Norðurland - 20.03.1918, Blaðsíða 2
NI.
29
Aukaþingið.
I þeim þingræðislöndum er búa
undir nokkurn vegin ósþiltu stjórn-
arfari er það talinn haþþasæll at-
burður er þingið kemur saman,
hvort heldur er til reglulegs funda-
halds eða aukafunda. Pað þykir
trygging fyrir því, meðal annars,
að rfcð völdin sé farið yfir þeirri
þjóð er í hlut á, samkvæmt viður-
kendum þjóð- og þingræðisreglum
og í fullu samræmi við þær í hví-
vetna.
Þegar fregnin barst út um land,
um það að Alþingi væri kvatt sam
an til aukafundar, 10. apríl næstk.
var sfður en svo, að menn fögn-
uðu því. Fréttinni var alment tek-
ið með miklum fáleik og nístandi
ískulda, eins og nálega hverri
einni einustu ráðstöfun núverandi
stjórnar. Mönnum hraus hugur við
því, að þetta þing, eins og meiri
hluti þess er skiþaður, ætti að fara
að koma saman til þess að gera
nýjar ráðstafanir fyrir þjóðina, á
þeim hörmunga- og þrautatímum
sem nú eru og vantraustið á þeim
hluta þingsins og vonleysið um að
það mundi vinna nokkuð til gagns,
lýsti sér, að heita mátti, á andliti
hvers einasta manns sem um það
talaði.
Og er það ekki von? Oetur þjóð-
in vænst annars en nýrra afglaþa,
nýrra slysa í löggjöfinni, af þing-
inu — meiri hlutanum sem nú á
að koma saman, þegar litið er til
þess sem Iiggur eftir þessa lög-
gjafa — meiri hluta þingsins —
á aukaþinginu 1916/n og þinginu
1917?
Hvers er að vænta af samkundu
sem svfvirðir réttarmeðvitund þjóð-
arinnar, eins og aukaþingið gerði,
er það úrskurðaði að lögbrot álög-
brot ofan (er það sjálft viðurkendi)
ætti að skoða þýðingarlaus í mál-
inu sem um var að ræða og dæmdi
svo ávöxtinn af lögbrotunum vera
löglega athöfn?
Hvers er að vænta af þeirri sam-
kundu, sem ganar áfram athugunar-
laust og fyrirhyggjulaust, eins og
þingið 1917 gerði í fánamálinu?
Þingi, sem felur æðsta fulltriia sín-
um, að bera fram fyrir augu al-
heimsins annað eins mál eins og
fánamálið er, án þess að það hafi
nokkurn minsta snefil af fyrirhyggju
um, hvað ætti að taka til bragðs, ef
snurða hlypi á þráðinn, svo að full-
trúi þjóðarinnar og það sjálft, þing-
ið, sem sendi hann, yrði ekki að
alþjóða athlægi fyrir barnaskap eða
forsjárlaust frumhlaup?
Hvers má vænta af svo óþrosk-
uðum óvitum á þjóðmálavísu, sem
þeim, er gáfu sér þjóðhagfræðis-
vitnisburðinn með hinum almennu
dýrtíðar-»hjálpar«-Iögum, er ungað
var út á síðasta þingi? Mönnum,
sem stöðugt ávísa á landssjóðinn, en
virðast sneyddir öllu viti eða um-
hugsun um að afla honum tekna og
eru því búnir að þurausa hann áð-
ur en varir og áður en þeir vita
sjálfir af?
Og hvers má, að lokum, vænta
af þeim fulltrúum, sem hverfa heim
af Alþingi, heim til kjósenda og
skilja við stjórnartaumana í höndum
þeirrar stjórnar, sem þá hafði þá og
hefir enn?
Svo mætti lengi spyrja. Manni
koma ósjálfrátt í hug orð skáldsins:
•endalaust sígur á ógæfuhlið
og undir í djúpinu logar."
