Norðurland


Norðurland - 02.09.1905, Qupperneq 1

Norðurland - 02.09.1905, Qupperneq 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 51. blað. Akureyri, 2. september 1905. IV. ár. JCraðskeytamálið á pingi. Tillagið frá Dönum. Þeim lá Iífið á því þingmönnun- um okkar, sein fylgja stjórninni, að geta búið til kostnaðar áætlun, sem væri enn þá lægri en kostnaður sá, sem því var samfara að koma upp þráðlausa sambandinu. Þeim hafði gengið svo margt mótdrægt síðan í vor. Kenrúngar þær sem þeir fluttu þjóðinni á þingmálafundunum, höfðu ekki reynst sem allra staðbeztar; þá átti ekki að vera hægt að koma loft- skeytum eins stuttan veg og er frá Hjaltlandi til Færeyja og þaðan til íslands, og svo voru þeir ekki meira en rétt komnir suður, þegar loftskeyt- in drífa að þeim, svo að kalla inn í alþingishúsið, ekki frá Færeyjum og ekki frá Hjaltlancli, heldur alla Ieið frá Poldhu á Skotlandi. Þeir fóru að hafa veður af því að þjóðinni þætti þetta merkilegt, henni fyndist þetta ekki koma sem alira bezt heim við það sem þeir voru nýbúnir að segja henni, þeir fundu það á sér að þjóðin var að vakna til nýrrar meðvitundar; í hinu sofandi ahnenningsáliti var að rísa upþ nýr sannfæringarkraftur; það sem áður, á þingmálafundunum, hafði verið eins og óljós eðlisávís- un hjá þjóðinni, var nú orðið tölu- vert líkara fullri vissu og fullri alvöru; henni fór að þykja nokkuð heitt í „heimastjórnar"kápunni og hún sýndi sig ekki ólíklega til þess að fleyja henni frá sér, jafnvel beint framan í þá, sem lagt höfðu hana á hana. Hér þurfti áreiðanlega rnikils við til þess að breyta straumnum, annars gat völdum ráðherrans verið hætta búin og þá voru bitlingarnir og aukageturnar, kainpavínið og kross- arnir líka í voða. Og þeir þóttust sjá ráðið. Ráðið var það að búa til kostn- aðaráætlun sem væri nógu lág. Þetta var auðsjáanlega þjóðráð. Marconifélagið hafði tiltekið ná- kvæmlega hvað það vildi hafa fyrir að halda uppi loftskeytum fyrir okkur í 20 ár og skiia þá áhöldunum í góðu standi, en þó svo að vér hefðum allar tekjurnar. Þetta sem Marconifélagið bauð var fast boð og áreiðanlegt. Allir gátu séð hvaða kostnaður var því samfara og ekki var til neins að fara að reyna að telja mönnum trú um að það kostaði í raun og veru miklu meira. Engin minsta von var um að það bæri nokkurn árangur. En eitthvað verulegt varð að gera. Kostnaðaráætlunin varð að líta svo út að ritsíminn kostaði minna en loftskeytin. Þetta hlaut að takast. ' Þetta var hvort sem er aldrei nema áætlun, og hver gat að því gert þó hún þá ekki reyndist sem áreiðan- legust, þegar átti að framkvæma hana. Eins og þær hafi ekki verið meira og Gufuketill með 25 hesta afli hreyfir 8 vélar af ýmsum stærð- um og gerðum. O* ^ ^ rSs Zj cn pj —* c/> 2Í rD- < * s* 3 i 5ix' Q. — ■ w -cr o < OQ “' < g CT <T> r_t" n> — < ö- b, ^ - << —t co . cn ríS rt> 3 rD S: Xin nýja i Trésmíðí verksmiðja J. Gunnarssonar & S. Jóhannessonar á A^ureyri er nú nýbyrjuð á starfi sínu. Vélarnar eru af nýjustu og beztu sortum, sem hægt er að fá, eins og líka má sjá á því, hve mikið er hægt að vinna með þeim, t. d. sögunarvélin getur sagað 16,000 og hefli- vélin heflað 10,000 fet á dag, og hinar 6 vélarnar eru þess- um samsvarandi. "S ^ ■SoS -I E bo jn so o 00 u- Q v ctT So E -1 Jf § ge ^ — "S o 03 ce <u xo Qá cS ÖJO c 3 3 '3 -3 ’5oJ=> r§ bo « 2 JQ <U S2 _ > £ « QjO 2 c 5 Q v. xo OJ <3 -2 +2 3 tuo3fc — ? B't 2 3 C3 x minna ramvitlausar allar fjárhagsætl- anir hér á landi, sem gerðar hafa verið um opinber mannvirki. Þessari var þá ekki vandara um en hinum, og þegar málið væri afgert færi eng- inn að hætta við hálfgert verk, þó sletta þyrfti nokkurum tugum þús- unda ofan á. Og svo var farið að semja hana, þessa kostnaðaráætlun. Fremur sýndist það ætla að ganga vandræðalega. Ritsímastaurarnir voru einkum óþægilegir í vöfunum. Stjórn- in hafði sagt að þeir væru um 200 pd. hver og náttúrlega hefir hún haft þá þekkingu frá þeim mönnum, sem vissu þetta fullvel og svo var verkfræðingurinn látinn gera þá á- ætlun að ekki mundi kosta nema neina rúmar 3 kr. að koma hverjuin þessum staur á þann stað, þar sem þá skyldi setja niður. Móti þessu risu menn og töldu það fjarstæðu, þótti það ótrúlegt að þessir 200 pd. staurar yrðu fluttir fyrir minna en 13 kr. hver. Jafnvel umboðsmaðurinn á Höfða- hólum, sem verið hefir meira en lít- ið handgenginn stjórninni, gaf ein- um nefndarmanninum í hraðskeyta- málinu vottorð um að hann „mundi ekki þora að ráðast í að gera þetta fyrir minna en 10, tíu, krónur fyrir staur hvern á allri línunni. En meiri hluti nefndarinnar í hrað- skeytamálinu var ekki lengi að lag- færa þetta; hann neitaði því að staur- arnir gætu verið 200 pd. færði þyngd- ina á hverjum staur niður um 30—40 pd. og reiknaði svo eftir því. En þó þetta gengi ofur vel og liðlega, þá ætlaði þó að ganga illa að búa svo út kostnaðaráætlunina að ekki yrði ritsíminn oss dýrari en loftskeytin. Eina upphæðin sem var nógu há til þess að koma þessum reikningum tneiri hluta nefndarinnar í það lag, sem henni líkaði, var tillagið frá Dönum, þessar 54 þúsundir í 20 ár, sem Danir hafa í mörg ár lofað til hraðskeytasambandsins. Með því að reikna þessa upphæð með ritsíman- um, en fella hana burtu þegar um ioftskeyti væri að ræða, þótti tneiri hlutanum sem von væri til þess að ritsíminn gæti orðið eitthvað ódýr- ari. Þessvegna var þetta ráð líka tekið. Reyndar er athugandi að minni hluti nefndarinnar komst að alt ann- ari niðurstöðu. Eftir reikningi hans kostar síminn oss íslendinga rúm- lega hálfri annari miljón meira en loftskeytin á 20 ára tímabili, jafnvel þó ekkert tillag fengist frá Danmörku og ekkert heldur frá Noregi, sem full ástæða er til að ætla að hægt væri að fá. * * * Eftirtektaverð er hún fyrir oss Is- lendiuga á margan hátt þessi nýja kenning meiri hluta þingsins, uin að Danir mundu ekkert leggja til hraðskeytasatnbandsins, ef vér kys- um heldur loftskeytin yfir hafið, en að eiga alt undir þessum eina þræði sem ritsímafélagið vill bjóða oss. Hún hlýtur að vekja þjóðina til nýrrar um- hugsunar um satnband vort við Dani yfir höfuð og réttarstöðu vora gagn- vart þeitn. Hér er ekki rúm til þess að fara út í þá sálma, en hins er vert að geta að það eru ekki Danir sem í þetta sinn hafa gefið oss tilefni til þeirra athuguna, heldur eru það þing og stjórn þessa lands, sem heldur að oss kenningum, sein geta orðið stór-

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.