Norðurland


Norðurland - 19.08.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 19.08.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 49. blað b. Akureyri, 19. ágúst 1905. IV. ár. Hraðskeytamálið á þingi. Ágrip af nefndarálifi minnihlufans. , Fyrst er sannað einkar rækilega, að samn- ingur sá, er ráðherrann hefir gert við Ril- símafélagið fari algerlega í bága við til- ætlun fjárveitingarvaldsins og hafi engan stuðning í ákvæðum gildandi fjárlaga. Og jafnframt er sannað með ummælum ráð- herrans sjálfs í bréfi til samgöngumálaráð- herra Dana, dags. 30. júní 1904, að H. Haf- stein hefir þá talið sig bresta heimild til þess að gera það í málinu, sem hann svo gerði. Því næst sannar minni hlutinn, að hags- munir íslands gátu að engu leyti knúð ráð- herrann til að semja um ritsímalagninguna, áður en samþykki fjárveitingarvaldsins var fengið. Það bera með sér bréf frá sam- göngumálaráðherra Dana og frá Suenson forstjóra Ritsímafélagsins norræna. Þá tekur minni hlutinn 20 ára ófrelsið til íhugunar, og það, ásamt lagaheimildar- skortinum, þykir honum næg ástæða til þess að alþingi hafni samningnum gersam- Iega. »Vér álítum það horfa þjóðfélagi voru til mestá óhagræðis,« segir minni hlutinn, »að veita félaginu einkarétt í 20 ár, einka- rétt, sem 2. gr. samningsins gefur jafnvel í skyn að félagið geti fengið endurnýjað- ann að 20 árum liðnum. Af þessu leiðir, að landinu er óheimilt að hagnýta sér nokkurt annað hraðskeytasamband til ann- ara landa í Evrópu, hversu kostnaðarlítið sem það kynni að verða, og enda þótt það byðist ókeypis. Enda þótt sæsíminn til út- landa sé um lengri tíma í ólagi, þá er landsmönnum þó fyrirmunað að leita sér nokkurrar bjargar í þessu efni, og á þetta ekki sízt illa við nú á tímum, þegar ýms- um nýjungum fleygir fram ár frá ári. Þá sýnir minni hl. fram á, hve illa rétt- ur þjóðarinnar sé að öðru leyti trygður í samningnum. Félagið má draga viðgerðir á sæsímanum alt að 4 mánuðum í hvert sinn sem bilun kemur fyrir. Samgöngu- málaráðherra Dana hefir að öllu leyti tögl- in og hagldirnar. Danmerkurstjórn getur jafnvel ráðiá því, að hætt verði að senda hraðskeyti með sæsímanum, þegar henni virðist almenningsöryggi heimta það. Og úrskurði dansks ráðherra á að hlíta um skýringar á samningnum. Hve happasælt það muni vera, að samgöngumálaráðherra Dana ákveði símskeytataxtana, sýnir minni hl. með því að benda á, að gjöldin milli Hjaltlands og íslands hafa verið ákveðin 50 aurar fyrir orðið; en frá Danmörku til Hjalt- lands er gjaldið að eins 25 aurar fyrir orð- ið, þótt vegalengdin sé meiri. Þessa agnúa á samningnum telur minni hl. svo stórvægilega, og að þjóðinni standi af þeim svo mikill voði, að sjálfsagt sé að hafna samningnum af þeim ástæðum. Þá snýr minni hl. sér að Iandsímanum og sýnir þá fyrst, að við þá ráðstöfun að síminn komi á land á Austfjörðum í stað Þorlákshafnar, sem líka var í boði, hafa félaginu að minsta kosti sparast 258,720 kr., þó að það leggi fram 300 þús. kr. með Austfjarða-lendingunni, en ekkert til Þor- lákshafnarlendingar; svo miklu