Norðurland - 05.02.1919, Qupperneq 1

Norðurland - 05.02.1919, Qupperneq 1
NORÐURL AN D. Ritstjóri og útgetandi:JÓN STEFANSSON. 1. blað. J Mureyri 5. febrúar 1919. J XIX. árg. _ — i i*Ynri»-ti-Lr* j l i ~* • «» — - nji_~ j~. u*u~~ ^ „Norðurland" hætti að koma út i júlímánuði síðastl. vegna pappirsleysis og var orðið áliðið er það fékk papp- irsbirgðir þœr, er það átti von á, mörgum mánuðum áður. Mér þótti þá ekki taka því, að hefja útgáju þess aftur, tyrá' áramótin, var ennfremur sannast sagt, i vafa um hvort eg ætti að halda þvi áfram, vegna þess, hve afskaplega dýr útgája blaða er nú orðin, svo að nálega öll vikublöð landsins eru nú gefin út af félögum og flokkurn, sem skifta niður á með- limi sína fjárhagslega tapinu af út- gáfunni. — En vegna þess, m. a. að fjöldi kaupenda „Norðurlands“ hafa bœði bréflega og munnlega óskað eftir að eg héldi útgáfu þess ájram, rœðst eg nú i það. Pakka eg þeim jyrir trygð þeirra við blaðið og mun reyna að gera það svo vel úr garði, sem eg hefi föng á. fafnframt bið eg skilvisa kaupendur þess að virða á betri veg, að samgöngu-vandræðin urðu þess valdandi að það neyddist til þess að hvila sig á miðju ári. Jón Stefánsson. s Við íslendingar sem nú erum uppi og komnir ti! vits og ára, göngum þess ekki duldir, að við höfum síð- ustu mánuðina lifað, séð, heyrt og vitað gerast stórfeldari atburði og þýðingarmeiri einstaka þeirra, en dæmi eru til áður í sögu lands okkar og þjóðar. Við nokkra þeirra og þó einn sérstaklega, eru bundnar fegurstu framtíðarvonir okkar allra, hvort heldur hátt erum settir, eða lágt, í þjóðfélaginu. Aðrir hafa aft- ur lagt vonir og framtíðardrauma margra okkar í auön og slegið þau sár, er trauðla græðast. Og enn eru þeir, sem fyrst og fremst benda og minna okkur a, að við búum í landi, þar sem er margra veðra von og að „það agar oss strangt með sín ísköldu él, en á samt til blíðu það mcinar alt vcl.« Aldrei hefir þjóðin staðið eins einhuga að nokkru máli eins og því, að samþykkja sambandslaga- sáttmálann sem gerður var milli Dana og íslendinga í sumar og gekk í gildi 1. desember síðastlið- inn. — Einstaka raddir hafa að vísu heyrst um að örfáir oddvitar þjóð- arinnar og nokkrir örgerðir há- vaðamenn með þeim hafi ráðið því að hraðað yrði svo samnings- gerðinni og öllu, er að henni laut, að þjóðin fengi ekki ráðrúm til þess að átta sig á málinu, eða gera sér grein fyrir því, til eða frá. Hvað sem um þetta er, þá er þó hitt víst, að fögnuður er mikill hjá þjóð- inni í heild yfir úrslitunum og að mikill meiri hluti hennar telur sig geta hrósað fullum sigri í sjálfstæðis- baráttunni við bræðraþjóð okkar, sem með samkomulags-viðleitni sinni í málinu hafi nú sýnt hið sanna bræðraþel. Ekki á þessi hugsun sízt heima hjá farmannastéttinni íslenzku,. sem með fullveldisviðurkenningunni hefir öðlast rétt til þess að sigla undir íslenzka fánanum um öll heims- ins höf og láta hann blakta yfir ís- lenzkum skipum í hvaða höfn sem er á hnettinum. Fáninn er hið fyrsta sýnilega tákn fullveldisins! — — — Kvefpestin, sem fluttist frá út- löndum í hausttil Reykjavíkur, reynd- ist þar hin illvígasta drepsótt, sem komið hefir til íslands um marga áratugi. íbúar höfuðstaðarins og í- búar margra héraða, sunnan lands og vestan, þar sem pestin hefir geys- að óhindrað, eiga um sárt að binda af hennar völdum. Símfrétt frá Reykjavík segir, að eftir lauslegri á- gizkun sé talið, að milli 500 — 600 manns hafi látist af völdum veik- innar hér á landi í haust og í vet- ur. Norður- og Austurland verst enn veikinni og eru nú að verða hinar vænlegustu horfur á, að það takist að fullu. — — — — — Katla gamla varð nágrönnum sín- um þung í skauti í haust og er nú hið röggsama yfirvald Skaftfellinga, Gísli sýslumaður Sveinsson, að láta safna skýrslum um tjón það, sem hún hefir valdið aó þessu sinni.