Norðurland


Norðurland - 24.06.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 24.06.1905, Blaðsíða 3
iö3 Nl. Þann io. maí s. 1. lézt að heimili sínu, Reykjum í Fnjóskadal, bóndinn Jðnatan Davíðsson, eftir stutta legu í lungnabólgu, nær 68 ára gamall. Jónatan heitinn var lágur maður vexti en þrekinn vel, geðríkur og ekki við allra skap, en sannur vinur vina sinna, gest- risinn mjög og góður heim að sækja. Hann var fyrirmyndar búhöldur og seinni ár æfi sinnar ein styrkasta stoð sveitar- innar. Heimilið var sönn fyrirmynd að hagleik, stjórnsemi og reglusemi, og bar alt vott um það jafnt utan húss sem inn- an, að þar stýrðu hagar og þróttmiklar hendur. Eru slík heimili sómi og prýði sveitar og lands. Riddarar af dbr. urðu þessir í síðustu utanför ráð- gjafans: Ditlev Thomsen konsúll, Thor E. Tulinius stórkaupm., Sigurður Jóhannesson stórkaupm. í Khöfn og Thostrup, f. kaupm. á Seyðisfirði. Lögfrœðispróf fyrri hlutann hafa þessir íslenzkir stú- dentar tekið. Einar Arnórsson (70 st.), Magnús Sigurðsson (66 st.), Páll Jónsson (62 st.), Björn Þorl. Johnson (50 st.) og Stefán Stefánsson (46 st.). Hér með er skorað á allc þá, er bækur hafa að láni af Bókasafni Norður- amtsins, að skiia þeim á safnið fyrir 10. júlí n. k. — Jafnframt til- kynnist að bækur verða ekki lán- aðar af safninu frá 10. júlí til 15. ágúst þ. á. Akureyri, 24. júní 1905. Sigurður Sigurðsson, bókavörður. Nvtf 1 bó*caverz,un Prb- g—tL— Steinssonar: 1. Ljóðmæli eftir Þorstein Qísla- son..............0.50 og 0.90 2. Upphaf kristninnareftirÁgúst Bjarnason.................0.25 3. Quo Vadis? Hvert ætlarðu? 3.50 áhrifamikil skáldsaga frá tíma Nerós. 4. Sambandviðframliðnamenn, fyrirlestur...............0.30 5. Strikaðarpappírsbækurhanda mjólkurbúum .... 2.00 til 3.00 Búfjársýningir) sem haldin var hér í sambandi við Raektunarfélagsfund Norðurlands fór að öllu leyti vel fram, en æskilegt hefði verið að hluttaka bænda hefði verið meiri, en raun varð á. Einkum var sauðféð fátt, en það reyndar af mjög eðlilegum orsökum, tíminn ekki heppilegur til þess að sýna sauðfé. Fyrir hross fekk Jónas Jónasson á Stórhamri I. verðlaun fyrir rauðan graðhest 3 vetra; hæð 53 '/2 þuml. ummál 59 þ. og Pétur Þorgrímsson á Akureyri fyrir rauðan fola 2. vetra; hæð 51 þuml. ummál 57 þ. 2. verðlaun fyrir hross fengu Magnús Sigurðsson á Grund Sigurgeir Sigurðs- son á Öngulsstöðum, Þorl. Jónsson í Grýtu og Jónas Jónasson á Stórhamri. Fyrir nautgripi fengu 1. verðlaun Stefán Stefánsson á Möðruvöllum fyr- ir naut, en Guðmundur Ólafsson á Eyrarlandi fyrir kú. 2. verðlaun fengu Magnús Sigurðsson á Grund, Guðmundur á Asláksstöðum, Sigurgeir í Lögmannshlíð, Sigurgeir á Öngulsstöðum og Magnús Kristjáns- kaupm. Fyrir sauðfé fengu 1. verðlaun Tryggvi Guðmundsson á Sílistöðum og Sigurgeir Sigurðsson á Önguls- stöðum. 2. verðlaun fengu Stefán Jónsson á Munkaþverá og Sigurgeir Sigurðsson á Öngulsstöðum. \ Mjólkurduft. Ekki er það óhugsandi að nýleg upp- fundning, sem gerir auðvelt að flytja ó- skemda mjólk langar leiðir, fái þýðingu fyrir oss íslendinga. Með einskonar áhöld- um (Just Hatmakersvél) hefir það tekist að breyta mjólkinni í gulleitt, þunt, duft sem geyma má cndalaust óskemt en breyta aft- ur í góða mjólk með því að blanda vatni saman við það. Mjólk, sem þannig er bú- in til úr mjólkurdufti er að öllu leyti eins og ný, óskemd