Norðurland

Útgáva

Norðurland - 07.01.1911, Síða 1

Norðurland - 07.01.1911, Síða 1
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 1. blað. Akureyri, 7. janúar 1911. XI. ár. Stjórnarskrármál. Fjölgun ráðherra. Sjálfsagt verða ýms þýðingarmikil mál til umræðu á næsta þingi. En hve þýðingarmikil sem þau annars kunna að vera, t. d. skattamálið, ætti öllum þó að geta komið saman um að stjórnarskrármálið er þeirra allra langþýðingarmest. Óhætt er að gera ráð fyrir því að mikill meirihluti þjóðarinnar hugsi til mikilla breytingu á henni og allir eru óánægðir með hana eins og hún er, eða láta það að minsta kosti í veðri vaka. Reyndar varð ekki betur séð meðan heimastjórn- arflokkurinn var í meirihlutaá þing- inu, en að hann væri sæmilega a- nægður með hana. En síðan hann komst í minnihluta á síðasta þmgi, hefir hann látið ófriðlega yfir því að fá ekki komið fram breytingum á henni. Við því má búast að liann fáist til að gera á henni nokkrar breytingar, þó óvíst sé um sam- komulagið þegar á á að herða. Langsterkast virðist það vaka fyrir flokknum að koma að nokkrum kákbreytingum, til þess að fá nýjar kosningar, ef ske mætti að flokkin- um ykist við það fylgi á þinginu. Blöð heimastjórnarflokksins hafa mjög lítið rætt stjórnarskrána af al- vöru. Þau hafa haft annað að gera, sem þeim þótti þarflegra, að sá eldi ófriðarins um landið. Helzt er að telja grein eftir Jón Ólafsson í Reykja- vikinni, sem þó hvorki er heilt né hálft. En jafnframt ber að játa, að blöð sjálfstæðismanna hafa líka lagt alt of lítið til þessa mikla máls. Vörn- in gegn árásunum og álygunum hefir tekið uþþ oimikið rúm í þeim sumum. Vel má segja að þetta sé eðlilegt eftir atvikum, og að tæplega hefði verið kornist hjá því, en mein- legt er það engu að síður. Sé þess t. d. gætt að stórkostleg rýmkun kosningarréttarins vakir fyrir fjölda manna og þar með talið að konum verði veittur kosningarréttur og kjörgengi, þá má segja að það gegni furðu hve lítið hefir verið um þetta rætt í blöðunum. Öðruvísi mundi þetta hafa gengið til í flest- um öðrum löndum heimsins. Þá er tvískifting þingsins annað stórþýðingarmikið atriði, sem vel þarf að athuga, en hefir lítið verið gert opinberlega. Enn er það mál sem mörgum mun vera harla viðkvæmt og það er tilvitnun stjórnarskrárinnar til stöðulaganna. Sú tilvitnun ætti að sjálfsögðu að falla burtu, þó óvíst sé að þingið beri hamingju til þess að geta orðið sammála um það at- riði. En eitt er víst. Verði gagngerð breyting gerð á stjórnarskránni, þá ævri langheppilegast að þjóðin fengi á eftir að segja álit sitt um hana eina út af fyrir sig, með sérstakri atkvæðagreiðslu, þar sem flokkskapp- ið gæti sem allra minst komist að. Það er alls ekki nægilegt að þingið sé leyst upp. Við kosningarnar verð- ur alt of mikið litið á flokksfylgið og of lítið á sjálft málið. Ákvæði stjórnarskrárinnar um þingrof hve- nær sem stjórnarskrárbreyting er samþykt, er einmitt eitt þeirra atriða sém þörf er á að breyta, en í stað þess ætti að koma alþýðuatkvæði. * * * Það atriði stjórnarskrárinnar, sem Nl. vill sérstaklega gera að umræðu- efni í þetta sinn er fjölgun ráðherr- anna og þær ráðstafanir þaraðlút- andi, sem helzt sýnast vera nauð- synlegar. Um það mál er það fyrst að