ódýrara er að ,eggja síma til Austfjarða. Þar hefir hagsniuna vorra verið slælega gætt eins og víðar. Athuganir minni hl. um kostnaðinn við lagningu landþráðarins eru einkar ítarleg- ar. Hann færir Ijós og ómótmælanleg rök að því, að við áætlun stjórnarinnar verði að minsta kosti að bæta 210,524 kr., svo að sá landsími, sem nú er fyrirhugaður, mundi kosta, að meðtöldu tillagi Rítsíma- félagsins, að minsta kosti 665,524 kr., en að líkindum töluvert meira. Samt er þó ótalin álma til ísafjarðar, sem mundi kosta 214,400 kr., ef hún yrði lögð samtímis aðal- símanum, en annars töluvert meira, svo kostnaðurinn við landsímalagningu milli sæsímastöðvanna á Austfjörðum, Akureyr- ar og Reykjavíkur, með álmu til ísafjarðar, mundi að minsta kosti nema alt að 900 þúsund krónum. Þá kemur árlegur kostnaður við rekstur, viðhald og endurnýjun. Minni hlutinn færir rök fyrir því, að sá kostnaður muni um árið nema 137,640 kr., þegar dregnar hafa verið frá tekjur þær, sem stjórnin hefir áætlað af landsímanum. Þá er það athugað, hvort þetta hrað- skeytasamdand sé tryggilegt og fullnægi þörfum þeirra, sem það er ætlað, á h'kan hátt og svipað hraðskeytasamband gerir í öðrum löndum. Fyrst er bent á 4 mán- aða bilun á sæsíma. Komi slíkt fyrir, er landið án alls hraðskeytasambands við um- heiminn. »En þó að sæsíminn sé í lagi, þá er mjög hætt við því, að sambandið milli Seyðisfjarðar, Akureyrar og Reykjavíkur verði afarstopult, að minsta kosti 7 mán- uði ársins, ekki sízt að því er talsímann snertir, og enda þótt við höfum gert ráð fyrir allsæmilegu eftirliti.« »Gera má og ráð fyrir, að ólag á land- símanum verði þeim mun tíðara, sem hann er ver úr garði gerður; en nú eru síma- staurarnir, sem nota á, og þegar hafa verið keyptir, fremur grannir og óvanalega stutt- ir. Leiðir af því, að hættara er við því, að einhver staur kunni að brotna eða sökkvi í fönn, og þá er sambandið auðvitað slit- ið.« Vegna hins afarháa taxta á símaskeyt- um milli Hjaltalands og íslands hlýtur »sæ- síminn að yerða miklu minna notaður en ella mundi, og getur þar af Ieiðandi eigi fengið þá þýðingu fyrir þjóðfélag vort, eins og hraðskeytasamband til útlanda, sem vér sjálfir gætum að öliu leyti haft ráð yfir, bæði að því er taxta og annað snertir.« »Af framansögðu dylst eigi, að oftnefndur ritsímasamningur fer fram á að leggja þjóð- inni mjög tilfinnanlegar fjárbyrðir á herðar og veitir þó mjög ótrygt, ófullnægjandi og dýrt ritsímasamband, svo að við verðum þegar af þessari ástæðu — enda þótt ekki væri litið á aðra agnúa, sem gera samn- inginn alveg óaðgengilegan, svo sem áður hefir sýnt verið —að ráða þinginu til þess að hafna samningngnum gersamlega og veita ekkert fé til þess hraðskeytasambands, er samningurinn gerir ráð fyrir.