Norðurland


Norðurland - 05.08.1905, Page 1

Norðurland - 05.08.1905, Page 1
<• NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 47. blað. } Akureyri, 5. ágúst 1905. } IV. ár. JNíýir kaupendur að 5. árgangi J\fo rðurlands fá, ef peir óska pess, blaðið ó- keypis frá miðjum pessum mán- uði, ennfremur hina ágætu sögu SPÆJARINN. Hún er. 386 péttprentaðar bls. Kjósi peir pað heldur, stend- ur peim til boða, meðan upp- lagið hrekkur, að fá einhvern einn af eldri árg. blaðsins, en senda verða peir pá 50 aura í burðargjald, ef blaðið parf að senda með póstum. NORÐURLAND er einna ódýrast blaða hér á landi, kostar aðeins wmr 3 kr. árg. I næsta árgangi verður fyrir- taks skemtileg saga. Ur höfudstodnum. Himininn hangir yfir bænum — Iágur og grár eins og járnvörðu húsin hérna milli blautu gatnanna með opnu, djúpu og saur- ugu ræsin. Þokan og skýin flækjast fyrir ljósinu eins og orðsnjöll æsingarræða fyr- ir heilbrigðri hugsun, þau þrengja sjón- hringinn eins og vanaleg blaðagrein um velferðarmál íslands og byrgja sólina eins og sláandi sleggjudómar sannleikann. Og mér er illa við öll þessi skyggjandi ský og þrálátu þokuna. Annars mundu margir mæla, að engin undur væru það, »þó goðin reiddust slík- um tölum«, sem nú eru fluttar í landinu. Og ekki væri fyrir það að synja, að vættir þessa lands reyndu að nota þoku og ský til að banna Markoniskeytum leið um loftið og verja þeim löngu landráðastöngina, sem reist var þarna við Rauðará: heimastjórn- inni til hnekkis, norræna ritsímafélaginu til niðurdreps og ráðgjafanum til skap- raunar. Var strax auðséð, að guðirnir höfðu enga velþóknun á þessum nýmóðins Ba- belsturni, þvi skömmu eftir að stöngin var reist ,kom bylur af himni og braut hana í tvent. En svo var spilling mann- anna þá orðin mögnuð, að þeim datt ekki í hug að beygja sig í auðmýkt fyrir þess- ari ráðstöfun réttvísinnar, en reistu stöng- ina aftur á þremur klukkustundum og þótti mörgum trúuðum illa gert og óguð- lega. Ekki veit eg, hvort þetta mikla regn í dag er byrjun eins sorglegs syndaflóðs, en vel má það vera, þó eg viti það ekki. Það er alls ekki óeðlilegt, þó fornar vættir landsins berjist á móti útbreiðslu þess nýja siðar, sem Marconi og postular hans prédika með eldtungum um allan heim. Því Iandið okkar er gamalt og gott og á að halda áfram að vera gamalt og gott. Þar á ekki að hlaupa af sér gömlu hornin eða góðu tærnar fyrir nýustu ný- ungar heimsins, en tengja sig vel og vit- urlega við gömul lönd mcð gömlum og reyndum böndum. í dag rignir yfir réttláta og rangláta, í dag rignir yfir »stjórndansara« og »stjórn- sparkara« * úr þessum skýjum, hvernig sem á því stendur. Og syndugt mannkynið reynir að bera af sér réttláta refsingu með regnhlífunum sínum. En því læt eg annars svona? Það er ekki víst að þetta sé nein refsing, sem rignir úr loftinu. »Um hvat reiddust guð- in« í fyrra og hitteðfyrra? Þá rigndi líka mikið hér í Reykjavík og vissi enginn hvað þjóðin hafði til saka unnið. Þó get eg ekki að því gert, þó eg og fleiri vitrir menn hér í bænum séum hræddir urh, að æði mörg skeyti hafi vilst í þokunum und- anfarna daga,** því hann stamar og hefir langar þagnir »sá þráðlausi«, þó hann tali heldur skynsamlega fyrir máli sínu á þess- um seinustu og verstu tímum. Mikil undur þótti það, þegar fyrstu Mar- coniskeytin komu til bæjarins. Auðvitað var það yfirnáttúrlegt kraftaverk, að þau skyldu komast hingað, þrátt fyrir allan mótblástur bæði »á landi og í Iundu«, bæði á himni og hafi. En fleiri tákn og stór- merki munu höfuðprestarnir og hinir skrift- Iærðu heimta, fyr en þeir taka sinnaskift- um og láta skírasl; og saltur sannleikur mundi sumum