segja að enn hefir það ekki verið gert að flokksmáli og því er vonandi að allir geti íhugað það með sæmilegri rósemi. Oeta má þess líka að hingað til hefir tillaga um ráðherrafjölgun átt litlu fylgi að fagna. Má geta þess að áður hafa bæði Hannes Hafstein og Björn Jónsson verið henni and- vígir. Og löngum hefir það þótt vænlegt til þess að ná alþýðuhylli, að mæla gegn fjölgun embætta. En fyrir því er rétt að athuga málið og reyna til þess að gera sér sjálfstæða grein fyrir því. Og Nl. fær ekki betur séð en að afarmikið mæli með fjölgun ráð- herranna. Ráðherrastaðan fer að verða of- vaxin einum manni, hafi hún ekki verið það frá upphafi. Því aðeins er hægt að segja að hún verði svo rækt sem skyldi, að ráðherrann eigi kost á og hafi nægan tíma til að athuga og íhuga öll méiriháttar mál, sem stjórnarráðið þarf um að fjalla. Þessum málum liefir farið fjölgandi ár frá ári og engar líkur eru til annars en að svo verði enn fram- vegis. Engum getur komið til hugar að einn ráðherra komist yfir þetta alt, svo vel sé og það því síður sem ráðherra hlýtur, stöðu sinnar vegna, oft og tíðum að vera fjarverandi frá stjórnarráðinu. Hann á að líta eftir embættisfærslunni í landinu, hjá sýslu- mönnum landsins og hann þarf að fara á konungsfund, ef til vill oftar en einu sinni á ári og hafa alllanga dvöl suður í Danmörku. En auk þess hlýtur einum manni að véra það ofvaxið að vera vel að sér í öllum þeim greinum, er að ráðherrastarfinu lúta. Ef til vill er honum sérstaklega sýnt um eitthvert þeirra, t. d. fjármálin, en hefir lítið vit á ýmsum öðrum málum og hvað sem þekkingunni og stjórnarhæfi- leikunum að öðru leyti kann að líða, er það víst að einum manni er það algerlega ofvaxið að bæta því ofan á ráðherrastarfið að fylgja með á öllum þeim sviðum þekking- arinnar, sem ráðherra þarf að gera, ef ekki á að hljótast af því meira eða minna tjón. Það mun einhverntíma hafa ver- ið sagt í þessu blaði eitthvað í þá átt, ' að skattar vanþekkingarinnar væru þyngstu skattarnir í þessu landi, en því þyngri verða þeir, að öðru jöfnu, sem þekkingunni er meira á- fátt hjá æðstu mönnum landsins. / Oneitanlega sýnast verkefnin vera svo mörg og svo margháttuð, að ekki veitti af því að þrír menn verðu til þeirra öllum kröftum sínum. Og undarlegt má það heita ef það starf ætti ekki að geta borið þann ávöxt til heilla fyrir land og lýð, að launum þessara manna mætti heita mjög vel varið. Það er því í mesta máta íhug- unarvert hvort ekki sé ástæða til þess að breyta til og fjölga ráðherr- unum og það því fremur sem telja má margar fleiri ástæður. Sú mun verða reyndin á að staða eins ráðherra verður framvegis bæði of veik og of sterk. Því Iakar sem ráðherrann getur fylgt öllum helztu málunum og öllu því er að þeirn lýtur, því veikari verður hún, því meira þarf hann að byggja á um- sögn annara, því minna getur hann um málið dæmt af sínu eigin viti og þekkingu. En of sterk verður staðan fyrir það, að engu landi er það holt að láta einn mann geta verið svo að kalla einráðan uin alt framkvæmd- arvald í landinu. Ráðherrann, hver sem hann er, verður hálfgerður ein- valdskonungur landsins, eða getur orðið það, sé hann bæði ráðríkur og hafi fylgi voldugra rnanna í landinu. Það er ekki rétt og ekki