Norðurljósið - 19.09.1887, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 19.09.1887, Blaðsíða 2
— 54 — ina til að efla almennings hag, með pví að láta ekki vinnu- launin renna burt úr landinu. Er serstaklega hin mesta pörf á pví nú á pessum neyðartimum að efla alla mögulega at- vinnu í landinu, og ætti jafnvel lán úr landsjóði til pilskipa- kaupa að vera bundið pví skilyrði, að skipin væru smíðuð innanlands. J>að er nú álit mitt, að skip, sem eru 24 tons að stærð séu nægilega stór fyrir innlenda og hér búsetta menn, pó pau seu höfð oinungis til porskveiða, en vildu meini hafa pau stærri pá parf pað enga tálmun að gera. Jafnvel skip npp á 40 tons má smíða hvar sem er, par sem á annað borð er pægilegt að koma peim á flot, án pess að sérstakan kostnað purfi til pess, er nokkru nemur. það er óefað að á Norðurlandi (Eyjafirði og Siglufirði) eru pilskipasmíðar búnar að ná viðunanlegum proska, bæði hvað lag og byggingarmáta snertir, og að pvi leyti er aðrirlands- fjórðungar pættust standa ver að vígi með pað, (Vesturland var áður fyrri nokkuð á undan með innlenda pilskipaútgerð, en svo virðist, sem lítið hafi verið unnið að þesskonar par síðan Hj.ilmar Jónsson hætti að smíða) pá væri hægðarleikur fyrir menn par að fá skipin smíðuð á Norðurlandi, eður að öðrum kosti fá yfirsmiðinn paðan og láta smíða heima hjá ser. Bitað 16. apríl 1887. Herra ritstjbri! (Xiðurl.). Að svo mæltu sný eg mér til herra oddvitans í Húsa- víkurhrepp. Leiðrétting hans í 9. tðlubl. Norðurljóssins þ. á. parf nauðsynlega leiðréttingar við, pví pótt liann segist skýra hlutdrægnislaust frá málavöxtum, pá hefir honum samt all- mikið glapist sýn, pví hann skilur ekki fyrirkomulag og eðli kaupfélagsins. Annars er hann ólíkur verzlunarstjóranum í pví. að hann heldur sér nokkurn veginn við efnið, og fer ekki út í persónulegar skammir og skæting. Oddvitinn segir að kaupfélagið sé «stofnað» í Húsavíkur- hrepp og «reki par verzlun» og kallar Jakob borgara Hálf- dánarson forstöðumann pess. þetta er nú alltsaman mis- skilningur. Hvergi eru félagsmenn eins fáir og í Húsavíkur- hrepp og einungis par hafa menn gengið úr félaginu aptur, t. d. hreppsnefndarmennirnir sumir. Aldrei hafa fundir fé- lagsins verið haldnir í Húsavíkurhrepp, heldur ætíð í Eeykja- dal, og par var stofnunarfundur pess haldinn. Stjórnarnefnd- félagsins hefir frá upphafi verið, og er enn búsett í Eeykja- dal og Mývatnssveit og par er formaðurinn búsettur. það íiggur pví miklu nær að segja, að félagið hafi verið stofnað í Eeykjadal eða Mývatnssveit, og eigi par «heimili», ef paðana- aFS gæti, eptir eðli sínu, átt nokkurt heimili. Að minnsta kosti hefir hreppsnefndin í Húsavikurhreppi orðið að birta lógtakshótanir sínar með stefnuvottunum í Beykjadal og Mý- vatnssveit. Hve fjarstætt pað er, að Jakob borgari sé for- stöðumaður félagsins sézt bezt af pví, að stjórnarnefndin ger- ir árlega við hann samning, um ýms störf er hann tekur að sér fyrir félagi<\ svo sem útskipun, uppskipun og afhending vara, gæzlu hússins o. s. frv.; framkvæmir hann alls ekkert félagsins vegna nema eptir samningi við félagsstjórnina. það er pó auðséð að oddvitinn veit af stjórnarnefndinni, pví hann nefnir hana; en hvernig getur hann hugsað sér pað fyrir- komulag, að á Húsavík sé forstöðumaður félagsins en stjórn- arnefnefnd með formanni í tveim öðrum sveitum, og hvor- tveggja með framkvæmdarvaldi? þetta hlýturpó hreppsnefnd- in að álíta, því hún hefir ýmist snúið sér til borgarans eða stjórnarnefndarinnar með útsvarskröfur sínar og lögtaks- hótanir. Oddvitinn snarar fram nokkrum spurningum um pað, hvort pessi eða hin aðferð peirra Húsvíkinga geti heitið «of- sókn» gegn félaginu. Til pess að sýna pað ljóslega purfti að segja ýtarlega alla sögu félagsins og útsvarsmálsins, og erhún að vísu allfróðleg, en mikið of langt blaðamál. I fyrstu spurningu oddvitans kemur fram pessi mikla meinaloka hreppsnefndarinnar í Húsavíkurhrepp, par sem hann talar um «pá umboðsverzlun sem rekin er í hreppnum* (o: Húsavíkurhrepp). þetta sýnir