Norðurland


Norðurland - 08.07.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 08.07.1905, Blaðsíða 2
Nl. 170 þar og hverfa — eins og gneista undan hófum rauðra gæðinga — að eins til þess að gera myrkrið svart- ara eftir en áður. Þessvegna þakka eg höfundinum kærlega fyrir bókina og óska þess, að hún og andi hennar megi berast um landið með öllum vindum, hvað sem annars væri hægt að segja um gallana á henni. Þá eftirlæt eg þeim, sem hafa skarpara skyn á þeim og meiri löngun til að draga þá fram en eg. X Marconi-skeyti. ísland er komið í hraðskeytasam- band við heiminn. Þau miklu tíð- indi gerðust 26. f. m. Skeytin eru frá Poldhu í Cornwall á Englandi og send viðtökastöð Marconifélags- ins í Reykjavík. Millibilið tnilli þess- ara staða er 1820 rastir eða unt 240 mílur danskar. Ekki þarf að kvarta yfir því að skeytin berist ekki með nægum hraða. Hann er semsé Vieeo úr sekúndu. Ef til vill fara menn hér nyðra að renna grun í, að lýsing sú, sem ráðherra vor gaf á Hrafnagilsfund- inum á þessum hraðskeytutn, hafi ekki verið sem allra nákvæmust og samlíkingin við Bramalífselixírinn hafi ekki átt sem allra bezt við. Af hraðskeytum þeim, sem kom- in vorju, birtum vér hér hin helztu: Brezkt gtifuskip Ancona rakst á danskt skólaskip nálœgt Kaupmannahöfn og sökti því. Tuttugu og tveir drengir druknuðu. Brezka herskipið Carnarvon rakst á þýzka herskipið Coblenz út af Spáni. Carnarvon tók við skipshöfninni og dró Coblens, sem leki hafði komið að, til Ferrol. Mr. Hay (utanríkísráðgjafi Bandaríkj- anna) sýktist snögglega í Newbury, New Hampshire, af nýrnaveiki. Kent um kvefi, sem hann hafi fengið á leiðinni td sumar- bústaðar síns. Lœknar drógu úr þrautunurn og menn gera sér von um bráðan bata. Fyrirskipun frá Rússakeisara felur land- sljóranum í Varsjá ceðsta herstjórnarvaldþar. Lögregluliðsforingi var skotinn til bana í dag í höfuðmarkaðsskálanum í Varsjá. Sendihcrrann þýzki í París hefir afhent svar þýzku stjórnarinnar upp á franska stjórnar- skjalið um Marokko. Hinn sáttvœnlegi blœr á svarinu virðist mýkja málið það, þótt mönnum skiljist sem þar sé haldið fram nauðsyn ríkjafundar. Umrœður fóru fram á sœnska ríkisþing- inu (um norska málið). Stjórninni var á- mœlt fyrir ístöðuleysi. Ýmsir þeir er töluðu héláu fram hernaðarráðstöfunum. Forsœtis- ráðherrann talaði um, hver heimska vœri að fara í ófrið, meö því að ríkissamband við Noreg yfirunninn yrði stór og sífeldur háski. Mönnum skilst svo, sem Curzon lávarð- ur (lndlandsjarl) hafi gefið í skyn að hann mundi segja af sér, nema nokkurar mikil- vœgar breytingar verði gerðar á fyrirskip- unum um herstjórn á indlandi. Lloyds hraðskeyti frá Odessa segir, að hœtt sé allri vinnu þar á höfninni. Skips- höfn á herskipi þar á höfninni gerði sam- sceri og myrti foringjana og sagt er að hún hafi hðtað að skjóta á bæinn. í róstum við verkfallsmenn á Rússlandi í gœr skutu hersveitir af handahófi í allar áttir með vélafallbyssum. Við þingkosning í Austur - Finsbury (á Engl.) hefir þingmannsefni frjálslynda flokksins