gömlu goðunum þykja það, að firðritum Marconis væri þó viss og betri en hin. Annars fáum við nú fljótlega að vita hver úrslitin verða rítsímamálsins á þing- inu. 7 manna ncfnd hefir verið sett í það og vænta menn mikils af henni. Hefir hún breitt feld yfir höfuð sér, en engin veit hvar Þorgeir goði er undir feldinum, né heldur nær hann muni upp standa og mæla lögum málið. * * * En eg var á leið til »Lögbergs«. Eg þurka forina vandlega af fótum mér, áður en inn kemur í þingsalina, því sagt er að staður sá sé heilagur. Inn í lestrarsalnum gengur Guðm. skáld Magnússon, gætir hann þingskjala og gefur mönnum x ncfið. Sé það satt, sem sagt hefir verið »að rödd þjóðarinnar sé rödd guðs«, þá talar guð til manna hér úr öllum áttum, svo víst er staðurinn heilagur. Á borðunum bggja þingmálafundargerðir og allskonar erindi til þingsins frá öllum áttum lands- ins og frá blöðum þeirra tala raddir þjóð- arinnar á þessa leið: »Eg hefi sannlega séð eymd míns fólks« — á íslandi (sbr. áskoranir og tillögur um vegabætur, fátækramál, spítala, kenslu- mál o. fl. o. fl.) »og heyrt hvernig það kveinar undan þeim sem þrælka það« (sbr. áskoranir og tillögur um ritsímamálið og undirskriftarmálið). »Eg veit hve bágt það á« (sbr. till. um skattamál og tolla). »Eg« (þjóðviljinn) em ofan farin til að frelsa það, til að leiða það til þess lands, sem flýtur í mjólk og hunangi (sbr. till. um atvinnu- bætur, einkum landbúnaðarins). »Far þú« (þingm.) »nú, eg vi! senda þig til Faraós«... • (Sbr Þjóðólfi.) ** Hér mun vikið að einni sýjustu Molbúasogunni. Ritstj. Svipað þessu tala raddir þjóðarinnar til þingmannanna hér á þessum helga stað. Hvað þingmenn verða nú viljugir að ganga á fund Faraós og leysa þjóðina, það er vanséð; en víst er það, að sumir þeirra hafa margar mótbárur eins og Móses forð- um. Og þó að nokkurir þingmenn prédik- uðu með aronskri andagift móti hverskon- ar tollhækkun, þá var eins og hjarta meiri hlutans forhertist meir og meir, svo á laugardaginn var, (15. júlí) var samþ. við þriðju umræði í efri deild, að hækka skyldi tolla á öllum aðfluttum vörum tollskyldum um 30 %. Inn í þingsalnum sitja »regin öll á rök- stólum« og fer þar alt vel fram og með mikilli kurteysi. Talar sjaldan nema einn þingmaður í einu. Við og við standa þeir upp, og er þá oft kallað að þeir greiði at- kvæði um málin. Er ekki Iaust við, að mér hafi stundum sýnst nokkurum þeirra vera örðugt upp að standa. Eg veit auðvitað ekki, hvort það er eðlisþráinn, þyngdin, þjóðarviljinn eða alt þetta til samans, sem hangir þeim þannig á hálsi, en mér hefir dottið margt í hug. Guttormur Vigfússon situr enn þá i salnum, þó vitrir menn segi, að engin rétt regla hafi verið haldin við kosningu hans. En ef honum yrði vísað burt, sem ólöglega kosnum manni, halda sumir að allir yrðu að fara heim af þing- inu, því ef til vill sé allir ólöglega kosnir, og þætti það óheyrileg smán og væri mikið ógagn fyrir þjóðina. Skrifararnir halla á og hlusta og fólkið á áhorfendapöllunum teygir trjónurnar fram yfir þingsalinn til að heyra sem bezt. Það er eins og þetta séu alt saman lifandi Marconistengur, sem seildust eftir skeyt- um frá stöðvunum i salnum. Eg er hrædd- ur um, að mörg skeyti tapist á þessari leið eins og annarsstaðar, þar sem þessi þráðlausu skeyti eru notuð, og vafalaust væri símasamband hér mikið tryggara. En það getur líka vel verið, að þessi skeyti haldi áfram kring um jörðina, eins og menn halda, að hin geri, og komi svo fram nokkurum dögum eða árum síðar, ef þau skyldu þá hitta einhverja hæfa móttökustöð. Væri ekki undarlegt, þó stöku stafur, eða jafnvel orð, féllu úr á slíku ferðalagi. En síðan eg sá fregnmið- ann