« Pá tekur minni hluti loftskeytasam- band til íhugunar, og kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé óiíku trygg- ara en það símasamband, sem oss er boðið. Bezt lízt minni hluta á eítirfarandi tilboð frá Marconifélaginu. Félagið býðst til að koma á hrað- skeýtasambandi milli Skotlands, Fær- eyja, Seyðisfjarðar og Akureyrar, og milli Skotlands, Færeyja, Reykjavík- ur og ísafjarðar, og verða þá loft- skeytastöðvar í Hvalvík, á Langa- nesi, við Rauðanúp, við Ojögurtá. í Vatnsfirði á Breiðaiirði og á Reykja- nesi, en ritsími frá Reykjanesi til Reykjavíkur, frá Hvalvík til Seyðis- fjarðar, frá Gjögartá til Akureyrar og frá Vatnsfirði til ísafjarðar. Fyrir að koma hraðskeytasambandi þessu á fót, sjá að öllu leyti um viðhald loftskeytastöðvanna og reksturiun um 20 ára tíma, án kostnaðar fyrir landssjóð, áskilur félagið kr. 128,- 819,60 árlega í 20 ár, og hefir þá landið allar tekjur af hraðskeyta- sambandinu, bæði til útlanda og inn- anlands, og fær loftskeytastöðvarnar í góðu lagi tilfullrar eignar, er nefnd 20 ár eru liðin, í stað þess er nor- ræna ritsímafélagið heldur sæsíman- um sem eign sinni, þrátt fyrir 20 ára tillag íslands, telji það hann nokkurs virði. Tilboð þetta hefir þann stóra kost, að hér er alt áhættu- laust fyrir landssjóð, þar sem hann hvorki þarf að annast um viðhald eða rekstur, en að eins borga ákveðna upphæð á ári". íslendingum eru ætlaðar aliar tekj- urnar, eftir þessu tilboði, en þingið getur þá sniðið hraðskeytagjaldið eftir því, sem það telur þjóðinni hag- kvæmast. Landinu er og frjálst að koma upp öðrum hraðskeytasambönd- um við útlönd t. d. við Vesturheim, í stað þess er ritsímasamningurinn bindur oss á höndum og fótum og' leggur það vald í hendur á dönskum ráðherra, sem hlýtur að vera sær- andi fyrir sjálfstæðistilfinning hvers íslendings. Minni hluti gerir ráð fyrirað minsta kosti 30 þús. kr. tekjur af þessu hraðskeytasambandi að meðaltaii um 20 ár. Frá Danmörk gerir hann ráð fyrir sama tillagi eins og stendur til boða handa Ritsímafélaginu (54 þús. árlega um 20 ár). Enn fremur von um styrk frá Noregi, ef loftskeyta- endastöðin yrði reist þar. En þó að Norðmenn leggi ekkert til fyrirtækisins, telst minni hluti svo til, sem vér þurfum aldrei að borga meira fyrstu árin en um 45 þús. kr. á ári um fram tekjur, en miklar líkur fyrir beinum ágóða, þegar fram í sækir. En þó að ekkert tillag fengist frá Danmörku né frá Noregi, yrði sæ- og landsíminn samt 38,820 kr. 40 aur. dýrari árlega en Marconi-tilboð- ið, og mundi sá mismunur, með 4 % vöxtum og vaxtavöxtum nema á 20 árum meira en 1 miljón og 200 þúsund krónum. Aðaltillaga minni hlutans er að taka þessu tilboði Marconiiélagsins. En vegna þess kaþps, er meiri hluti leggur á landsíma, kemur minni hluti með varatillögu 'um loftskeytasam- band milli útlanda og kaupstaðanna þriggja, Reykjavíkur, Sayðisfjarðar og ísafjarðar en leggja síma milli Rvíkur og Akureyrar. Á þann hátt yrði komist hjá landsímanum milli Seyðistjarðar og Akureyrar, sem að miklu liggur um óbygðir. Ársútgjöld við það fyrirkomulag mundu, ef til- lagið fæst frá Dönum, en ekkert frá Norðmönnum, verða urn 75 þús. kr. minni á ári en eftir ritsítnasamningn- um. og sá sparnaður nemur um 20 ár hátt upp í 2 miljónir með vöxtum og vaxtavöxtum. En vilji meiri hl. hvorugri þessari tillögu sinna, ræður minni hl. ein- dregið til þess að fresta málinu og búa það betur undir næsta alþingi, annaðhvort aukaþing að sumri eða reglulegt alþingi 1907. m^ \ Vér og Ðanir. Eftir Matth. Jochumsson. IV. Þetta er orðið of langt mál í einu blaði og hlýt eg að stytta þann kafla, sem eftir var. Því meir sem bönd vor losnuðu um miðja öldina sem leið, eftir því óx meira viðskiftalíf vort við Dani og aðrar þjóðir. En þótt þetta megi kynlegt sýnast, þá var ekkert eðlilegra. Það er sjálfsforræðis- andi.