Norðurland


Norðurland - 29.07.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 29.07.1905, Blaðsíða 3
183 Nl. Málaflutningsmaður sá, er varið hefir mál Gorkis, neitar þessu framferði. Hann vill ásamt Gorki halda málinu til streitu til þess að sakleysi hans sannist og yfirgangur yfirvaldanna komi í ljós. Gorki dvelur nú í Finnlandi; fyrir nokkuru las hann þar upp nýsamda sögu, »Börn sólarinnar«, fyrir miklu fjölmenni og var gerður góður rómur að. Hann er nú að ljúka við bók, er heitir »Ahangendur Petroshevskis*, sögulegs efnis. Skýrir frá stjórnmála- samsæri á miðri 19. öld. X Brotasilfrið. »Það er þó, svei mér, gott hvað landsjóður græðir á botnvörpungun- um núna.« sagði einn fylgdarmaður við mig nýlega, þegar blöðin voru sf- felt að flytja fréttir af botnvörpunga- veiðum Schaks. Honum þótti auðsjáanlega vænt um þennan tekjuauka Iandsjóðs þetta út- lenda brotasilfur, sem Danir draga hér á land með ærnum kostnaði og fyrirhöfn, en vér höfum þakksamlega þegið árum saman og gert oss gott af. Það eru sjálfsagt allmargir, sem hugsa líkt og hann. Að minsta kosti hefir stjórn og þing, stungið sektafénu athugasemdalaust í vasann. Þó hafa nokkurar raddir heyrst síð- ustu árin, í þá átt að eitthvað væri óviðkunnanlegt við það, að gera þetta sektafé að beinni tekjugrein fyrir land- sjóðinn. Flestir hafa fundið þetta ó- ljóst og lítt gert sér grein fyrir hvers- vegna þessi tekjugrein var óviðkunnan- leg og þaðan af síður hvað þá skyldi gera með brotasilfrið, ef ekki rynni það inn í landsjóðinn. Margir hafa, ef til vill, fundið það að eins og enginn góður drengur mundi telja sér það sæmandi að Iifa af glæpum og afbrotum annara, eins væri það lítt sæmandi heilli þjóð. Aðrir hafa eflaust rent huganum lengra og gert sér það ljóst að það er ekki eingöngu þessi brotasilfurs- gróði, sem er óviðkunnanlegur eða hneyxlanlegur, heldur allar strandvarn- ir Dana hér við land, að það eru ein- mitt þær, sem flestu framar brenni- merkja oss íslendinga, sem ósjálfbjarga aumingja, sem þurfi að lifa undir ann- ara vernd og hafi engan sjálfstæðis- rétt, af því þeir hafi ekkert sjálfstæð- ismegn. . En nú er því að öllum líkindum svo farið, að vér getum ekki að svo komnu séð sjálfir um strandvarnir vorar og verðum að gera oss það að góðu, að Danir haldi verndarhendi yfir oss að þessu leyti. En þjóðarsmán væri það, ef slíkt ástand héldist til langframa og vissulega eru flestar sjálfstæðiskröf- ur vorar á sandi bygðar, ef vér ætl- um oss allsendis ófært að verjast nokkuru sinni sjálfir yfirgangi útlendra sjómanna. En það er ekki nóg með það að vér látum Dani verja strendur vorar og horfum á það aðgjörðalausir. All- an kostnaðinn og alla fyrirhöfnina lát- um vér lenda á þeim en —- stingum svo sjálfir sektafénu í vasann! Það er ekki nóg að vér treystumst ekki til að verja strendur vorar sjálfi, heldur viljum vér græða á því, að aðrir geri það fyrir oss. Vissulega er þetta þjóðarsmán! Eng- um hefði komið þetta til hugar, ef pólitískt þroskaleysi hefði ekki ráðið hér lögum og lofum. Brotasilfrið er danskt! Vér eigum engan eyri í því, þó vér þöfum dregið það undir oss með yfirvarpi laga og réttinda. Að sjálfsögðu hefðum vér átt að bjóða Dönum, að láta allar botnvörp- ungasektir ganga upp í