Norðurland


Norðurland - 12.08.1905, Side 1

Norðurland - 12.08.1905, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 48. blað. Akureyri, 12. ágúst 1905. ár. Hér með er skorað á pá, sem skulda dán- arbúi Magnusar heitins Jónssonar úrsmiðs á Akureyri, að greiða skuldirnar undirrituð- um skuldheimtumanni búsins fyr- ir 1. dag nóvembermánaðar næst- komandi. Þess skal getið um leið, að eftir pann tíma mun önnur á- kvörðun verða tekin um inn- heimtu á þeim skuldum, setn pá verða ógreiddar. Akureyri 10. ágúst. 1905. Xf- Sigurðsson, verzl. bókhaldari. Samningurinn uið gufuskipafélagið. Hált hefir mörgum orðið á því í viðskiftalífinu að vilja hafa aðra fyrir varaskeifu, til }>ess að komast að betri kaupum við þann, sem verið er að semja við. Það getur farið svo, að varaskeifan, sem átti vera, kæri sig ekkert um það að láta noti sig svo, hugsi eitthvað á þá leið, að úr því að ekki eigi að gera við sig samn- inginn hvort eð er, þá sé eins gott fyrir sig að koma hvergi nærri hon- um, samningsaðilar geti sjálfir séð fyr- ir sínum samningum. Þetta er almenn regla í viðskiítalífi manna á meðal. En þó þetta sé svo, sýna þó dæm- in oft, að mönnum getur tekist í bili að hafa aðra fyrir varaskeifur í við- skiftum sínum og ná með því f bráð betri kaupum, þó ekki þyki sú aðferð sérlega virðuleg. Eitt af dæmunum upp á það er samningur sá, er gerð- ur hefir verið af þinginu við Samein- aða gufuskipafélagið, um ferðir hing- að til lands og með ströndum fram. Engin minsta ástæða er tii þess að ætla að Sameinaða gufuskipafélagið hefði veitt minstu tilslökun frá fyrra samningi, ef það hefði verið eitt um hituna, ef enginn hefði orðið til þess í þetta sinn að keppa við það. Hvað sem menn annars dæma um starfsemi gufuskipafélagsins hér við land og hvernig sem menn líta á samninga þá, er við það hafa verið gerðir af vorri hálfu hingað til, þá hljóta þó allir að vera sammála um það, að félagið hef- ir ætíð farið eins langt í samningun- um við oss og það hefir komist, fylgt fyllilega og feimnislaust þeirri kaup- mannsreglu, sem tíðust er í heiminum. Skoðanir manna geta því varla ver- ið skiftar um það, að vér eigum stór- kaupm. Thor E. Tulinius það að þakka að félagið hefir í tilboðum sfnum fært sig niður um 90 þúsund krónur á næsta fjárhagsári. Þetta er ekki neinn smáræðis gróði fyrir landið. Margur hefði sagt að oss munaði um minna, ekki sízt eins og á stendur, þegar jafnmiklar kröfur eru gerðar tll fjár- veitingarvaldsins bæði af þjóð og stjórn. Ekki sýnist það neitt ólíklegt, þó ýms- ir verði til þess að hugsa á þá leið, að Tulinius hefði verið góðs verður af þinginu fyrir þetta og ekki sýnist það neitt óeðlilegt þó sannsýnir menn hefðu hugsað sem svo, að ef hann biði ekki lakari kjör en keppinautur hans, þó væri hann fyllilega þess maklegur, fyr- ir niðurfærsluna, að fá þá lfka ferð- irnar, eða styrkinn til þeirra. En eftir fréttum þeim, sem komnar eru af þinginu og birtar hafa verið í síðasta blaði Norðurlands, verður ekki betur séð en að hann hafi ekki að eins boðið eins góð kjör, heldur hafi hann meira að segja boðið betri kjör. Gufu- skipafélagið sameinaða býður 29 ferð- ir fyrir 60 þúsund kr. styrk, en Tul- inius bauð 36 ferðir fyrir 20 þúsund krónur Það munar hvorki meira né minna en um sjö ferðir og 40 þúsund