þjóðanna, sem ávalt vaknar með þess- konar hreyfingum. Hvert þjóðlíf myndar vík eða vog frá hafinu; meðan þar er lá- deyða og straumleysi sýnist alt vera að morna og þorna, en ef ný skeikja kemur, stormar og straumföll, lifnar yfir öllu, enda sýnist þá oft svo sem tvennar verði öf- gamar. Stríðar leysingar eftir langa vetur eru annað dæmið: alt ætlar um koll að keyrast, en þá vita menn þó að vorið er í nánd. Vort nýja sjálfsforræði svaf lengi í huga þjóðarinnar og þegar svo klukkan sló og sjálfsmeðvitundin byrjaði að kenna sín var að vísu ðráðið ríkt í tyrstu — eða er því ekki enn lokið? — en alt tók að enduiskapast: nýjar þrár fæðast, hugsjónir, kröfur, öfl og aðferðir. Hið forna lýðveldi lifði í djúpinu, en skilyrðin voru gleymd ásamt fyrirkomulaginu, enda var öldin orðin öll önnur, að minsta kosti út á við. En hvað kemur þessi breyting þjóðlífs vors í Iýðveldisáttina — hvað kemur hún við aðskiftum vorum við Dani, eða hvernig skyldu þau við þá breyting hafa aukist og magnast? Astæður þess liggja djúpt; menn hlaupa ekki í hendingskasti frá á- hrifum og lögum liðinna tíma. Föst og trygg viðskifti við önnur lönd en Dan- mörk áttum vér ekki, en nú jukust og margfölduðust þarfir vorar og kröfur. Hvað átti að gera: alt var bundnara en sýnd- ist. Verzlunin varð laus (á pappírnum) á hálfnaðri öldinni, en sat föst fyrir það lengi eftir: lögin náðu ekki til »selstöð- unnar«, því eignarréttur og vani stóð fyrir, enda bæði kunnáttu- og getuleysi vor sjálfra. Nú fyrst eftir hálfa öld eru viðskiftin búin að fá frjálsari hendur. En samt hefir þörf- in og dáðin hjá vorri vaknandi þjóð — með sjálfráðri eða ósjálfráðri aðstoð Dana hinsvegar — aukizt svo mjög, að umsetn- ing vor við Dani hefir tífaldast á þessarí hálfu öld. Einokunar- og skuldaverzlunin er bráðum úr sögunni. Nú er annað stríð að færast nær, ekki við siglingarleysi, eða örbirgð heima fyrir, heldur við hóflausar siglingar að landinu og ásókn hins mikla mammons - dreka nútímans, sem kallast auðsmagn (Kapítal). Ágirnd eykst með eyri hverjum, segir máltsekið, og aldrei hefir saga vors kyns sannað það betur. Lýðvaldið, það er hið mentaða þjóðræði á þar við illan blámann að berjast, enda má ekkert stjórnarfyrirkomulag, nema reynsl- an ein duga lengi og til hlýtar í því efni. Verzlunin sjálf er og ekki nema liður í hinum nýju viðskiftum og atvinnustríði þjóðanna. Verð eg að hlaupa yfir öll þau mál, en benda í lok þessarar löngu grein- ar á tvenskonar áhrif frá Danmörku, sem mjög hafa haft áhrif á oss og vora sögu, og fremur þegar alls er gætt í góða stefnu.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.