Norðurland

Ataaseq assigiiaat ilaat

Norðurland - 07.01.1911, Qupperneq 2

Norðurland - 07.01.1911, Qupperneq 2
Nl. 2 ráðherraeftirlaun. Enginn getur sagt með vissu hve mikið þetta kann að verða, jafnvel þótt ráðherrann verði aðeins einn í hvert sinn. En sé þjóðin ekki fær um að borga eftirlaun eins ráðherra í senn, er hún því síður fær um að borga eftirlaun þriggja ráðgjafa. Pað sýnist því ráðlegast að af- nema þau með öllu. Eftirlaunalaus maður, sem tæki við ráðherrastöðu, ætti að vera fær um að bjarga sér þegar hann slepti stöðunni, eins og áður, en rnaður með eftirlaunarétti gæti fengið þau eftirlaun, sem samsvaraði fyrri stöðu hans, ef hann ekki vildi taka við samskonar stöðu aftur. Auk þess ‘ sparaðist væntanleg eftirlaun landritara, sem líka mundi geta numið dálitlu fé. Væri farið eftir þessum tillögum er alls ekki að ræða uin útgjalda- auka fyrir landið, heldur miklu frem- ur um verulegan sparnað, en undar- lega mætti þá við víkja, yrði þetta ekki landinu miklu heillavænlegra og notadrýgra. X Sullaveiki í dýrum Echinococcosis. Maður talar um sollin lungu og lifur í nautgripum og kindum hér á landi og er þá aðeins meint með því sullurinn - Echinococcns veteri- noram. Nafnið sullaveiki er að því leyti til óhæft hjá dýrum að fjöldi1 annara súlla finnst þó þeir séu vanalegast miklu hættuminni; þó má til dæmis taka Coenurus cerebralis, sem lifir í heila sauðfjárins og veldur vánka og þykir enginn góður gestur. Sullaveiki kallar dr. Jónassen veiki þessa í mönnum og ylii það þá máske meiri glundroða, að finna annað nafn, jafnvel þó það væri að öðrum kosti miklu fremra. ísland hefir til skamms tíma verið álitið eitt hið argasta sullaveikisbæli um víða veröld, og er þar með meint sullaveiki í mönnum. En sullur þessi lifir eins vel í inn- ýflum dýranna og í lifrum manna og því væri ef til vill heppilegt að fara dálítið nánar út í þá sálma hér. Eg skal byrja á því, að eg hefi fundið sullinn echinococcus veteri- norum í 15 % af þeim nautgripum sem eg hefi skoðað fyrir Kjötbúðina og þar að auki í ótal kindum á sláturhúsinu. Til samanburðar mætti nefna að í Mecklenburg finnast þeir sullir í 25 — 50 °/o af slátruðum naut- gripum, en þetta svæði er álitið einna verst á öllu meginlandi Evrópu hvað þetta snertir. í 72 sláturhúsum á Þýzkalandi, sem rannsókn hefir farið fram í þessu viðvíkjandi, finnast þeir í 11 % af nautgripum, 6,5 % í kind- um. í sláturhöllinni í Berlín varslátr- að á árunum 1883-84 . . 93387 nautgripum, þar af 1164 sullaveikir, 1888 — 89 . . 141814 nautgripum, þar af 2668 sullaveikir, 1896 — 97 . . 146612 nautgripum, og fundist í 1156 af þeim sullir einungis í lifrinni. Annars finnast sullir þessir oftar Ef þú erf ekki kaupandi „Norðurlands“, þá kauptu pað petta ái. Pig mun ekki iðra að borga einar 3 kr. fyrir árganginn. 11. árgangur hefst með pessu blaði. Norðurland er: ELZTA blaðið á Akur- eyri, VÍÐLESNASTA blað- ið á Akureyri, FRÉTTAFLESTA blaðið á Akureyri, BEZTA blaðið' á Ak- ureyri. í lungum en í lifrum nautgripa eða í 69,3 % lungum en 27 % lifrum (Lichtenfelds). Sullurinn verður tíl af eggjum bandormsins — Tænia echinococcus, er því einskonar milliliður eggs og orms. Eggið kernst með saurindum hundsins út á yfirborðið. Sum loða við hár hundsins sjálfs og fá þá oft börn og unglingar sóttkveikjuna við að gæla og klappa hundinum. Aft- ur á móti komast önnur egg í drykkj- arvatn dýra og