Norðurland


Norðurland - 29.07.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 29.07.1905, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 46. blað. Akureyri, 29. júlí 1905. IV. ár. JMorðurland Háttvirtir kaupendur blaðsins áminnast um að síðasti gjald- dagi 4. árs var fyrir miðjan júlí. JCýjar bækur. i. Qvo vadis? (hvert ætlarðu), saga frá tímum Nerós. Eftir Henryk Sienkiewicz. Þorsteinn Gíslason þýddi. Reykjavík. 1905. 520 bls. 80. 3.50 kr. Eg hefi oft lesið þessa sögu áður enn hún kom út á íslenzku í vor, og alténd endað með því að óska þess að við ættum hana á okkar máli. Og nú er svo komið — og meir að segja, útgáfan er vönduð að prentun og pappír, og þýðingin er ágæt, og er það meira en sagt verður um ýmislegt, sem út kemur af því tagi. Sagan er frumrituð á pólsku nálægt 1895, en að 2—3 árum liðnum var búið að þýða hana á 22 tungumál, og margar þýðingar eru til, t. d. á þýzku, og margar útgáfur af hverri. Höfundur- inn er annar af tveimur skáldsagna- höfundum, sem nú eru lesnir jafnt um heim allan. Hinn er enskur og heit- ir Rudyard Kipling. Sagan fer fram á dögum Neróns keisara, og gerist öll í Róm; aðalefn- ið er að lýsa baráttu þeirri er boðun kristindómsins kom af stað í hugum manna og hjörtum, og því, hve mik- ið sigurmagn var fólgið í kristninni, hvernig hin heiðna, rómverska lífs- skoðun annaðhvort varð að bogna eða brotna fyrir þessu ofurvaldi að aust- an, sem sigraði hjörtu mannanna. Post- ularnir Pétur og Páll koma mikið við söguna. Þar eru meistaralegar lýsing- ar á því, þegar Neró brendi Róma- borg, til þess að geta gert sér Tróju- brennu í hugarlund, og svo á hinum geigvænlegu leikum í pallaleikhúsinu mikla,þarsem kristnum mönnum var snar- að fyrir villidýr, og leikgleðin var fólg- in í blóði og dauða. En allar þessar ógnir sigrar trúarkraftur hinna fyrstu kristnu manna, og jafnvel varmenskuna og þý- lyndið sigrar hann í Kíló, óþokkanum í sögunni. II. Æfintýrí og sögur eftir H. C. Andersen. Stgr. Thorsteinsson þýddi. Reykjavík. 1904. 320 bls. 80. 3.00 kr. Einstakar af sögnm H. C. Ander- sens hafa við og við sézt á íslenzku, en hér er nú komið út vandað úrval af þeim í ágætri þýðingu. Sögurnar eru 27, og eru prýddar 30 góðum myndum. Ennfremur fylgir bókinni góð andlitsmynd höfundarins og fallegt æfi- ágrip eftir þýðandann. Æfintýri Ander- sens eru fræg um heim allan. Þau eru svo snildarlega samin, að þau eru yndi og eftirlæti barnanna, og gefa þó þeim fullorðu nóg umhugsunarefni. Ander- sen er altaf barnslegur, og talar við börnin eins og barn, það skilja þau, og elska sögurnar hans ; en hann hefir eigi að síður lag á að fela stór og djúp siðferðisleg sannindi f þeim, sem fullorðnum er ætlað að finna. Enga bók veit eg hentugri enn þá á íslenzku fyrir lestrarbók í hærri bekkj- um barnaskóla, að lesa þau þar við og við, ef kennarinn útskýrir efnið vel með börnunum um leið. Bókin er og sjálfkjörin verðlaunabók á barnaskól- um, ef hún fengist .1' snotru bandi til þess. Enga skemtibók geta foreldrar gef- ið barni sínu á 10.