Norðurland


Norðurland - 01.09.1906, Blaðsíða 3

Norðurland - 01.09.1906, Blaðsíða 3
205 N. Lampar af mjög mörgum tegundum eru nýkomnir í Gudmanns Efferfl verzlun. Verí að lesa! Undirritaðir bjóða heiðruðum almenningi að líta á hinar ýmsu vörur, sem við seljum með niðursettu verði (8—10 pct. lœgra en peningaverði) frá 1. september til síðasta desember þ. á. Petta tilboð er öllum uppboðum betra, og ættu menn að sinna því, því nú geta þeir fengið vöruna hér um hil með inn- kaupsverði. — Steinolía, laukur, epli o. fl. nýkomið í verzlun okkar. — Von á miklu af lömpum og ýmsum öðrum góðum vamingi með nsestu skipum, sem verður seldur mjög ódýr mót borgun um leið. — Við kaupum: gærur, haustull, k)öt, mör og aðrar íslenzkar vörur fyrir hátt verð. — Komið aðeins inn til okkar og semjið um viðskifti; þér munuð ekki sjá eftir því. Virðingarfylst Sf. Sigurðsson & 6. Sunnarsson. Kaupendur Norðurlands í Dlngeyiarsýslu, sem fá blaðið sérsent, en eru ekki útsölumenn, geta borgað það til herra bókhaldara Bjarna Benediktssonar á Húsavík, ef þeim er það hægra en að koma borgun til Akureyrar. Þeir sem enn ekki hafa greitt árstillag sitt eða inngöngueyri í Skauiafélag Akureyrar eru vinsamlega beðnir um að borga það sem fyrst mér undirrituðum Stefán Sigurðsson gjaldkeri skautafélagsins. Nýjar kartöflur fást hjá undirrituðum og kosta: frá I. til 6. september 6 au. — 6. - IO. — > 5V2 - — 10. - 15. - — » 5 — 15- - 20. — » 4V2 - eftir þann tíma 4 Akureyri 30. septbr. 1906. Eggert Laxdal. Meira enn einhálf miljór smjorgeróarmenn 9 ■ I fl 1 vitna pað, aft . Alfa Laval •j* <§. bezfa skilvindan Áktiebolaget Separators Depot Álfa Laval. & Kaupmannahofn 40 37 framt bæn til guðs. En Buran talaði ekki fleira við okkur. Hann sat þegjandi og hrysti höfuðið og tárin runnu niður eftir kinnunum á honum. Hann dó rétt um sólarlagið og þegar myrkrið datt á, vorum við búnir að moka ofan f gröfina aftur og slétta yfir hana. Tunglið kom upp þegar við vorum komnir út í mitt sundið og þá birti. Fjöllin á Sakhalin risu úr hafi, en uppi á klettinum stóð háa tréð, sem Buran hvíldist undir. VII. Þegar við lentum hinumegin, þeim megin sem Amur er, hittum við nokkra Giljaka, sem sögðu við okkur: »Höfuðið á Saltanov . ... í sjónum.* Hvað fjandi eru þeir slungnir, þessir eyjarskeggjar, hugsuð- um við, þeir komast strax að þvf ef eitthvað ber við. Þeir stóðu niður hjá sjónum og gerðu að fiski sínum og sögðu frá þessu kampakátir; það var auðséð að þeir glöddust af því. En við hugsuðum: »Þið getið hlakkað yflr þessu, ólukku karlarnir, en hvernig haldið þið fari fyrir okkur. Þetta eina höfuð getur kostað okkur alla höfuðið.c Svo gáfu þeir okkur dálítið af fiski og við spurðum þá til vegar og héldum svo þá götuna sem við áttum að fara. Við tyltum varla fótunum niður á jörðina, eins og hún væri glóandi heit, hrukkum saman hve lítið hljóð sem heyrðist, sneiddum fram hjá öllum húsum og hlupum inn í skóginn strax er við sáum einhvern rússneskan mann á ferðinni. Það voru illir dagar sem við lifðum þá Að deginum til vorum við vanir að halda kyrru fyrir í einhverju dimmu gili eða skoru; þá hvfldum við okkur; en á nóttunum héldum við ferð okkar áfram, alt hvað af tók. Loksins komumst við að húsi Tarakhanovs. Eg man það vel, það var farið að elda aftur. Húsið stóð rétt hjá stórum skógi; háar grindur voru í kringum það og hliðinu var lokað, Við læddumst hægt að því og börðum uppá en ofur lágt. Þá var kveikt ljós og rétt á eftjf heyrðum við mannsrödd bak við hliðið; hún sagði: »Hvað viljið þið og hvaða menn eruð þið?. Eg stóð kyr og litaðist um; sá eg þá hvar tveir menn komu frani úr kjarrinu og héldu niður í brekkuna. Sá sem á undan fór hét Sal- tanov og var hann foringi hermannanna, mesti vaskleika maður og frægur fyrir hreysti sína. Giljakarnir óttuðust hann lfka meira en sjálfan fjandann og margan landhlauparann hafði hann skotið niður. En í þetta skifti átti þetta að fara öðruvísi. í þetta skifti sá hann ekki fótum sín- um forráð. Báðir Tscherkessarnir sem með okkur voru, voru fimir eins og kettir og bæði hugaðir og snarráðir. Annar þeirra réðist beint á móti Sal- tanov og mættust þeir í miðri brekkunni. Saltanov skaut á hann úr skammbyssu sinni, en hitti hann ekki, því Tscherkessinn Iaut áfram og f sama vetfangi duttu þeir báðir. Þegar hinn Tscherkessinn sá að félagi hans féll, hélt hann að hann hefði verið veginn og þaut líka þangað. Hann hentist á Saltanov eins og tígrisdýr og skar af honum höfuðið í einu hnífsbragði. Svo stökk hann upp aftur, glotti, nísti tönn- um og hélt höfðinu langt frá sér. Við horfðum á þetta hinir og gát- um varla dregið andann fyrir skelfingu. Svo hrópaði hann eitthvað upp yfir sig á sínu hrognamáli, veifaði höfðinu kringum sig og henti því svo frá sér. Það þeyttist út yfir trén, leið niður bak við klettana og rétt á eftir heyrðum við hlúnk — höfuðið hafði dottið í sjóinn. En síðasti hermaðurinn stansaði í miðri brekkunni og hugsaði sig um. Og þegar hann hafði staðið við augnablik kastaði hann frá sér byssunni, greip höndunum fyrir andlit sér og hljóp undan- Við lofuð- um honum að sleppa og hugsuðum sem svo: »Farðu hvert þú vilt og guð veri með þér!« Hann var nú orðinn einn um að vera þar á verði vesalingurinn. Annars voru þeir tuttugu hermennirnir þarna við Pogib, en þrettán af þeim höfðu siglt yfir til Amur, til þess að útvega vistir og sex vorum við búnir að sjá fyrir. Þegar þessu var lokið stóðum við allir sem þrumu lostnir og gát- um varla áttað okkur á því sem fram hafði farið. Við horfðum hver á annan eins og við værum að spyrja hvort þetta væri draumur eða

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.