Norðurland


Norðurland - 22.07.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 22.07.1905, Blaðsíða 3
Tilboð um loffskeyti. 9 Erindreki Marconifélagsins í Reykja- vík, Mr. Capito, hefir sent Norður- landi tilkynningu um, að hann hafi sent stjórninni ýms tilboð um hrað- skeytasamband innanlands og sömu- leiðis milli íslands, Færeyja og Skot- lands. Ennfremur býðar hann að setja ísland í hraðfréttasamband við hvern stað sem óskað er eftir í Norðurálíu og sömuleiðis við Norður-Ameríku. Alþingismönnum, sem vilja kynna sér málið, býður hann til viðtals við sig, hvenær sem þeim þóknast. Það lítur út fyrir að Marconifélagið treysti sér töluvert rneira en þeir vildu vera láta sumir spekingarnir, sem hafa verið fræða þjóðina sfðan í vor. Ennþá eru ekki komnar fréttir af því hvað þessi sambönd muni kosta og verður fróðlegt að bera þau sam- an við tilboðin sem ráðherrann út- vegaði. Aftur stendur nú í »Þjóðviljanum« kafli úr tilboði Bredows, erindreka þýzka félagsins. Eru þar boðnar loft- skeytastöðvar í Bergen, Þórshöfn, R.vík, ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði, fyrir 660 þúsund kr. eins og áður hefir verið skýrt frá. Kafli þessi endar svo. »Til tryggingar því, að útbúnaður sé á- reiðantegur og jafn öruggur eins og síma- samband munum vér takast hina ströngustu ábyrgð á hendur og setja háa fjárhœð í banka til tryggingarþví, aðþeim ábyrgðarskilmálum verði fullnœgt. Um leið fullvissum vér um að vér erum reiðubúnir tú, ef óskað er, að veita svo að- gengileg borgunarkjör, sem frekast er unt. Hinar nýjustu umbœtur og framfarir hafa komið því til leiðar, að unt er að tengja saman svo fjarlœga staði, sem hér er um að rœða, með tiltölulega lítilli rafmagnsframleiðslu. Af þessari ástœðu verður beinn reksturskostn- aður mjög lítill. — Vér œtlum hann, ásarnt viðhaldi og þjónustulaunum, c.a 50 þús. kr. á ári.« X Loftskeytafréttir. í síðustu blöðum úr Rvík er töluvert af þeim, en fátt af þeim eru stórtíðindi fyrir oss, enda eru þau ekki hingað send til þess að færa oss fréttir, heldur til hins að sýna oss að hægt sé að senda þau hingað. Þessar eru helztu fréttirnar: Blaðið Politiken í Khöfn birtir eftirmynd af hraðskeytunum í ísl. blöðunum 29. júní, og lætur þar uieð fylgja tvídálkaða ritstjórn- argrein mjög fagnaðarsamlega um hvað vel hafi lánast þráðlaus firðritun hins fyrsta hraðskeytis milli íslands og útheimsins. Politiken samfagnaði Mr. Marconi, en hann svaraði með hraðskeyti og þakkaði fyrir. Sýnilegt er það að ekki er öllum Dön- um sárilla við Marconiaðferðina. Japanar eru að taka nýtt lán 30 miljón- ir punda (540 milj. kr.) en af því ætla Stór- bretaland, Bandaríkin og Þýzkaland hvert um sig að taka að sér 10 milj. punda. Mr. Hay, utanríkisráðgjafi Bandaríkjanna' hefir látist. Hraðskeyti frá borginni Mexiko herma mjög mikið manntjón af vatnavöxtum. Manntjón talið frá 100—1000 manns. Roosevelt forseti hefir borið undir ófrið- arheyjendur beiðni stjórnarinnar í Kína um að eiga þátt í friðarsamningsfundin- um. Eru Rússar hlyntir þeim tilmælum en Japanar ekki. Laglegf handfak hefir verið tekið í sumar í Bólstaða- hlíð í Húnavatnssýslu, sléttaðar 9 dag- sláttur og þó eitthvað fleira unnið að jarðabótum. / fjárlaganefnd er L. H. Bjarnason en ekki Árni Jónsson eins og frá var skýrt í síðasta blaði. 