kostnaðinn við strandvarnirnar. Ef þeir hefðu ekki viljað þiggja þetta boð, þá kom fyrst til vorra kasta að ráðstafa sektafénu. Auðvitað hefði oss aldrei verið hneysu- laust að láta það renna inn í land- sjóð og ganga til almennra þarfa í landinu og þá hefði tæplega verið um annað að tala, en að safna því í sjóð til þess að kaupa strandvarnarskip fyrir, sem vér hefðum sfðan haldið úti sjálfir. Slíkt slcip hefði alls ekki þurft að kosta of fjár, til þess að geta þó komið að fullu gagni. Vér þurfum alls ekki að halda á svo stórum og dýrum skipum og þau eru Hekla og Heimdallur. Þetta hefði verið þýðingarmikið spor í sjálfstæðisáttina. Með tíð og tíma hefðum vér orðið sjálfbjarga hvað strandvarnirnar snertir. Vér hefðum því ekki lengur verið þurfamenn að þessu leyti. í sfðasta blaði Nl. er þess getið að á þingi hafi sú tillaga komið fram að safna brotasilfrinu í sérstakan sjóð til eflingar íslenzkra fiskiveiða og styrkt- ar sjómensku. Tillaga þessi kvað fá góðan byr. Ekki er það auðséð hvað við þetta vinst. Eftir sem áður gengur sekta- féð til almennra landsþarfa og eykur tekjur landsjóðs, sem hefir þannig glæpi útlendinga að féþúfu. Eftir sem áður Iátum vér Dani kosta strand- varnirnar, en hirðum brotasilfrið. Eftir sem áður stöndum vér sem varnar- þurfa ósjálfstæðir vesalingar, sem lítt gæta sóma síns. Með þessu setjum vér að eins brotasilfrið »í gler og ramma og hengjum það upp til sýn- is«, eins og einn af vorum hyggn- ustu og merkustu mönnum hefir kom- ist að orði í bréfi til mín, hengjum það upp til sýnis um það hvernig ís- lendingum tókst að græða fé á því að vera ósjálfstæðir og ósjálfbjarga. Q. H. X Eiffhverf hik sýnist þó hafa verið á stjórnarflokkn- um á þingi, skömmu eftir þingsbyrj- un, með það að ganga athugalaust að ritsfmasamningnum við St. n. r. Um miðjan þ. m. voru fréttir komnar til Reykjavíkur um það að St. n. r. hefði afpantað byggingu á hraðskeytastöðv- arhúsinu á Austurlandi (á Seyðisfirði eða Reyðarfirði) og verður þá ekki betur séð, en að ráðherrann hafi ekki fengið flolck sinn til þess að lofa sem einn maður að ganga að samningnum, en það er kunnugt að leynifundur hafði verið haldinn um málið af heimastjórn- arflokknum, rétt áður en »Botnía« fór utan úr Reykjavík og hefir St. n. r. ekki treyst sér til að standa við pönt- un sína að svo stöddu, eftir að það hafði fengið vitneskju um úrslit þess fundar. Gleðifréttir eru þetta óneitanlega, en ekki er þó vert að byggja miklar vonir á þeim að svo stöddu. Bæjarbruni. Á Melgraseyri í ísafjarðarsýslu brann bærinn 2. þ. m. Tollhækkunin. Lögin um hana voru afgreidd af þinginu 15. þ. m. í efri deild greiddi með henni atkvæði alt lið stjórnarflokks- ins, en allir hinir á móti. Skipkomur. »Rjúkan« kom 25. þ- m. »Kong Inge« kom 26. »Rjúkan« og »Elfn» komu í gær með 5—600 tunnur af síld hvor. Tilraunastöðin Rækfunarfélags Norðurlands verður fyrst um sinn opin og til sýnis hvern sunnudag frá kl. 4—6 e. h. Itilefni af frídegi verzlunar- manna, sem haldinn verður mánudaginn p. 7. ágúst næstkomandi, gefst hérmeð öllum til kynna, að verzl- unarbúðum á Akureyri og Odd- eyri, verður haldið lokuðum pann dag. Akureyri 29. júlí 1905. Verzlunarmannafélagið. Rauð- glófexían 2—3 vetra gamlan graðfola, fallegan og sterkan, helzt óaffextan, kaupir undirskrifaður. Semjið við mig sem fyrst. Akureyri 28. júlí 1905. V. Xnudsen. JCeirtau. Fjölbreyttasta og ódýrasta leirtaus- útsala í bænum er í verzlun Jósefs Jónssonar, Oddeyri. , Standard1.