frá »Reykjavíkinni« um daginn veit eg að glöggir útgefendur leiðrétta alt slíkt. Eg held eg verði nú að vísa þessu máli til (einhverrar) 2. umræðu og hafa mig burt frá þessum helga stað í bráðina. Eg held burt úr salnum og sem leið Iiggur niður tröppurnar og út á götuna. Þar mæti eg manni — hávöxnum og hærð- um mjög. Hann heilsar mér og spyr mig strax, hvort eg sé »staur« eða »þráðlaus«, en eg sný upp á mig og spyr hann, hvort hann sé »ráðríkur« eða »ráðlaus«, og með það skiljum við. En þarna koma þeir þá með langa Iest og hnýta í töglin, eins og vant er. Að eins eitt trippi gengur Iaust, en það eltir samt lestina. Nú — svo þetta er þá bara sunnlenzk hrossapólitík. — — Hnýta saman — — hnýta í töglin með gömlum og reyndum böndum. Það er lagið. Þetta hafði mig aldrei grunað áður, en nú skil eg það alt saman. En ef ísland yrði nú látið vera Iaust og hætt væri við að tengja það í taglið á Danmörku, mundi það þá hlaupa á undan landalestinni eða villast frá henni ? Skildi það ekki reyna að elta, ef blístrað væri á það með »þeim þráðlausa«. * * * Altaf rignir og altaf er rifist og þjarkað. Regnið eykur forina á götunum eins og rifrildið, illmælin og sundurlyndið í land- inu. En eg fer heim og þvæ hendur mín- ar (auðvitað í bleki). Sjáið þið fyrir því. \ Vér og hanir. Eftir Matth. Jochumsson. III. Viðskifti Islunds ogDanmerkur. Það má vel vera, að hin stjórnarfarslegu viðskifti vor og Dana s'éu eigi útkljáð fyrir tíma og eilífð með réttarbótinni frá J903 — eins og »Landvörn« vor kennir, og þó með óþarfa hávaða, eða eins og dr. G. Hannesson nýlega benti til í þessu blaði með stilling og skynsemd. Eg fyrir mitt Ieyti er vinveittur hinni dönsku þjóð, og æski einskis fremur en góðs samkoniulags milli vor og hennar, þess er bygt sé á heilbrigðri þekking og hagsmunum frá beggja hálfu, en hinsvegar vil eg einarð- lega krefjast alls fullréttis frá hendi Dana í öLlurn vorum efnum, og svo fullkomins sjálfsforræðis, sem vér með nokkuru móti verðum menn til að eiga og varðveita. En hér skal ekki tala um vor stjórnlegu viðskifti við hið danska ríki, heldur minna á viðskifti beggja þjóðanna frá fyrstu tíð, síðan ísland laut dönskum konungum og stjórn. En því betur sem eg skoða og skynja þau viðskifti, samkvæmt þeim sagna- rökum, sem eg hefi komist að, því fremur hneykslar mig ójafnaðar- og kúgunartal það í blöðum vorum í garð Dana, sem verið hefir og enn er einatt viðkvæði þeirra manna, sem ýmist ekki vita betur, ellegar nota það hugsunarlaust til þess að brýna þjóðmetnað vorn og áhuga á sjálfsforræðis- málum vorum. En skyldi ekki vera tími til kominn fyrir »pressu« vora og alþýðu að athuga þetta rétt, og rannsaka, hvort vér í þessu efni sýnum ekki Dönum ójafn- að og höfum þá, að minsta kosti megin- hluta hinnar dönsku þjóðar, fyrir rangri sök, því að úr því hér skal ekki fást um stórpólitík eða hina dönsku stjórn, né benda á hennar bresti og glappaskot gagn- vart landi voru — vísvitandi sýndi hún oss sjaldan ójafnað, og aldrei öðruvísi en þekk- ing hennar, tízka og stjórnarhættir gáfu tilefni til — þá liggur sú spurning ein- göngu hér fyrir: Hverskonar viðskifti höf- um vér átt við hina eiginlegu dönsku þjóð? og hvern ójafnað hefir hún sýnt oss? Saga umliðinna tíma svarar þeim spurningum svo, að við þjóðina dönsku höfum vér mjög lítil mök átt eða viðskifti, því alt fram á síðustu tíma var mikið djúp staðfest milli vor og Danmerkur, þótt nú styttist með ári hverju allar leiðir milli íslands og út- landa. Nokkur hernaðar- og kaupskapar- viðskifti voru alltíð við Dani, einkum af íslendinga hálfu á söguöldunum, en ekki

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.