Hver um annan þveran spyr: Til
hvers er Alþingi nú kvatt saman til
þessa aukafundar? — ? En það er
steinhljóð. Enginn svarar. Sjálfar
þingmannanefnurnar sumar, sem
spuröar eru, vita ekki e.nu sinni
neitt „í sinn haus* um það, gegna
bara kallinu og halda ,,til þings"
hugsunarlaust og skilningslaust, á
því, hvað fram fer, eins og jórtr-
andi geldingar, sem reknir eru til
slátrunar af Iötum fjárhirði. — —
Stjórnin lætur ekkert uppi opin-
berlega um það, hver viðfangsefni
aukaþingsins eigi að verða frá henn-
ar hendi. Hún heldur dyggilega við
þann ósið fyrvrrandi ráðuneyta, að
fela fyrir þjóðinni hvað í vændum
sé á stjórnmálasvæðunum, þó ekki
feti hún í fótspor þeirra um það
sem mannrænu þarf til.
X
ll m l á ð 0 g / ö g.
— Ekkert gerist enn verulegt til
þess að koma mbrezku samninguu-
um“ svo nefndu úleiðis. Útgerðar-
menn biða þeirra um alt land með
eftirvœnting, vita ekki hvort þeir
geta hugsað til að gera út til fiski-
veiða 0. s. frv. i sumar, fyr en eitt
hvað verður afgert um útflutning ú
þvi sem kann að veiðast. Talað er,
síðustu dagana, um að stjórnin œtli
að fú þú Eggert Briem frú Viðey,
búnaðarfélagsforseta og Rich. Thors
útgerðarmann til þess að fara til
London og reyna að semja við Breta.
— fónas fónasson prœp. hon. frú
Hrafnagili liggur nú sjúkur ú Landa-
kotsspítala, lét flytja sig þangað
núlœgt miðjum vetri.
— Embœttispróf i guðfrœði hafa
tekið við Hóskólann: Sveinn Sig-
urðsson og Tryggvi H. Kvaran
með I. einkun, Sig. Ó. Lúrusson,
Porst. Ástrúðsson og Eitikur Helga-
son með II. eink.
— Fyrri hluta lœknaprófs hafa
tekið við Húskólann: Katrin (Skúla-
dóttir) Thoroddsen og Kjartan Ó-
lafsson með húrri I. eink. og Knút-
ur Kristinsson með II. eink. betri.
— „ Verzlunartlðindi" heitir mún-
aðarblað sem „ Verzlunarúð fslanas“
er byrjað að gefa út, en ritstjóri
þess er Georg Ólafsson kand. pólit.
Efni fyrsta heftisins er fjölbreytt
og fróðlegt og þurfa allir þeir sem
við verzlun fúst að verða kaupend-
ur blaðsins.
- Alþýðufyrirlestra hafa hald-
ið í Reykjavlk: Jón Sigurðsson frú
Kaldaðarnesi, um sendibréf og Árni
Pdlsson sagnjrœðingur, um upphaf
ritaldar á íslandi.
— ,RadiumM-lœkningastofnun eru
Oddfélagar i Reykjavík að reyna
að koma þar ú jót og er það hið
þjóð-þarfasta fyrirtceki. Ýmsir efna-
menn i Rvík hafa þegar gefið stór-
fé til stofnunarinnar: jón Laxdal tón-
skúld 5000 kr. (og lúnar fyrirtœk-
inu 10,000 krónur), L. Kaaber 5000
kr. o. s. frv. Pað mun vera i rúði
að leita samskoia til stofnunarinnar
meðal Oddfellowa um alt land.
— Vigfús Einarsson settur bæjar-
fógeti i Reykjavik, verðurfyrsti að-
stoðprmaður ú annari skrifstofu
stjórnarrúðsins.