hyggilegt að byggja forlög landsins svo mjög á einum manni, hve mikil- hæfur sem hann annars kann að vera. Verði ráðherrar fleiri en einn, verð- ur einn þeirra að sjálfsögðu yfirráð- gjafi. Hann mundi í hvert sinn kosta kapps um að velja þá menn, sér til samvinnu, er væru líklegir til að bæta hvor annan upp að þekkingu og hæfileikum og sem hann gæti sjálfur vel unnið saman við. Það yrði of langt mál að skýra þetta nánar í þetta sinn, enda ætti þess tæplega að vera þörf. En rétt er að minnast jafnframt á aðra leið til þess að treysta æðstu stjórnina í landinu. Sú leiðin hefir ef til vill í svip- inn meira fylgi þjóðarinnar og er hér við það átt, að auka þingvaldið, sérstaklega með því að halda þing á hverju ári. Ekki skal því neitað að ýmislegt gott gæti af því hlotist. Eu varla sýnist gerlegt að gera ráð fyrir því, þó þingum þannig væri fjölgað, að þing væri háð skemmri tíma í hveit sinn en nú er venja til. Ferðakostn- aður þingmanna er svo verulegtir NORÐURLAND- bpri Nokkur eintök af 28. bl. 10. árg. Norðurlands verða keypt háu verði á skrifstofu blaðsins, ef menn gefa sig strax fram með þau. Útsölumenn, er hafa eitthvað óselt af þessu eintaki, eru beðnir að endur- senda það með fyrstu ferð til skrif- stofunnar. hluti þingkostnaðarins, að ótækt virð- ist að stefna saman mönnum til skemmri tíma, en nú tíðkast. Væri því þing háð lsinni á hverju ári mundi þingkostnaðurinn tvöfaldast. Vonandi koma þeir tímarnir, að þjóðin sé fær um að bera þenna kostnað og vonandi verður þá fjölg- un þinganna þjóðinni til heilla, en ekki sýnist ráðlegt að bæta þeim kostnaði á hana eins og nú stendur og vel getur líka verið að þess þurfi enn að bíða um talsvert lang- an tíma. Af fjárhagslegum ástæðum sýnist þessi leiðin til þess að styrkja æðstu stjórn landsins, ekki vera fær, enda mundi fjölgun þinganna aldrei geta að fullu fylt það skarðið, sem leiðir af ónógri forstöðu málanna, eða af- stýrt hlutdrægum eða óviturlegum stjórnarráðstöfunum. En geta má þess, að væri sá tími í nánd að fjölgað yrði þingum, þá yrði jafnframt enn brýnni þörfin á fjölgun ráðherranna. En væri þjóðin þá fær um að fjölga ráðherrunum? Þeirri spurn- ingu þarf að sjálfsögðu að svara. Yrðu ráðherrarnir þrír virðist sjálf- sagt að landritaraembættið yrði lagt niður og við það spöruðust sex þúsund árlega. Hinsvegar yrði varla gert ráð fyrir því að laun yfirráð- gjafa yrðu minni en ráðherra hefir nú. Hann ætti eftir sem áður einn að sjá um risnu og þyrfti því að hafa hæfilegan bústað og nokkurt risnufé. Laun hinna ráðherranna tveggja mættu tæpast vera lægri en 8000 kr. árlega handa hvorum. Við þetta mundi þá útgjaldahliðin aukast um 10 þús. kr. á ári frá því sem nú er. En reyndar mætti koma þessu svo fyrir að útgjöldin aukist ekki urti einn eyri, en nokkurt fé sparist miklu fremur. Ráðið sýnist vera það að afnetna eftirlaun ráðherranna allra. Nú horfir svo við að þessi ráð- iierraeftirlaun verði þjóðinni þung byrði í framtíðinni og vel gæti svo farið, ef ráðherraskifti yrðu mjög tíð, að þjóðin þurfi aðborga20 —30 þúsund kr. eða jafnvel enn meira í Sérhver alþýðúmaður þarf að eiga vasakverið Y og Z. Kostar að eins 35 aura. Fast hjá öllurn bóksölurn landsins.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.