mjólk, bragðið nákvæmlega eins og útlit alt. Að eins hefir slík mjólk þann mikla kost fram yfir almenna mjólk að engar lifandi sóttkveykjur finst í henni Þær drepast allar um leið og mjólkin er gerð að dufti. aðferðin er innifalin í því aðallega að mjólkin streymir ofan á stóra járnsívalninga sem eru hitaðir með gufu svo að vatnið gufar óðara upp, en mjólk- urduftið sem eftir situr skefst jafnharðan utan af sívalningnum og fellur ofan í kassa við hliðina á honum. Duftið er síðan sent í loftþéttum málmdósum. Mjólk þessi hef- ir gefist ágætlega til þess að gefa börnum, er ólíku handhægari í kaupum og sölum en almenn mjólk. Auk þessa geymist hún endalaust, þolir að sendast heimsendanna á milli og er heilnæmari. Hver veit nema rjómabú vor stæðu sig að framleiða mjólkurduft í stað smjörs? X Veðurathuganir 4 Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. þorsteinsson 1905. Maí. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h.1 (C) á sólar-j hringnum.j O — J3e j Hiti (C.) '< a *o *p w 1 S 03 1 8 1 co Úrkoma Fd. 18. 76.9 10.5 0 9 0.6 Fd. 19. 77.5 8.4 0 10 Þ 6.4 Ld. 20. 77.2 10.o 0 8 4.5 Sd. 21. 77.6 11.7 0 2 4.o Md.22. 76.8 5.o N 1 10 ÞR 3.9 Þd. 23. 76.8 4.7 N 1 2 — 2.0 Md.24. 76.6 2.i N 1 8 s -r- 2.6 Fd.25. 76.6 6.4 0 10 ■4- 2.2 Fd. 26. 76.3 4.8 0 10 - 1.0 Ld.27. 75.6 11.0 0 10 R — 3.5 Sd. 28. 74.8 10.6 0 10 4.o Md.29. 74.7 7.o N 1 10 2.o Þd.30. 75.4 3.6 NV 2 10 0.5 Md.31' 75.8 10.6 0 0 0.5 0. P. Monrad sá er byrjar í kvöld fyrirlestra sína hér í bænum, er í ætt við D. G. Mon- rad, biskupinn og stjórnskörunginn fræga í Danmörku, en sjálfur er hann sonur Monrads þess, er var háskóla- kennara í heimspeki í Krietjaníu og dáinn er fyrir nokkurum árum. Cally Monrad heitir dóttir O. P. Monrads og er talin með merkustu söngkonum á Norðurlöndum. Bæjarbruni. Bærin Víðirnes í Hjaltadal brann til kaldra kola aðfaranóttina 16. þ. m. Mannbjörg hafði orðið, en annars litlu orðið bjargað. Sigurjón Jónsson héraðslæknir á Grenivík og frú hans komu að vestan nú með Skálholti og og hafði skipið flutt þau til Greni- víkur. Hafís segir Skálholt við Horn og hatði skipið tafist eitthvað við hann. Þykir ekki full vissa fyrir að Vesta komist óhindruð vestanlands til Reykjavíkur. Gróðrarsföðin á Akureyri. Hún er nú að skrýðast vorblóma sínum, hin hreinlegasta og þrifaleg- asta eins og ætíð áður. 300 piöntur hafa verið fengnar frá henni á þessu vori, og sendar út um land. Mislingabanninu í Reykjavík átti að létta af 7. þ. m. Skip og gesfir. »Vesta«, »Fríðþjófur«, »Kong Inge«, »EgiIl«, »Hólar« og Skálholt, komu öll í þessari viku hingað til bæjarins, og höfðu fjölda farþegja. Af bæjarbúum, sem heim komu, skulum vér nefna: síra Matt- hías Jochumsson, Ólaf Eyólfsson kaupm. °g Sigurð Sigurðsson bókbindara, (komu báðir af stórstúkuþingi). Frá Kaupmanna- höfn komu þeir: stórkaupmaður Sörensen með frú sinni og Chr. Havsteen er dvelja hér báðir í sumar í verzlunarerindum, og Sigurður Guðmundsson stud. mag. frá Mjóadal. Af gestum, sem verið hafa J bænum, skulum vér nefna: alþingismennina síra Einar Þórðarson, Guttorm Vigfússon, síra Arna Jónsson og Pétur Jónsson. Enn frem- ur prestana Sigurð Sivertsen á Hofi, Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði, Hálfdán Guðjóns- son Breiðabólstað, Björn Blöndal Hvammi, auk ýmsra presta úr nágrenninu. Með »Vesta« fóru héðan