Norðurland


Norðurland - 01.09.1906, Side 1

Norðurland - 01.09.1906, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 51. blað. Akureyri, 1. september 1906. V. ár. »-# ####♦» # • # ♦ ♦ # »♦♦♦## f -fr 5/Öm ÁRGANGUR NORÐURLANDS byrjar að hálfum mánuði liðnum. Árgangurinn kostar hér | á landi 3 kr. JMÝIR KAUPENDUR fá í kaupbæti söguna Spœjarinn 386 þéttprentaðar blað- j síður og auk þess, meðan upplagið hrekkur, það sem út ’ er komið af neðanmálssögunni Bandinginn á Sakhalín. j Nýir kaupendur fá því árganginn því nær QEFINS. Þingmannaförin. Óhætt er að fullyrða það, að ýms- um Dönum fanst fátt um frammi- stöðu þingmanna vorra í Danmörku, þótti ilt að átta sig á hvað menn- irnir vildu og að minsta kosti sumir þeirra helzt til bljúgir og óþarflega auðmjúkir. Einkum vitum vér það með vissu, að ræða Magnúsar Ste- phensens til konungs varð frjálslynd- um mönnum hneyxlunarefni. Hafði einn merkur Dani þau ummæli um hana: »Vér áttum von á því að sjá einarða menn og frjálslega með ó- bogið bakið, en í stað þess sáum vér þennan mann lúta niður að gólfi og gera hvað í hans valdi stoð til þess að endurlífga þá einveldissiði, sem frjálslyndir Danir hafa barist við að afnema svo tugum ára skiftir." * * * * Á hátíðinni á háskólanum fórust Eiríki Briem svo orð, að oss íslend- ingum hefði verið meiri sómi sýndur með heimboðinu, en dæmi væru til í sögu landsins. En eftir á að hyggja og að að gá. Mundi maðurinn ekki eftir sómanum, sem Hákon konungur sýndi oss, er hann þáði af oss konungdóm á ís- þekkingin bróðernið, bróðernið sam- tökin og samtökin styrkja ríkið*. Auð- sjáanlega er hér átt við danska ríkið, Stóru-Danmörk, sem Vilh. Andersen talaði um. Tilætlunin er sú að ísland verði ein stoðin í þeirri byggingu og naglfastur hluti hennar. Ekkert getur verið fjær íslenzkum framtíðar- vonum um það, að endurreisa hið sjálfstæða íslenzka ríki. * * * Sama daginn hélt Oeorg Brandes snjalla ræðu til þingmannanna. Öll- um er það kunnugt að þessi háment- aði listamaður er íslendingum vel- viljaður og af engum gátum vér fremur vænt ljóss skilnings á vorum málstað en einmitt honum, manni sem ætíð hefir staðið fremst í flokki í baráttunni fyrir frelsi þjóðar sinnar. Ræða hans er of löng til þess að hún verði tilfærð hér, en það nægfr að geta þess, að í hans augum er viðleitni vor til þess að endurreisa hið íslenzka ríki með jafnrétti og sjálfstæði lögstirfni og þýðingarlaus orðabúningur. Ekki er von til þess, að skilningurinn sé betri hjá öðrum, þegar hann reyndist ekki betri hjá þessum manni, sem flest liggur í aug- um uppi. * * landi? * * * „Friðrik konungur hefir viljað byrja stjórn sína með því að tengja saman aðskilda hluta hins danska konungs- ríkis. Sameining þessara ríkishluta beggja megin hafsins myndar danska ríkið, eða Stóru-Danmörku og innan hennar takmarka liggur vor heimur vor Heimskringla." Svo fórust Vilh. Andersen orð við hátíöina f Skodsborg. Ræða hans var vingjarnleg í vorn garð, en auð- sjáanlega er það ekki annað, sem fyrir manninum vakir, en innlimunin og efling hennar. * * * Við háskólahátíðina lauk J. C. Christensen máli sínu á þessa leið: n Viðkynningin eflir þekkinguna, Georg Brandes gat þess í ræðu þeirri, sem hér er nefnd að ofan, að alþingi íslendinga hefði fyrir nokkru verið boðið að taka þátt í alþjóða- fundi um friðarmál, en boðinu verið hafnað, af þeirri ástæðu að þingmenn vorir kynnu ekki frakknesku. Óneit- anlega er þetta oss til lítils sóma, þó þýðingarlaust sé að dylja það. En skyldi Georg Brandes hafa gert sér það ljóst hver orsökin er til þessa hörmulega mentunarleysis íslenzkra þingmanna. Vér höfum altaf lifað í skjóli annarar þjóðar og aldrei þurft á því að halda, að taka þátt í nyt- semdarstörfum bræðra vorra fyrir handan hafið; það hefir ekkert reynt á krafta vora og þessvegna eru þeir svo litlir. Engin hætta er á því, að slíkt hefði komið fyrir þegar landið hefði verið sjálfstætt í nokkur ár. ís- lenzkum þingmönnum mundi veita það létt að læra frakknesku, ef þeir vissu aö á því þyrfti að halda. * * * Því fer þó fjarri að þingmanna- förinn hafi orðið árangurslaus. Til allrar hamingju bendir margt til þess að hún hafi borið þá ávexti, sem vér mættum óska flestum fremur. En hvorki eru þeir að þakka ljósri og djarfmannlegri framkomu þingmanna vorra, eða nýrri og betri skilningi danskra stjórnmálamanna á gömlu deilumálunum. Allir vita hve djúp áhrif lýðháskólar Grundtvígs hafa haft á alla alþýðu í Danmörku og skólar þessir byggja flest á sögu- legum grundvelli og þjóðlegum. Peir hafa eflt og útbreitt þekkingu Dana á