Norðurland - 07.01.1911, Síða 3
og hafa stöðugt eftirlit með rekstrin
um.
Það er séð um, að engin einokun
geti orðið á silfurbergssölunni. Það er
séð um, að hæstbjóðendur fái jafnan
keypt silfurbergið, svo að landssjóður
græði sem rnest o. s. frv.
Leigjendurnir frakknesku eru skyld-
ir til að hafa umboðsmann hér heima,
sem landsstjórnin getur átt aðgang að.
Öll þrætumál verða átkljáð hér —
eftir vorum eigin lögum.
Yfirleitt svo tryggilega um búið að
öllu leyti, sem framast má verða.
* *
*
Svona horfir þetta mál við, og hefir
ísafold fengið upplýsingar um það hjá
stjórnarráðinu.
10.000 kr. íekjuauki fyrir lanclsyóð
þetta V2 ár o'g vœntanlega meiri tekju-
auki framvegis.
Petta verk er það, sem Lögrétta
fær ekki nógsamlega lastað — fyrir
ráðstöfunina ræðst hún á stjórnina, með
æstum ónotum og illyrðum.
%
Frá Vilhjálmi Stefánssyni.
Fyrir rúmum tveim árum lagði landi
vor Vilhjálmur Stefánsson í rannsúkn-
arför norður um Eskimóabygðir í Canada
og hafa litlar fregnir borist af þeim
leiðangri þar til 8. þ. m. Þá barst
bréf lrá honum til R. W. Borck, form.
landrannsókna í Ottawa, og var það
dagsett 26. apríl í vor. Segir þar að
Vilhjálmur og félagi hans Anderson,
og fimm Eskimóar hafi síðast liðinn
vetur hafst við á Lyonshöfða, sem er
einhver nyrsti staður á meginlandi
Canada, og þaðan varð Eskimói að
bera bréf hans um mörg hundruð mílur
til einhvers bæjar, austarlega í Alaska.
Þeir komust oft í hann krappan síðastl.
vetur, höfðu stundum ekkert að éta
nema húðir af dýrum, lifðu á þeim
samfleytt í þrjár vikur, en á meðan
átu Eskimóar hami þá og dýr, sem
þeir höfðu safnað og ætlað náttúru-
söfnum. Anderson og tveir Eskimóar
höfðu verið veikir og IO hundar höfðu
drepist úr harðrétti.
Þegar bréfið var ritað, ætluðu þeir
austur að Coronation flóa, um 200 míl-
ur austur af Lyonshöfða. Þeir höfðu
nógar vistir og gátu veitt sér til mat-
ar að vild, en skorti hunda. Þeir ætla
að hafast við f vetur nálægt Corona-
tionflóa, en ráðgera að halda heimleið-
is að sumri og verða komnir hingað
næsta haust.
(Eftir Lögbergi.)
X
Fázætt 25 ára afitiœli
gat etatsráð J. V. Havsteen haldið
á þessum vetri, að því er sagt er hér
í bænum. — I fyrravetur kærði hann
útsvar sitt hér í bænum í 24. skifti
í röð og stóð því til að þetta yrði
afmálisárið og hetði orðið fágæt hátíð
bæði fyrir etatsráðið og bæjarfélagið.
Hið alkunna lítillæti etatsráðsins
varð þó þess valdandi, að ekki varð
af afmæhshátfðinni. Etatsráðið lét í
þetta skifti hjá líða að kæra útsvar
sitt. *
Tífiarfar.
Snjó hefir mikið leyst af jörðu þessa
viku hér um slóðir, en veðrátta verið
óvenjulega rosasöm, hlákuvindar og
frostvindar á víxl.
3
Nl.
t
Merkisbóndi látinn.
Eiríkur Björnsson
á Karlsskála.
Hinn 23. f. m. andaðist merkisbónd-
inn Eiríkur Björnsson á Karlsskála f
Reyðarfirði; mun hafa verið fullra 80
ára.