fóður. Eggin berast þannig inn í manninn. Saltsýran í maganum uppleysir eggjaskurnin „Embryomið" kemst svo inn í þarm- slímhimnu og þaðan með blóðbraut- unum til lifrar og svo áfram til hjarta, lungna og nýrna o. s. frv. Tænia echinococcuserminstiband- ormur hundsins, aðeins 2 — 5 m. m. að lengd, hann er hauslítill rneð krókum og sogskálum; 3 — 4 liðir fylgja á eftir. Pessi ormur finst oft í þúsundatölu í smáþörmum hunds- ins og veldur þá kvölum, sem leið- ir stundum til æðis. Aftur á móti getur sullurinn orðið feiknastór alt að barnshöfuð stærð, en þó mjög mismunandi. Kallast hann annaðhvort echinococcus polymorp- hus eða c. multilocularis alt eftir út- liti sínu, sem getur orðið misnrun- andi ef vandlega að er gáð, en inn á nánari byggingu hans ætla eg ekki að komast, það yrði hér of langt mál. Sullurinn er blaðra, í henni er eggjahvítulaus vökvi. Sullurinn er oft í nautgripum, svín- um, kindum, stöku sinnum í hestum, geitum, úlföldum og viltum jórtur- dýrum o. fl. Hundurinn getur jafn- vel fengið sullinn þannig, að hann smittar sjálfan sig með sínum eigin bandormseggjum; sullurinn tekur þá oftast bústað í heila hundsins. Loks finst hann í mönnum og veröur hann oft feiknastór í liírinni. Hér á landi hafa varúðarreglur verið settar til að sporna við sýki þessari með tilliti til manna, nefni- lega hundahreinsunarlögin, sem hafa verið í gilái nú urn mörg ár og lítur út fyrir að hafi haft mikla þýðingu. Eftir sögn lækna er sullaveikin í mönnum miklu sjaldnari nú enn fyr. Getur líka verið að mönnum hafi skilist hvar hættan var og gert meira sjálfir en ella til þess að varast hana, kannske að þessi meðvitund liafi haft eins mikið að segja og hundahreins- unarlögin, en þau hreinsunarlög ættu þá að koma plöntuætunr okkar að liði. Petta hefir ef til vill orðið, en mér þykir nokkuð mikið af sullum þessum í nautgripum okkar og sauð- fé og verð eg aðallega að skella skuldinni á hundahreinsunarmennina. Ef hundahreinsunarlögununr væri framfylgt til hlítar, ætti engin skepna að hafa sullinn eftir nokkur ár frá því að lögin gengu í gildi. Þess ber að' gæta, að töluvcrðir annmarkar eru á hundahreinsunar- meðulunum, t. d. það að hundurinn vill oftast (kasta upp) æla skamtinum nema hann sé á róli fyrsta 1/2 klukku- tímann á eftir. Skamtinn verður að gefa á fastandi maga til þess að hann verki betur, og í þriðja lagi verður saurinn, sem af hundinum gengur, aö brennast og sá blettur sem hann lá á, að sótthreinsast gaumgæfilega. Sulli þessa, sem finnast í innyfl- um dýra ætti að brenna, annars hríf- ur það ekki, og svo framarlega sem það ekki er gert, verða hundarnir okkar aldrei bandormalausir. Akureyri 5ii 1911. Sig. Einarsson. X Silfurbergsnámurnar. Heimastjórnarblöðin syðra hafa far- ið með látlaus ósannindi undanfarjð um leiguna á silfurbergsnámunum í Helgustaðafjalli, einkum þó Lögrétta, sem hvað eftir annað hefir dróttað því að Sveini Björnssyni yfirdómslögmanni, að hann hafi fengið föður sinn til þess að selja sér námuna á leigu og haft með þvf fé af landssjóði. — Hinsvegar hefir Sv. B. margsinnis lýst yfir því, að hann væri ekki í félagi um þessa námu og rak þau ósannindi nýlega mjög greinilega ofan í blaðið, sem engu gat svarað nema tómum þvætt- ingi. Heimastjórnarblöðin hér nyrðra hafa verið að reyna til — af veikum mætti — að halda líftórunni ( þessum ósannind- um og meðfram af því þykir rétt að prenta hér