til Reykja- víkur alþingismennirnir bæjarfógeti Guð- laugur Guðmundsson, Stefán Stefánsson á Möðruvöllum og Magnús Kristjánsson, frú A. Stephensen, frk. M. Stephensen, O. Tulinius kaupmaður og frú hans. Mannaláf. Orímur bóndi Pórarinsson í Garði í Kelduhverfi varð bráðdauður fyrir nokkurum tíma. — »Hann var vel greindur maður að eðlisfari og ein- kennilegur eins og flestir af þeirri ætt (Víkingavatnsætt), fljúgandi hag- mæltur, svo að hann kvað dýrar vís- ur nálega af munni fram, þegar hann var ölhreifur. Mjög var hann við það heygarðshornið um dagana, var og veitingamaður í Vopnafirði eittsinn nokkur ár. Börn hans eru uppkom- inn.« Helga Björnsdóttir á Böggverstöðum, kona Þorsteins Baldvinssonar þar, andaðist á 2. í hvítasunnu. Hafði Iegið fri því í marz- mánuði. Hún var einkar myndarleg kona og mjög vel látinn af öllum. Ounnlaugur Jónsson á Böggversstaða- gerði í Svarfaðardal andaðist á hvítasunnu- dag. Hann var vaskleikamaður hinn mesti en hafði verið sjúkur (holdsveikur) nú hin síðari ár. Nýlega er dáinn hér á sjúkrahúsinu, Sigurður Jóhannsson bóndi á Selá á Ár- skógsströnd af innvortis meinsemd. Hafði verið farinn að heilsu hin síðari ár. Hann var hinn mesti atorku- og dugnaðarmað- ur og góður drengur. ATHUGIÐ. Áður en þér kaupið ykkur motora í bát- ana ykkar, þá leitið yður upplýsinga um hver motorsort sé bezt. Slæmur motor er verri en vond kona. Skrifið til ísafjarðar þar sem bezt reynsla er komin lyrir motorunum, ísfirðiagar munu geta sagt yður hver motor þeim hafi reynst bezt af þeim þremur teg- undum, er þeir nota, s. s. „Alpha", „Dan" og Möllerup. Alpha-motor er í Onsö hans Hansens í Krossanesi, Alpha er dæmdur í Norsk Fiske- tidende, rannsakið þann dóm. Alpha hefir hvervetna fengið sama dóm. Alpha-motorinn er beztur. Aðalumboðsmaður fyrir Eyja- Siglu- og Skagafjörð er Ó. G. Eyjólfsson á Akureyri. Sjúkir og heilbrigðir eiga daglega að neyta hins ekta KINA- LÍFS-ELIXÍR frá Waldemar Petersen, Frederikshavn — Kobenhavn. Öll efni hans eru nytsamleg fyrir heilbrigðina og hann styrkir alla starf- semi líkamans og heldur henni í lagi. Menn, sem sérstaka þekking hafa á iyfinu og eins þeir, sem neyta þess, láta í ljós afdráttarlausa viðurkenning þess, hve ágætt það sé. Ekki er unt að gera alþýðu manna kunnugt í blöðunum nema lítið af þeim vottorðum, sem verksmsðjueigandanum eru send daglega. EKTA KÍNA-LÍFS-ELIXÍR. Á eink- unarmiðanutn á að vera vörumerkið: Kfnverji með glas f hendi og með nafn verksmiðjueigandans: Waldimar Petersen, Friðrekshavn, Kjöbenhavn, og sömuleiðis innsiglið í grænu lakki á flöskustútnum. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. Kvennaskóli Eyfirðinga á Akureyri - mmmtmmmmmm byrjar næsta kennsluár þann 1. okóber 1905. Heimavist í skólanum geta 20 utanbæjarstúlkur fengið, en þær verða að leggja sér til sængurföt. - Til þess er ætlast, að þær hafi matreiðslu í félagi og skifti með sér innanhússstörfuin og matreiðslu undir tilsögn bústýru, er kenni þeim jafnhliða almennustu hússtjórnarstörf. Umsóknir um skólavist sendist nefndinni fyrir 15. ág. þ. á. Bústýran fær 1 herbergi til íbúðar og 250 kr. í laun fyrir skólaárið. - Umsóknir um það starf sendist nefndinni fyrfr 1. seft. þetta ár. Akureyri, 18. júní 1905. Suðl. Suðmundsson. Xr> N Benjaminsson. Xi'istján Jónsson.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.