Norðurland


Norðurland - 08.07.1905, Page 1

Norðurland - 08.07.1905, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 8. júlí 1905. 43. blað. • • llum þeim, sem með nær- veru sinni og hverskonar hluttekningu heiðruðu jarð- arför föðurbróður okkan Magnúsar Jónssonar úr- smiðs, vottum við okkar innilegasta þakklæti. Hólmfr. Jónsdóttir. Jónína G. Jónsdóttir. Brynjólfur Árnason. Ólafsmessu-hvöt. eftir Björnstjerne Björnson. (Á „Ólafsdag", 10. júní síðastl. stóð þetta kvæði (á frummálinu) í norskum blöðum og þaut óðara út um öll Norðurlönd. Pá höfðu Norðmenn sagt sig úr bandalögum við Sví- ana.) Þú fólk, sem Ólafs helga hönd úr hlekkjum braut er skírðust lönd, sem fekk þér kristnu fræðin þín og fermdi þig með blóði sín: til Ólafs Guðs! með efni og hag, á Ólafs helga messudag! Hafirðu ei lög og heimaráð, og heima þína wkonungs-náð“, þá verður raunin ráðvilt böl, þá riðar þú á völtum kjöl. Af Ólafs lögum lærðu það: „Land mittog Guðem#/" hann kvað. Fyrir Guð og land hann geistist fram, fyrir Guð og land sitt falla nam. En aftur hló inn helgi krans í hetjuaugutn sonar hans. t>á svall um Noreg sigurhrós, þá söng hún „Glöð“* við Niðarós. Hið satna lögmál lífs og hags, það lifir enn til þessa dags, þrátt fyrir kvíða, kur og stans — ef kóngurinn situr utanlands. Heyr þú, sem Ólafs vígðir verk, veri nú með oss hönd þín sterk! Hvelf ljóssins þrá yfir lands vors bú; lyft vorri þjóð í styrkleiks trú; lát móður hverja sjá í sýn í sigurkufli börnin sín; ger alt hið dreifða eina bygð, svo eflumst vér fyrir kraft og trygð! jflatth. J. * Klukkan í Kristskirkju, sem menn þótt- ust heyra hljóma á undan orustunni suð- ur á Hlýrskógsheiði í Slésvík, þegar Magn- ús góði barðist við Vindaherinn mikla. Um þá orustu kvað Arnór Jarlaskáld: Vítt lá Vinda fiótti, varð þars Magnús barðist höggvinn valr at hylja heiði rastarbreiða. „Briffa" heitir norskt gufuskip er hefir auglýsl ferðir sínar í sumar frá Álasundi og Krist- jánssundi til íslands. Skipið fer als 7 ferð- ir, kemur hingað fyrst 17. þ. m. en fer héðan síðast 21. nóv. Fastir viðkomustað- ir hér á landi verða: Norðfjörður. Seyðis- fjörður, Vopnaijörður, Húsavík, Siglufjörð- ur og Akureyri. Sróður á „ Cyrinni Eftir Kfirl Finnbogason. II. 2. flokkurinn er: »Til vina minna.« Enn þá talar Páll við náttúruna eða gegn um hana. Hann sendir »kveðju að heiman« til frk. M. St. »Vorið«, »Fljótið«, »Lindin«, »Lognið«, »Björk- in«, »Rósin«, »Þrösturinn«, og »Hauk- urinn«, flytja henni viturleg heilræði og hjartnæmar óskir fyrir munn skáldsins. Enn þá sama vongleðin: Hver vetur þrjóta þó um síðir skal og þungar nætur létta dökkum brúnum, er vorið opnar heiðan sóiarsal, og sóleyjarnar lyfta höfði’ úr túnum. 3. flokkurinn er: »Gaman og alvara«. Þar er margt snjalt og vel sagt spaugsyrði: Farðu, góði, úr gærunni, gráan úlfinn láttu sjá. En týndu ekki ærunni, hún er svo fjarskalega smá. Þá mætti og minna á þegnskylduna : Ó, hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. En fyrst eg er búin að tilfæra þessar tvær, má eg heldur ekki ganga fram hjá vísunni um »Gaddavírinn«: Enn þá hefir alþing sýnt, það elski sína móður hlýtt! Það hefir hana þyrnikrýnt og þungum gaddasvipum hýtt. Og um leið vil eg láta skáldið vita það, að eg er óánægður við hann yfir því, að hann lét ekki alla piningar- söguna koma. Eg veit, að hann hafði hana til og vona, að hann reiðist mér ekki, þó eg setji hér seinnipartinn. Hann er svona: Þegar alt er komið í kring, og kosin er hin nýja stjórn, kannske hún fái krossfesting. En hver mun þiggja slfka fórn? Þetta eru nú alt of stuttir Passíu- sálmar samt. Þeir endast ekki alla föstuna. »Þór og Thor« er mjög snjöll ríma og skemtileg og sýnir ljóslega, að skáldið á hægt með að sníða hug- myndum sínum hæfan búning úr hinu voðfelda vaðmáli íslenzkunnar. Eða er ekki auðheyrt brakið og brimhljóðið í þessari vísu: Æsti kylja áföll stór, yfir þiljur freyddi sjór, drundi bylja dimmur kór djúps úr hyljum réttist Þór. Ýms fleiri kvæði góð eru í þessum flokki t. d. »Rotturnar«, »Draugar« og »rukkarar« o. fl. Þar segir skáld- ið drauga nútímans vera »rukkarana«. Þeir sækja að mönnum einkum um jólin og nýárið eins og draugarnir gerðu í gamla daga. Skuldareikning- arnir eru flugur og sendingar vorra tíma o. s. frv. Renna um bygðir reikningar ró og svefn, er banna; ríkilátir rukkarar ríða húsum manna. Þessi ófagnaður herðir að hugum fólksins eins og draugatrú og myrk- fælni áður. Þung er undiralda þessara orða: Bóndi forlög sín þá sér svarta gegnum þoku. Sulti mörkuð, sinaber seilist hönd til Ioku. 4. flokkurinn er.u »Söngvísur« og er auðséð á þeim, að skáldið hefir ort flestar þeirra af ytri en ekki innri hvötum, því þessi flokkur er tiltölu- lega efnis og yfirbragðs minstur. En vel er orðum og áherzlum að jafnaði hagað eftir því, sem lögin heimta. 