið af þeim að læra. Monrad hefir miklar mætur á Is- landi og Islendingum, ber til þeirra fölskvalaust bróðurþel, eins og reyndar svo margir ágætir landar hans. Fyrir honum mun það vaka sum- part að flytja oss fræðslu um menn og málefni þjóðar sinnar, en hitt engu síður. að kynnast þjóð vorri og þörfum hennar, í þeirri von, að verða oss til gagns erlendis, bera bróður- orð milli vor og frænda vorra fyrir vestan Kjöl og suður við Eyrarsund. Því miður höfum vér of sjaldan tækifæri til þess, að njóta fræðslu og fyrirlestra útlendra merkismanna. Því fremur má búast við því, að Akureyrarbúar láti ekki svo ágætt og fágætt tækifæri ganga sér úr greip- um með því að nota það slælega. Umboðsmenn eru þeir orðnir Guttormur Vigfús- son alþingismaður í Múlasýslu og Árni Árnason á Höfðahólum í Húnavatns- sýslu. Um umboðið í Húnavatnssýslu höfðu sótt, Björn Sigfússon á Kornsá, Hjört- ur Líndal á Núpi, Hermundur Erlends- son í Mjóadal og Pétur Pétursson á Gunnsteinsstöðum Embætti og sýslanir í þessu landi sýnast ekki veittar af stjórn landsins, heldur af stjórn Heimastjórnarflokksins. JVIinnisvarði Páls Briems. Norðurland og Fjallkonan og ef til vill fleiri blöð, fluttu í vetur tillögu um það, að Páli Briem amtmanni væði reistur minnisvarði. Mjög vænlegar horfur eru nú á því að af því verði. Á síðasta Rækt- unarfélagsfundi Norðurlands voru full- trúarnir einhuga um þetta. Töldu þeir sjálfsagt að minnisvarðinn stæði í tilraunastöð Ræktunarfélagsins, »því þann stað mundi hann sjálfur hafa kosið öllum framar<. Sjálfsagt er enginn vafi á því, að heppilegri stað er ekki hægt að velja og eiga þeir fulltrúarnir heiður skil- inn fyrir þá tillögu. 5 af fulltrúunum voru kosnir í nefnd til þess að veita samskotunum móttöku og eru það þeir Árni Þorkelsson á Geitaskarði, Friðrik Kristjánsson á Akureyri (gjaldkeri), Sigurður Sig- urðsson á Hólum, Stefán Stefánsson á Möðruvöllum (formaður), og Stein- grímur Jónsson á Húsavík. »Vér göngum að því vísu<, segja þeir í ávarpi er þeir hafa sent út, »að allir góðir Islendingar leggi með ljúfu geði sinn skerf til þess að minnis- varðinn verði hinum látna ágætismanni samboðinn og þjóðinni til sóma<. \ Þingmálafundur að Rangá. Þingmenn Norður-Múlasýslu héldu þing- málafund á Rangá í Hróarstungu 5. þ. m. (júní). Voru þar mættir rúml. 40 kjósend- ur. Þessi mál voru tekin fyrir: 1. Undirskriftamálið. Eftir nokkurar umræður var samþ. í einu hljóði svohljóðandi tillaga: »Fundur- inn skorar á alþingi að gera alvarlega til- raun til að fá þvf ákomið, að ráðherra íslands skrifi eftirieiðis með konungi und- ir skipunarbréf ráðherra vors, og enginn annar.< 2. R.itsímamálið. Svohljóðandi tillaga samþykt með 36 atkv. gegn 3: >Fundurinn telur sig ekki færan um að segja neitt ákveðið um gerðir ráðherrans f ritsímamálinu, en krefst þess, að þingið rannsaki samning þann, er gerð- ur hefir verið í því og fái að sjá ait það, er að honum lýtur, þá er hann samkvæmt síðustu fjárlögum verður lagður fram, og taki síðan að öllu athuguðu sem hagfeld- asta stefnu í málinu.< Birting stjórnarfrumvarpa. Samþ. með öllum atkv. svohljóðandi til- laga: »Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir því, að frumvörp þau, er stjórnin væntanlega Ieggur fyrir þingið 1' sumar, skuli enn eigi hafa verið birt þjóðinni,eða aðalefni þeirra að minsta kosti, og skorar á þingið að koma því til vegsr, að framvegis verði slík frumvörp birt svo snemma, að þjóð- inni gefist kostur á að athuga þau fyrir þingmálafundi. 4. Fátœkramál. a. »Fundurinn tjáir sig mótfallinn því, að sveitfestistíminn verði að eins 2 ár,— vill að hann verði að minsta kosti 10 ár. Hinsvegar voru atkvæði greidd um ýms- ar tillögur í þessu máli og féllu þau þann- Með 2 ára sveitfestistíma 1 atkv. — S — — 2 -> — 10 — — 19 — Með þeirri tillögu, að hver eigi þar sveit, er hann hefir lengst dvalið samtals, þó eigi skemur en 10 ár, voru 26 atkv. — Að eins 3 atkv. voru með því, að menn skyldu eiga þar sveit, er þeir væru fæddir. b. í einu hljóði tjáir fundurinn sig mót- fallinn því atriði í tillögum milliþinganefnd- arinnar, er ræðir um skyldu húsbænda til að borga með veikum hjúum sínum.