verið kosinn og stjórnin hef ir þar mist eivn þingmann. fapönum hefir ték\st að koma aitur á flot rússneska herskipinu Peresviet í Port Arthrrr. Horfur á Póllandi eru enn óvœnlegar. Verkfallsmenn í Dombrowa rtyndu að ðnýta járrbrautarbrú með dynamiti (sprengitundri). Leynilögregiutnaður og strœtisiögregiu- maðnr l-wu sko/nir ti\ bana í Varsjá ígœr. Morðingjarnir komus/ nndan. Ya\e-háskó\inn vann sig'ur á Harvard í áttœrings kappróðri; munurinn þrír fjórðu úr bátsiengd. X jllþingi seff. Þingsetningin fór fram eins og til stóð 1. júlí. Síra Arni Jónsson á Skútu- stöðum prédikaði í kirkjunni. Forseti sameinaðs þings var kosinn síra Eirík- ur Briem með 24 atkvæðum. Varafor- seti Lárus H. Bjarnarson. Skrifarar Hannes Þorsteinsson og Guðmundur Björnsson. Forseti efrí deildar varð Júlíus Hav- steen, varaforseti Jón Jakobsson. Skrif- arar Björn Ólsen og Jón Ólafsson. Forseti neðrí deildaFslugnús Stephen- sen. Varaforseti Magnús Andrésson. Skrifarar Jón Magnússon og Arni Jóns- son. Til efri deildar voru þeir kosnir síra Sigurður Stefánsson í Vigur með 24 atkvæðum og Jóhannes Jóhannesson sýslumaður á Seyðisfirði með 23 at- kvæðum. X Uppreisij í Odessa. Hingað eru komin norsk blöð til 1. júlí. Af þeim má sjá, að mjög mikil brögð eru að óeirðum í Odessa og er ekki að vita nema þar sé að ræða um fyrirboða miklu meiri stórtíðinda frá Rússlandi. Uppreisnarmenn voru þá búnir að eyðileggja alla höfnina, höfðu kveíkt í fjölda af vöruhúsum og tjónið talið margra miljóna virði. Mörg hundr- uð menn voru þá þegar fallnir. X Jíýff filboð uni hraðskeytasQinband. Skömmu fyrir þingbyrjun kom til Reykjavíkur einn af forstjórum raf- magnsmannvirkjafélagsins, Siemens & Halske í Berlín, Bredlow að nafni. Fé- lagið er eitt af stærstu félögum f heimi í þessari grein, innborgaður höfuðstóll þess nemur 200 miljónum marka. Jafn- framt cr félagið kunnugt að því að vera einkar áreiðanlegt. Hefir Bredlow þessi nú þegar gert þinginu tilboð um hraðskeytasamband milli Noregs og Islands og til og frá öllum 4 kaupstöðunum fyrir einar 660,000 kr. Reksturs- og viðhalds- kostnaður er talinn af honum að verði um 50,000 kr., en þá fáum vér líka allar tekjur af sambandinu. Þá býður hann og að ábyrgjast að sambandið reynist trygt — leggja í banka, hvar sem vér kjósum í heim- inum, hæfilega upphæð því til trygg- ingar—sömuleiðis að gera við á sinn kostnað alt það er aflaga kann að fara fyrsta árið og hafa hér nokkura menn til kenna Islendingum að fara með áhöldin; þá býðst hann og til að veita íslendingum kostnaðarlausa kenslu í firðritunarskóla sínum f Berlín. Félag þetta hefir nú 415 loftskeyta- stöðvar víðsvegar um heim og eru skeyti þess notuð til hernaðarþarfa í Þýzkalandi, Danmörku, Noregi, Hol- landi og Bandaríkjunum. Sigurður Thoroddsen var einn farþeganna á Vestu. í sumar hefir hann eftirlit með brúarsmíðinni á Jökulsá. Búnaðarfélag íslands. Aðalfundur félagsins var haldinn í Reykjavík 8. júnf, voru þar viðstaddir um 60 félagsmenn. Forseti skýrð frá hag félagsins og framkvæmdum. Félagið