Norðurland


Norðurland - 15.07.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 15.07.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. 44. blað. Nýir Kaupendur að 5. árgangi Jío rðurlands fá, ef þeir óska þess, blaðið ó- keypis frá miðjum þessum mán- uði, ennfremur hina ágætu sögu SPÆJARINN. Hún er 386 þéttprentaðar bls. Kjósi peir pað heldur, stend- ur peim til boða, meðan upp- lagið hrekkur, að fá einhvern einn af eldri árg. blaðsins, en senda verða þeir þá 50 aura í burðargjald, ef blaðið þarf að senda með póstum. NORÐURLAND er einna ódýrast blaða hér á landi, kostar aðeins WS" 3 kr. árg. "Sm í næsta árgangi verður fyrir- taks skemtileg saga. JVIagnús Jónssoi), ursmiöur. D. 24. júní 1905. Situr Sunna við sólstöður uppi enn íyrir Eyjafirði, — sýnist sofandi en samt vakir; sér eigi deili dags og nætur. Breiðist blik, en bræddu gulli mar og land með sér skifta. Syfjar sólgyðju, en í svefni leika Ránar dætur að Rínar auði. ~ Ljósmóðir ljúf líð að blundi, hvíl eigi heims og helju milli — hvar sérðu húm, in himinborna, eilfft líf er í auga þínu! Gangið guðsbörn glöð að sofa sólu glfk á sumarkveldi. Fegri fræði en flytur Sunna um örlög manns enginn kennir. * * Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 15. júlí 1905. Svipaða sýn á sama kveldi bar fyrir mig yfir beði þínum, þá er »í ljós annað* ljúf í dauða sál þín sveif, sofnaði vinur! Grandvar gekstu, þú varst göfugmenni, vitur, vinsæll og valinkunnur, auðsæll og örr, og ótal grönnum ljúfur og líknsamur lánardrottinn. En fátt þér fanst um fagurgala, tízkutál og tildur manna; en drengur betri og dáðríkari finnast fáir félagsbræður. — Engin börn á efstu stundu grátin þig úr garði leiddu; gráta þig nú sem grundin sólu liljubörn með Ijúfum augum. Því að hóglega sem himinröðull laukstu Iffi, cins og lifað hafðir. Fagur og fólskvalaus friðargeisli hneig í haf, en hrannar glóa. M.J. X JCoort er tryggara? i. Náttúrlega ritsíminn eða loftskeytin. Um það þarf nú ekki lengur að þrátta hvort sé ódýrara. Allir menn á land- inu ættu að vita það. Loftskeytasam- band er nú boðið af einu af heimsins stærstu og áreiðanlegustu rafmagnsfé- lögum, frá útlöndum til íslands til allra 4. kaupstaðanna og frá þeim aft- ur fyrir 660 þúsund krónur. Viðhalds- og rekstrarkostnaður á ári er reikn- aður um 50 þúsund kr. en þá fylgja líka allar tekjurnar af þessu sambandi og reyndar ýms smærri hlunnindi. En hvort mundi þá verða tryggara fyrir oss ? Því mætti svara svo að reynslar ein gæti úr því skorið, en á því er sá hængur, að vér eigum ekki kost á þessari reynslu nú, megum ekki vera að því að bíða eftir henni. Vér verð- um því að ráða af þeim lfkum sem oss bjóðast og ekki verður heldur annað með sanni sagt en að vér munum geta það, ef ekki vantar viljann til þess. Hvaða tryggingu höfum vér þá fyrir því, að hægt sé að halda uppi áreið- anlegu og óslitnu sambandi við útlönd og innanlands með ritsíma? Sumir halda áreiðanlega að þessi spurning sé óþörf, trúa því athugalaust að fyrst ritrímasamband hefir reynst sæmilega áreiðanlegt annarstaðar, víð- asthvar, muni engin hætta vera á því að það reynist ekki oss lfka fulltryggi- legt. En spurningin er ekki óþörf. Athugum fyrst sæsímann. Erlendis stendur svo á yfirleitt, að þó að sími slitni, eru einhver ráð til þess að halda uppi sambandinu engu að síður. Þá má senda skeytið með öðrum þræði, af því um fleiri þræði er að velja og þess vegna ber lítið á vandræðum af símaslitum, þó þau komi fyrir. Hér stendur aftur svo á með sæsím- ann, að hann verður að eins einn. Ef þessi þráður slitnar eru allar bjargir bannaðar þangað til búið er að setja hann samann. Á svona einfóldu máli hljóta allir að geta áttað sig. Eru þá miklar lfkur til þess að sfm- inn slitni? I því sambandi mætti benda á það að land vort er jarðskjálfta og eldgosa land og koma t. d. eldgos miklu oft- ar fyrir í sjónum, en menn alment munu hyggja. Nærri má geta ef slíkir náttúrukraftar verka á hinn veika þráð hve mikið viðnám hann mundi veita. En miklu ljósara ætti þetta