179 Nl. Dánargjafir Magnúsar Jónssonar úrsmiðs. Hinn góðkunni sæmdarmaður, sem nýlega er dáinn hér í bæ, hefir látið eftir sig mikið fé, en af því hafði hann ráðstafað þessum gjöfum fyrir andlát sitt: Fröken Hólmfríðar fónsdóttir, bróð- urdóttir hans, fær húseign hans með lóð og húsbúnaði að nokkuru. Fröken Vilhelmína Erlendsdóttir, sem lengi hafði stjórnað búi hans, fær 3000 krónur. Ennfremur hefir hann gefið: Kr. Til eflingar innlendum iðnaði .... 2000 — fátækrasjóðs spítalans á Akureyri 2000 — Ræktunarfélags Norðurlands. . . . 3000 — styrktar fátækum börnum á barna- skóla Akureyrar.................3000 X JVIargf er líkf með skyldum má fara að segja um stjórnarblöðin. í blaðinu »Reykjavík«, sem út er gefið af helztu höfðingjum stjórnarliðsins og hefir konungkjörinn alþingismann fyrir ritstjóra, stendur aðdróttun að nokk- urum framsóknarflokksmönnum um 200.000 kr. mútuþágu fra Marconifé- laginu, eða þá ríflega það frá þýska félaginu Siemens & Halske, ef það yrði hlutskarpara. Ekki fer það að verða augljóst úr þessu hvað þeim gengur til þess, þess- um sömu höfðingjum, að skammast sín fyrir að kannast opinberlega við þá Einar á Stokkahlöðum og ritstjóra Gjall- arhorns sem þjóna sína. Framsóknarflokksmenn á þingi hafa jregar gert ráðstöfun til þess að gerð verði fyrirspurn til stjórnarinnar í báð- um deildum þingsins um hvort aðdróttun þessi sé fram kominn með vilja hennar og vitund. Bókmenfafélagið. Aðalfundur Reykjavíkurdeildarinnar var haldinn 8. þ. m. Meiri hluti nefndar þeirrar, er kosin hafði verið til þess að rannsaka þjóð- lagasafn síra Bjarna Þorsteinssyni á Siglufirði, lagði eindregið með því að félagið tæki að sér útgáfu ritsins. Þessar tillögur frá nefndinni voru samþyktar með þorra atkvæða : að deild Bókmentfélagsins í Rvík. taki að sér að prenta og gefa út þjóðlagasafn Bjarna prests Þorsteinssonar, svo framar- lega sem til þess fæst styrkur úr annari átt, sem nægi deildinni í því efni; eða að deildin taki að sér að gefa út téð þjóðlagasafn, styrklaust frá annari hálfu, á 5—8 árum og hvortveggja með því skil- yrði að höfundurinn eigi áskilji sér ritlaun frá félagsdeildinni að svo komnu. Forseti Kr. Jónsson yfirdómari var endurkosinn með 56 atkvæðum af 83. Eiríkur Briem fekk 27 atkvæði. Fé- hirðir (Geir T. Zoéga) og bókavörður (Morten Hansen) voru og endurkosn- ir. Skrifari félagsins Pálmi Pálsson færðist undan endurkosningu og var í hans stað kosinn cand. theol Harald- ur Níelsson. Guðmundur Finnbogason bar upp þessa tillögu: Fundurinn skorar á stjórn Bókmentafé- lagsins að hlutast til um, að rituð verði æfisaga Jóns Sigurðssonar og að Bók- mentafélagið gefi hana út á 100. afmælis- degi hans. Hún sé svo úr garði gerð í hvívetna að samboðið sé minning Jón Sig- urðssonar. Tillagan var samþ. með atkv. allra þeirra sem á fundi voru 23. „Ægir“. Svo heitir nýtt mánaðarrit um fiski- veiðar og farmensku, sem Matthías Þórðarson er farinn að gefa út í Reykja- vík. Rit þetta er að útliti svipað »Frey« og kostar líka 2 kr. árgangurinn, enda er búist við því að myndir verði hafð- ar í blaðinu við og við, sem »snerta veiðarfærði, veiðiaðferðir, skipa- ogbáta- lag o. fl.