kr. Sjálfsagt getur það verið að S. g. hafi haft eitthvað að bjóða umfram Tulinius, t. d. stærri skip eða eitthvað haganlegri ferðir, en hætt er þó við að flestum finnist það nokkuð hæpið af fulltrúum vorum, að taka þessa vænt- anlegu yfirburði félagsins, ef þeir ann- ars eru nokkrir, fram yfir 7 ferðir og 40 þús. kr. Þessir yfirburðir hafa ekki verið svo fjarska augljósir hing- að til. Fargjaldið á skipum Sam. gufu- skipafél. hefir t. d. alt að þessu ver- ið miklu hærra en á Thoreskipunum, og ennþá er fæðið á skipum Sam. fé- lagsins miklu hærra á dag en á skipum Thorefélagsins. Ekki bendir það held- ur á þessa yfirburði að allur þorri manna virðist í seinni tíð sækjast eft- ir að fara heldur með Thoreskipun- um, en hinum, ef þess er kostur, og þetta gera jafnvel mjög efnaðir menn, sem ekki er ástæða til að ætla það um, að þeir sjái í nokkurar krónur, ef verulega betra er í boði. Fyrir vort Ieyti fáum vér ekki bet- ur séð, af upplýsingum þeim sem fengn- ar eru, en að Tulinius hafi boðið betri boð en félagið, og ekki getum vér með nokkuru móti skilið það að tilboð hans hafi ekki verið eins gott. En hafi svo verið, sýnist það mjög varhugaverð ráðstöfun af þinginu að hafna boði hans. Þingið var þó siðferðislega bundið við það að heita honum styrknum, því honum einum átti það að þakka, að það gat komist að viðunandi kjörum ei annars þessar fáu ferðir Sameinaða félagsins eiga að teljast viðunandi. Hætt er reyndar við að mörgum mundi finn- ast annað, ef elcki væru ferðir Tulin- iuss til þess að bæta þær upp. En hver verður afleiðingin framvegis af þessari ráðstöfun þingsins ? Það er sú spurningin sem er þýðingarmesta atriðið í þessu máli. Tulinius mun líta svo á að sitt tilboð hafi verið betra en félagsins og svo munu margir gera með honum. Hverjar líkur eru þá til þess, að þingið fái hann til þess í annað skifti að vera varaskeifa? Er sennilegt að sá maður geri þinginu tilboð framvegis, sem það sýnir lítils- virðingu, þó hann geri því stórgreiða? Og fari þá svo að hann fáist ekki til að bjóða móti félaginu, hver verður þá til þess ? Verður þá ekki þessi ráðstöfun þings- ins til þess, að vér erum bundnir enn- þá fastar á klafann hjá Sameinaða fé- laginu, verðum að vera eins háir og lágir og því þóknast og taka hverjum þeim kjörum er það bíður oss? Þetta er athugaverðasta og viðsjár- verðasta hliðin á þessari ályktun lög- gjafa vorra. Varaskeifurnar fást venjulega ekki nema einu sinni. '( Bækur. Skírnir. Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. Ritstjóri Guðm. Finnbogason. Rvík. 1905. I —II. Þegar gamli Skírnir var nærri orðinn áttræður kastaði hann ellibelgnum. Við- burður er þetta í sögu Bókmentafé- lagsins. Smátt og smátt hefir svo far- ið, að félagið hefir algerlega þokast út úr meðvitund þjóðarinnar, þó miklu hafi verið til þess varið af almanna fé. Þeir sem mestu hafa ráðið um fé- lagið, hafa litið svo á, að því bæri skylda til þess, að gefa út þau rit, sem engan gátu fengið forleggjarann. Hinu hefir minna verið sint, að félagið misti alt tangarhald á þjóðinni og fé- lagsmanna talan hér á landi varð al- veg hlægilega lítil. Fullkomin óánægja hefir verið yfir þessu í landinu. Allflestir hafa fundið til þess, að mikið af bókunum var ekki við hæfi allrar alþýðu, þó þær hefðu að geyma