Norðurland


Norðurland - 11.10.1915, Side 4

Norðurland - 11.10.1915, Side 4
,Syltetöj’ nýkomið í verzlun Sig. Sigurðssonar. W esíminsf er-Cigareff er ættu allir tóbaksneytendur að reyna. Fást að eins í verzlun Sig. Si’gm ðssonai. Stórt úrval af alskonar lömpum nýkomið í Capl Jíöep/ners vetslun. Matreiðslubók. eftir Jóninnu Sigurðardóttur, með heilsufræðislegum inngangi eftir Stein- grím lækni Mattbfasson. Það hefir lengi verið vöntun á góðri íslenzkri matreiðslubók. Kvenna- fræðari frú Elfnar Briem var góður, það sem hann náði, en það var iangt frá því, að hann væri fullnægjandi sem matreiðsluþók. Til þessa hafa allar húsmæður þurft að sækja fróð- leik í útlendar matreiðslubækur í hvert skifti sem þær hafa viljað hafa nokkra verulega tilbreytni í mat, eins og á hátfðum eða í veizlum. En marg- ar konur munu þá hafa rekið sig á töluverða örðugleika við að skilja þær bækur til hlýtar, en öllum al- menningi hafa þær verið lokaðar og annar fróðleikur í þessum efnuro ekki flutzt út um sveitirnar nema annað- hvort á skotspónum eða með stúlk- um er sótt hafa námsskeið f matar- tilbúningi. En til þeirra hefir aðeins verið stofnað með höppum og glöpp- um. Schrader gamli sá rétt í því sem mörgu öðru, að fátt væri íslenzkum konum jafn nauðsynlegt og að læra matreiðslu, og skóli sá, sem hann f fyrra lét halda á sinn kostnað og ókeypis í »Caroline Restc, var hinn allra þarfasti, eins og allar þær stúlk- ur munu hafa sannfærst um, er hann sóttu. Og vel sé gamla manninum fyrir það, að hann hefir styrkt út- gáfu þessarar bókar, eins og getið er um f formálanum, því bókin mun reynast að vera hin þarfasta. Eg er ekki fær um að gagnrýna samsetningu allra þeirra rétta, sem bókin fræðir um, en eg ætla mrr að láta konu mfna matreiða megnio al þeim smátt og smátt og mun þá gagnrýna þá eftir mfnum smekk. En af því eg þekki ungfrú Jóninnu Sig- urðardÓttur að þvf, að kunna að búa til góðan mat (og það veit eg að margir sjúklingar, sem legið hafa á Akureyrarspftala, eru mér samdóma um), þá treysti eg því að matarupp- skriftir hennar séu réttar og smekk- lega valdar. En það er nú fleira en mafar- uppskriftir í bók þessari. í henni er feikna mikill og gagnlegur fróð- Ieikur fyrir hvern sem vill gefa því gaum og eigum við það Steingrími lækni að þakka, sem hefir veitt bókarhöfundinum góða aðstoð. Við alla helztu réttina er tilgreint hve margar hitaeiningar eða næringargildi felist í þeim, og jafnhliða því sett verðið á öllum hlutum (eins og það var á undan stríðinu). Það er því hægt að sjá bæði hve nærandi hver réttur sé og hve ódýr hann sé eftir gæðum. Skal eg nú nefna nokkra hluti t. d. sem mér þótti gaman að fræðast um. Venjulegur skamtur handa einum manni af hrísgrjónagraut inniheldur 373 hitaeiningar og kostar 7 aura. Rabarbaragrautur inniheldur 443 hita- einingar og kostar 12 aúra. Bláberja- súpa með tvíbökum gefur 459 hita- einingar fyrir 12 aura, en brauðsúpa með öli 616 hitaeiningar fyrir 11 aura. Skamtur af steiktri síld gefur 584 hitaeiningar fyrir 6 aura; en af steyktu kjöti fást aðeins 429 hita- einingar og kosta 20 aura. Jafnframt þessu ber að minnast þess að full- orðinn maður þarf um 1000 hitaein- ingar til miðdegisverðar. Fyrir 10 aura má kaupa blóðmör sem gefur 633 hitaeiningar, en fyrir sömu aura mundi fást kindakjöt sem aðeins gæfi rúml. 300 hitaeiningar; fyrir 10 aura fæst þorskur er gæfi 500 hitaeining- ar; en fyrir sama verð fengist síld er gæfi um 1000 hitaeiðingar. A kessum tfmum er mikið talað um að læra að strita með viti. Það er engu síður æskilegt að geta lært að eía með viti, og það er nú einmitt það, sem ungfrú Jóninna og Stein- grímur læknir vilja kenna fólki f þessari bók. í dýrtíðinni, sem nú stendur yfir, þegar kjöt og fiskur haía hækkað mjög f verði, er gagnlegt að heyra um tilbúning ýmsra saðsamra rétta, sem eru nægilega undirstöðu- góðir, þrátt fyrir það, þó til þeirra þurfi hvorKi fiskjar né kjöts, en af þessháttar réttum er fjöldi í bókinni og vil eg nefna, til dæmis, kartöflu- snúða, gulrófubuff, kartöflukássu, eggja- kökur með gulrófum, selieribuff, linsu- steik o. fl. í hinum heilsufræðislega inngangi eftír Steingrím lækni kennir margra grasa og hefðu allir gott af að lesa, en ekki síst húsmæður og vinnukon- ur. VÍl eg því til smekks setja hér að endingu ofurlítinn kafla viðvíkjandi þrifnaði f eldhúsi. Lækninum farast þannig orð: »— — Það er þvf miður algengt að eitt af aðaleinkennum eldastúlk- unnar er óhreinar hendur og kol- krímótt andlit. Satt er