—12. ári betri en Andersens æfintýri. En unglingi eftir fermingu mundi eg hiklaust velja Qvo vadis, ef eg ætti að velja honum fal- lega og góða skemtisögu að gjöf. III. Textaútgáfu af Krákumálum, og rit- gerð um þau hefir próf. Finnur Jóns- son nýlega gefið út í ritum hins danska vísindafélags. Niðurstaða útgefanda er sú, að kvæðið sé ekki eldra en frá því um 1200, og sé orkt hér á ís- Iandi. Virðist hann færa góð og gild rök að þessari skoðun sinni. /•/• \ ÍCtlendar fréttir. Frá fréttaritara Norðurlands. Kaupmannahöfn 13/7 ’05. Danmörk. Hér í landi hafa verið almenn verk- föll meðal vefara. Þeir krefjast hærri launa, en vinnuveitendur vilja ekki upp- fylla kröfur vinnumanna sinna. Hroðalegt slys vildi til 26. þ. m. skamt héðan frá borginni. Skólaskipið >Georg Stage« kom frá átokkhólmi aðfaranótt 26. júní, á leið hingað til Hafnar. Þegar skipið var komið í svo kallað HoIIendingasund, skamt frá Amager, þá sá skipstjórinn gufuskip sigla beint á móti >Georg Stage«, sem er seglskip og átti því gufuskipið að víkja úr vegi, en gerði ei fyr en um seinan. Það sigldi á »Georg Stage« miðjan og klauf hann í tvent. Þá ruddist grængolandi sjór- inn inn og eftir 11/2 mínútu var skipið sokkið. A því voru 80 manns, fiest ung hers- höfðingjaefni. Margir voru háttaðir og sukku því með skipinu; 22 druknuðu og hafa kafarar að eins getað fundið 14 h'k, hin mun straumurinn, sem er mjög stríður hér f sundinu, hafa borið burt. Sænskt skip, sem kom að í sömu svifum sem skipin sigldust á, bjargaði flestum þeim er af komust. Gufuskipið sem sigldi á »Georg Stage« er enskt vöruskip og kallast »Ancona«; það beið því nær ekkert tjón. Nú bíður það hér dóms síns. Slys þetta hefir vakið hér almenna hrygð og hluttekningu. Hér í borginni hefir verið haldin stór dýrasýning. Sýning þéssi stóð yfir frá 6. þ. m. til 9. Það er í fyrsta skifti að þessháttar sýning hefir verið haldin hér í Höfn. Hér hefir því verið saman kominn múgur og margmenni, bændur og búalið utan af landinu. í sýningu þessari tóku helzt þátt íbú- arnir á Sjálandi. Þar mátti sjá margan fallegan grip; þar voru sýnd allskon- ar húsdýr og þar að auki ýms verk- færi og iðnaður sem að landbúnaði Iýtur. A sýningu þessari voru sýndir nokk- urir gripir frá Svíþjóð, einkar fallegir hestar og góðar mjólkurkýr. Einum af ráðunautum búnaðarfélags- ins íslenzka, Guðjóni Guðmundssyni, hafði hugkvæmst það snjallræði að koma hingað með nokkura vel valda íslenzka hesta. Hestar þeir sem Guð- jón sýndi voru 21 að tölu. A þeim var riðin veðreið síðasta daginn og þótti mönnum það góð skemtun. Dan- ir dást að því hvað íslenzku hestarnir eru snotrir, þótt smáir séu í saman- burði við dönsku hestana, eins og dönsku nautin eru líka helmingi stærri en íslenzk naut. Menn töluðu mikið um það hvað hestarnir gátu hlaupið mikið. Hestar þessir voru seldir á uppboði; einn fór fyrir 420 kr. fallegur rauður skeiðhest- ur úr Rvík hinir allir voru seldir fyrir minna verð; lægsta verð var hundrað áttatíu og fimm krónur. Nokkurir landar hafa tekið próf við háskólann hér í júní, þar á meðal frök- en Elinborg Jakobssen, sem tók fyrri- hluta læknaprófs og hlaut þriðju einkunn. Ari Jónsson hefir tekið próf í lögum með annari einkunn. Þrfr nemendur hafa tekið fyrrihluta lagaprófs, eftir nýja laginu: Bogi Brynjólfsson með fyrstu eink- unn (50 stig). Guðm. H. L. Hannesson með fyrstu einkunn (52 stig). Vigfús Einarsson einnig með fyrstu einkunn (49 stig). Heimspekispróf hefir Oddur Her- mannsson tekið með ágætiseinkunn. Noregur og SvíþjóÖ. Óskar