Norðurljósið - 19.09.1887, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 19.09.1887, Blaðsíða 3
— 55 y Ef nú verzlunin verður hagkvjeraari bændum vorum en ver- ið hefir. og peir ná betri kaupum, hver hefir pá haginn af pví ? hver annar en bændurnir? Og hverjir gjalda alþjóðleg gjöld, og ala munaðarleysingja? Eru pað ekki bændur? Eða munu peir verða ófærari til pess. ef peir viðhafa hagkvæma og ábatasama verzlunaraðferð ? Annars liggur mjög beint við að spyrja herra oddvitan annarar spurningar: Vill hann heldur hafa störauðuga okurverzlun í sveit sinni, sem að vísu hjálpar til, með háu «útsvari», að halda líftórunni í ósjálf- bjarga og ósjálfstœðum sveitarlimum og mannræflum, sem svo opt safnast utanum pesskonar «stofnanir», vill hann petta heldur en hagkvæma, frjálsa verzlun, pótt hún gefi af sér lítið «útsvar», pg sjálfbjarga og sjálfstæða bœndnr, sem ekki purfa sveitarstyríts. né heldur mikils verzlunarútsvars til pess að ala ómaga sína.J Orð oddvitans gefa grun um að hann kjósi hið fyrra heldur; eg geri pað samt ekki. Oddvitinn segir að eg hafi framborið ósannindi, en nefn- ir pó ekki hver pau eru. Til pess að sýna, svo skiljanlegt sé, að eg hafi framborið ósannindi, parf að sanna með rökum, arð eg hafi talað ósatt, en pað er ógert enn af oddvitanum. Auðnum, 30. júlí 1887. Beuedikt Jónsson. Opið bréf. þoiieifur Jónsson prestur sendir dr. Finni Jónssyni kveðju Guðs og sína. Esí pakka pér innilega fyrir pínarhógværu athugasemd- ir (í Norðurlj. nr. 12 p. á.) við grein mína (í Nlj. nr. 8 p. á.). og pótti mér mjög vænt um, að grein mín gat orð- ið til pess að vekja athygli pína, og að koma með hinar á- gætu upplýsingar, er mig vantaði. Misminni hjá mér átti sér ekki stað. |>á er eg fór al- fari frá Höfn vorið 1876 átti allt pað ólag sér stað, er eg kvarta um. J>ú ert ekki neinn óskeikull dómari um pað, hvort ekki hefði mátt ná Arnasafni frá Dönum, ef peir hefði haldið fram uppteknum hætti með skeytingarleysi sitt. Skoða pú betur öll plögg, sem hér að lúta o. fl. áður en pú gefur út dóm með slíkum aflóga kansellístýl. Ekki svo að skilja, að eg unni ekki Dönum pessa dýrmæta safns, ef peir fara með pað eins og menn. Ura pað, að gömul og máð skinnhandrit hafi verið eyði- lögð með „kemiskum11 vatns-þvotti, getur pú séð vottorð, ef pú kemur einhverntíma til mín í Skinnastaði, frá manni, er við trúum báðir vel, .Tóni sál. Sigurðssyni. |>á er vill, skal eg sanna pér, að merkuin handritum hefir verið sólundað eptir Arna dag. Mjög vænt pykir mér pað, að vinur okkar dr. Kristj- án Kálund er nú orðinn sérstakur bókahirðir fyrir Árna- safn, og að farið er að binda inn handritin. Mér blæddi í augum í minni tíð, að sjá t. d. Möðruvallabók (er eg áður nefndi: Munkapverárbók) eins með farna og eg pekkti til: öll í blöðum vera að flækjast út um bæ í Höfn. Miklu vænst pykir mér pó um, að verið er að prenta Skrá ytír Árna-safn. Væri gott, að skrá yfir handrit á Konungs-bókhlöðu o. víð. kæmi í „Viðbæti". f>á bók lang- ar mig til að fá. J>inn viuur, p. J. F r é 11 i r. Akureyri 17. sept. 1887. Ilnfís hefir verið allt að pessum tíma fyrir Norðurlandi. Tíðarfar. Snemma í pessum mánuði gjörði hér mikið norðanhret; í sveitum var mikil rigning, en snjó lagði á fjöll. þegar pessu hretilétti komu bjartviðri og næturfrost um tíma. Gras er mjög farið að fölna og kartöplugras má heita næst- um gjörfallið. Rétt á undan hretinu voru góðir purkar svo flestir hér um slóðir höfðu náð heyjum sínum. Strandfcrðaskipið „Laura“ kom hingað 5. p. m. og fór daginn eptir. — Með henni tóku sér far héðan : til Hafnar sýslum. og bæjarfógeti St. Thorarensen, að leita sér