Var í röð allra fremstu bænda á
Austurlandi. Var Karlsskáli lftið kot
er hann tók við þeirri jörð og gaf tún-
ið af sér rúmt kýrfóður. Nú er töðu-
fall þar mikið á 4. hundrað heata að
sögn. Eftir því var annar búskapur
hans og eru mikil mannvirki á jörð-
inni.
Hann átti 3 syni og 5 dætur. Tveir
af sonum hans, Björn og Guðni, búa
á Karlsskála eftir hann, en þriðji bróð-
irinn er Helgi Eiríksson bakari hér í
bænum.
Dætur hans 3 eru giftar syðra og
eru þær konur Jóns Olafssonar rit-
stjóra, síra Ólafs Stephensen frá Lága-
felli og Benedikts kaupmanns Þórar-
inssonar. Tvær dætur hans eru í Fær-
eyjum, önnur ekkja í Þórshöfn, en hin
gift merkismanninum Jóh. Paturson, for-
ingja sjálfstæðismanna í Færeyjum.
X
Konungkjörnir á næsta þingi.
»Ingólfur« átti að leggja af stað
frá Reykjavík í gær og var Nl. sím-
að nú í vikunni að ráðherra Björn Jóns-
son tæki sér far með því skipi til
Reykjavíkur.
Ekkert fréttist umþað að nýir konung-
kjörnir þingmenn hafi verið skipaðir
fyrir þetta þing, hvort sem því er
um að kenna að Björn Jónsson telji
gömlu þinginennina eiga rétt til þing-
setu á þessu þingi, eða konungur hefir
neitað að kveðja nýja konungkjörna
menn fyrir þingið.
Má því ganga að því vísu að minni-
hluta þingmennirnir skipi sex sæti
konungkjörinna manna á þinginu.
Það á ekki úr að aka að konung-
kjörnu þingmennirnir séu minnihluta-
menn, ætla að verða það fram í það
síðasta.
X
Minnisvaröi
Jóns Sigurðssonar'forseta.
Símfrétt til Norðurlands skýrir frá
því að nú er loks fullskipuð nefnd'sú
í Reykjavík, er hafa skal forstöðu
fyrir samskotum til minnisvarða Jóns
Sigurðssonar. Hefir nú verið bætt úr
þvi sem miður fór við kosningu al-
þingismannanna um daginn og er það
að þakka viturlegri milligöngu Þórhalls
biskups Bjarnarsonar.
Nefndarmenn, eru ails 18, þeir 4
heimástjórnarmenn, er kosnir voru af
þingmönnunum og 4 sjálfstæðismenn,
Bjarni Jónsson frá Vogi, Björn Krist-
jánsson bankastjóri, Ari Jónsson al-
þingismaður og Ólafur Ólafsson frí-
kirkjuprestur. Þá eru enn í nefndinni
allir 3 forsetar þingsins og að auki
formenn helztu félaga í Reykjavík,
X
Bajarstiórnarkosninsr á Seyðisfirði
nýlega afstaðin. Kosnir voru St. Th.
Jónsson konsúll og kaupmaður og Jón
Jónsson í Firði. fsímfrétt)
Hafnarmál Reykjavíkur.
Bæjarstjórn Reykjvíkur hefir enn tek-
ið það mál á dagskrá sína og vill fara
að gera alvöru úr því að korna upp
höfn fyrir höfuðstaðinn. Er ráðgert að
þetta kosti 1,600,000 kr. Af því vill
bæjarstjórn leggja til helminginn, en
ráðgert að biðja þingið um hinn helm-
inginn. Það munar ekki um smáskild-
ingana.
Frétt þessi er eftir símfrétt og því
fljótt yfir |sögu farið. — Geta má þess
til samanburðar að Akureyrarbær hefir
bygt bryggjur fyrir 150 þúsund kr.
Af því lagði landið til 15 þúsund kr.
eða 10% af kostnaði.
