Norðurljósið - 18.10.1893, Qupperneq 3
115
biður þó á Kougshavn í Færeyjum eptir frekari ráð
stöfun.
Gufubáturinn »Elín« heflr nú lokið ferðum sín-
um í ár. A laugardaginn kom hún úr seinustu ferð-
inni ofan úr Borgarnesi. Var skrantlýst um kveldið
hjer á höfninni og flugeidum skotið til hátíðabrigðis.
Fór á sunnudaginn til Hafnarfjarðar í vetrarvist.
Skiptapi. 11. okt. fórst skip með 6 mönnum
frá Vörum í Garði í fiskiróðri. Formaður Guðbrandur
Þorsteinsson lausamaður í Vörum, 4 vinnumenn Einars
bónda þar og 1 sjómaður úr Mýrdal.
Skip komin : 14. okt. póstskipið Laura (kapt. Chri-
stiansen), 15. okt. Ásta (102.40, P. H. Petersen) frá Kefla-
vík; fór til Spánar í gær.
-----=<Sf=----
Verzlunarfrjettir. Höfn 2. okt. 1893. SaltfLaks-
salan á Spáni er iítið eitt ab batna. Seldir þar 2 farmar frá
ísafirði til Barcelona á 44 og 39 kr. og 1 farmurfrá Faxaflóa
til Bilbao á 39'/a kr. Til Björgvinar seldur einn farmur
frá Isafirbi á 45 mörk skippundib og annar frá Faxaflóa á
42 mörk. Þar í íelst fiutningur og ábyrgðargjald frá ís-
landi. 1 farmur af smáfiski frá ísafirði seldur til Genua á
37*/4 kr. Óseldir enn 13—14 farmar frá Faxaflóa og G
farmar frá Vesturlandi. Á Englandi er verðib heldur ab
lækka. Stór saltfiskur seldur i Liverpool á 13—12 pund
sterl. tonnið. Ysa á 12 pund og bezti smáfiskur valinn til
ab sendast til Genua lð’/a—15'/4—15 pund, lakari 14 pund.
í Höfn lægra verð á öllum flski. Það sem kom með
Laura selt þannig: stór bnakkakýldur saltfiskur frá Norð-
ur- og Austurlandi 34, 33 og 31 kr., stór fískur að sunnan
og vestan nr. 2 28—27^/a og 27 kr., stór hnakkakýldur vest-
firzkur fiskur 48—4G kr., smáfiskur ab norðan og austau
38—35*/a—34*/4 og 38 kr. eptir gæðum. Ysa nr. 1. GO'/a kr.
og langa 40 kr., allt miðab við 320 pund.
Harðfiskvr nýr og góður .150 kr.; af gömlum harðfiski
óseld 40 skpd., eiga að seljast á 40 kr- en ganga ekki út.
Vllarsalan að glæbast: Seldir 14—1500 ballar. Ymist
úr geymsluhúsum eða nýkomin með Laura í septbr. Verb-
ið var: norðlenzk vorull prima 631/! e., frá Akureyri 62 a.
Blönduós og Skagaströnd 59*/a e., Sauðárkrók 59 a., Borð-
eyri og Stykkisbólmi 58 a , Bíldudal og ísafirði 55 a. pund-
ið brutto. En óseldir ca 1500 ballar í Höfn og 6—700 á
Englandi. Mislit norðlenzk vorull seld í Höfn á 43 a
sunnlenzk og vestfirzk 42 a„ mislit haustull 34*/2 e , svört
vorull 47 a., hvit óþvegin 441/* e., hvít haustull þvegin 48 a.
pundið hrutto (þ. e. með umbúðum).
Lýsi lækkar í verbi einkum liákarlslýsi ljóst gufubrætt
selt á 30—29 kr. og ljóst pottbrætt á 30—281/* og 27^/a kr.
eptir gæðum, dökkt hákarlslýsi 27—26, 25—24 fyrir 210
án turinu. Þorskalýsi er spurtmeira eptir og keypt á 29'/2
—SS'/a og 27 og 26 kr. eptir gæbum.
Sauðakjöt er selt á 42 kr fyrir 224 pund og kaupend-
ur fást enn. En af því frjetzt hefir, að Englendingar ætli
að kaupa fje á íslandi í haust, hafa seljendur dregið
sig í hlje meb að hjóða það, þar þeir vita ekki hvað mikib
muni verða til sölu.
Sauðskinn söltuð 3.20—4,00 vöndullinn (2 skinn). Þurk-
uð sauðskinn Þ/a—3 kr. eptir gæbum.
Sunchnagar seldir á 25 a. netto, óseldir 160—200 ball-
ar. Kaupendur bjóðast ekki.
Tólg 25—27 a. ab nafninu til.
Ditnn bezta tegund 91/*—9 kr. og 81/2—8 kr. fyrir lak-
ari vörur.
Járnbrautar-æfintýri.
Eptir Max Nordau.