margháttaðan fróð- leik. Þeir hafa litið svo á, að réttast væri að gefa bækur þessar út í fáum eintökum með opinberum styrk, en þær ættu ekki að verða Bókmenta- félaginu til byrðar. Hin nýja útgáfa Skírnis er ein af þeim tilraunum, er menn hafa verið að gera til þess, að þoka Bókmenta- félaginu í betra horf, færa það nær hug og hjarta þjóðarinnar. Til þessa starfs hefir ritstjórinn eflausf marga kosti. Hvað vel honum kann að takast það, er þó enn þá óséð, því varla er sanngjarnt að fella ákveðinn dóm um það enn, þó tvö hefti séu komin út undir ritstjórn hans. Nokkurar góðar greinar eru í þess- um tveim heftum. T. d. má nefna greinina um Egil Skallagrímsson, eftir ritstjórann nú í síðara heftinu; margt í henni er prýðisvel sagt. Líkt má segja um grein Guðmundar Magnús- sonar um lífsaflið og yfir höfuð eru allar ritgerðirnar boðlegar og sumar góðar. Jarðarför okkar elskuðu dótt- ur, Ingibjargar, sem andaðist 6. þ. m., er ákveðið að fari fram frá heimili okkar fimtudaginn 17. þ. m. kl. 12 á hádegi. Oddeyri, 10. ágúst 1905. Jcikobína Jónsdóitir. Sigurður B. Jónsson. En þó er það svo að ennþá finst oss sem ritið vant» það að mestu, sem vér höfum mesta þörfina á. Vér þurf- um að fá tímarit, sem riðji braut fyr- ir nýjar hugmyndir, bæði í andlegum og líkamlegum heimi, færi þjóðinni nýja lífsstrauma. En jafnframt þurfa þau að taka til grandgæfilegrar athug- unar öll hin stærstu mál, er gerast með þjóðinni, taka þau til vandlegrar meðferðar, skýra þau fyrir þjóðinni hispurslaust en hlutdrægnislaust. Mörgum þykir krafan víst nokkuð hörð, sumum ef til vill óbilgjörn, en þó er það svo að ella koma tímaritin oss ekki að fullum notum. Það er fróðlegt að lesa um dularliti dýranna og leturgerð og leturtegundir, en hve miklu meira hefðu eklci eyru þjóðarinn- ar opnast ef t. d. boðin hefði verið óhlutdræg ritgerð um loftskeytasam- bönd eða söguleg og lagaleg rannsókn á sjálfstæðisrétti vorum og hagfræðis- legar athuganir um sjálfstæðismegn vort. Nl. óskar ritstjóranum til heilla og heiðurs með tímaritið ; sjálfsagt má treysta því að það verði ætíð gefið út með smekkvísi og að ekkert eiginlegt léttmeti verði á borð borið, en ein- mitt af því að mikils má vænta af rit- stjóranum er líka rétt að krefjast hins bezta. Ársskýrsla Ræktunarfélags Norðurlands 1904. Ak- ureyri. 1905. Skýrslan er í þetta sinn einkar mynd- arleg, yfir ioo bls. að stærð og þurfa því félagsmenn sízt að kvarta yfir því, að ekki fái þeir nokkuð fyrir tillag sitt. Bókin byrjar, eins og sjálfsagt var, á minningarorðum um einn aðalstofn- andi félagsins og fyrsta formann þess, Pál heitinn Briem. Grein þess er eft- ir núverandi formann félagsins, alþing- ismann Stefán Stefánsson á Möðruvöll- um, og var hann að sjálfsögðu manna bezt kjörinn til þess að skrifa hana, því hann mun hafa verið kunnugri Páli heitnum Briem en allir aðrir honum vandalausir menn hér nyðra og hafði jafnframt manna bezt hæfileika til þess að meta starfsemi Páls réttilega. í grein þessari er þó nálega eingöngu rætt um starfsemi hins látna merkis- manns í þarfir landbúnaðarins, en flestu öðru slept, eins og líka eðlilegt var í þessu riti. Greinin er mjög vel rit- uð og fylgir henni mynd af P. Br. Þá er alllöng grein eftir Sigurð Sig-

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.