hinum fornu bókmentum vorum og þýðingu þeirra fyrir Norðurlönd. Þetta hefir aftur vakið velvildarhug margra manna fyrir litlu þjóðinni norður í höfum, sem ennþá talar þá tungu, er fyr gekk um öll Norður- lönd og geymt hefir svo öldum skiftir fjársjóði, sem dýrmætir eru Dönum og öllum norrænum þjóðum. Pað er eins og þingmannaförin, með allri sinni dýrð, hafi vakið þessa velvild danskrar alþýðu sterkar en nokkru sinni fyr. Enginn tók innilegar og hjartan- legar á móti þingmönnum vorum en einmitt danska alþýðan, ekki sízt Jótar. Hún hefir lengi átt við þröngan kost að búa og lengi legið undir þungu oki drotnunargjarnra höfð- ingja, en smámsaman hefir hún getað kastað því af sér og sett lýðfrelsi og þjóðræði í stað einveldis og höfð- ingjastjórnar. Margt bendir til þess að vér eigum þar bróður að baki sem dönsk alþýða er og þáð er hún sem ræður landinu, en ekki höfð- ingjarnir, ef á milli ber. Þetta gefur von um það að íslenzka og danska þjóðin geti samið um sín mál í fullri velvild og bróðerni, því ekki þarf á því að stranda að vér íslendingar kunnum ekki að meta góða kosti Dana og vildum rétta dönsku þjóð- inni bróðurhönd, ef hún vill unna oss þess sjálfstæðis og réttinda, er vér að fornu fari eigum rétt á og eru skilyrði fyrir því. að íslenzkt þjóðerni eigi nokkura framtíð fyrir höndum. Músavíkurkirkia. Langt var komið að reisa hana um síðustu helgi. Er hún gerð að fyrirsögn Rögnvalds Ólafssonar húsameistara. Kirkjan verður krosskirkja, um 24 áln. á lengd hvor krossálman, en breiddin 12 áln., en í einu horninu stöpull, um 80 feta hár frá jörðu. Útlit er fyrir að hún verði mjög snotur á að líta og bæn- um til prýðis. Mikinn hug hafa þeir á því, Húsvíkingar, að gera hana sem veglegasta, en fé vantar þá ennþá til- finnanlega, því búast má við að fé kirkj- unnar hrökkvi ekki nema fyrir hálfum kostnaðinum. BÆKUR. Einar Hjörleifsson: Dular- full fyrirbrigði. Rvík 1906. Eg tek hattinn ofan fyrir andatrú- armönnunum þar syðra, þó oft hafi eg hlegið að kynjasögunum sem af þeim ganga og tilraunum þeirra. Þetta geri eg með mestu ánægju, þó það kunni að hneyxla einhverja andstæðinga þeirra. Þeir hafa verið skammaðir og hjart- anlega hefir verið hlegið af þeim út um alt land, síðan fyrst fréttist um til- raunir þeirra. Andstæðingar þeirra í stjórnmálum hafa notað trú þeirra og tilraunir sem góðan og kærkominn höggstað og gert hvað þeir gátu til þess að hagnýta sér hann sem bezt. Ýmsir flokksmenn þeirra sjálfra hafa engu síður legið þeim á hálsi fyrir tiltækið og sagt, eins og satt var, að þeir gerðu sig ’nlægilega í margra aug- um og mistu tiltrú manna bæði í trú- málum og landsmálum. Gremja margra flokksmanna þeirra hefir verið engu minni en gleði andstæðinganna. Hver- vetna varð andatrúin hneyxlunarhella og hvaðanæfa fengu þessir menn ó- mjúkar hnútur. Það hefðu flestir lagt árar í bát í þeirra sporum og gugnað við fortölur vina og árásir óvina. Allar skræfur hefðu áreiðanlega gert það. En andatrúarmennirnir hafa tekið öllu þessu með jafnaðargeði, farið sínu fram og aldrei borið höfuðið hærra en nú, þeg- ar allir voru að spá því að nú væri þetta »andatrúarfargan« brotið á bak aftur. Eg get ekki annað en borið virð- ingu fyrir dugnaði þeim og siðferðis- þreki, sem þetta lýsir. Og ósjálfrátt mun flestum finnast það lítt skiljanlegt, ef ekkert markvert og næsta sannfær- andi hefði fyrir mennina borið. En hvað var það sem fyrir þá bar, hver undur þóttust þeir verða varir við? Mörgum hefir leikið forvitni á að vita eitthvað nánar um þetta en hrafl það, sem sézt hefir í blöðunum, eða borist hefir með munnmælunum. Nú geta menn svalað forvitninni og lesið skýrt ágrip af öllu þessu í bæklingi þeim, sem nefndur er hér að ofan. Svo mun flestum finnast, er bækl- inginn lesa, að mönnunum sé vorkunn þó þeir fari sínu fram og séu sann- færðir um sinn málstað, því megi hon- um trúa, þá eru það hreinustu Fróð- árundur sem gerst hafa við tilraunir þeirra. Að borð hreyfist og svari skyn- samlega spurningum hafa margir reynt nú orðið út um alt land, en fæstir munu hafa orðið þess varir að borð, sem enginn kemur við, dragist eftir gólfinu og elti hönd miðilsins, eða ferð- ist um herbergin mannlaus, lyftist hátt í loft upp o. fl. — Þá er það ekki minni furða er heill legubekkur, með fullorðnum manni í, ferðast aftur á bak og áfram í lausu lofti, eða herbergi verða upplýst af ljósglömpum, sem eng- inn veit neina orsök til. Alt þetta og margt fleira hefir borið fyrir þá til- raunamenn syðra. Er sagt að ljósbreið-

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.