bezt, hve lítið hreppsnefndin skilur í eðli félagsins. Hvaða umboðsverzlun er «rekin» í Húsavíkurhrepp pótt bændur í Eeykjadal, Mývatnssveit, Bárð- ardal, Fnjóskadal o. s. frv. geri samtök sín á milli um að kaupa í sameiningu, mikið í senn. af ýmsum vörum, suður á Englandi, og feli pau kaup umboðsmanni búsettum par. sem síðan sendir bændum vörurnar ýmist til Eyjafjarðar eða Húsa- víkur ? Hvaða verzlun er pað á Húsavfk, pótt bændur hafi byggt par skýli yfir pessar vörur, til pess að geyma pær í unz peir geta flutt pær heim til sín, eða pótt bændur hafi samið við mann, sem búsettur er á Húsavík, um að skipa upp pví af vörunum, sem pansrað er sent, og afhenda pær í órótuðum heildum, eptir fyrirsögn bænda sjálfra og samkvæmt pví, sem vðrurnar voru keyptar handa peim suður á Eng- landi? Hvaða verzlun er pað á Húsavík, pótt bændur borgi pessar vðrur með sauðum, sem peir sjálfir reka til útskipun- ar við Eyjafjörð, og sem síðan eru seldir fyrir pá suður á Englandi. Sauðirnir eru pó eign bænda, og í peirra ábyrgð, par til búið er að selja pá í Englandi pá fyrst hafa peir eig- endaskipti. Og sama er að segja um ullina, er bæudur borga vðrurnar með, og sem send er bæði frá Húsavík og Eyja- firði. Er nú petta að reka umboðsverzlun í Húsavíkurhrepp? Eg get ekki séð að svo sé. Hreppsnefndin í Húsavíkurhrepp grautar saman verzlun Jakobs borgara og viðskiptnm kaupfé- lagsins, líklega af pví, að sumt af vðrum félagsmanna er undir hans höndum í nokkra daga, um leið og pær eru flutt- ar um Húsavík. En hreppsnefnd Húsvíkinga leggur «útsvar» sitt á fleira en pær vörur, sem fluttar eru um hrepp hennar. Hún hefir miðað útsvars upphæðina við viðskptaupphæð («umsetningu») alls kaupfélagsins, samanborinni við viðskiptaupphæð 0. & W. verzlun á Húsavik. Nú hefir allmiklu (stundum allt að l/4 hluta) af hinum pöntuðu vörum kaupfelagsmanna verið skipað upp á Eyjafirði, og borgunareyririnn (sauðirnir) hafa ætíð verið fluttar út frá frá Eyjafirði. þannig er ekki nema sumt af hinum útlendu vörum kaupfélagsmanna fiutt inn gegnum Húsavíkurhrepp, og tiltölulega mjög lítill hluti af borgunar- eyrinum (nl. sumt af ullinni og nokkuð af tóvöru) flutt út gegnum pann hrepp heldur um Eyjafjörð1. En kaup og sala fer jafnt fram við Húsavik og Eyjafjörð, nl. á hvorugum staðn- um, heldur suður á Englandi, og par eru umboðsmennirnir búsettir, sem eru hinir einu menn sem atvinnu hafa af pess- ari verzlun. Og hverjir hafa nú meiri rétt til að leggja út- svör á vörurnar, Eyfirðingar eða Húsvíkingar? Fyrir heil- brigðri skynseiri sýnist pað engu fjarstæðara að Eyfirðingar leggi útsvar á pær vörur, sem fluttar eru um Húsavík, en að Húsvíkingar leggi útsvar á pær vðrur, sem fluttar eru um Eyjafjörð. það er pessi mikla villa, sem oddvitinn veður í, að honum sýnist atvinna rekin á Húsavík við pessa umboðs- verzlun, sem alls ekki er. þessi útsvarsálaga Húsvíkinga er líkust pví ef lagt væri útsvar á lestaflutning í hverjum á- fanga, og pó enn fjarstæðari, pví hreppsnefndin vill fa út- svar af varningi, sem fluttur er um Eyjafjörð til eigenda, sem eiga heimili við Eyjafjörð, af vörum sem aldrei hafa komið nálægt Húsavík, pví síður verið seldur par eða keyptur. — Eg finn enga heilbrigða skynsem í pessu. Að eltast við ali- ar lagatilvitnanir oddvitans er ekki mitt meðfæri, en eg hefi reynt að halda mér við eðli málsius. /"* það er ekki auðvelt að finna nokkra rétta hugsun er legið geti til grundvallar fyrir peirri ósk oddvitans, að fá yfirlýsingu mína um hvort pað sé meining kenningar minnar, að breyta verzlun landsins sem mest í umboðsverzlun. á pann hátt að losa pær (?) við alpjóðleg gjöld, og svipta hinn fá- tæka: föður og méðurleysingjan, peim uppeldiseyri, sem hann hefir af verzlunum peim, sem reknar hafa verið hér á landi». 1) Magnús fórarinsson á Halklórsst. flutti t. d. í haust allmikið at' bandi sínu til Svalbarðseyrar til þess að senda það þaðan tii Englands. Sanugjart er að hann gjaldi Húsvíkingum „útsvar1- af því. B. J.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.