< 5. Búnaðarmál. Eftir ítarlegar umræður voru í þessu máli bornar upp og samþyktar svohljóð- andi tillögur: a. »Fundurinn telur heppilegast, að 3 búnaðarskólar sjeu í landinu, einn fyrir Suður- og Vesturland, einn fyrir Norður- land og einn fyrir Austurland, með Iíku fyrirkomulagi og nú er á Hólaskóla. Sérstaklega telur fundurinn heppilegt, að eigendur Eiðaskólans afhendi land- sjóði allar eignir hans, gegn því, að hann haidi uppi búnaðarskóla hér á Austur- landi, með áðurnefndu fyrirkomulagi eða því endurbættu, og sett sé á stofn kyn- bótabú og gróðrarstöð í sambandi við hann.< b. »Fundurinn skorar á þingið að veita fé til greiðslu kostnaðar við fjárskoðanir þær, er framkvæmdar voru hér eystra í fyrra vetur eftir ráðstöfun Davíðs Jóns- sonar frá Kroppi.< 6. Banka-átbú. »Fundurinn skorar á þing og landsstjórn, að hlutast til um, að Landsbankinn setji tafarlaust upp útbú á Seyðisfirði, samkv. 9. gr. bankalaganna.< 7. Samgöngumál. a. »Fundurinn skorar á alþingi að veita fé til brúar á Jökulsá á Efradal, að minsta kosti helming kostnaðar. Sömuleiðis að kosta brú á Rangá á aðalpóstleiðinni við Bót, og Iáta byggja hana sem fyrst.< b. »Fundurinn skorar á þingið að setja nefnd til að rannsaka Lagarfljótsbrúarmál- ið frá rótum og alt er að því lýtur, og gefa nefndinni heimild til að heimta upp- lýsingar samkv. 22. gr. stjórnarskrárinnar.< c. »Fundurinn álítur að heppilegt hefði verið, að stjórnin hefði með aðstoð kunn- ugra manna samið ferðaáætlun fyrir gufu- skipaferðir hingað til Iandsins og strand- ferðir kringum það og leitað tilboða um, að takast slíkar ferðir á hendur. Telur hann því rétt, að samningar séu að eins gerðir fyrir stuttan tíma á næsta þingi, og hin aðferðin svo viðhöfð.< — Þessar tillögur voru samþ. í einu hljóði. d. »Fundurinn skorar á þingið að veita ekki meira fé en orðið er til Fagradals- vegarins, fyr en nákvæm og áreiðanleg áætlun er gerð um, hvað hann muni kosta.< — Samþ. með 19 atkv. gegn 12. (í fundarlok, þegar hávaði kjósenda var farinn af fundinum, fengu meðhaldsmenn Fagradals uppborna og samþykta svo- hljóðandi tillögu: »Fundurinn skorar á þingmenn kjör- dæmisins að fylgja því fast fram, að þing- ið veiti á næsta fjárhagstímabili að minsta kosti jafnmikið fé til vegalagningar yfir Fagradal, eins og síðasta þing veitti, og að verkfræðing landsins verði á yfirstand- andi sumri falið á hendur að rannsaka hvort vegagerðinni skuli haldið áfram í sama formi, eða öðruvísi, t. d. sem spor- vegi.<) 8. Kirkjumál. a. »Fundurinn tjáir sig hlyntan því, að allar eignir kirkjunnar verði lagðar undir landsjóð, prestar settir á föst Iaun úr landsjóði og þeim fækkað svo, að þeir verði síst fleiri en læknar á Iandinu, og að kirkjulöggjöfinni verði breytt eftir því sem breyting þessi og fækkun prestanna þætti heimta.< — Samþ. með 18 atkv. gegn 7. b. »Fundurinn skorar á þingmenn kjör- dæmisins. að bera upp á ný frumvarp síðasta þings um afnám Maríu- og Pét- urslamba.< — Samþ. í einu hljóði. 9. Þingtiminn. »Fundurinn skorar á þingmenn kjördæm- isins, að vinna að því, að þingtímanum verði breytt þannig, að þing sé haldið á vetrum.« — Samþ. með 20 samhljóða atkv. 10. Aðgreining dóms- og umboðsvalds. »Fundurinn skorar á alþingi að greina dómsvald frá umboðsvaldi og skipa 1 dómara í hverjum landsfjórðungi.» — Samþ með 13 atkv. gegn 2. Helgi Péfursson jarðfræðingur er í þann veginn að fá doktorsnafnbót við Kaupmannahafn- ar háskóla fyrir ritgerð um jarðfræði íslands.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.