Norðurland


Norðurland - 29.07.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 29.07.1905, Blaðsíða 2
NI. hefir verið hneptur í varðhald, en ekki er neitt orðið uppvíst í þessu máli enn. 4. þ. m. hafa verið samþykt í full- trúamálstofu Frakka lög um aðskilnað ríkis og kirkju, og hefir þeim mála- lyktum verið tekið með fögnuði meðal manna. Hinn frægi franski sócialistaforingi og friðarvinur Jaurés hafði ákveðið fyrir nokkuru að ferðast til Þýzkalands og halda tölur í Berlín og fara þar með friðarmál; en nú hefir þýzki ríkiskanzl- arinn Búlow bannað Jaurés stranglega að tala opinberlega í Berlín og beðið þýzka sendiherrann í París, Radolin fursta, að sjá svo um, að Jaurés hætti við för sína. Ungverjaland. Nýtt ráðaneyti var myndað þar fyrir skömmu. Fejervary baron er forsætis- ráðherra. Þetta ráðaneyti, sem Fejer- vary hefir myndað, mætir mikilli mót- spyrnu. Menn segja, að það sé á móti þingi og stjórn landsins. Við fyrstu sam- komu þess í fulltrúamálstofunum létu menn f ljós óánægju sína yfir ráða- neytinu og lýstu vantrausti sínu á þvf. Það hefir heldur ekki fengið betri við- tökur í stórmennaþinginu. Fejervary forsætisráðherra er 72 ára gamall og hefir áður verið hermálaráðgjafi um langa tíð. Rússland. Rússastjórn hefir farið fram á, að sett verði á fjárlögin 525 miljóna rúbla tillag til þess að byggja nýjan flota, sem verði lokið við eftir 7 ár. Þetta hefir vakið mikla óánægju og gremju meðal manna. í Moskva og grend við þá borg er vígbúnaðurinn rekinn með miklu kappi. Það er mælt, að þaðan séu sendir 6 járnbrautarvagnar með varaliðsmenn á hverjum degi til ófriðarstöðvanna í Asíu. Yfirvöldin fara á náttarþeli heim í híbýli manna og flytja þá beina leið til járnbrautarstöðvanna, en láta halda öflugan vörð um þá. Mönnum er einu sinni ekki gefið leyfi til þess að kveðja kunningja sína og ættingja. Fólkinu gremst mjög, sem auðvitað er, alt þetta athæfi stjórnarinnar; fregn- ir þær sem borist hafa þennan mánuð skýra svo frá, að þar sé víða róstu- samt í landi um þessar mundir. Líf- varðarforingjar í St. Pétursborg hafa myndað félag með sér og bundist samtökum um, að myrða alla stór- fursta Rússlands. Þeir höfðu ákveðið að byrja á Vladimir stórfursta, sem er yfirmaður lífvarðarins. Þeir höfðu boðið honum til kvöldverðar og ætluðu að ráða hann þar af dögum, en einn af samsærismönnum ljóstraði upp á- forminu og var þeim því öllum varp- að 1' fangelsi. Allir þessir menn eru af beztu ættum Rússlands. í Ódessa hefir um nokkura hríð alt verið í uppnámi; ástandið hið versta. Þar hafa verið háðir blóðugir bardag- ar á götum borgarinnar og fleiri þús- und manna drepnir. Því nær öll höfnin þar hefir verið eyðilögð og öll vöruhús og stærri bygg- ingar brendar til ösku, sömuleiðis hafa 4 rússnesk gufuskip verið brend þar. Herlið og lögreglulið hefir ekkert ráðið við óróaseggina, sem hafa haft yfirhöndina um tíma. Borgin hefir ver- ið sett f hervörzlur. Óeirðirnar hafa brotist út víðar. í Sebastopol hafa verið mikil uppþot á 182 götunum og ýmsar opinberar bygg- ingar verið eyðilagðar. Herliðið á Svartahafsflotanum hefir gert uppreisn. Menn hafa ekki gert sér háar hug- myndir um agann á þessum flota, og nú hafa menn sannfærst um það, að þar gengur flest á tréfótum. Eitt af þeim nýjustu og beztu skip- um Svartahafsflotans er »Knjas Potem- kin«. A því hefir verið 930 manna liðs- afli. Svo bar við 28. f. m. um borð á þessu skipi, að einn hásetinn kvartaði yfir vistinni við skipstjórann. Hann brást reiður við, dró sverð sitt úr slíðrum og klauf dátann í herðar niður. Þá gerðu hinir liðsmennirnir uppreist og vildu hefna félaga síns. Skipstjóri og flestir yfirmenn voru höggnir niður á svip- stundu. Skipshöfnin réði svo lögum og lofum á »Potemkin« um hríð. Þeir sigldu skipinu nokkura daga um Svartahafið og komu við á ýmsum höfnum