— Formaður Búnaðarfélags íslands, for- maður Ræktunarfélags Norðurlands og formenn búnaðarsambanda lands- ins hafa sent áskorun til allra kaup- manna og kaupfélagsstjóra ihn að greiða í jarðeldaskatt eina krónu af hverri kjöttunnu, seldri síðastl. haust, utanlands eða innan, en viðskifta- mönnum sé fært gjaldið til útgjalda í réttu hlutfalli við kjötsölu þeirrh. Er vonandi að allir hlutaðeigendur bregðist vel og drengilega við þess- ari áskorun. — — — — — Þá er hinn mikli heimsviðburður, að ófriðnum, sem alt líf hefir kram- ið í heljarhöndum síðustu ár, hin- um lang-ægilegasta ófriði, sem ver- aldarsagan veit um, er nú lokið. Hefir hann raskað svo öllu skipu- •agi í heiminum, að auðséð er, að nýtt stjórnarfyrirkomulag hlýtur, víða um lönd, að vera í aðsigi og sam- fara því mikilsháttar breytingar á fé- lagslífi manna á flestum svæðum. Munu hinir næstu mánuðir færa mönnum mörg og mikil tíðindi af því, hvernig heimsþjóðirnar fara að léggja þann skipulagsgrund- völl, hver hjá sér, sem næstu kyn- slóðum verður ætlað að byggja ofan á. \ Óloftið á Alþingi. (Ræðu þá er hér fer á eftir, flutti ein- hver hinn málsnjallasti íslendingur sem nú ér uppi, Árni Pálsson bókavörður fyr- ir fjölda áheyrenda í Reykjavík »Kvenna- daginn« svonefnda, 19. júní síðastl.) , Um kvenfrelsið hafa verið skiftar skoðanir og svo er enn. Umræðurnar um það mál eru ekki ennþá útkljáðar og f fæstum löndum álfunnar hefir kvenfólkið enn þá fengið full pólitísk réttindi. Það er nú að vfsu engin furða, þótt konur sætti sig eigi sem bezt við sllkan ójöfnuð, því að það virðist hart lögmál, að vitrasta og bezta kon- an hafi eigi jafnrétti við heimskasta og auðvirðilegasta karlmanninn. En þó hafa vitrir menn séð mörg missmlði á pólitfskum kröfum kvenna og allri kvenréttindahreyfingunni. — Ut f þá sálma ætla eg þó ekki að fara hér, því að til þess væri staður og stund illa valin. Enda er nú málið útkljáð vor á meðal með fullum sigri kven- þjóðarinnar. Og þess vegna vil eg heldur tala fáein orð um hitt, hverjar vonir maður gerir sér, eða öllu held- ur, hverjar vonir maður reynir að gera sér um afskifti kvenna af þjóðmálum. Sú röksemd sem mér hefir heyrst að kveníólkið hafi einna oftast beitt fyrir sig f umræðunum um þetta mál, hljóðar svo: »Við reynumst þó aldrei lakari en karlmennirnir*. Eg vil nú játa, að fram á sfðustu stundir hefi eg verið talsvert vantrúaður á, að þessi staðhæfing væri á rökum bygð. En nú treysti eg mér ekki til að mót- mæla henni. Eg held, að málum vor- um væri ekki teflt f óvænna eíni, en þeim er nú, þótt þau væru eingöngu f kvenna höndum. En þar með er nú í rauninni ekki mikið sagt. Og helzt vildi eg geta staðið hér og futlyrt með öllum sannfæringarinnar krafti, að kvenfólkið mundi reynast miklu vitr- ara, vlðsýnna og vandara-að virðingu sinni, heldur en karlmennirnir. Því að þess væri þörf. Hið fyrsta þjóðmálefni, sem íslenzk- ar konur létu til sín taka, var lands- spftalamálið. Það var nú ekki vonum fyr, að farið var að vinna að því, að kopia,svo sjálfsagðri stofnun á lagg- irnar hér á Iandi, enda hefir alment verið litið svo á, að konur hefðu ekki getað valið sér veglegra verkefni og sjálfum þe m samboðnara. Og einmitt nú á þessum dögum er sérstök ástæða til þess að þakka konum fyrir, að þær hafa tekið þetta mál f sfnar hendur, því að af því ætti maður að mega á- lykta, að fslenzkar konur lfti svo á, að landið geti ekki verið án lækna og læknisdóma. En