þó að verða mönnum, ef það er hugleitt að á sfðasta aðalfundi St. norræna rit- símafélagsins skýrði formaður þess frá því »að 10 sæsímar þess hér í álfu hefðu slitnað árið sem leið ekki sjaldn- ar en 25 sinnum alls«. Eftir þessu sýnist ekki vera neitt ýkja ósennilegt að það gæti komið fyr- ir hér að síminn hingað slitnaði svo sem tvisvar á ári. Þá er eftir að athuga hve fljótt það mundi ganga að bæta símann aftur. Sannast að segja liggur það í hlut- arins eðli að einginn er fær um að segja hve langan tfma muni þurfa til þess að bæta hann. Þetta getur eðli- lega verið mjög mismunandi, þó ald- rei megi við því búast að það gengi mJög fljótt, en þýðingarmikla bend- ingu fáum vér um það í samningi þeim, sem ráðherrann hefir gert við »St. n. r.« Félagið hefir sjálft ráðið þeim samningi og hefir því eðlilega miðað við þann tíma sem það þóttist þurfa til þess að koma símasamband- inu á aftur, ef það slitnaði. I 2. gr. samningsins stendur. »Svo framarlega sem sæsímasambandinu milli Hjaltlands og Færeyja er slitið í meira en 4 mánuði, falla bæði hin nefndu tillög burtu fyrir þann tíma, sem sambandsslitin standa yfir 4 mánuði. Ef sæsímasamband- inu milli Færeyja og fslands er slitið í meira en 4 mánuði, fellur niður tillagið frá íslandi og helmingurinn af tillaginu úr ríkis- sjóði fyrir þann tíma, er sambandsslitin standa fram yfir 4 mánuði.< IV. ár. Af þessum orðum samningsins sýn- ist vera full heimild til þess að að á- lykta, að St. n. r. búist við því að vel geti svo farið, að símaslitin þurfi að standa yfir í 4 mánuði, enda hlýt- ur félagið að vera þessu kunnugra en allir íslendingar. Þá ætti mönnum að fara að verða ljóst hve afarlangt er frá því að rit- símasamband það, sem oss er boðið, veiti nokkura trygging fyrir því að sambandið haldist, nema tiltölulega stuttan tíma í einu. Það sýnist varla vera of mikið í lagt, þó menn væru við því búnir að sambandið yrði ekki mikið yfir 6 mánuði á hverju ári. Enda er líka vert að gæta þess að ritsíma- félagið tekur enga ábyrgð að sér í því efni. Fer menn þá ekki að gruna að eitthvað meira en lítið sé hæft í því, sem haft er eftir mikilsvirtum og hyggn- um kaupmanni í Khöfn, sem stendur utan við deilurnar hér á landi, »að sæsíma- sambandið, sem okkur er ætlað, sé svo óáreiðanlegt að kaupmannastéttin geti ekki notað það sér að hættulausu«. Þá er landþráðurinn. Um hann gildir að sjálfsögðu ým- islegt hið sama, sem sagt hefir verið um sæsímann. Slitni hann í sundur er sambandinu slitið, þangað til hann verður bættur aftur og hvað það muni stundum ganga greiðlega t. d. uppi á fjöllum á vetrardag geta menn víst nokkuð rent grun í. Enginn maður mun heldur vera sá í landinu, er nokkuð hefir um þetta hugsað, að hann ekki búist við því, að sfmaslit hér á landi muni koma fyrir oft á ári. Skógræktarmálið. Eins og um var getið hér í blaðinu var herra Flensborg skógræktarfræðingur á ferð hér nýlega. Norðurland fann hann að máli, til þess að leita hjá honum upplýsinga um starfsemi þá, er hann veitir forstöðu og hvað unnið hefir verið að skóggræðslu á þessu sumri. Á Rauðavatni hefir allmikið verið starfað. Þar hafa verið settar niður 40,000 plöntur af fjallafuru og 1000 Iævirkjatré. Til þeirra beggja hafði verið sáð þar í gróðrarreitum árið 1903. Þá voru þar og settar niður í sumar 2000 plöntur af norskum birkjitrjám, er sáð hafði verið til í norskri gróðrarstöð (Syssendalen) er liggur 2000 fet fyrir ofan sjávarmál. Ennfremur voru sett niður 4000 dönsk reynitré, ársgömul. Vel hefir komið upp af fræi því er sáð var til í fyrrasumar, einkum líta lævirkjatrén og fjallafuran vel út. Auk þess hafa þar verið sett niður 6000 skandinavisk reynitré og 3000 víðiplöntur frá Sörlastöðum í Fnjóskadal. Tré þau er sett voru niður í fyrrasumar líta vel út. Alls eru þar um 24000 eldri plöntur og auk þess 6000 víðiplöntur. AIl- miklu hefir þar og verið sáð af íslenzku birkifræi. Á Þingvöllum var í ár plantað út 1000 reynitrjám, 400 plöntum af norskri skógar-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.