og heimtuðu þar vistir, og hótuðu íbúun- um ella að skjóta á borgina. Nú hafa þeir gefið sig á vald stjórninni í Rúmeníu og selt skipið af hendi móti því, að þeir yrðu eigi afhentir Rússastjórn. Nú hefir Rússastjórn heimt skip sitt aftur. Það er mælt, að herliðið á 4 öðr- um herskipum Svartahafsflotans, sem l’ggja v>ð Sebastopol, hafi farið að dæmi félaga sinna á »Knjas Potem- kin« og drepið yfirmenn sína eða sett þá fasta, sem ekki vildu snúast í lið með uppreistarmönnum. En eftir nýj- ustu fregnum að dæma, hefir þessi uppreist kafnað í fæðingunni. En hér er ekki ein báran stök, því að víða er pottur brotinn í Rússlandi. A þeim hluta rússneska flotans, sem er í Eystrasalti við Libau hafa liðs- mennirnir gert uppreist. Hermennirnir brutust inn í vopnabúrin 1' Libau um nótt, rændu byssum og skutu á bú- staði sjóforingjanna. Það hafa menn fyrir satt, að uppreistarfélög í Rúss- landi hafi komið þessum óeirðum, í Ódessa og Libau, af stað, sem hafi gert áform og uppástungur fyrirfram um uppþotið. Pólland. Þar hafa verið um nokkura hríð róstur og óeirðir meir en nokkuru sinni áður. Almenn verkföll segja menn að hafi ver- ið þar í flestum hlutum landsins; þó hefir gauragangurinn verið mestur í bæjunum Varshav og Lodz, sem er Gyðingabær. Vinnulýðurinn hefir dreg- ið rauða fána upp á verksmiðjunum og vinnuveitendur og embættismenn hafa orðið að flýja innfyrir landamæri Þýzkalands, og alt ber vott um hina mestu óöld. Menn geta þess til, að helzta orsökin til þessara síðustu ó- eirða séu herútboð, sem byrjað hefir verið á að nýju fyrir nokkuru. í Lodz hefir verið skipaður hervörður um borgina. Ófriðunnn milli Japana og Rússa. Af ófriðinum á landi hafa ekki bor- ist margar eða miklar fréttir. Menn hafa um nokkura stund búist við að háðir yrðu blóðugir bardagar í Mand- shúríinu, en enn þá hefir að eins frézt um smáorustur, sem háðar hafa verið í miðjum júní. Þessar skærur hafa átt sér stað milli útvarðanna við Liushian- jang og hörfuðu Rússar undan. Síðar réðust Japanar á Rússa við Liaojang- vapin og ráku lið þeirra á flótta. Japönum gengur bezt í sókninni í Kórea. Menn halda að Oyama hafi í hyggju að halda liði sínu á milli Vladivo- stok og Kirin og reka Lenevitsh hers- höfðingja Rússa til baka með lið sitt til Charbin. Liðsaflinn kvað vera aukinn af beggja hálfu með miklu kappi. Sagt er, að ástandið í Charbin sé hið versta; þar hefir »kólera« geisað og öll sjúkra- hús hersins, sem eru 21 að tölu, þegar áður troðfull af særðum mönnum. Síðustu fregnir skýra svo frá, að Japanar hafi 7- Þ- m. gengið á land í eyjunni Sachalin. Japanskur floti kom í nánd við höfuðstaðinn Korsakorsk og skaut á borgina. Foringi rússneska hersins veitti viðnám, svo lengi sem unt var, en varð að lokum að gefast upp og flýja borgina, en lét sprengja allar fallbyssur við strendurnar í loftið og brenna allar byggingar stjórnarinn- ar. Því næst settu Japanar lið sitt á land í Sackalin. Friðarhorfurnar. Nú er málinu komið svo langt, að valdir hafa verið fulltrúar af beggja hálfu. Fulltrúar Rússa eru R. R. v. Rosen, baron, sem nú er sendiherra Rússa í Washington; hinn er N. V. Muraviev, greifi, sendiherra í Róm. Japanar hafa kosið þessa fulltrúa: J. Kamura, baron, sem er utanríkisráð- herra í Japan og Takahira Kajoro, sem er sendiherra Japana í Washington. Þessir menn eru álitnir, sem auðvitað er, hinir snjöllustu og reyndustu stjórn- vitringar beggja þjóðanna. Það hefir þegar verið ákveðið, að þeir skyldu mætast í Washington í byrjun ágúst- mánaðar og taka þá til starfa við friðarsamningana. Orikkland. 