Norðurland


Norðurland - 22.07.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 22.07.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 45. blað. Leiðrétting. í erfikvæði eftir Magnús sál. úrsmið hefir misprentast í síð. bl. í 7. v. drengur betri, fyrir: drengir betri, og í síðasta erindinu: hrannir, fyrir: hvarmar. Nýir Kaupendur að 5. árgangi Jío rðurlands fá, ef þeir óska pess, blaðið ó- keypis frá miðjum pessum mán- uði, ennfremur hina ágætu sögu SPÆJARINN Hún er 386 péttprentaðar bls. Kjósi peir pað heldur, stend- ur peim til boða, meðan upp- lagið hrekkur, að fá einhvern einn af eldri árg. blaðsins, en senda verða peir pá 50 aura í burðargjald, ef blaðið parf að senda með póstum. NORÐURLAND er einna ódýrast blaða hér á landi, kostar aðeins mr 3 kr. árg. "39W í næsta árgangi verður fyrir- taks skemtileg saga. -+-+-+-+-++-++-+-+-+-*-% • ? ? ??? ----i.i~^~i__p—L~uu~tJ'U~*rX'1~lf* r-L,~Wii~»~iii~~ 'i. 'ii ~i i ~i. ~ ~i~l ~i« ~"~ i~ "i. ~" ~t "l fiýðingarmestst afriðið í rítsímamálinu. Efalaust munu allir íslendingar, sem að nokkuru meta sjálfstæði og sjálfsforræði landsins vera á eitt mál sáttir um það, að oss sé það heppi- legast að reyna ætíð til þess að vera sem mest sjálfbjarga og í sem fæstu upp á Dani komnir, jafnvel þó að þeir vilji góðfúslega rétta oss hjálp- arhönd. Þjóðernis- og sjálfstæðistil- finningu vorri er hætta búin ef vér erum sífelt hjálparþurfar og guðs- þakkamenn, en bæði styrkist hún og sjálfstæðisréttur vor við hvert það mikilsvarðandi mál, sem vér ráðum sjálfir til lykta öðrum að þakkarlausu. Því færri mál sem vér gerum að sambandsmálum, þess bet- ur mun oss að jafnaði farnast og hvergi eigum vér að fá Dönum tögl og hagldir í hendur, ef vér eig- um annars úrkosti. Að gera slíkt að þarflausu er efalaust pólítískt glap- ræði. Á öll vor mál og framkvæmdir ættum vér að leggja þennan tnæli- kvarða. Á honum mun oftast mega sjá hvort vér höfum wgengið til góðs, götuna fram eftir veg" eða ó- heilla götuna, sem hæg er og hallar undan fæti. Að sjálfsögðu eigum vér einnig að mæla ritsímamálið á þennan mælikvarða, þó lítt hafi það verið gert í blöðum vorum. Það er fjár- hagshliðin sem allir hafa glápt á og deilt um. Akureyri, 22. júlí 1905. Það var eins og öllum þætti það í fyrstu sjálfsagt, að gera ritsfmann að sambandsmáli. Að Danir legðu ríflegan skerf til hans töldu allir ó- hjákvæmilegt skilyrði, enda var það og vorkunn meðan litlar Iíkur voru til að hraðskeytasamband væri fá- anlegt fyrir það verð, sem ekki væri landinu allsendis ókleyft. Þó má geta þess, að Jón í Múla mun snemma hafa haldið því fram að sambandið ættum vér helzt að setja á fót af eigin ramleik. Sparnaðarstefna í landsmálum er ætíð réttmæt, að svo miklu leyti að allrar hagsýni sé gætt og engu fé eytt yfir þarfir fram, nema því að eins að mikilvægur hagnaður komi í aðra hönd. En það má oftast meta mikilvægan hagnað, að geta bjargast við eigin efni og sleppa við ölm- usugjafir annara. Þar sem sjálfstæði vort og sómi er annars vegar, getur sparnaðarstefna orðið hættuleg, ef hún kemur í bága við þetta tvent. Eins og ritsímamálið var úr garði gert af stjórn vorri, þá var síma- lagningin gerð að sambandsmáli, eða öllu heldur var að tala um alger- lega danskt fyrirtæki. Þó vér ættum að borga