—, 2)an‘. Með því að samanburðartöflur þær, sem auglýstar hafa verið af lífsábyrgðarfélaginu »Dan«, ná að eins yfir stutt aldurstímabil, og éinmitt það tímabili, sem iðgjöldin eru lægri í »Dan« heldur en í »Standard«, félagi því, sem eg er umboðsmaður fyrir (ið- gjöldin eru ekki reiknuð eftir sömu reglu í báðum félögunum á hinum mismunandi aldri; »Dan« er ódýrara frá tímabilinu 25—39 ára, en >Standard< að mun ðdýrara eftir það aldurstímabil). Menn geta því ekki gert sér rétta hugmynd um, hvort félagið sé ódýrara, fyr en þeir hafa séð samanburðin frá aldrinum 25—50 ára. Neðansettar töflur sýna mismuninn á iðgjöldum í báðum þessum fjelögum frá 25— 54 ára. Af 1000 kr. lífsábyrgð með hluttöku í ágóða borgast árlegt iðgjald að upphæð. í Standard. f Dan. í Standard. í Dan. Aldur. Ársgj. Kr. Aldur. Ársgj. Kr. Mism. Kr. Aldur. Ársgj. Kr. Aldu r. Arsgj.Kr. Mism. Kr 25 18.60 25 16.88 I.72 40 28.40 40 28.49 0.09 26 19.10 26 I7'39 «-7i 4« 29.30 4« 29.63 0-33 27 >9-5° 27 J7’94 1.56 42 3°-3° 42 30.82 O.52 28 20.00 28 18.54 1.46 43 31.40 43 32.06 0.66 29 20.60 29 19.16 1.44 44 32.50 44 33-37 0.87 3° 21.00 30 19.82 1.18 45 33-8o 45 34-75 0-95 31 2I.Ó0 31 20.49 1.11 46 35.00 46 36.22 1.22 32 22.10 32 21.21 0.89 47 36.50 47 37-78 1.28 33 22.80 33 21.96 0.86 48 37-9° 48 39-42 «•52 34 23.4O 34 22.74 0.66 49 39-40 49 4I-I5 «•75 35 24.IO 35 23.58 0.52 5° 41.00 50 42.95 «'95 36 24.80 36 24.46 0-34 5« 42.80 5« 44.84 2.04 37 25.70 37 25-38 0.32 52 44.70 52 46.84 2.14 38 26.50 38 26.36 0.14 53 46.60 53 48.96 2.36 39 27.4O 39 27.4O 0.00 54 48.80 54 5«-27 2.41 »Standard« er eitt af heimsins beztu lífsábyrgðarfélögum og hið lang bezta lífsá- byrgðarfélag, sem starfar hér á landi. Og þegar á alt er litið, býður mesta tryggingu samfara beztum hagnaði. Fyrir þær persónur, sem strax frá' byrjun óska sér ábyrgð með svo lágu iðgjaldi, sem hægt er, hefir »Standard< komið á nýrri töflu (án hluttöku í ágóða) og eftir henni er hægt að fá iífsábyrgð með lœgra iðgjaldi en í nokkuru öðru félagi, sem starfar he'r eða í Danmörku. Um leið vil eg leyfa mér að láta þess getið, að eg hefi tekið að mér að ferðast kring um land fyrir lífsábyrgðarfélagið »Standard« og mun eg taka umboðsmenn á flestum viðkomustöðum póstskipanna. Frá Akureyri fer eg að forfallalausu þann 19. ágúst með Ceres til Reykjavíkur og þaðan með Hólar 4. septbr. Eg læt þessa getið, ef einhver vildi nota tækifærið og tryggja iíf sitt, og efast eg ekki um að það séu margir, því það er nauðsynlegt og þarflegt fyrir hvern mann. H. EINARSSON. Jóhannes Jósefsson, eyrt hefir umboðssölu fyrir alt ísland á allskonar vögnum, stórum og smáum og öllu því er að keyrslll lítur. Sérstakir partar í öll keyrsluáhöld eru líka pant- aðir. Ennfremur pantar hann ágætustu og ódýrustu ofna, eldavélar og alls konar steypt smíði, alt frábærlega vandað og ódýrt. Sömuleiðis útvegar hann net, nætur og alt sent að fiskiútveg lítur. — Verðlistar og myndir eru til sýnis. — Engin ómakslaun.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.