13. júní var forsætisráðherra Dely- annis myrtur. Þegar hann var á leið til ríkisþingsbyggingarinnar réðst mað- ur nokkur Gheraki að naíni á hann og stakk hann hnífi í kviðinn. Eftir nokkura tíma var ráðherrann örendur. Delyannis var mesti hæfileikamaður og naut mikill- ar hylli í landi sínu. Menn urðu því sem þrumulostnir er þeir heyrðu um morðið. Morðinginn er eyðilagður spila- gosi. Hann er óbótamaður hinn versti. Hann hefir játað það, að hann ætlaði að hefna sín á Delyannis, því að hann hefði látið loka spilahúsum í Grikklandi. Maður þessi hafði áður myrt konu eina og verið dæmdur í 18 ára fangavist. Hann er 35 ára. Ráðaneytið hefir sagt af sér, en kon- ungur hefir falið Ralli að mynda nytt ráðaneyti aftur. England. Fregnir hafa borist um að ískyggi- Iegir fjárdrættir, sem átt hafa sér stað við útbúnað og sending vista til her- liðsins enska í Suður-Afríku eftir Búa- stríðið, séu nýlega komnir fyrir dags- ljósið. Það er mælt að Balfours ráða- neytið hafi verið illur þrándur í götu Williams Buller hershöfðingja, sem var formaður nefndar þeirrar er átti að rannsaka málið í Transvaal. Það þykir æði grunsamt, að öll skjöl og skilríki, sem snerta þessa fjárdrætti eru horfin úr hermálaráðaneytinu. Málið hefir verið á dagskrá í neðri- málstofunni og verður hermálaráðherr- ann Arnold Forster, að standa þar fyrir svörum. Balfour ráðaneytisforseti hefir sett nefnd í málið. Síðari fregnir skíra svo frá, að Bal- four sé í miklum vanda staddur og mönnum þyki hann nokkuð hvikull og ósjálfstæður og búast menn við því, að töluverðar breytingar verði á ráðaneyt- isskipuninni innan skamms. Spánn. Rárðaneytið hefir sagt af sér og konungur hefir veitt úrsögninni mót- töku. Sfðari fregnir skýra svo frá, að Alfons konungur hafi falið Montero Rios að mynda nýtt ráðaneyti. Ameríka. Hay utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nýlega dáinn. Hann er álitinn einn af duglegustu stjórnendum Ameríku og hefir gengt stöðu sinni langa tfð. Hay var upphafsmaður að því, að Bandaríkin hafa farið að skifta sér af »heimspólitíkinni«. Root sem áður var hermálaráðgjafi er orðinn utanríkisráðherra í stað Hays. Járnbrautarslys varð fyrir nokkuru á járnbrautarlest, sem fer milli New- York og Chikago. Það var viðhafnar járnbrautarlest, sem kom frá Chikago og fór með 70 mílna hraða og hljóp af teinunum við Mentor. Margir vagnar moluðust og brunnu; 13 manns dóu og 21 særðist. Þetta var heimsins hraðasta lest og jafnframt íburðarmesta. I henni voru bókasöfn, rakarabúðir og allskonar böð. Cuba. Fyrir nokkuru er dáinn Maximo Go- mez frelsishetja hin mesta 69 ára að aldri. Hann stóð fyrir frelsisbaráttu Cubu- manna, sem hófst í janúarmánuði 1895. Þessi frelsishreyfing stóð með miklu fjöri þegar stríðið milli Spánar og Norðurameríkumanna hófst, sem leiddi til þess að Cuba varð frjáls frá yfir- ráðum Spánar. Sama daginn sem Gomez dó hafði stjórnin á Cuba veitt henum 100,000 dollara að heiðursgjöf. Afríka. Tippó Tip er dauður. Hann er kunn- ur af ferðasögum Afríkufarans fræga Stanleys, sem andaðist í fyrra. Hann var arabískur að ætt, djarfur sniðugur og duglegur og séður í öll- um viðskiftum. Hann er fæddur 1837 og hefir lifað mestan hluta æfi sinnar í Afríku. Hann var upprunalega þræla- sali; en svo aflaði hann sér nokkurr- ar menningar Norðurálfu þjóðanna og varð handgenginn Afríkuförum frá Norð- urálfunni. í fyrstu hjálpaði hann Cameron á ferðum hans yfir Kongo til Urua árið 1874; seinna gekk hann í þjónustu Stanleys og var honum bezta hjálpar- hella. Tippo Tip var mörg ár land- stjóri á landahluta þeim, sem liggur við »Efri-Kongo«, en þenna starfa tókst hann á hendur með því skilyrði að hann hætti við þrælaverzlun. Þessi starfi átti vel við hann, því nú gat hann svalað metnaðargirnd sinni og valdafíkn. Maxim Qorki. Fregnir hafa borist um, að hætt sé við ákærur þær, sem bornar voru á hinn fræga rússneska rithöfund og skáld Gorki og málið látið niður falla þegjandi. Hann var kærður fyrir það, að hann hefði tekið þátt í stjórnarbyltingartil- raunum.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.