allmikið fé til þess, þá höfðu Danir algerlega töglin og hagldirnar, áttu í raun og veru ein- ir sæsímann og réðu honum að öllu leyti. Þó svo væri ákveðið að eftir 20 ár ættum vér '/3 símans en Danir 2h, þá var auðsætt að Danir réðu mestu um hann eftir sem áð- ur, en auk þess kom þetta því að eins til, að norræna ritsímafélagið kysi ekki að halda sambandinu við án árlegs tillags. Litil ástæða er til að efa það, að félagið mundi taka þann kost, í stað þess að skila dýr- um síma endurgjaldslaust í hend- ur danska ríkisins. Ganga má að því vísu að félagið héldi áfram upp á eigin spýtur og alt hraðskeytasam- band milli íslands og útlanda var þannig um ótakmarkaðan tíma feng- ið í hendurdönskugróðafélagi.Reglu- Iegri hraðskeytaeinokun var komið á, því þó vér hefðum sjálfir síðan sett leifturskeytasamband á fót, þá bar danska ritsímafélaginu fult gjald fyrir slík skeyti að minsta kosti í næstu 20 árin. Að vísu var það engum efa undir- orpið, þegar ritsímasamningurinn var gerður, að leifturskeytafélögin gætu boðið samband fyrir miklu minna fé en auðið er að leggja sæsíma fyrir, en hitt var óvíst, hvort þau fengjust til að gera miklu betri boð. Meðan engin vissa var fyrir því fengin, gat nokkur ástæða verið til þess að veifa fremur röngu tré en engu og selja Dönum fyrirtækið í hendur, þó neyð- arkjör væru, heldur en að verða af sambandinu. En bersýnilegt var það, að með því var einn þáttur spunn- inn enn í þann fjötur, sem marg- víslega er lagður á hvern veruleg- an sjálfstæðisvísi í landi voru. Og fjöturinn áttum vér að kaupa dýr- um dómum og þakka fyrir í ofaná- lag. Hann var sambandshnappelda úr gulli, sem vér lögðum á oss sjálfir. Nú hafa horfurnar stórum breyzt fyrir tilstilli viturra manna, sem sáu þó nokkuru lengra en stjórnarinnar nef náði. Stórauðugt, frægt félagbýð- ur leifturskeytasamband fyrir minna fé en vér áttum að greiða að vor- um hluta til danska sambandsins og landsímans og fulla tryggingu fyrir því, að aðferðin reynist tryggi- leg. Með því að taka slíku boði er sennilegt að vér spörum fé, því all- ar tekjur af sambandinu eigum vér þá sjálfir, og auk þess mjög líklegt að Norðmenn og Danir legðu með ánægju nokkurn skerf til fyrirtækis- ins, sjálfra sín vegna, sem oss væri hneysulaust að taka f móti. En vissulega er þó sparnaðurinn ekki aðalatriðið í þessu máli, þó sízt sé hann að lasta. Aðalatriðið er það, að með þessu móti verður fyrirtæk- ið íslenzkt og íslendingar hafa öll yfirráð þess, Dönum að þakkarlausu. Á þennan hátt getum vér kotnisi hja að gera eitt þýðingamikið mál að sam- bandsmáli, getum verið sjálfbjarga í stað þess að láta Dani gera á oss guðsþakkaverk, getum smíðað nýjan þýðingarmikinn sjálfstœðislið l stað dýr- keyptrar sambandshnappheldu. Meira að segja: Alt þetta getum vér gert án þess það kosti oss að líkindum einn eyri. Þetta er aðalatriðið í ritsímamál- inu. — Hvað utanlands málin snertir, eru oss íslendingum tvö boðorð gefin og ekki fleiri. Hið fyrra er: þú skalt ekki rýra réttindi landsins, hið síð- ara: þú skalt efla sjálfstæði þess eft- ir megni. Ef vér brjótum þessi boð- orð glötum vér þjóðerni voru. Ritsímasamningurinn brýtur þau bæði og það að þarflausu. G. H. Loftskeyfi frá Danmörku. Eitt af því sem til er tínt í bréfi Krarups verkfræðings