Reykvíkingar eru 6 sinnum fleiri en
Akureyrarbúar. Yrði 800,000 kr. til-
lag frá þeim álfka hár nefskattur eins
og bryggjukostnaðurinn á Akureyri er
hér.
En margs er hér fleira að gæta,
sem of langt mál yrði f þetta sinn.
X
Fundir í Þingeyjarsýslu.
Þingmálafundur verður á Breiðumýri
23. þ. m. Upp úr honum hefst kaup-
félagsfundur Þingeyinga 24. þ. m.
Sýslufundur heíst á Húsavík 26. þ. m.
Sundblkar Qrettis-félagsins.
Þreytt var sund um bikarinn í Reykja-
vík á nýársdag síðastliðinn og vann
Stefán Ólafsson hann í annuð sinn.
(Sfmfrétt).
Fjalla-Eyvindur.
Svo heitir leikrit sem Jóhann skáld
Sigurjónsson hefir samið nýlega. Sagt
að Þjóðleikhúsið í Kaupmannahöfn ætli
að sýna leikinn.
Útför Jóns Chr. Stephánssonar
var mjög fjölmenn, eins og vænta
mátti. Templarar gengu í kirku í skrúð-
göngu, með einkennum og fána og
fylgdu li’ki hans til grafar. Til kirkju
báru templarar kistuna, borgarar út
út kirkjunni, en iðnaðarmenn bá-u hana
upp í kirkjugarðinn. Síra Matthías flutti
húskveðjuna, en prófastur talaði í
kirkjunni.
MaOur hengdi sig.
Jóhann Magnússon, póstur á Snæ-
fellsnesi hengdi sig 2. þ. m. á heim-
ili sínu Hofstöðum. Orsakir ókunnar.
Lfklega að ræða um skyndilega vit-1
firring.
Sameinaða eimskipafélasrið.
Ferðir þess eru á ferðaáætlun tald-
ar 26 þ. á. Flestar eru þær til Reykja-
víkur, en hringferðir -miklu færri. Til
Akureyrar eiga skip félagsins að koma
9 sinnum austan um land, en 4 sinn-
um vestan um land.
Árið sem leið
var að mörgu leiti farsældarár fyrir
landið. Aflabrögð með bezta móti, og
heyafii í góðu meðallagi og verzlun
fremur hagstæð. Fjárhagur landsmanna
hefir efiaust farið fremur batnandi en
versnandi. Margir hafa afborgað af
skuldum sínum, súpunni frá fyrri ár-
um, þegar flestir þóttust vera að græða,
en voru reyndar flestir að tapa, ýmist
fyrir ógætilegar fjárráðstafanir sjálfra
þeirra, eða með því að ganga í ábyrgð-
ir fyrir ósjálfbjarga menn. Það lætur
minna yfir sér árið þetta en mörg
undanfarin, en mun þó verða giftu-
drýgra.
Steinbach
tannlœkni
er að hitta á Akureyri í janúar og
fram í miðjan febrúarmánuð.
Elsass-Lothringen.
Sjálfstæðisbarátta landsmanna.
Mikil breýting hefir orðið þar í landi
síðan um 1870, er Þjóðverjar tóku
landið at Frökkum. Frakkar eru víst
sjálfir vonlausir, eða harla vonlitlir,
um að ná landinu aftur úr höndum
þjóðverjanna og íbúarnir virðast smátt
og smátt sætta sig við það að verða
þýzkir borgarar, en eiga hinsvegar í
Iátlausri og harðri baráttn við þýzku
stjórnina um stjórnarfarið í landinu og
frakkneska tungu, sem stjórnin reynir
að útrýma eftir því sem hún sér sér
frekast fært.
Ymsar breytingar hafa orðið á stjórn-
arfarinu á þessum árum. Fram að ár-
inu 1879 var landinu stjórnað frá
Berlír.arborg, af ríkiskanzlara og keis-
ara, en þá var stjórnin að nafninu til
flutt inn í Iandið, til Strassborgar.