lækninga við augnveiki, og Kristján skósmiðnr Kristjánsson til Araeríku. í stað sýslum. St. Thorarensens er skipaður hér sýslum. og bæjarfógeti umboðsm. Stephan Stephensen. Thyra kom að austan 16. p. m. Með henni kora frá Höfn náttúrufræðingur Stefán Stefánsson settur kennari við Möðruvallaskólann. Mannalát og slys. 11. ágúst andaðist í Rvík bókbind- ari Brynjólfur Oddson 62 ára gamall. Hann var maður vandaður, skemmtinn í viðræðum, vel skynsamur og talsvert fjölfróður og Iesinn. í ágúst andaðist hér í bænum Jóhannes Sigvaldason, er lengi var utanbúðarmaður við Gudmannsverzlun hér. Hann var hverjum manni að góðu kunnur, sem pekkti hann. Stúdent Sigurður Jónasson frá Eyjúlfsstöðum í Vatns- dal, er tók sér far frá Rvik til Hafnar með „Romny“ í sumar, féll útbyrðis á leiðinni og drukknaði. 7. júlí vildi pað slys til á Lambeyri vid Tálknafjörð, að maður, að nafni Ólafur Björnsson, fór eitthvað að eiga við sprengikúlu, sem par hafði fundizt, og líkast til hefir verið skotið á land upp, frá einhverju herskipinu; kúlan sprakk sundur í höndunum á honum og reif sundur vinstri hend- ina og skemmdi hann einnig víðar. Eitt brotið varð og barni að skaða, er hjá honum var, en bæði maðurinn og barnið halda lífx. |>etta slys ætti að kenna mönnum. að hafa ekki hönd að ópörfu á slíkum skaðræðishlutum. Embættispréf á prestaskólanum luku 24. ágúst: með I. einkunn Jón Steingrímsson, Jón Arason, Olafur Petersen, Einar Friðgeirsson, Olafur Magnússon, Magnús Björnsson, og með II. eink. Árni Björnsson, Gísli Einarsson, J-órður Olafsson og Jón Straumfjörð. Aljiingi var slitið 26. ágúst. þetta ping afgreiddi 28 lög, felldi 30 fruravörp, 5 frumvörp voru ekki útrædd, 17 pingsályktanir voru sampykktar, 4 felldar og 2 teknar aptur. Meðal frumvarpa peirra, sem ekki voru útrædd var stjórnarskrárfrumvarpið. Jþað korast í gegnum neðri deild með talsverðum atkvæðamun (i4 atkv. móti 8) en í efri deild dagaði pað uppi í sólskini stjórnviljans. í efri deild kom málið til 1. umr. 5. ágúst; var síð- an sett í pað 5 manna nefnd; sátu í henni 2 pjóðkjörnir (Jakob Guðmundsson og Sighv. Árnason) og-3 konungkjörn- ir (Arnlj. Olafssnn, J. A. Hjaltalín og J. Havsteen). Sam- vinna nefndarinnar gekk ekki betur en svo, að nefndin skipt- ist í tvennt. Minnihlutinn (Jakob og Sighvatur) komu 16. ágúst fram með álit sitt um málið og réðu deildinni til að sampykkja frumvarpið. En málið varð ekki tekið á dagskrá, pví að meiri hluti nefndarinnar dró fram undir pinglok að koma með sitt áíit; réði pessi hluti nefndarinnar eins og við mátti búast deildinni frá að sampykkja frumvarpið og taldi á pví marga og mikla annmarka. 25. ág. var framh. 1. umr. og málinu pá vísað til 2. umr. |>etta var degi áð- ur en pingi var slitið. Lengra komst pað ekki á pessu pingi. J>ess er vert að geta, að pað voru peir Friðrik Stephánsson og Skúli |>orvarðssen, sem réðu pví með atkvæði sínu við nefndarkosninguna, að meirihluti hennar var valinn úr flokki hinna konungkjörnu. þetta ping hetír ekki verið mjög afkasta mikið; sundr- ung og ósamheldni hinna pjóðkjörnu pingmanna virðist hafa heldur dregið úr starfsemi pess, og víst er um pað að stjórn- arskrárfrumvarpið varð ekki útrætt, meðfram sökum staðfestu- leysis eða vindhanaskapar sumra pjóðkjörnu pingmannanna.l En pessu pingi má telja pað til ágætis, að pað hcfir í sumum greinum verið nokkuð sparara á landsfé, en næstu ping hér á undan. þess var getið í 12. tbl. pessa blaðs, að Benedikt Sveinssyni hefði verið skipað að höfða mál gegn ábyrgðar- manni „Norðurljóssins11 út af nokkrum orðum í nafnlausri

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.