til ráðgjafans, er getið var um í síðasta blaði, til þess að gera loftskeytin sem tortryggileg- ust, er það að merkin, sem komi fram á viðtökutólum loftskeytanna séu svo ógreinileg að »menn verði að ráða í annaðhvort orð«. Þýðingarmikið svar upp á þessa stað- hæfingu hafa menn nú fengið í Reykjavi'k, lyrrienvarðiogfyrri ensumum munhafa komið vel. — 14. þ. m. kom þangað frá Höfn yfir Poldhu svar uppá bréf, sem fór utan með »Botníu«. Skeytið var á dönsku og var nákvæmlega orð- og stafrétt, þótt þeir sem með það fóru skildu ekkert í málinu. Skeytið var til Dr. Valtýs Guðmundssonar. — Þessi viðbára verkfræðingsins sýnist eiga það fyrir sér að fara sömu leið- ina eins og flestar hinar. IV. ár. Jfoorf er fryggara? 11. (Síðari kafli.) í síðasta blaði var bent á nokkura af annmörkum þeim, sem á því virð- ast vera fyrir oss að ganga að ritsíma- samningnum, af því engin trygging er fyrir því, að ritsímasambandið komi að tilætluðum notum, miklu fremur líkur fyrir hinu, að símaslitin verði svo tíð og tilfinnanleg að til vandræða horfi, þegar atvinnurekendur landsins eru farnir að treysta sambandinu og haga atvinnurekstri sínum eftir því. En þá er að athuga loftskeytasam- bandið. Mikið hefir verið til þess gert að telja mönnum trú um hve það mundi vera óáreiðanlegt, ýmist með því að segja af því sögur, sannar eða lognar, þegar aðferðin var á bernskustigi, eða þá með því að bera þeim félögum, er standa fyrir þessum loftskeytasambönd- um á brýn, að þau fari með skrum og ósannindi; jafnvel sjálfur ráðherr- ann hefir á fjölmennum fundi borið lýsingarnar á aðferðunum til loftskeyta saman við auglýsingar um Brama Lífs Elixir. Ekki sýnist það nein furða þó menn víðsvegar út um land hafi kvartað yfir því, að þeir ættu örðugt með að átta sig á þessum málum, sagt sem svo að þeir vissu ekki hverju þeir ættu að trúa. Hitt gegnir nærri því fremur furðu hve vel þjóðinni í heild sinni hefir tekist að skilja kjarna málsins, eins og auðsætt er af þingmálafund- argerðunum úr flestöllum sýslum lands- ins. En á hverju höfum vér íslendingar þá helzt að byggja? Fyrst mætti benda á það, sem öll- um er kunnugt, að loftskeytafélög þau, er stofnuð hafa verið á síðustu árum, ráða yfir afarmiklu fé. Þetta er vitan- lega engin full sönnun, en þar sem fjöldi manna er í hverju félagi, virðist það þó harla furðulegt ef allir þessir menn væru að kasta fé sínu í fyrir- tæki, sem þeir hefðu ekki trú á, sæju að væri bygt á tómu skrumi, einkum þegar þetta fyrirtæki er þess eðlis, að óhjákvæmilegt væri að tál þeirra og og hégómi kæmist þegar upp, svo öllum heiminum yrði um það kunnugt. Líkt er að segja um þá menn, sem veita félögum þessum forstöðu. Þeir segjast geta komið á fulltryggilegu sambandi; þegar borið er á móti þessu, er þessum mönnum borið á brýn að þeir fari með ósannindi og þessi ósann- indi eru þess eðlis að innan örlítils tíma hlytu þeir að verða að athlægi fyrir öllum þjóðum fyrir þau. Þessi útleggingin virðist vera öllu sennilegri en sú, að mennirnir séu svo vitlausir, að þeir viti ekkert hvað þeir eru að tala um, þekki ekki þá vöru sem þeir eru að bjóða. Þá má líka benda á það að loft- skeytastöðvunum fjölgar í sífellu í heim- inum. T. d. hefir þetta eina félag,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.