upp grein eftir ísafold, er skýrir ítarlega frá málavöxtum, og er þar auðsjáanlega rétt frá skýrt, þar sem upplýsingarnar eru beint frá stjórn- arráðinu. Greinin hljóðar svo: Lögrétta hefir hafið mjög svo rang- láta atreið að stjórninni fyrir ráðstaf- anir hennar á silfurbergsnámunum í Helgustaðafjalli. Fyrir þær ráðstafanir á stjórnin mestu þakkir skildar af öllum landsmönnum svo sem nú skal sýnt fram á. Þessar námur hefir stórkaupm. Thor E. Tulinius og á undan honum faðir hans haft á leigu mörg ár gegn 50% greiðslu af bruttó-arði til landssjóðs. Síðasta áratuginn hefir landssjóður fengið í sinn hlut að meðaltali nál. 2000 kr. á ári — þar áður minna. Leigusamningurinn var útrunninn í í vor. Námurnar voru því boðnar út. Guðm. Jakobsson gerði þá tilboð í þær, betri fyrir landssjóð en Túlinius, sem sé 55 °/o af brúttó-arði f stað 50%, sem Túlinius bauð. Landsstjórnin, sem á fyrst og fremst að bera hag landsins íyrir brjósti, leigði Guðmundi námurnur af því hann var hæstbjóðandi. Þá rauk Lögrétta upp á stjórnina með rogbullandi skömmum fyrir það. En hefði landsstjórin ekki skeytt hœrra tilboðinu, heldur tekið lcegra til- boðinu frá Táliniusi stórkaupmanni, þá má svo sem nærri geta hvernig sungið hefði í tálknunum þeim: »Af því að Túliníus á í hlut — er stjórn- in svo fífldjörf að leyfa sér að leigja honum námuna — og skeytir ekkert hœrri tilboðum*! — Ætli hljóðið hefði ekki orðið eitthvað á þessa leið — auðvitað að viðbættum kaupbteti af ill- yrðum. Ef stjórnin hefði ekki skeytt hærra tilboðinu var og auðvitað ástæða til að ámæla henni fyrir það. Guðm. Jakobsson rak svo námuna af miklum dugnaði í sumar, jók mark- aðinn erlendis stórkostlega, auðvitað með mikilli fyrirhöfn og tilkostnaði. Á þessu V2 ári, sem G. J. hefir haft námuna, hefir salan á silfurbergi aukist svo afarmikið að landssjóður hefir f sinn hlut þetta V2 ár 12000 kr., í stað um 2000 áður fyrir heilt ár. Og fyrir þetta skammar Lögrétta stjórnina. Pað þykir blaðinu ófyrir- gefanleg ósvinna, að Iandsstjórnin ráð- i stafar þessum námum svo, að á fyrsta V2 árinu græðir landssjóður 10.000 kr. á þeirri ráðstöfun. Það er svo sem þjóðheillin{I), sem blaðið hefir fyrir augum. Þegar á leið sumarið komst Guðm. Jakobsson að þeirri niðurstöðu, að með þvf að leggja meira fé f að vinna námuna mundi vera hægt að hafa enn meira upp úr henni en til þess brast hann bolmagn. Það var ástæðan til þess, að hann sneri sér til frakkneskra eignamanna og bauð þeim leigurétt- indin á Helgustaðanámunum — og Akranámuna á Mýrum til eignar. Hvað Guðm. og félagar hans hafa fengið greitt fyrir þetta hvorttveggja — skulum vér ekki um segja. Lögr. nefnir allmikla fjárhæð — en í þeirri fjárhæð er einnig falinn eignarréttur yfir Akranámunni. Og þótt Guðm. hafi fengið vel borguð réttindin — er ekkert við því að segja. Það er hans eigin dugnaði og hagsýni að þakka. Þegar leigjendur fóru fram á að fá samþykki landsstjórnarinnar til þess að selja réttindin í hendur öðrum, sem líklegir voru til þess að afla landssjóði enn meiri teknu af námunum, var sjálf- sagt að leyfa það — með þeim skil- mála, að landsstjórnin hefði hönd í bagga með um rekstur námunnar. Þetta hefir verið gert. Frakkar þeir, er fengið hafa leigu- réttindin, eru bundnir samningi við landsstjórnina, er veitir henni heimild til að taka í taumana hvenær sem er,

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.