það, þær verða að standa í mörgu, hella úr koppum og kyrnum, þvo gólfin, sækja kol, mó og tað, fást við sótuga potta og fleira; en engu að síður er þessi ó- þrifnaður óhafandi. — — Það er hryggiíegt að sjá stúlkur smyrja brauð með sótugum og skftugum höndum, eða sjá þær handleika mjólkurflát eptir að þær hafa helt úr næturgagn- inu með sömu hendinni — —«. Enn er eitt gott, sem þessi mat- reiðslubók leggur húsmæðrum á hjarta, og það er að eiga góða og áreiðanlega vog, til að vigta með alt er til matarins þarf. Hver matreiðslu- kona á að gera sér Ijóst hve mikið þarf af hverju og hve mikið alt kost- ar. Hve margar konur skyldu í raun- inni gæta að því, hvað maturinn kostar sem þær eru að fara með ? Hvað kostar hver diskur af hafragraut, hrisgrjónagraut, baunum o. s. frv. Hve mikið kostar eldsneytið á dag sem þær nota í eldavélina. Þessa og þvílíka hluti þarf hver húsmóðir að athuga vel, til þess að geta farið sparlega með efni mannsins og vita hvað mikið þarf til lífsins viðurhalds án þess að vera að slumpa til. Um þetta mikilsvarðandi efni kemur mat- reiðslubókin lesendum sínum til að hugsa. Það þarf ekki fleiri blöðum um það að fletta, að roatreiðslubókin nýja er hin þarfasta bók og ætti að vera til á hverju einasta íslenzku heimili. Bókin er snotur, vel prentuð, 272 blaðsíður að stærð; málið á henni lipurt og furðanlega laust við dönsku- slettur. Gamall hásráðandi. 1 J. V. Havsteens verzlun kaupir nýtt skilvindusmjör á kr. 1.70 kg. Ný hœnuegír, hænsnaungra og endur með háu verði. Þeir sem eru þjáðir af gigt- veiki eða öðrum veikleika sem nuddlækningar eiga við, ættu að koma til mín þá vetrar að, því sumar- tíminn er of dýr að missa frá verk- um. Akureyri 9. okt. 1915. Soffia Sigurjónsdóttir. væru fundnar. Honum fórust þann- ig orð: „Öldungis eins og læknisfræð- in getur með tilraunum fundið að- ferðir til að lækna sjúkdómana, þeg- ár orsök þeirra er fundin, eins mun sagan og siðafræðin geta fundið ráð við andlegum þjóðameinum. Vér megum ekki lengur standa sem at- huguiir áliorfendur góðs og ílls, án þess að hafast að. Vér verðum að leitá að orsökum hlutanna, efla hið góða og útrýma hinu illa." Vísindin verða að finna aðalor- sakirnar, sem liggja til hnignunar- merkja þjóðanna, til þess að geta fundið ráð til að koma í veg fyrir, að eins fari nú fyrir menningarþjóð- unum og sagan sýnir að áður hafi farið fyrir ýmsum þjóðum, sem komnar voru á hátt menningarstig. Það er sennilegt að barátta vísind- anna geti orðið sigursæl, ef þau snúa sér að málinu með einbeitt- um dugnaði. Vísindin munu geta hvatt sér til styrktar milljónaher af mönnum í öllum löndum, „sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu," þ. e. sem vilja gjarnan koma rétt- látara skipulagi á í mannfélaginu. Og ekki er ósennilegt að vísindin muni geta notið stuðnings af trúar- vakningu, sem hnignun þjóðlífsins blæs vind í seglin. Það sem frá alda öðli hefir eflt og stutt hin háleitu fornu trúar- brögð og útbreiðsiu þeirra, eru dag- legar opinberanir lífsviðburðanna miklu fremur en helgisagnir og erfðakenningar, sem [eiga við lítið að styðjast. í daglega lífinu hafa mennirnir stöðugt haft fyrir augum hvað það er, sem öðru fremur ger- ir lífið ljettbært og ánægjulegt, eins og t. d. það að hjálpa náunganum og hugsa um hann litlu síður en sjálfan sig. Þannig mætti upptelja flestöll boðorð í siðalærdómum hinna helztu trúarbragða. — Þau byggjast í rauninni á reynzlu dag- lega lífsins um það sem miðar til velferðar bæði einstakra manna og þjóðinni í heild sinni. Flestir nátt- úrufræðingar eru farnir að hallast að þeirri skoðun, að samúðin og samhjálpin sé miklu öflugri þættir í framþróun dýraflokkanna en hin blóðuga barátta fyrir tilverunni, sem áður var svo mikið um talað. Og eins eru nú þjóðmenningarfræðing- ar farnir að sjá, að þjóðunum vegn- ar bezt með sátt og samlyndi og að þjóðalíkamarnir þróast bezt við friðsamlega samvinnu. Á síðasta mannsaldri hefir sam- vinna með þjóðunum stöðugt farið vaxandi. Þarf ekki annað en að nefna póstmál, símamál, járnbrautir, heilbrigðismál 0. fl. o. fl. — Stríðið sem núna geysar hefir um tíma sett afturkipp í alt samkomulag. Það er eins og voðasjúkdómur sem virðist þurfa að rasa út til þess að minsta kosti í bráðina að hreinsa til í heiminum og vekja til alvarlegrar umhugsunar um ástandið, svo að hægt verði enn að finna upp ráð öflugri en áður þektust til að bæta kjör mannanna, og aftra hnignun þjóðanna. S. M. 'i

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.