— Útflutningsleyfi er fengið i
Ameriku fyrir húlfum farmi i xGull-
foss“ en hann verður lútinn bíða
fyrst um sinn í New-York i þeirri
von að fullfermi fúist. „Borg“ fór
14. marz frú Leith og „Sterling“ 12.
marz frú kaupmannahöfn, bœði beint
til Reykjdvikur hlaðin vörum. „Bisp“
er enn í Englandi, en væntanlegur
i þessum múnuði til Reykjavlkur,
en „Botnia“ og „Sterling“ eru bœði
komin þangað.
Akureyri.
Kappglíma var háð í leikhúsi bæjarins
sunnudagskvöldið 10. þ. m. um þrjí verð-
launagripi „Ungmennafélags Akureyrar",
silfurskjöid, gullpening og silfurpening.
Hefir sú venja verið undanfarið að glíma
um þessa gripi einu sinni á ári, og hefir
ungmennafélagið gengist fyrir að koma henni
á fót, og f tilefni af því, hefir það leigt hús
til glímuæfinga, þar sem þeir er vilja hafa
átt kost á að xfa sig, og njóta leiðbeininga
góðra glimunianna, sér að kostnaðarlausu.
En þvi miður er áhuginn, hér sem annars-
staðar, alt of lítill fyrir þessari fögru, gagn-
legu og þjóðlegu íþrótt, þegar litið er til
þátttökunnar. Jafnvel þó að iþróttin njóti
þjóðarhylli, enn sem tyr, þá eru þeir svo
fáír sem nokkuð vilja leggja á sig fyrir
hana.
í þetta sinn voru þeir als 16 seni glímdu,
' og var þeim skift í 3 flokka eftir aldri og
þyngd, sauikvæmt þaraðlútandi ákveðnum
reglum, þannig að um skjöldinn glíma þeir
einir sem eru yfir 18 ára að aldri og yfir 1
60 kíló að þyngd, utn guilpeninginn þeir
sem eru á milli 15—18 ára og milli 45—60
kíló, og silfurpeninginn þeir sem enn eru
innan við þann aldur og þyngd. Þrír af
þeim sem ákveðnir voru að glíma um skjöld-
inn gátu það ekki vegna ófyrirsjáanlegra at*
vika, þar á meðal var skjaldarhafinn í fyrra
Björn Grímsson, hinn liprasti glfmumaður
Þvl urðu þátttakendur fxrri en ella. Svo
fóru leikar nú, að skjöldinn hlaut Garðar
Jónsson, gullpeninginn Árni Valdemarsson
silfurpeninginn Agnar Oislason.
Að kappglfmunni lokinni var farið í bænda-
glimu. Glfmurnar fóru vel fram. Húsið
var fult áhorfenda, er skemtu sér hið bezta.
Þar eð úrslit glímunnar í fyrra um þessa
verðlaunagripi, munu aldrei hafa verið birt
opinberiega, skal þess getið hér að þau
urðu þannig, að skjöldinn hlaut Björn
Grimsson, sem áður er getið, gullpeninginn
Steingrímur Kristjánsson, en silfurpeninginn
Steindór Hjaltalín. — Þ.
Holrœsin. Á síðasta þingi voru samþykt
svolátandi lög um gjöld til holræsa og gang-
stétta á Akureyri. 1. gr. Þar sem bæjarstjórn-
in hefir lagt holræsi f götu á kostnað bæj-
arsjóðs, er hverjum húseiganda skylt að
gera á sinn kostnað ræsi, er flytji alt skólp
frá húsi hans út í göturæsið. Skulu þau
ræsi ekki vera lakari að gerð en göturæsin
og gerð undir umsjón veganefndar eða þess
manns, er hún felur umsjónina, samkvæmt
reglugerð, er bæjarstjórnin setur um tilhög-
un skólpræsa innan húss og utan. Skal i
þeirri reglugerð ákveða, að regnvatn skuli
leitt i göturæsin. Vanræki nokkur að gera
þetta innan hæfilegs frests, sem bæjarstjórn-
in setur, má hún láta vinna verkið á kostn-
að húseiganda. — Fyrir öllum kröfum, sem
bæjarstjórnin með þessu öðlast á hendur
Selskinn
og
tófuskinn
kaupir
Heildverzlun
Garðars Gíslasonar
Reykjavík
Iiæsta verði.
hús- og lóðareigendum, hefir bæjarstjórnin
lögveð í húsinu eða lóðinni, og gengur sá
veðréttur fyrir öllum veðskuldum eftirsamn-
ingi. 2. gr. Kostnaður við holræsagerð í göt-
um bæjarins, svo og kostnaður við stein-
límdar, hellulagðar og aðrar jafnvandaðar
gangstéttir, greiðist úr bæjarsjóði. En heim-
ilt er bæjarstjórninni að leggja holræsa- og
gangstéttaskatt á hús og lóðir í bænum,
samkv. reglugerð, er hún setur og stjórnar-
ráðið samþykkir. Skal gjaldið miðað við
skattavirðingarverð húseigna og lengd lóða
með fram götu, þar sem holræsi eða gang-
stéttir verða lagðar. 3. gr. Lögtaksréttur fylg-
ir öllum kröfum og gjöldum samkvæmt
lögum þessum.
X
Bréfkafli úr Húnavatnssýslu.
1. marz 1918.
Héðan eru litlar fréttir, nema stöð-
ugt er hér mesta ótfð og eru bændur
farnir að óttast heyskort, ef þessari
grimdartið heldur lengi áfram. Það má
heita að öllum skepnum hafi verið gef-
ið inni sfðan f byrjun jólaföstu, en
þrátt íyrir þessar grimdar-frosthörkur
og jarðleysur, sem hafa gengið, hafa
töluvert margir bændur haft hross úti
alt fram að þessum degi og geta allir
fmyndað sér, hvernig Ifðan þeirra hef-
ir verið. — Nú eru það almennustu
fréttirnar, sem maður heyrir, að þessi
og þessi geh ekki lengur en f góulok
og til sumarmála, ef að tfðin batnar
ekki. Enda þótt viða séu hér til vel
heybirgir menn, sem eitthvað geta
miðlað þeim, sem verst eru staddir,
er það þó fyrirsjáanlegt, að það verða
stórkostleg vandræði, ef þessu heldur
áfram langt fram á vor. Til allrar ham-
ingju er fsinn farinn héðan, og fylgdu
honum heldur óblfðar kveðjur, nema
ef ti1 vill blessa Skagstrendrngar komu
hans, því hann flutti þeim góða björg
( búið, tvo stærðar hvali, 4 háhyrn-
inga og eitt bjarndýr.
Sýslufundur fyrir báðar sýslurnar er
nú nýafstaðinn og var hann haldinn f
þinghúsi Sveinsstaðahrepps, þvf var
ekki hægt að halda hann á Blöndu-
ósi fyrir eldsneytisskerti. Á honum var
ákveðið að kaupa flóabát f félagi með
Strandasýslumönnum. Bátur þessi kvað
vera f Kaupmannahöfn, er hann nýleg-
ur, 56 ton að stærð og á að kosta
85 þús. kr. Ýmsum virðist mjög van-
hugsað, að leggja út f þetta fyrirtæki
á þessum erfiðu tfmum. Báturinn er
til að byrja með alt of lítill, getur
ekki gert neitt verulegt gagn sem
flutningabátur, og það er við búið að
hann verði ekki fær um að mæta
haustbrimum og norðangörðum, þvf
stærri skip en þessi væntanlegi flóa-
bátur, hafa stundum komist að þvf
fullkeyptu í Húnaflóa. Þá eru og mikl-
ar lfkur til þess, að þetta fyrirtæki
geti tæplega borið sig fjárhagslega,
enda þótt einhver nokkur landsjóðs-
styrkur fáist, og verði þungur ómagi
á sýslufélögunum, og þar sem að kol
og alt, sem til útgerðar þarf, er mjög
erfitt að útvega, má ganga að þvf sem
vfsu, að báturinn liggi aðgerðalaus um
lengri eða skemmri tfma.
Langdœlingur.