(Erh.). Jeg er læknir og þegar jeg fyrir uokkrum ár-
haíði lokið námi mínu, það er að segja tekið próf, atvik-
abist það þannig, að jeg rjeði at ab flytja til Ameríku og
eptir að jeg hafði dvalib í New York stuttan tíma, fjekk
jeg sýslunina ab vera fangelsislæknir í Auburn sem er í
ríkinu New York og megið þjer geta því nærri, að ekki
hafa verið margir keppinautar mínir.
•Teg átti ab hafa beilbrigisumsjón i þeim hluta fang-
elsisins, þar sem voru hinir óttalegustu glæpamenn, menn,
sem gjarnan hefbi mátt nefna villudýr í mannsmynd, menn
sem fóturn tróðu öll borgaraleg og siðferöisleg lög, menn,
sem áttu ekki einn einasta kærleiksneista í brjósti sjer.
Meðal glæpamanna þessara voru tveir, sem voru dæmdir
til að vera æfilangt í hegningarhúsinu — þeir tveir menn
skörubu fram úr öllum hinum bæbi að hreysti og skyn-
semi. Þeir höfðu margsinnis reynt að strjúka en árang-
urslaust, og höfbu ekki annaö fyrir en þeirra var gætt
miklu vándara eptir en áður. Jeg hafbi bakaö mjer hatur
af því að jeg hafði einu sinni komizt eptir, að þeir höfðu
falið ýms verkfæri i fötum sínum, er þeir hötðu ætlað til
þess að brjótast meb út úr fangelsinu. Verkfæri þessi voru
eins og aubvitað er, tekin tiá þeim, og þannig fjell þessí
tilraun um koll. Annað sinn Ijetust þeir vera veikir og
voru þá fluttir á sjúkrahúsib, en þaðan áttu þeir hægra
með að strjúka. en jeg gat sannaö, að ekkert gengi að þeim.
Þeir voru abskildir og settir í járn, en samt sem áður var
annar þeirra horfinn einn góban veburdag og hinn að
tveimur dögum liðnum.
Þjer getið getib nærri hvílíkt uppþot varð í Auburn
er fangarnir voru sloppnir, en þegar komið var í ró og
rúmur hálfur mánuður var liðinn frá því, er þeir struku,
reið jeg til Cayugabridge í erindagjörðum fyrir sjálfan mig.
Um hádegi náði jeg þangab sem ferðinni var heitið.
Það var allra inndælasta veöur og jeg sökkti mjer niður í
að horfa á hjeraðið sem breiddist út sólbjart fram undan
mjer. Cayugavatnib hlasti við mjer í allri sinni einkenni-
legu fegurb.
Vatnið er langt og mjótt og breiðist eins og silfurband
milli hinna ægilegu og skuggalegu klettastranda. Vatnið
er nálægt níu mílur á lengd, en þar sem jeg kom að því,
var það ekki nema fjóröungur mílu á breidd, var þar
byggð öflug járnbrú yfir það, sem var meistaraverk af
ameríkönskum dugnaði. Yfir brú þessa liggur Attika- og
Baflála járnbrautin og er brautarstöð í litla og Ijelega bæn-
um Cayugabridge.
Jeg lauk störfum minum í bænum á skammri stundu
og undir kvöld iagbi jeg aptur af stað heimleiðis. Ef þjer
hafið nokkru sinni verið á ferð á fögru sumarkvöldi, hljót-
ið þjer að vita hve skemmtilegt það er. Skuggarnir af
háu og digru trjástotnunum voru farnir að lengjast og
trjákrónurnar bærðust svo hægt í kvöldgolunni, ab hægara
var að finna það en heyra.
Meöan jeg reiö í gegnum skóginn duttu endurminning-
ar frá heimili mínu og fegurstu æskustöðvum minum í
huga mjer. svo jeg sinnti engu öðru: án þess að vita af
hafbi jeg sleppt taumnum fram á makkann á hestinum svo-
hesturinn lötraði meb mig hægt og hægt. í því sólin rann
til viöar varð jeg hrifinn af fegnrð náftúrnnnar. Jeg varð
hrifinn af undrun við ab horfa á hina töfrandi litprýði, er
mjmdubust at sólargeislunum, er þeir tindruðu gegnum
dimmgræn laufin líkt og kviknað væri i blabröndunum.
Allt í einu hrökk jeg vib úr hugsunum mínum af skarki
er jeg heyröi í hinum lægri kjarrskógi. Jeg þreif skamm-
byssu mína og sneri mjer við, en allt í einu fann jeg að
jeg var lostin voðahöggi og missti mebvitundina. Jeg
lauk þó snöggvast upp augunum og virtist mjer jeg sjá
eins og í draumi annan glæpamanninn er strokib hafði, um
leið og hann laut niður ab mjer, en svo leið yfir mig á ný.
(Framh.).
Alþing-istíðindin 1893.
Verð 3 kr., send kaupendum kostnaðarlaust, fást
í bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar.