Norðurland


Norðurland - 12.08.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 12.08.1905, Blaðsíða 3
 191 Nl. ann xi. þ. m. burtkallaði dauðinn okkar elskulegan dreng Lárens Reginald. Jarðarförin fer fram frá heimili okkar föstudaginn þann 18. þ. m. kl. II f. h. Sigurbjörg Jónsdóttir. Jón Þ. Kristjánsson. ir með flest sömu jarðepla-afbrygði og í fyrra, en þó nokkuru bætt við. Jarðepli hafa t. d. verið sett mismun- andi djúpt niður eða frá I—4 þml., sömuleiðis hafa þau verið sett niður spíruð og óspíruð, skift og heil og þar að auki hafa verið gerðar áburðar- tilraunir á jarðeplum. Flestar þessar tiiraunir hafa verið tvíteknar til þess að fá áreiðanlegri reynslu. Tilraunirnar með fóðurrófur og gul- rófur hafa gengið í sömu átt og í fyrra. Líkt er að segja um tilraunirnar með bygg og hafra að því undanteknu að nú var sáð íslenzku fræi af þeim bygg- tegundum, sem urðu fullþroskaðar í gróðrarstöðinni í fyrra. Þar að auki var sáð lúpínum. Á næstliðnu hausti var safnað nokk- uru af ýmsum íslenzkum grasfræsteg- undum, og hafa nú í ár verið gerðar tilraunir með þær í gróðrarstöðinni; auk þess hefir verið bætt við það, sem áðurvar, nokkuru af útlendum grasfræs- tegundum. Birki, reynir, ribs og sólber, sem sett var niður í fyrra, hafa virzt þola veturinn vel og standa nú í allgóðum blóma. Af greni og furu, sem sett var niður í óræktarholt í fyrra, hefir mik- ill meiri hluti þolað veturinn og útlit er allgott fyrir að þau þrífist. í vor var sáð ýmsum tegundum af trjáfræi, og var sumu af því safnað hér á landi. Um það er ekkert hægt að segja enn. Blóm- og matjurtir hafa verið að mestu þær sömu og í fyrra. Enn er ekki hægt að segja neitt með vissu hver árangur verður af hin- um ýmsu tilraunum. Vegna þurka og storma í maf og júní, var ilt útlit um tíma með hafra og rófur, sömuleiðis grasfræið, vegna þess að áburðurinn leysist ekki upp, svo hann kæmi jurt- unum að notum, en síðan úrkomurnar komu hefir þessu farið vel fram og er nú orðið allgott útlit með hafra og rófur. Á sumum grasfræsblettunum, sem sáð var á f fyrra og þá spruttu nokkuð, er nú komið eins mikið gras og bezt á túni og verður slegið við fyrsta tækifæri. Var grasfræinu þó sáð í mjög óræktarlegt holt og ófrjóan jarðveg. Hvítkál og blómkál er farið að mynda höfuð. Sumar byggtegund- irnar eru farnar að skjóta axi. í ágúst í fyrra var sáð vetrarrúg; kom hann vel upp í fyrra haust, en var þá ekki sleginn. Lifði hann af veturinn og eru nú komnar á hann 3 álna háar stang- ir og miklar líkur til að hægt verði að fá af honum fullþroskaðan rúg. Vart mun því þó treystandi að hægt verði að fá fullþroskaðan rúg venju- lega, en vissa nokkurnveginn fyrir að fá megi gott og mikið gras af honum. Yfir höfuð er fremur gott útlit með margt af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið, þó tfðin hafi ekki verið sem hagstæðust. ; Jlíoregur og Svíþjóð. Viðburðir þeir sem gerst hafa ný- lega í Noregi og enn þá eru að ger- ast þar, vekja afarmikla eftirtekt í heim- inum. Það er ekki neinn smáviðburð- ur er tvö ríki segja sundur með sér, en það sögulegasta við það er þó það, að ennþá eru beztu vonir um að þessi aðskilnaður muni geta komist á án blóðsúthellinga. Slíkt mun vera því nær eins dæmi í sögu mannkynsins og enn þá væri það óhugsandi, ef ekki bólaði um þessar mundir til muna á breytingu í hugsunarhætti þjóðanna um tilverurétt og sjálfstæðisrétt hinna smærri þjóða. Lengi hefir sterk sam- steypustefna drotnað í heiminum og á altari hennar hefir hinum smærri þjóðum og þróttminni verið offrað. Nú virðist víða rofa fyrir þeim hugsjónum að smærri þjóðirnar hafi fullkominn tilverurétt og að eins geti þær fyrir það gert sambönd sér til varnar, ef á lægi, þó þær hafi fulla sjálfstjórn í sínum málum. Þetta er eftirtektaverð stefnubreyting og ekki hvað sízt fyrir oss íslendinga. Henni munum vér og flestu fremur eiga að þakka það brot af sjálfstæði er ver höfum fengið. Þar var síðast komið máli Norð- manna, að stjórn Svía lagði það til að sænska þingið veitti henni óskor- að vald til þess að semja um aðskilm aðarmálið við stjórn Norðmanna. Sænska þingið vildi þó ekki ganga að þessu, en setti þau skilyrði að Norðmenn létu annaðtveggja fram fara, nýjar kosn- ingar til stórþingsins, eða þá almenna atkvæðagreiðslu um skilnaðinn um land alt. Að því loknu gætu Norðmenn snú- ið sér aftur til Svía, til þess að fá samningana leysta og mundu þeir þá fara fram á að vfggirðingarnar á landa- mærum Noregs og Svíþjóðar væru lagðar niður. Norðmenn tóku þessu fálega í fyrstu. Til nýrra kosninga vildu þeir ekki ganga fyrir nokkurn mun, töldu það viður- kenningu þess að breyta ætti frá þeim ályktunum er gerðar voru 7. júní, en að hinu gekk þing þeirra strax að láta fara fram atkvæðagreiðslu um land alt, ekki til þess að spyrja þjóð- ina hvort hún vildi rjúfa þær ákvarð- anir, er gerðar voru 7. júní, heldur til þess að fá fulla vissa um hugi manna og til þess jafnframt að sýna Svíum og öllum heiminum, að þeir væru sammála um aðskilnaðinn. Atkvæða- greiðsla þessi á að fara fram á morg- un. Hún á að hefjast klulckan I e. h' að af aflokinni messugerð i öllum kirkj- um landsins og víða á hún að fara fram í kirkjunum. * Timesn í Lundúnum frá 31. f. m. lætur hið bezta yfir þessari ráðsálykt- un Norðmanna og þykir þeir sýna með þvf mikil stjórnmálahyggindi. Hvað víggirðingarnar snertir fer varla hjá því að hægt verður að koma á friðsamlegu samkomulagi. Ráðgjafaskifti hafa orðið í Svíþjóð. Stjórnin sagði af sér þegar hún ekki fekk fulla heimild til þess að semja við Norðmenn. Enn þá var ný stjórn ekki komin á laggirnar 1. þ. m., en líklegastur til að verða stjórnarforseti var talinn maður sá er Lindeberg heit- ir og er kunnugt um hann að hann vill í öllu skifta vel og bróðurlega við Norðmenn. Enn þá eru því beztu horfur á að máli þessu verði slitið friðsamlega. Norðurland kemur út aftur snemma í nœstu viku; auglýsingar í blaðið f>urfa að vera komnar lil rítstjðra nœstk. mánudag. Heimavistir í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Með síðustu ferð »Skálholts« fekk eg bréf frá Stjórnarráði íslands, dags. 20. júlí þ. á., er svo hljóðar: »Eftir móttöku bréfa yðar, herra skólastjóri, dagsettra 11. apríl þ. á. og 13. f., m. viðvíkjandi heimavistum í Gagnfræðaskólanum, hefir stjórnarráð- ið ákveðið, að hver heimasveinn skuli greiða 5 kr., og fái til afnota ókeyp- is rúmstæði með hálmdýnu og borð, en að heimasveinar sjái að öðru leyti um sig sjálfir. »Jafnframt því að tjá yður þetta til leið- beiningar og frekari ráðstöfunar, skal stjórnarráðið beiðast þess, að þér út- vegið það, sem með þarf af rúmstæð- um, hálmdýnum og borðum. F. h. r. Kl. Jónsson. ^ Jðn Magnússon. Forstöðumanns Gagnfræðaskólans á Akureyri.« Svo er til ætlast, að hverjir 2 nem- endur, er heimavist fá, sé 2 um her- bergi eða 4 um 2. Þeir verða sjálf- ir að sjá sér fyrir ljósi og hita og ræstun á herbergjum þessum, svo og rúmfötum og húsgögnum framar, en talið er í bréfi stjórnarráðsins hér að ofan. Vilji heimavistarnemendur hafa hér matarfélag, munu þeir fá til ókeypis afnota borðstofu, eldhús með eldstó og kompur til að geyma í eldivið og matvæli. Heimavistir verða til handa 40 nem- endum. í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 7. ágúst 1905. Jón A. Hjaltalín. % Jón Sveinsson landi vor, sem er prestur við St. Andreas Kollegium, skamt frá Kaup- mannahöfn skrifaði í vetur