Svíakongur hefir kallað sam- an meðlimi ríkisþingsins til aukaþings, til þess að fjalla um deilurnar milli þessara tveggja ríkja. Konungur setti þetta aukaþing í Stokkhólmi 21 þ. m. Þingsetningin fór fram með hinni mestu viðhöfn og var múgur og margmenni þar saman komið. Konungi sárnar mjög tiltæki Norð- manna; hann gat naumast tára bundist er hann hélt þingsetningarræðuna og mintist á aðskilnað Noregs og Sví- þjóðar; hann flutti samt tölu sfna með skörungsskap. Af ræðu hans að dæma og frumvarpi stjórnarinnar, þá mun Svíastjórn samþykkja gjörðir Norð- manna. í stjórnarfrumvapinu er farið fram á, að stjórninni yrði falið að útkljá málið við Noreg, en það hefir mætt töluverðri mótstöðu á ríkisþinginu. Menn vita enn þá ekki hver endirinn verður. Óskar konungur hefir látið í ljós, að hann mundi ekki fallast á uppá- stungur Norðmanna um það, að einn af sonum hans verði Noregskonungur, en hann hefir jafnframt getið þess, að hann mundi beygja sig undir vilja ríkisþingsins í því máli. Nú bíða menn óþreyjufullir eftit úr- slitunum, hvort Noregur verði konungs- rfki eða lýðveldi. Það er mælt að stór- veldin, að Þýzkalandi undanskildu, reyni að milda skap Óskars konungs og fá hann til þess að viðurkenna aðskilnað Noregs og Svíþjóðar og taka við til- boðinu um, að einn af hans sonum verði konungur Norðmanna, sem allra fyrst; því að þau óttast ella að Þýzka- Iandskeisari muni trana einhverjum sinna sona fram. Sagt er að Norðmenn hafi augastað á Carli Danaprins sem konungsefni, ef Óskar neitar tilboðinu. Ýms afturhaldsblöð í Svíþjóð láta illa yfir afskiftum stjórnarinnar í þessu máli og krefjast jafnvel að Noregur verði kúgaður með vopnum. Þau segja að þau viti ekki til hvers ríkið kosti herflota, ef hann eigi ekki að vera not- aður til þess að reka réttar ríkisins. Socialistar f Svíþjóð hafa haldið fjöl- menna samkomu, þar sem þeir hafa samþykt áskoranir til aukaþingsins og eru þær þess efnis, að deilurnar við Noreg verði til lykta leiddar í friði og bróðerni, þar eð önnur leið væri í bága við menningu þessara beggja þjóða og brot á móti ættjörðunni. Marokkomálið. Soldáninn í Marokko kom fram með þá tillögu fyrir nokkuru að efnt yrði til alþjóðarráðstefnu til þess að ræða um og skera úr þeim deiluatriðum, sem þeim báðum þjóðum, er hlut áttu að máli, bar á milli. Frakkar voru í fyrstu mjög mótfallnir þessari uppástungu, en Þjóðverjar sóttu málið fast og nú skýra síðustu blöð svo frá, að samningar séu komnir á milli þessara tveggja ríkja, og alþjóðar- ráðstefna verði haldin innan skamms til þess að fjalla um Marokkomálið, sem hefir vakið mikla eftirtekt manna, um nokkura hríð, út um heiminn. Frakkland. Hinn nýi fjármálaráðherra Frakka er Pierre Merlow, sem áður var fyrsti skrif- ari í ráðaneytinu. Hann var upphaflega læknir og um nokkurn tíma borgmeist- ari í Jonne. Hann er 58 ára að aldri og er radikal-sócialisti. Það hefir vakið mikla eftirtekt, að stolið hefir verið ýmsum þýðingarmikl- um skjölum á skrifstofu herstjórnar- ráðaneytisins. Þessi skjöl höfðu að geyma ýms leynileg áform um liðsauka (á landa- mærum Þýzkalands og Frakklands). Skjalasafns þess, sem þessi skjöl voru í, hefir ætíð verið gætt sem gulls. Einn af vörðunum, Segent Reiprand,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.