5. flokkurinn, »Við ýms tækifæri* er mest minni og samkomukvæði. Þar eru öll eftirmæli, sem f bókinni eru, og þó að eins tvö. Ekkert sérlegt við þau. Sést það á þessum flokki, að skáldið er mikill vinur Þórs, því hér eru 3 minni hans og öll góð. Gæti eg vel- trúað því, að hann héti á Þór til »sæfara og harðræða«. Hátt á lofti hamar þungur hefji þrek og móð. Braut í gegnum björg og klungur brjóti ’ann vorri þjóð. Skáldið byggir nýjar brautir á hverju sumri. Vel ort og kjarnmikil er »Hvötin«. Við höfum sofið alt of lengi. Meðan aðrar þjóðir vöktu, meðan þær brutu gull úr grjóti landa sinna, meðan þær drógu fjársjóð upp úr djúpum hafsins við strendur vorar, þá láum við milli þúfna á ströndinni og hrutum hærra öldunum — eða hærra skriðunum, sem eyðilögðu af- dalina fyrir okkur. Við sváfum, með- an skógar landsins eyddust og fún- uðu og meðan órækt og illgresi námu þá jörð, sem feður vorir helguðu sér með logandi Ieifturskeytum norrænn- ar karlmensku. Þetta vakir fyrir skáldinu; og hann hrópar til okkar: Vökum, vökum! Vel er sofið . . . Og við fáum strax að vita, hvað við eigum að gera: Sækjum djarfir djúpan víði, drögum fé úr Ægis mundum, gjörum fúafen að túni, feyskið lyng að grænum lundum, breytum urð í blómarein, brjótum gull úr hverjum stein, ryðjum, ryðjum beina, slétta braut beint í auðsins hulda nægtaskaut. Ef við vökum og gerum þetta: Þá mun fagurt Iand að líta: laufga skóga, haga græna, blómleg tún og býli snotur, breiðar engjar, garða væna. Mér detta í hug orð Jónasar: Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna. Það er eitthvert ættarmót yfir þér og honum, j IV. ár. segir Páll Jónsson við mann, sem talar illa um þjóf. Hérna er auðséð ættarmót með vonum skáldsins Jónasar Hallgríms- sonar. Og segi eg hvorugum til hneisu. Já, vökum og störfum. Með því einu móti getum vér orðið menn. Oss gagnar ekkert að vera synir manna, ef vér vinnum oss ekki borg- ararétt í mannfélaginu sjálfir, því: Vor hamingja felst í þeim framtíðarhag, scm finnum og vinnum og náum. Þar eigum vér gnægtir af gulli og baugum, en gröfum það aldrei úr fornaldarhaugum. 6. flokkinum eru nokkurar þýð- ingar. Frumkvæðin hefi eg ekki og get því ekki dæmt um nákvæmnina. En valið á aðalkvæðinu »Þolinmæðin þraut- ir vinnur allar«, ber ljós merki skálds- ins. Þá kemur 7. flokkurinn og eru þar ýms kvæði úr leikritum skáldsins. Skáldið er hér sjálfu sér samkvæmt: Skugga þó að dragi á skínandi ljós, skúr og stormur þjóti um blaktandi rós, bak við hríðarmekki hinn bjarti röðull skín, brosir okkur móti, er þokan loksins dvfn. Von, von — altaf von. Einkennilegur er »Duett« Hildar og Skjaldvarar. Það er bardagi hins illa og hins góða, hins fagra og hins ófagra í mannlegri sál — eða um mannlega sál. Milli þess, sem þær syngja, heyrist kórinn bak við tjöldin, eins og óskiljanlegir ómar lífsins — komandi hvaðanæva frá umheiminum til að blanda sér inn í bardagann. Auðvitað endar þetta með sigri hins góða og fagra. Skáldið hringir Skjaldvöru niður með kirkjuklukkunni, því tröllin — forneskjan — þola aldrei heilaga hljóma frá jólhelgum turnum trúarinnar. Síðast er dálítill ljóðleikur: »Strik- ið«. Lítið en laglega gefið olbogaskot. Bókin er alls 193 bls. í 8 blaða broti og kostar 2.50 kr. bundin í skrautband, en óbundin 1.65 kr. Dá- góð mynd af höf. fylgir. * * * Víst er bókin góð sumargjöf. Hún er full af bjartsýni íslenzkrar vornætur og heilnæmur hlákuandi titr- ar í tíbrá vonglaðrar vitundar yfir næst- um því hverri blaðsíðu. Hana vantar ekki heldur yl og alvöru sumarsins, því jafnvel broslegustu gamanvísurnar eru dularklædd alvara, sem við tök- um ofan fyrir með lotningu, ef hún kastar af sér kuflinum. Hún er talandi tákn þess, að »Táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn,« menn, sem eiga þrek og þrautseigar vonir. Og það er sannfæring mín, að það verði þessir menn, sem bera merki þjóðar vorrar til sigurs, en ekki hinir sem þeyta vonarneistum út í náttmyrkr- ið að eins til þess, að láta þá deyja

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.