á nú í hand- bærum sjóði 30.000 kr. eða c. 1000 kr. minna en í árslokin 1902, og staf- ar það mest frá því að reist hefir ver- ið geymsluhús í Gróðrarstöð Reykjavík- ur, er kostaði um 2900 kr. Einu veru- legu útgjöldin fram yfir áætlun voru við mjólkurskólahaldið, eftir brunann á Hvanneyri; þá varð að reka skólann í Reykjavfk einn vetur, og námsstúlkum var fjölgað við skólann. Félagar nú um 650. Fyrir 3 árum voru % fé- lagsmanna úr suðuramtinu einu, nú lætur sem næst að 3/s séu úr hinum fjórðungum landsins. Félagstalan úr Norðlendingafjórðungi hefir þrefaldast frá því í árslokin 1902. Mest dróg um það, er allir Hólasveinar gengu í félagið í vetur 49 að tölu. Um fram- kvæmdir félagsins á liðnu ári má að miklu leyti sjá af ýmsum skýrslum, sem nú eru birtar í 2. hefti Búnaðar- ritsins. Fundurinn beindi áskorunum tii bún- aðarþingsins um prófun á smjöri því er út er flutt og um smjörsýningar, um áframbaldandi leiðbeiningar í húsa- gerð, og um það að koma á fót ráðn- ingar-skrifstofu í Reykjavík til að út- vega sveitamönnum verkafólk. Kosnir voru fulltrúar á búnaðar- þingið fyrv. landshöfðingi Magnús Stephensen og síra Magnús Helgason frá Torfastöðum. Yfirskoðunarmenn voru kosnir Björn búfr. Bjarnarson í Gröf og Magnús dýralæknir Einarsson, en úr- skurðarmenn fyrv. amtmaður J. Hav- steen og yfirdómari Kristján Jónsson. Félagsstjórnin hafði farið fram á 6000 kr. hækkun hvort árið um næsta fjárhagstímabil, og meðal annars bent á það, að hækka þyrfti styrk til Rækt- unarfélags Norðurlands og ætla Bún- aðarsambandi Austurlands allverulegan styrk. X Kvennaskóli Eyfirðinga. Eins og auglýsing skólanefndarinnar sýn- ir, er ákveðið að breyta töluvert fyrirkomu- lagi þessa skóla á næsta vetri. Ætlun nefndarinnar með þessari breyt- ingu er fyrst og fremst sú, að færa skólann í það horf, sem almenningur hér norðan- lands helzt virðist óska, og í öðru lagi að gera hann ódýrari fátækum námsmeyjum, svo fleiri geti átt kost á að sækja hann. í breytingunni virðist leggja vísir ttl þess, að hvorttveggja náist, og er vonandi að menn styðji það á allan liæfilegan hátt. Með heimavistinni í skólanum er náms- meyjum gefinn kostur á að mynda sér sam- eiginlegt heimili — félagsbú með tilstyrk svo góðrar ráðskonu, sem unt verður að fá. Á ráðskonan að leiðbeina þeim í stjórn og hirðingu hússins — kenna þeim hússtjórn. Ætti slíkt að vera þeim holt og notasælt, auk þess, sem samlff námsmeyja sjáfra á sameiginlegu heimili, með saina mark fyrir augum, getur haft ómetanlega þýðingu fyr- ir þær. Áformað er að skólinn leggi námsmeyj- uin til rúmstæði með madressum I, en sjálf- ar leggja þær sér til annan rúmfatnað. Enn- freniur mun skólinn leggja til ljós og hita í kenslu- og lestrarstofur, en ætlast er til, að námsineyjar sjálfar lýsi og hiti svefnher- bergi sín eftir þörfum. Matreiðsluáhöld og alt, sem lýtur að borð- haldi og hirðingu hússins, eiga námsmeyjar að leggja sér sjálfar til. Ef fæði námsmeyja kostar t. d. 50 aura á dag — pr. munn - (það ætti að vera það mesta, sem