Var þar skjpaður landsstjóri, sem fer
með valdið í nafni keisarans.
Hinsvegar er krafa landsins sú, að
Elsass-Lothringen verði viðurkent
sjálfstætt fullvalda ríki í sambandi
við þýzka rfkið. Um þetta er deilan,
og þó enn sé þessum kröfum tekið
fjarri af Þjóðverjum, er þó einna lík-
legast að landsmenn hafi sitt mál fram
að lokum og engin merki eru til þess
að þjóðin þreytist í þ'essari baráttu.
Er þetta allmerkilegt og eftirtekta-
vert fyrir oss íslendinga, að vita sem
gerzt hvernig sjalfstæðisbaráttan gengur
í öðrum löndum, þar sem lítilmagnar
eiga í höggi við voldugri þjóðir.
X
Trúlofanir.
Nýtrúlofuð eru hér í bænum:
Fröken Gunnhildur Christensen og
Balduin Ryel verzlunarstjóri.
Fröken Margrét Sigurjónsdóttir og
I.árus Rist leikfimiskennari.
Messufall
verður hér í kirkjunni á morgun.
Veðursímskeyti til JSls-
frá ii. des. 1910 til 7. jan. 1911.
Ak. Gr. Sf. Bl. ís. Rv. Þh.
s. °-5 - 2.0 1-3 - 4-5 - 5-2 - o-5 6.3
M. 1.2 1.0 1.0 1.8 4.0 4-5 77
Þ. 2-5 1.2 2.4 °-3 3-6 4-5 7.6
M. 3-4 ‘•5 3-3 0.2 2.1 3° 7->
F. 0.8 o-5 1.6 0.9 1.6 2.6 6.8
F. - 1.0 1.0 2.4 1.8 o-5 0.0 6.3
L.' - 2.4 - 6.5 1.0 - 3-2 - 3-o 0.0 4-3
S. - 9.0 -12.0 - 2.6 - 4-2 - °-5 0.7 2.0
M. 0.6 - 5*4 3-0 0.0 - 0.2 0.1 5'°
Þ. 0.8 - 3-4 - 0.2 2-5 0.9 3-2 6.1
M. - °-5 - ’-5 4.2 0.8 - 3-5 1.6 6-5
F. - 4-5 - 9.0 - 2.2 - 3-5 - 4.0 - 2.7 2.0
F. 2-5 0.0 5-3 i-9 - °-5 1.0 7.1
L. - 4.6 - 7-0 - 4.2 - 5-o - 4-3 - '-3 2.0
S. - 3-5 - 8.0 - 4-7 - 3-4 - 6.4 - 17 i.s
M. -12.2 -I I.I - 6.5 -u.7 - 8.3 - 2.8 - i-9
Þ. - 9.0 -13.0 - 4-4 - 8-3 - 5-5 - 4.8 - 0.4
M. 0.0 - 2.0 3-1 0.0 - 5-i - 0.8 2.1
F. - 7-° - 9.0 - 3-9 - 6.5 - 5-7 - 57 1.6
F. 1.8 - 4.0 - 2.1 0.6 0.0 1.8 o-3
L. - 4-5 - 8.0 - 0.2 - 5-o - 5-8 - 2.5 3-5
S. - 9.0 - 8.0 - 5-i - 9-4 - 5-6 - 3-5 o-5
M. 5-o i-5 - i-3 4.0 7.8 4-5 - 3-5
Þ. >■5 - 2.0 5-7 0.8 o-5 1-3 4.6
M. 3-o - °-5 0.9 2-5 3-6 3° 5-i
F. - 1.0 - 4.0 i-7 - 1-5 - 17 0.0 5-i
F. 3.3 - i-5 5-o - 2.5 - 8.0 - 2.7 4.2
L. 0.0 - 3.5 - 1.6 1.0 - 17 0.0 4.2
Kl. ( r.h.) 7 — 7 - 6 — 7 — 7 — 7 -6.
X