í kaþólska tímaritið »Varðen« grein um fornís- lenzkar bókmentir, og vakti grein sú töluverða eftirtekt hjá Dönum, enda er hún vel rituð. í þessu sama tfmariti er hann nú byrjaður á annari grein frá Islandi, ferðaendurminninguna frá því hann fór hér um land fyrir nokkurunj árum og skín í gegnum hana ræktarsemin til lands og þjóðar. Jón Sveinsson er að sögn væntan- legur til Islands á þessu sumri. Mannaláf. Páll Stgurðsson bóndi í Torfufelli í Eyjafirði er nýlega dáinn úr lungna- bólgu. Mesti elju- og dugnaðarmaður. Ingibjörg Sigurðardóttir, Jónsson á Oddeyri andaðist og nýlega. Efnileg stúlka á bezta aldri. Þá er og nýlátin hér á sjúkiahúsinu Ásta Sigurðardóttir, stúlka á ferming- araldri. Báðar þessar stúlkur dóu úr tæringu. Skipakomur. Síðan Nl. kom út síðast hafa komið skip- in »Vesta«, »Britta« og »Mjölnir« og ýms síldveiðaskip. 157 skip voru talin á Siglufjarðarhöfn nýlega. Gizkað var á að um helmingur þeirra væri gufuskip. Rússnesk flofahöfn í Reykjavík? í grein þeirri eftir J. S. sem getið er hér að framan er dálítil frásögn, sem sérstaklega er þess verð að vér veit- um henni eftirtekt. Hann skýrir frá því að fyrir tveim árum, eða svo, hafi mik- ill orðasveimur verið um það að Rúss- ar vildu fá hjá Dönum ráð á Reykja- víkurhöfn, til þess að hafa hana handa herskipaflota sínum. Málið komst svo langt að enska stjórnin fór að veita málinu athygli. í enska þinginu var borið upp frumvarp til laga um víg- girðingar á Vesturströnd Skotlands og var sú tillaga studd með því af stjórn- inni, að rússneskur floti gæti á 3—4 dögum náð til Englands frá Reykja- víkurhöfn. Þessa síðara atriðis minnir oss að getið væri einhverntfma í íslenzkum blöðum, en fróðlegt væri fyrir oss ís- lendinga að fá að vita hvort nokkuð er til í því, að Rússar hafi verið að fala hér herskipahöfn; því þó málið hafi væntanlega farist fyrir í það skifti, væri Rússum vel trúandi til þess að vekja það upp af nýju, ef þeir þætt- ust sjá sér hag við það. Guðmundur Hannesson héraðslæknir skrapp suður tli Reykjavík- ur með Vestu. Hann er væntanlegur með skipinu aftur, nema hann fái aðra ferð fljót- ari. Magnús ívarsson , bóndi í Hjarðarhaga á Jökuldal, sem leg- ir hefir til skurðlækninga hér á spítalan- um, biður Nl. fyrir þær fréttir til ættingja sinna og vina að hann sé nú gróinn sára sinna og sín því bráðlega von heim aftur. Bækur sendar Norðurlandi. Ouðmundur Magnússon: Ferðaminningar frá Þýzkalandi, Sviss og Englandi. Rvík. Prentsm. »Frækorna« 199 bls. 1905. Bjarni Jónsson frá Vogi: Lýgi. Rvík. Kostnaðarm. Guðm. Gamalíelsson 1905. Bjarni Jðnsson frá Vogi: Aandatrú og dularöfl Rvík 1905. X Veðurathuganir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson 1905. Júní. Júlí. Um niiðjan dag (kl. 2). Minsíur h. (C) á sólar-! hringnum.| b O — £ E Hiti (C.) '< XO <0 u ZJ JZ > Skýmagn Úrkoma | Md.19. 76.5 18.2 N 1 0 3.5 Þd. 20. 75.7 I8.0 0 0 5.o Md.21. 76.o 16.2 0 7 5.0 Fd. 22. 76.o 19.o S 1 5 7.8 Fd. 23. 76.2 20.5 S 1 4 9.c Ld. 24. 75.7 14.5 SV 1 10 R 10.5 Sd.25. 75.9 15.5 sv 2 8 8.3 Md.26. 75.9 15.6 N 1 3 8.0 Þd.27. 75.3 15.o 0 10 R 3.o Md.28. 75.6 I8.0 0 8 6.0 Fd. 29. 75.s 18.5 N 1 5 6.0 Fd. 30. 76.o 17.3 0 10 10.0 Ld. 1. 75.o 17.5 0 8 6.2 Sd. 2. 75.7 17.3 N 1 3 6.5 Md. 3. 75.2 15.5 0 9 9.5 Þd. 4. 75.z 8.7 NAU 1 10 R 5.8 Md. 5. 76.o 10.5 N 2 0 3.9 Fd. 6. 75.3 16.5 0 8 4.5 Fd. 7. 74.8 17.0 0 10 R 7.6 Ld. 8. 75.3 13.2 N 1 6 7.5 Sd. 9. 76.o 14.o 0 8 7.6 Md.10. 76.2 14.6 N 1 5 6.0 Þd. 11. 76.i 19.3 0 10 8.1 Hjá undirrituðum eru til sölu nokkurar nýjar möblur með góðu verði: Chese- longue, sofi, divan og nokkurir fjaðrastólar. Oddeyri 10/s '05. Jón J. ‘Borgfjörð, söðlasmiður.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.