ástæða er til að gera ráð fyrir), mundu þær komast af með nálega 130-135 kr. hver yfir skólatímann auk bóka og fatn- aðar, og verður þeim þá skólaveran að minsta kosti 25-30 kr. ódýrari en verið hefir, enda þótt þær fái engan styrk annan en þann, sem þegar er nefndur. Hugsið um þetta við hrlfuna ykkar eða hvað sein þið annnars starfið í sutnar stúlk- ur góðar. K F. X Skilvindur. Hér var á ferðinni nýlega Svenningsen forstjóri skilvindufélagsins »Alfa Laval Se- parator« og með honum verkfræðingur fohn Palmer. Föstudaginn 23. júní og sunnudaginn 25. júní hélt Palmer fyrirlestra á Hotel Akureyri um skilvindur og þýðingu þeirra fyrir landbúnaðinn. Byrjaði hann á því að skýra frá því hvernig mjólkurmeðferðinni hefði verið varið áður en skilvindurnar komu til sög- unnar. T. d. hefðu mjaltakonur í Svíþjóð haft þann ekki geðslega sið að hrækja í lófa sér áður en þær byrjuðu að mjólka skepnuna. Mikið af óhreinindum og als- konar óþverra fór í mjólkina og þetta var ekki hægt að hreinsa úr mjólkinni aftur, þó hún væri sett. Sfðan skilvindurnar komu til sögunnar — um 1880 — hefir mik- il breyting orðið á þessu. Menn eru farn- ir að mjalta betur, enda hreinsa skilvind- urnar ýms óhreinindi úr mjólkinni. Þá talaði hann um ýmsar skilvindur, sagðist þekkja þær allar nákvæmlega og væru Alfa Laval skilvindurnar hinar beztu. Margir hefðu það á móti þessum skilvind- um að seinlegt væri að hirða þær. En jafnframt sýndi hann, að á 3V2 mínútu er hægt að taka skilvinduna sundur, þvo hana og setja hana aftur saman. Hann talaði þá um ýmsar endurbætur, er gerð- ar hafa verið á skilvindum s. 1. ár og sem dæmi þess hve mikils Alfa-skilvind- urnar væru metnar gat hann þess að af þeim 4600 skilvindum, er notaðar væru í Danmörku — mesta smjörgerðarlandi heims- ins — væru 4500 Alfa Laval. Af þeim skil- vindum sagði hann að búnar væru til daglega 300. Þá sýndi hann og nýjan strokk' Er honum snúið með sveif og strokkaði hann rjóm- ann á 15 mínútum, en 15 potta má strokka í einu. Sérstaklega var þarflegt að sjá, hve öll handtök við meðfcrð og hirðingu skilvind- unnar voru liðleg. Það hefðu margar kon- ur til sveita mikla þörf á að læra, því ó- efað eru margar skilvindur skemdar á því, að þær eru ekki hirtar á réttan hátt. X Synjað um vínveifinqaleyfi. Eins og getið var um í Norðurl. 13. f. m. er vínveitingaleyfi hótel- vertsins á Seyðisfirði útrunnið í sum- ar. Sótti hann því um endurnýjun þess Ieyfis fyrir næstkomandi 5 ár, samkv. lögum 11. nóv. 1899 um verzlun og veitingar áfengra drykkja. Var umsóknin lögð fyrir almennan borgarafund 24. þ. m., en feld með 46 atkv. gegn 36. Torfi Bjarnason skólastjóri í Ólafsdal var hér á ferð snemma í þessari viku. Sigurjón Jónsson héraðslæknir á Grenivík og frú hans voru hér á ferð um síðustu helgi. Sigurður Sigurðsson ráðanautur Búnaðarfélags íslands kom hingað til bæjarins í fyrradag; fór héðan aftur í dag á leið austur í Þingeyjarsýslu. »Devon«, fiskiskúta frá Álasundi í Noregi 33 smá-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.