«. Nokkurar fróðlegar hugvekjur eru í þvf eina blaði, sem út er komið. Ritstjórinn er áhugasamur um fiski- mál og hefir sjálfsagt aflað sér marg- háttaðs fróðleiks á ferðum sínum með varðskipunum og erlendis og fyrirtæk- ið er svo þarflegt að full ástæða virð- ist til þess að óska blaði þessu langra lífdaga, en þó með þvf skilyrði að málið verði nokkuð vandaðra og prent- villurnar verði færri. Svíþjóö og Noregur. Norsk blöð sem ná til 11. þ. m. segja engar ófriðarhorfur milli Svfa og Norðmanna, þrátt fyrir það að nokkur flokkur manna í Svfþjóð láti ófriðlega. Mestur hluti hinnar sænsku þjóðar mun kjósa fljót og friðsamleg úrslit sambands- málsins, en þeir, sem eru þ-ví mótfalln- ir, vilja helzt draga það á langinn, líklega í þeirri von að einhver bilbugur finnist á Norðmönnum og að útvegi megi finna til þess að halda samband- inu. Síldarveiðar Norðmanna. Eitthvað hugsa þeir sér til hreyfings frændur vorir Norðmenn með síldar- veiðar hér við land þetta sumar. Þeir hafa nú flutt hingað stóreflis barkskip, sem kvað vera ágætlega útbúið til þess að salta í síld og taka á móti veiðinni. Með skipinu fylgdi fjöldi manna og öll tæki til síldveiða af beztu gerð. Ausfræni ófriöurinn. Engin stórtíðindi hafa gerst þar eystra önnur en þau, að Japanar hafa flutt lið til eyjunnar Shakalin, sem er eign Rússa og mælt er að Japanar vilji ná umráðum yfir. Rússar gátu að sjálf- sögðu lítið viðnám veitt, því floti Jap- ana ræður nú lögum og lofum við strendurnar þar eystra. Eyju þessa áttu Japanar fyr og er hún sögð mikils virði, þó norðarlega liggi hún, einkum fyrir þá sök, að fiskiveiðar eru þar miklar og ágæt mið umhverfis eyna. Schack höfuðsmaður yfirforingi á »HekIu« hefir verið leystur frá starfi sínu hér við land og er það lítið fagnaðarefni fyrir íslend- inga, jafnrösklega sem hann hefir varið strendur vorar fyrir yfirgangi botnvörp- unga, síðan hann kom hingað til lands- ins. Er það ilt fyrir oss íslendinga að eiga nú ekki boðlega strandvarnar fleytu, til þess að bjóða Schack for- mensku á. Sá heitir Tuxen sem tekið hefir við yfirstjórn varðskipsins. Skipakomur. »Velox«, gufuskip, kom 17. þ. m. með trjáviðarfarm til Sigtr. Jónssonar og Davíðs Sigurðssonar. »Hekla« kom aðfaranótt hins 18. þ. m. Með henni J. V. Havsteen kaupm. >Elín« kom 18. þ. m. með síld. »Hólar« komu 19. þ. m. »Glenisle« kom 19. með um 300 tunnur af síld og 21. með um 500 tunnur af síld. »Perwie« kom 20. þ. m. Með henni komu hingað frökenarnar Sigríður Helgason og Guðrún Aðalstein frá Khöfn. »Stettin« kom í dag í stað »Britta«, Sfúdenfar urðu 17 í þetta sinn frá hinum al- menna mentaskóla. Eínk. stig. Andrés Björnsson.............I. 103 Páll Eggert Ólason...........I. 102 Ólafur Lárusson..............I. 101 Þórarinn Kristjánsson........I. 100 Þorsteinn Briem..............I. 98 Guðmundur Thoroddsen * ... I. 98 Ólafur Jóhannesson...........I. 94 Guðjón Baldvinsson *.........I. 93 Júlíus Havsteen..............I. 92 Sigurður Lýðsson.............I. 92 Brynjólfur Magnússon.........I. 90 Ingvar Sigurðsson............I. 88 Ólafur O. Lárusson...........I. 86 Baldur Sveinsson.............I. 85 Þorgrímur Kristjánsson * . . . II. 75 Karl Sæmundsson *............II. 64 Pétur Sigurðsson *..........III. 45 Þelr voru utanskóla, sem auðkendir eru með *. Goodtemplara- stúk- urnar á Akureyri hafa komið sér saman um, að stofna til skemtisamkomu fyrir meðlimi sína og ann- ara stúkna við Eyjafjörð að Hrafna- gili sunnudaginn 30. júlí kl. 2 sfð- degis. Heimilt er stúkumeðlimum að gefa utanreglumönnum kost á að sækja samkomuna. Aðgöngueyrir er 20 aurar fyrir karlmenn og 10 aurar fyrir kven- menn og unglinga. Akureyri, 21. júlí 1905. Frb.Steinsson. S.Hjörleifsson Ben. Gíslason. Tilraunastöð ih' í iTim 1—1*1—i nmn JRæktunarfélag^Jorðurland^ ■bhmhnaannB verður fyrst um sinn opin og til sýnis hvern sunnudag frá kl. 4—6 e. h. Samskot úr Skagafirði til minnisvarða yfir Jónas Hallgrímsson. (í krónum.) Eggert Briem, skrifstofustjóri 6. Þorvald- ur Arason, Víðimýri 6. Hallgrímur Thorla- cius, prestur í Glaumbæ 6. Stefán Jónsson, verzlunurstjóri Sauðárkrók 6. Sigurður Páls- son, læknir Sauðárkrók 6. Flóvent Jóhanns- son, Sjávarborg 5. Unglingafélag Mikla- bæjarsóknar 5. Jón Ásgrímsson. Húsey 4. Björn prestur Jónsson, Miklabæ 3. Einar Jónsson, Flatatungu 3. Björn Björnsson, Brekku 2. Björn L. Jónsson, Glaumbæ 2. Jósafat Guðmundsson, Krossanesi 2. Jón Guðvarðsson, Holtskoti 2. Árni Jónsson, Marbæli 2. Björn prestur Blöndal, Hvammi 2. Guðmundur Gavíðsson. Hraunum 2. Jón- mundur J. Halldórsson, prestur Barði 2. Jón Jónsson, Hafsteinsstöðum 2.25. Einar Stefánsson, Sauðárkrók 2. Kristján Blöndal, Sauðárkrók 2. Gísli Sigurðsson, Víðivöllum 2. Guðrún Sigurðardóttir, s. st. 2. Gunnar Bjartmarsson, Úlfsstöðum 2. Jóhann Jónas- son, Miðsitju 2. Rögnvaldur Bjarnason, Réttarholti 2. Guðmundur Einarsson, Hofs- ós 1. Einar Halldórsson 1. E. B. Guðmunds- son, Haganesvík 1. Magnús Jóhannsson, Hofsóssbökkum 1. Egill Steingrímsson, Merkigili 1. Stefán Sveinsson, Uppsölum 1. Páll Árnason, Mói 1. Guðmundur A .Guð- mundsson, Bræðrá 1. Bjarni Bjarnason, Víkarkoti 1. Rannveig Hansdóttir, Hrólfs- stöðum 1. Rögnvaldur Jónsson, Þorleifs- stöðum 1. Þorsteinn Björnsson, Miklabæ 1. Jónas Jónasson. Grundarkoti 1. Gísli Björnsson, Ökrum 1. Jóhannes Jónsson, Vöglum 1. Sigurður Jónsson, Sólheimum 1. Ólafur Hallgrímsson, Kúskcrpi 1. Jón Rögnvaldsson, Réttarholti 1. Hans Bald- vinsson, Hrólfsstöðum 1. Sigurjón Gísla- son, Syðstu-Grund 1. Samtals 102 kr. 25 a.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.