svo sem kunnugt er, eru nú sem stendur skiítar skoðanir um það meðal karlmannanna, hvort við höfum ráð á að launa lækna, — hvort við höfum ráð á að berjast móti pestum og sjúkdómum. Nú er þvf gott til þess að vita, að kvenfólk- ið virðist einhuga um, að pestin megi eigi hafa hér friðland, að það vill berj- ast á móti sjúkdómunum, en eigi með þeim. Út af þessu dettur mér í hug, að til eru sjúkdómar, sem engin lfkindi eru til að læknaðir verði á hinum fyrir- hugaða landsspltala. Það eru til kvill- ar, sem eg kann ekki með örðum að lýsa, — kvillar, sem pfna seint og hægt og í þaula, eru að vfsu ekki bráðdrepandi, en banvænir þó, ef þeir eru ekki læknaðir f tfma. Þess er ekki að dyljast, að margir menn—og ég er einn af þeim — líta svo á, sem þjóð- lff okkar, og sérstaklega pólitíkin, þjá- ist af slíkum kvillum. Eg verð auðvit- að að tala hér nokkuð óákveðnum og almennum orðum. En ef eg á af sjálfum mér að segja, þá finst mér að eg dag- lega andi að mér pestarlofti. Hreinlæt- ið er komið á svo iágt stig f íslenzkri póiitfk, að við slíkt er ekki unandi lengur. Og nú er spurnin: Getið þið konur ekki komið til skjalanna? Það er ykkar að sjá um hreinlætið á heim- ilunum. Getið þið nú ekki veitt hreinum og hressandi loftstraumum inn í Al- þingishúsið f Þar inni er loftið ekki heilnæmt sem stendur. Og þó tekur út yfir, að margir karlmennirnir, bæði utan þings og innan, eru orðnir svo samdauna óloftinu, að þeir finna ekki til þess. Látið þið konur nú sjá, að kvenfrelsið sé meira en nafnið eitt! Það er sagt að konan móti karl- manninn, og með þvf er meint, að karlmenn hafi ósjálfráða tilhneigingu til þess að semja sig að vilja kvenna, til þess að tileinka sér þá eiginleika, sem þeir vita að konur gangast fyrir. A hinum miklu söguöldum íslands gengust konur mest fyrir því að karl- menn »héldu sæmd sinni«. Bergþóra unni sonum sínum mikið, en hún hefði aldrei fyrirgefið þeim, ef þeir hefðu riðið til alþingis og hegðað sér þar eins og flfl og vanmenni. Hinn raikli rithöfundur dr. Georg Brandes talar á einum stað um mis- munandi kosti og ókosti kvenna f ýmsum löndum álfunnar. Hann álítur að slafneskar konur, sérstaklega pólsk- ar, séu öðrum konum fremri. Hann segist hafa þekt pólskar konur, sem ekki leyíðu karlmönnum, sem þeim voru nákomnir, að koma í augsýn sína, ef þeir höfðu svívirt málstað föður- lands sfns með eigingjarnri eða auð- virðilegri framkomu. Hann segir, að þær dæmi vægar um breyskleika manna en aðrar konur, en harðara um klæki. A þennan hátt getur konan unnið krafta verk, þvf að vitanlega þolir karl- maðurinn ekki vel fyrirlitningu ann- ara karlmanna, en þó ver fyrirlitning kvenna. Eg verð að gera þá játningu, að eg hefi f raun og veru enga trú á atkvæðisrétti kvenna. En eg ann þeim að hafa hann, ef þær kæra sig nokk- uð um hann. Enn þá sfður hefi eg trú á, að nokkuð gott hljótist af, ef kvenfólkið tekur upp á því að semja sig að siðum karlmanna og stæla þá. Það skyldu konur varast sem heitan eldinn. En hitt er og á að vera þeirra verk,ad ala upp karlmannlega eiginléika í karlmönnunum sjálfum. Það þarf að verða hlffðarlaus krafa fslenzkra kvenna, að menn sem veita þjóðmálum afskifti, ati sig ekki svo út, að ekki sé kom- andi nálægt þeim. Þær verða að læra að fyrirlfta alian rangfenginn gróða, alla óverðskuldaða upphefð, allar lán- aðar fjaðrir og allan uppskafningshátt. Með því móti geta kvenmennirnir snú- ið taflinu. Þær hafa vald til þess, ef þær hafa vit og vilja til að beita því! Þvf að ekkert er slfkt brennimark á enni karlmanns sem réttmæt fyrirlitn- ing kvenmanns!

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.